Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 9 HUGVEKJA GÆTTU ÞÍN eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON ■ 2. sd. í aðventu Mk. 13; 32.-37. Um daginn gekk ég annars hugar út á umferðargötu í Reykjavík og bjóst við umferð frá vinstri og leit þangað og sá engan bíl. Allt í einu var kallað, passaðu þig og ég snar- stoppaði en í því straukst bíl við hlið mér frá hægri. Bíllinn hafði beygt út á vinstri ak- grein vegna gangandi ungl- inga hægra megin. Mér brá verulega og leit í áttina þang- að sem kallað hafði verið, en þar var aðeins fólk á ferð. Bíllinn hélt áfram sína leið og allt virtist með felldu. Það var aðeins hugur minn sem var í uppnámi og hjartað sem sló hratt. Það varð ekki séð af öðrum. Ef til vill var ég eillítið fölari, en annað var það ekki. Þetta atvik varð mér tilefni íhugunar. Eitt örstutt andar- tak sem öllu gat breytt í lífí mínu. Óþekkt rödd hafði kall- að: Passaðu þig og ég átti þessari rödd svo mikið að þakka. Hefur þessi rödd ekki hljóm- að í lífí okkar frá upphafí: Gættu þín, varaðu þig, pass- aðu þig? Var þetta ekki fyrsta röddin sem heyrðist í lífí okkar fyrstu forfeðra, sem sagði að allt mættu þau gera nema eitt, að borða af skilningstré góðs og ills, og það varð á þeirri stundu einmitt það sem þau langaði mest til að gera. Að- vörun foreldra og ættingja í orðum varð svo oft tilefni mestu löngunarinnar og þurft- um við ekki aftur og aftur að reka okkur sjálf á. Reyna það, að aðvörunin var rétt. Og síðan erum við ef til vill orðin foreldrar og horfumst í augu við að þessi sama saga endur- tekur sig. Við vörum bömin okkar við ýmsum hættum og freistingum, sem við reyndum í lífí okkar að varð til tjóns á sál og líkama: Bamið mitt, gættu þín. Stúlkan mín, var- aðu þig. Drengurinn minn, passaðu þig. Og allt virðist það til einsk- is. Þannig heldur lífssagan áfram. En þegar við með ein- um eða öðmm hætti horfumst í augu við lífsskilin sjálf, hvort sem við sleppum með skrekk- inn eða mætum siysinu sjálfu, þá hlýtur það að verða okkur tilefni alvarlegrar íhugunar. Aðventan, þessir fyrstu sunnudagar kirkjuársins em einmitt þessi tími íhugunar og ögunar. Guðspjall þessa dags flytur þessa sömu aðvömn og segir: „Gætið yðar vakið og biðjið, því að þér vitið ekki, hvenær tíminn er kominn. Svo sem maður, er dvelst erlendis, hefír yfirgefíð hús sitt og falið þjónum sínum umráðin, hveij- um sitt verk, og hefír lagt fyrir dyravörðinn að vaka, svo skuluð þér og vaka, því að þér vitið ekki, hvenær húsbóndinn kemur, hvort að kveldi eða miðnætti, eða um hanagal, eða að morgni, að hann hitti yður ekki sofandi, er hann kemur skyndilega. En það sem ég segir yður, það segi ég öllum: Vakið." Mér fínnst að hér sé verið að ræða um þessa miklu stund sem verður í lífí okkar allra þegar við emm kölluð héðan. Við vitum ekki hvenær sá tími kemur og sannarlega hefur okkur öllum verið falið að vinna verk. Við hljótum að geta skilið þegar við lítum til hins liðna, að líf okkar hefur haft tilgang og að við þurfum að hlúa að því sem okkur er heilagt, sem er einmitt það sama, tilgangurinn. Hann tengist lífí ástvina okkar og hvemig við komum fram við þá. Hvemig við sýnum tryggð og heilindi, hvemig við hlúum að og breiðum yfír, hvemig við orðum tilfínningar okkar og ekki síður hvemig svipmót okkar er og umgengni. Það er svo margt annað sem kallar á okkur, kallar okkur burt frá fjölskyldunni, burt frá heimil- inu, sem okkur fínnst ef til vill í tímaleysi daganna að við getum vanrækt eða þá látið vanann um að móta dagfar okkar þar. Og þegar við höfum stofnað okkar eigið heimili, þá virðist svo oft ekki vera tími lengur til að rækta tengs! við bemskuheimilið, við foreldr- ana og meira að segja koma þá oft upp ágreiningsefni, sem særa svo djúpt og aðskilja. Hversu margir einstaklingar em það ekki sem eiga böm og bamaböm, en em þó einir mitt í fjöldanum og hversu mörg dæmi em ekki um full- orðna einstaklinga sem eiga íbúð í fjölbýlishúsi og ná- grannar þekkja varla, enginn vitjar um og fáir ef nokkrir sýna kærleika gagnvart? Þetta er að hafa sofnað á verðinum, týnt því dýrmæt- asta innan um það einskis nýta. Eða hvers virði er eignin þér þegar þú leggur upp í þína síðustu ferð? Þú hafðir ef til vill á sínum tíma engan tíma aflögu fyrir bömin þín og núna hafa þau engan tíma fyrir þig. Þannig er þetta miskunnar- lausa lögmál orsaka og afleið- inga, sem hittir okkur sjálf fyrir. Við getum ekki keypt okkur vináttu og tryggð eða ást og kærleika, hversu mikla peninga sem við eigum. Því eiga þessi vamaðarorð Heil- agrar ritningar við: „Gætið yðar, vakið og biðjð, því að þér vitið ekki hvenær tíminn er kominn." HÉR ERU UPPLÝSINGAR SEM SKILA HAGNAÐI Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa ávallt kappkostað að gefa sem gleggstar upp- lýsingar um alla möguleika varðandi spamað. Til marks um það höfum við getið út marga veglega bæklinga. í öllum þessum bækling- um eru haldgóðar upplýsingar um sparnað- arkosti sem skila þérhagnaði þegar á reynir. FiÁRFESTINCARFÉlAGÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík s: (91) 28566 Kringlunni 103 Reykjavík s: (91) 6897Ö0 Allt frá árinu 1976 hefur Fjárfestingarfélagið verið í fararbroddi í öflugri upplýsingastarf- semi og faglegri ráðgjöf. Komdu við á verð- bréfamarkaði okkar í Kringlunni og Hafnar- Stræti 7 og ræddu við ráðgjafa okkar. Fáðu þér upplýsingabæklinga í leiðinni. Þú getur einnig hringt eða sent okkur svar- seðilinn og við senduni þér bæklingana um hæl. Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 4. des. 1987: Kjarabréf 2,487 - Tekjubréf 1,304 - Markbréf 1,268 - Fjölþjóðabréf 1,060 SVARSEÐILL Vinsamlegast sendið mér neðangreinda bæklinga: □ Kjarabréf □ Verðbréfamarkaðurinn | □ Tekjubréf □ Fjármálareikningur £ □ Markbréf □ Frjálsi lífeyrissjóðurinn Na£n: Nafiinr. Heimili: Staður:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.