Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 21 samskiptum yrði háttað við erlent vinnuafl, sem ef til vill þyrfti að grípa til. Ég geri mér fulla grein fyrir því að eins og hagar til á Is- landi í dag gæti vel til þess komið að nota þyrfti erlent vinnuafl við þær framkvæmdir sem hér yrði um að ræða. Við værum kannski að tala um einhveijar þúsundir manna og þúsundir manna er há tala á Is- landi, gleymum því ekki. Að mínu mati væri óæskilegt íslendinga vegna að slíkt vinnuafl, hvort sem það kæmi frá Bretlandi eða annars staðar að, tengdist íslensku þjóðlífí á einn eða annan hátt. Við erum að tala um tímabundna gesti, sem komnir væru til að vinna að einu verkefni en hyrfu síðan til síns heima. Ég hef aldrei komið til íslands og veit þvi í sjálfu sér ákaflega lítið um aðstæður þar, hvar best væri að koma þessu fólki fyrir. Ég hef látið mér detta í hug að það hefðist við í sérstökum búðum og hefði ekki dagleg samskipti við íslendinga. Þetta fólk fengi auðvitað sín frí en flygi þá einfaldlega til síns heima um stundarsakir, það er ekki nema tveggja og hálfs tíma flug til Eng- lands, kannski væri heppilegast að reisa þessar búðir uppi á landi, kannski færi vel um þetta fólk í fljót- andi dvalarstöðvum undan landi. Ég veit einfaldlega ekki nóg um stað- hætti á íslandi til að geta sagt eitthvað af viti um þetta atriði og vangaveltur í þessa átt eru auðvitað algert aukaatriði í þeirri umræðu sem nú þarf að fara fram um hugs- anlega hagkvæmni þess að flytja orku frá Islandi til Bretlands. Og ég ítreka enn og aftur: Að íslenskt vinnuafl gengi auðvitað fyrir um störf og það hvernig háttað yrði samskiptum erlends vinnuafls við íslendinga væri auðvitað komið und- ir þeim síðamefndu. Skýjaborgir — Að lokum, Copson. Eru þetta ekki bara skýjaborgir? — Auðvitað er skiljanlegt að menn láti sér vaxa í augum umfang framkvæmda af þessu tagi. En ég segi: íslendingar mega ekki láta þröngsýni og heimóttarskap binda sig á klafa. Ef til vill sitjið þið á miklum flársjóði, fjársjóði sem gæti reynst ykkur dýrmætur um ókomna framtíð. Nú ríður á að fyrsta skrefið sé tekið til að kanna ítarlega hvort hér sé á ferðinni raunhæfur kostur. En boltinn er nú í höndum íslend- inga sjálfra. Ég og mitt fyrirtæki höfum varpað fram stórtækum hug- myndum og við erum reiðubúnir að ræða við íslendinga um að gera enn frekari gangskör að því að athuga- hversu raunhæfar þessar hugmyndir eru. En frumkvæðið verður að koma frá íslenskum stjómvöldum. Ég hef rætt við fjölda aðila hér í landi um þetta mál, fjármálafyrir- tæki, raforkufyrirtæki og stjóm- málamenn. Auðvitað bregður ýmsum í brún þegar slíkar hug- myndir eru settar fram, margir verða agndofa og tala um skýjaborg- ír, aðrir verða heillaðir af hugmynd- inni. Kannski eru þetta skýjaborgir, við einfaldlega vitum það ekki til fulls. ítarlega könnun þarf en slíka könnun verður að gera að frum- kvæði íslendinga sjálfra. Mitt fyrir- tæki er reiðubúið, er í startholunum. Við gætum þess vegna hafist handa strax á morgun um að safna liði, fá til okkar fæmstu vísindamenn til að kanna allt þetta ofan f kjölinn. Við skulum ekki gleyma því að mestu stórvirki sögunnar hafa verið unnin þar sem stórhugur hefur ráð- ið, þar sem menn hafa náð að sjá út úr hversdagsleikanum, út fyrir það sem stendur þeim næst hveiju sinni. Þetta ættu Islendingar að at- huga og íslensk stjómvöld að bregðast við í samræmi við það. Við hjá North Venture erum tilbúnir í slaginn. Viðtal: Valdimar Unnar Valdi- marsson, fréttaritari Morgun- blaðsins i London. Síðari hluti einleikara- prófstónleika Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur einleik- araprófstónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 8. des- ember. A tónleikunum leikur Hildigunnur Hall- dórsdóttir á fiðlu og Cather- ine Williams á píanó. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir E. Bloch, Karólínu Eiríksdóttur, J.S. Bach og C. Saint-Saéns. Tónleikamir eru síðari hluti einleikaraprófs Hildigunnar frá skólanum og hefjast kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hildigunnur Halldórsdóttir Sólstafir, Ný skáldsaga eftir Bjama Guðnason BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hf. hefur sent frá sér skáldsög- una Sólstafi eftir Bjarni Guðna- son prófessor. í frétt frá útgáfunni segir m.a.: „Sólstafír er saga um vegferð mannsins eftir þeim götuslóða sem kallast heimur, hún segir eiginlega frá leit mannsins að hamingju sinni. Söguhetjan, hann Pétur, er ungur piltur sem strokið hefur að heiman til að he§a ævintýralega og hættu- lega leit að æskuást sinni. Sagan gerist í Evrópu á miðöldum, á ólgu- timum þegar stríð geisuðu og alþýða mánna bjó við ofurvald klerka og annarra valdsmanna. í þessari bók er blanda af gamni og alvöm, góðu og illu, fögm og ljótu og í henni verða átök um auð og völd. Höfundurinn, Bjami Guðnason, er þekktur fyrir flest annað en að skrifa skáldsögur. Hann er prófess- or í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands og hefur skrifað flölda ritgerða um fræðileg efni. Bjarni Guðnason Þá sat hann á alþingi íslendinga í þijú ár. Sólstafír er fyrsta skáldsaga Bjama.“ TólflftÍÖí _:*.c í 1111 • x • •• ...eru veiðivörur frá Abu Garcia. Hafnarstræti 5 Símar 16760 og 14800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.