Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Ahugi breskra aðila á orkukaupum frá íslandi hefur vakið töluverða athygli að undanförnu, ekki aðeins á íslandi heldur einnig i Englandi. Nu um helgina koma hingað til lands fulltrúar breska fyrirtækisins North Venture til að ræða einstaka þætti þessara mála við íslensk stjómvöld. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sýnt hugmyndinni áhuga. Fyrst vakti hún sérstaka athygli í forsíðugrein í dagblaðinu The Guardian eftir Paul Brown, blaðamann, sem sérhæfir sig í orkumálum. Hefur hann dvalist á íslandi undanfaraa daga og kynnt sér starfsemi Landsvirkjunar og viðhorf Íslendinga til orkusölunnar. Þá eru þessar hugmyndir reifað- ar í nýjasta hefti breska timaritsins The Engineer og meðal annars greint frá þvi að stofnun sú sem hefur með höndum orkumál í aust- urhluta Mið-Englands, East Midlands Electricity Board, hafi nú tekið af skarið og lýst áhuga sínum á innflutningi íslenskrar raforku. Að sögn Engineer hefur framkvæmdasljóri stofnunarinnar, Philip Camp, raunar þegar ritað sendiherra íslands í Bretlandi, Ólafi Egils- syni, bréf þar sem stofnunin lætur i ljós áhuga á því að kaupa íslenska raforku ef svo færi að unnt reyndist að yfirstíga þá margvíslegu tæknilegu erfiðleika, sem slíkum orkuflutningi hlytu að fylgja. * r-.J&i fV . v Alex Copson hefur varpað fram þeirri hugmynd, að fjöldi verkamanna yrði fluttur inn frá útlöndum til að vinna að smíði virkjana uppi á hálendi Islands. Hann segist að visu aldrei hafa komið hingað til lands og þess vegna vera ókunnugur aðstæðum. Þessi mynd var tekin að vetrarlagi, þegar unnið var að gerð Sigölduvirkjunar. Ef til vill sitjid þið á miklum fjársóði North Venture Fýrirtæki það sem kom allri þess- ari umræðu af stað nefnist North Venture og er til húsa nærri hjarta Lundúnaborgar, nánar tiltekið í Do- ver-stræti númer 26. Þar eru skrif- stofur fyrirtækisins • á tveimur hæðum. Í þessum húsakjmnum hitti fréttaritari Morgunblaðsins að máli Alex Copson, þann mann sem verið hefur í forsvari fyrir North Venture vegna þeirra hugmynda sem fyrir- tækið hefur varpað fram um orku- flutning frá íslandi til Bretlands. Eftir að hafa þegið kaffibolla, þótti fréttaritara við hæfi að grafast fyrir um það hjá Copson hvers konar fyr- irtæki hér væri eiginlega um að ræða. — North Venture hefur komið . víða við sögu. Þetta er fyrst og fremst það sem kalla mætti umboðs- eða miðlunarfyrirtæki. Við tökum að okkur margvísleg verkefni sem tengjast fyrirtælq'aráðgjöf, hag- kvæmnisathugunum á einstökum verkefnum og öðru slíku. í stuttu máli má segja að við önnumst al- hliða miðlun upplýsinga á ýmsum sviðum, erum eins konar verktakar að þessu leyti. Þá höfum við meðal annars stundað umtalsverða skipa- miðlun, auk þess sem innan fyrir- tækisins er starfað að hönnun margvíslegs búnaðar er tengist eyð- ingu og geymslu eitraðra úrgangs- efna, sem iðnaður ýmiss konar lætur frá sér, til dæmis kjamorkuver. Raunar má segja að þetta sé ekki síst sá þáttur sem við höfum sér- hæft okkur í, aðferðir við að koma eitruðum úrgangsefnum í lóg án þess að umhverfí stafi hætta af. — En hvemig tengist þetta allt áhuga ykkar á raforkuflutningi frá íslandi til Bretlands? — Eðli sínu samkvæmt reynir fyrirtækið auðvitað að fylgjast með því helsta sem er að gerast á hinum ýmsu sviðum. Við höfiim meðal ann- ars veitt athygli þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram um ra- forkuflutning frá íslandi til Bret- lands. Þetta em auðvitað ekki nýjar hugmyndir, hvað þá að fyrirtæki mitt, North Venture, hafi fyrst varp- að þeim fram. íslendingar sjálfir hafa látið sér detta slíkir raforku- flutningar í hug. Við í North Venture höfum hins vegar kynnt okkur þær kannanir sem þegar hafa verið gerð- ar á því hvort hér sé um að ræða tæknilega framkvæmanlegt verk- — segirAlex Copson forstjóri North Venture, sem vill stuðla að orkusölu ís- lendinga til Breta efiii. Síðan höfum við reynt að setja upp gróf reikningsdæmi varðandi fjárhagslega hagkvæmni og okkar niðurstaða er skýr. Þennan kost er full ástæða til að kanna enn frekar, tæknilega og fjárhagslega. Auðvitað segi hvorki ég né aðrir við íslensk stjómvöld á morgun eða hinn: Við erum reiðubúnir að kaupa svo og svo mikla orku af ykkur, hvað setjið þið upp? Mitt fyrirtæki kaupir enga orku. Það sem North Venture vill gera er að taka upp nána samvinnu við íslendinga um ítarlega könnun á þeim kostum sem hér liggja fyrir. Við segjum við íslendinga: Ef þið viljið láta kanna þessa kosti skulum við sjá til þess að til verksins verði fengnir fremstu sérfræðingar á þessu sviði, sérfræðingar sem gera mundu úttekt á tæknilegum hliðum og markaðsmálum, yfírleitt öllu því sem kanna þarf ofan í kjölinn til að komast til botns í því hvort íslend- ingar sitja nú á orkulind, sem þeir geta nýtt sjálfum sér til verulegs flárhagslegs ábata og umheiminum til góðs. Ensk-íslenskt fyr- irtaeki — Hvað tæki ítarleg könnun af þessu tagi langan tíma? — Við höfum látið okkur detta í hug að ítarleg könnun á fjárhagsleg- um og tæknilegum atriðum þyrfti ekki að taka nema um það bil 6 mánuði. Leiddi niðurstaða slíkrar könnunar í ljós að hér væri um raun- hæfan kost að ræða, tæknilega og Qárhagslega, yrði næsta skref auð- vitað undir íslendingum sjálfum komið. Mitt fyrirtæki væri vissulega reiðubúið að taka þátt í því að stíga skrefið til fulls, efiia til náinnar sam- vinnu Englendinga og íslendinga með stofnún fyrirtækisins, sem til dæmis gæti fengið heitið Anglo- icelandic Fower & Transmission Company, nafn sem felur í sér mark- mið og starfssvið fyrirtækis, það er orkusölu til Bretlands. Auðvitað yrði þetta fyrirtæki í meirihlutaeign ís- lendinga ef þeir sjálfír kysu að hafa þann háttinn á. Fyrsta verkefni slíks fyrirtækis yrði að vinna margvíslega undirbún- ingsvinnu, undirbúa framkvæmdir og standa að ijármögnun. Hvað fjár- hagshliðina snertir erum við auðvit- að að tala um himinháar upphæðir, margfalt hærri en þar sem íslending- ar eiga að venjast og sjást í fjárlög- um íslenska ríkisins. Þess vegna yrði fjármögnun vitanlega að fara fram á alþjóðlegum mörkuðum, til dæmis í kauphöll Lundúnaborgar, City, og þar eru fordæmin vissulega fyrir hendi. Lítum til dæmis á Erm- arsundsgöngin, sem nú er byijað að grafa. Þau eru kostuð með útboðum á alþjóðlegum flármagnsmörkuðum, lántökum og hlutabréfasölu. Ef aðil- ar á þessum mörkuðum sannfærðust um að fyrirtæki það sem við erum að tala um væri álitlegt til viðskipta gengi fjármögnun væntanlega greið- lega fyrir sig. Og auðvitað færi slík fjármögnun ekki af stað nema ís- lendingar og þeir bresku aðilar sem þeir ættu samvinnu við hefðu í hönd- unum gögn sem staðfestu hag- kvæmni og framtíðarmöguleika þess fyrirtækis sem hér væri verið að setja á laggimar. Við hjá North Venture gerum ráð fyrir að ijármögnunarhliðin og und- irbúningur framkvæmda taki um það bil eitt ár. Að þeim tíma liðnum væri unnt að hefjast handa af fullum krafti við byggingu orkuvera og lagningu sæstrengja. Slíkar fram- kvæmdir tækju kannski um það bil fimm ár. Við erum að tala hér um að um og eftir miðjan næsta áratug yrði tekið að flytja raforku frá ís- Iandi til Bretlands um þar til gerða sæstrengi. — Og hvað erum við að tala um mikla hlutdeild í breska markaðnum þegar þar að kæmi? — Okkar áætlanir hafa gert ráð fyrir orkuflutningi __ sem næmi 10 gígawattstundum. í dag þýddi það um 16% hlutdeild í breska orkumark- aðnum. Hagkvæmur kost- ur? — Ykkur sýnist í fljótu bragði að raforka ofan af íslandi yrði sam- keppnisfær við aðra orkugjafa, til dæmis olíu og kjamorku? — Þegar upp yrði staðið og allt tekið með í reikninginn, já ekki nokkur vafi. Tökum til dæmis sam- anburðinn við kjamorkuna, sá samanburður er íslensku orkunni í vil ef menn líta á hlutina í réttu ljósi og til lengri tíma. Tökum sem dæmi eins gígawatts kjamorkurafver. Það kostar um tvo milljarða punda að reisa slíkt ver. Líftími þess er áætlaður um 25 ár. Að þeim tíma liðnum þyrfti að gera margvíslegar endurbætur fyrir um það bil einn milljarð punda. Gróf áætlun bendir til að kosta mundi um einn milljarð punda að reisa eins gígawatts vatnsaflsvirkjun á íslandi og annað eins færi í sæ- streng. Líftími sæstrengs er talinn um 60—80 ár, það er allt þrefalt lengri en Iqamorkuvers. Auðvitað þarf ýmislegt viðhald við virkjanir og orkustöðvar en lítið miðað við það sem kosta þyrfti til að aldar- íjórðungi liðnum vegna endumýjun- ar kjamorkuvers. Það er samanburður af þessu tagi sem ég vil leggja áherslu á. Menn verða að hugsa til langs tíma í senn. Auðvitað yrðu lán til slíkra fram- kvæmda tekin til áratuga en ekki ára. Þegar allt er tekið með virðist slík raforkuframleiðsla hafa vinning- inn. Og gleymum ekki öðru. Hvað gerist ef eitt kjamorkuver í Bret- landi gefur sig? Eitt slys gæti þýtt endalok þessa iðnaðar, áhættan er fyrir hendi. Kjamorkuver gætu þess vegna verið úr sögunni á morgun. Auðvitað vonum við að ekkert það gerist sem ylli því en við verðum að vera við öllu búin. Olíukreppa gæti skollið á, slíkt hefur gerst. Sé þann- ig tekið tillit til margvíslegrar áhættu annars vegar og hins vegar stöðugleika virðist vatnsorkufram- leiðsla bera af sem hagkvæmasti og öruggasti kosturinn. Kjarnorkuand- stæðingar? — Á íslandi hafa heyrst tor- tryggnisraddir vegna hugsanlegra tengsla þessara hugmynda við kjam- orkuandstæðinga hér í landi og er þá meðal annars bent á að einn ráð- gjafi North Venture er George Pitchard, fyirum frammámaður í Greenpeace. Er ástæða til þessarar tortryggni? — George Pitchard var í Green- peace en er þar ekki lengur. Hann sagði skilið við samtökin vegna óánægju með ýmislegt sem samtökin stóðu fyrir og þá ekki síst þær að- ferðir sem Greenpeace beitir til að ná markmiðum sínum. Pitchard er raunsæismaður með geysilega þekk- ingu á umhverfismálum. Það kæmi mér ekki á óvart þótt hann yrði einn daginn formaður nýrra umhverfis- vemdarsamtaka, samtaka sem yrðu raunsærri í stefnu sinni en Greenpe- ace, sem illu heilli hafa orðið athvarf sérvitringa sem lifa í fílabeinstumi ranghugmynda og skilningsleysis á eðliíega þróun mannlegs samfélags og umhverfis. Sjálfur er ég ekki kjamorkuand- stæðingur í þeim skilningi að ég telji að kjamorkunotkun sé í eðli sínu af hinu illa. I kjamorkunni er fólgin orkulind, sem mannkynið get- ur vonandi einhvem tíma fært sér í nyt án þeirrar áhættu sem óneitan- lega fylgir þessari framleiðslu í dag. Vonandi verða kjamorkuver einn daginn svo tiygg að ekki þurfi að óttast skelfileg slys á borð við það sem við urðum vitni að í Tsjemobyl í fyrra. Og vonandi verður í náinni framtíð unnt að finna leiðir til að koma kjamorkuúrgangi þannig í lóg að örugglega stafi engin hætta af. Ég og mitt fyrirtæki höfum reyndar látið töluvert til okkar taka á þessu sviði með þvi að standa að hönnun margvíslegs búnaðar til varanlegrar geymslu úrgangsefna. Þetta hefur raunar verið eitt af þeim megin- verkefnum sem ég hef fengist við um dagana. Þannig hefur kjamork- an í vissum skilningi verið mitt lifibrauð, en því miður er margt ógert áður en kjamorkunotkun verð- ur fyllilega áhættulaus. Áhættulaus orkuframleiðsla er eitt af megin- verkefnum mannkynsins í dag. Þótt ekki væri nema þess vegna, þá er hugsanlegur raforkuflutningur frá Islandi heillandi kostur sem gefa verður gaum og kanna til hlítar. Tilhögun fram- kvæmda — Nánar um framkvæmdir uppi á íslandi. Viðtal, sem haft var við þig á dögunum í einu íslensku dag- blaðanna, vakti meðal annars athygli vegna þeirra hugmynda sem þar eru hafðar eftir þér um atriði eins og innflutning vinnuafls, réttindi þess vinnuafis og þar fram eftir götunum. Áætlið þið að setja upp einhveijar þrælabúðir á íslandi? — Sjáðu til. Mér þykir vægast sagt afskaplega leitt ef viðtal, sem fréttaritari Tímans átti við mig í síma á dögunum, hefur valdið fjaðra- foki vegna vangaveltna sem þar koma fram um hugsanlega tilhögun framkvæmda á íslandi við byggingu orkuvera og annað sem til þarf áður en af orkuútflutningi getur orðið. í fyrsta lagi vil ég segja þetta: Auðvitað myndu íslendingar ganga fyrir um alla vinnu sem þessu tengd- ist og auðvitað yrði það alfarið í höndum þeirra að ákveða hvemig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.