Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Hr Frönsku gislarnir Roger Auquet (t.v.) og Jean-Louis Normandin við heimkomuna til Parisar: buðu hryðjuverkamönnum birginn. OG GÍSLARNIR * ■ . SAMKOMULAG FRAKKA VIÐ ÍRANA VELDUR DEILUM UMDEILD ákvörðun frönsku stjórnarinnar um að skipta á meint- um írönskum hryðjuverkamanni og frönskum stjórnarerindreka til að fá tvo franska gísla í Líbanon leysta úr haldi og bæta sambúðina við ír- ana hefur verið átalin á fundi æðstu manna Evrópubandalagsins í Kaup- mannahöfn. Samherjar Frakka neita að semja við hryðjuverkamenn og Bretar, sem harðast deila á ák- vörðunina, óttast að hún geti spillt fyrir tilraunum til að bjarga Terry Waite, sendimanni erkibiskupsins af Kantaraborg, og öðrum gislum í Líbanon. Samkomulagið við írana hefur einnig sætt gagnrýni í Frakkl- andi, jafnt frá vinstri sem hægri. Francois Mitterrand forseti neitaði jafnvel að samþykkja það, þótt hann gagnrýndi það ekki beint. S tjóm Chiracs vísar því á bug að hún hafi sýnt undirferli í málinu. Með því að skipta á Vahid Gordji, túlki íranska sendiráðsins í París, og Paul Torri, franska ræðismanninum í Teheran, bundu Frakkar og íranar endi á svokallað „sendiráðastríð", þ.e. umsátur um sendiráð Frakka í Te- heran og íranska sendiráðið í París. Chirac lýsti þvf yfir að deilan hefði leystst vegna þess að líbanskir hryðjuverkamenn úr „Byltingars- innuðu réttlætissamtökunum" (RJO), sem fylgja írönum að mál- um, hefðu sleppt frönsku gíslunum Roger Auque og Jean- Louis Norm- andin, en tók fram að sambúðin við írana mundi ekki „færast í eðlilegt horf“ fyrr en samtökin „Heilagt Chirac: treystir hann stöðu sína? Waite: sá Auque hann? Ghorbanifar: annaðist milligöngu. stríð“ framseldu þijá Frakka, sem enn eru í haldi. Utvarpið í Teheran bar til baka að nokkurt samband væri á milli lausnar sendiráðastríðsins og frels- unar gislanna og sagði að sambúðin yrði ekki eðlileg fyrr en Frakkar hættu að styðja Iraka í Persaf- lóastríðinu og endurgreidu lán, sem þeir fengu hjá íranskeisara 1974 (það nam einum milljarði dollara og rann til frönsku kjarnorkunefnd- arinnar). íranska utanríkisráðuney- tið tók í sama streng og sagði að „Frakkar gætu bætt sambúðina", • ef þeir borguðu lánið og „stæðu við aðra samninga landanna." Þetta lán hefur verið tilefni stöðugra deilna síðan byltingin í íran var gerð 1979 og skuld Frakka nemur nú tvöfalt hærri upphæð en upphaflega lánið. Frakkar greiddu fyrstu afborg- unina, 330 milljónir dollara, í nóvember í fyrra og segjast nú fús- ir til að greiða aðra, jafnháa upphæð til að bæta sambúðina. Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins sagði að viðræður hefðu verið teknar upp um greiðslu alls lánsins. Hann neitaði því að hér væri um að ræða lausnargjald fyrir frönsku gíslana í Beirút, en sagði að þegar næsta afborgun yrði greidd innan skamms kynni að verða „stigið nýtt. skref í átt til endanlegrar lausnar deilunnar.“ Að sögn Washington Post, sem full- yrti að endurgreiðsla lánsins væri liður í samkomulaginu um frelsun gíslanna og lausn sendiráðastríðs- ins, átti greiðsla 330 milljóna dala afborgunar að fara fram í Vín í vikunni. Sendiráðastríð Frakkar ákváðu að slíta stjórn- málasambandi við írana um stund- arsakir í júlí vegna lögreglurann- sóknar á sprengjuárásum, sem islamskir öfgamenn voru grunaðir um að hafa staðið fyrir í París í fyrra og kostuðu 13 manns lífið. Gilles Boulouque rannsóknardóm- ari, einn helzti sérfræðingur Frakka í baráttu gegn hryðjuverkum, vildi spyrja Gordji um árásimar, en hann neitaði að mæta í yfirheyrslum hjá honum og faldi sig í íranska sendi- ráðinu. Hann var grunaður um að hafa vitað um árásirnar og jafnvel skipulagt þær. Frakkar kölluðu hann „þjóðaróvin nr. eitt.“ Þótt hann bæri aðeins titilinn „þýðandi" var hann í raun annar æðsti maður sendiráðsins. íranar svöruðu með því að saka franska ræðismanninn í Teheran, Paul Torri, um njósnir, svarta- markaðsbrask og samstarf við hópa gagnbyltingarmanna. Starfsmenn franska sendiráðsins í Teheran kváðu írana hafa logið upp þessum ásökunum til að ná samningum um Gordji. Bæði sendiráðin voru um- kringd og starfsmenn þeirra, níu Frakkar í Teheran og um 40 íranar í París, voru innilokaðir í rúma fímm mánuði unz „sendiráðastríðið" leystist. Þegar Gordji var sleppt um síðustu helgi ræddi Boulouque við hann í rúma tvo tíma, en samtalið virtist aðeins formsatriði. Falcon- flugvél, sem flutti hann til Karachi, var tilbúin til brottferðar áður en yfirheyrslan hófst. í Teheran yfir- heyrði sérstakur byltingardómstóll Torri i marga klukkutíma í Evín- fangelsi áður en hann fór með leigu- flugvél til Karachi, þar sem rkiptin fóru fram. Allar hindranir við sendi- ráðin í París og Teheran voru fjarlægðar og þar með lauk umsátr- inu um þau. Hryðjuverkin í fyrra komu sér illa fyrir Chírac, r,em hefur keppt að því síðan hann kom t.il valda I marz 1986 að fá alla franska gísla í Líbanon leysta úr haldi með því að bæta sambúðina við írana vegna óumdeilanlegra áhrifa þeirra á líbanska mannræningja. Fráfarandi stjóm sósíalista hafðí notað leynilega erindreka í því skyni að fá gísla lausa, en sú aðferð hafði borið hlægilega lítinn árangur og Chirac útilokaði hana. Þegar se.ndi- ráðastríðið hófst í sumar hafði hann tryggt frelsun fimm gísla, nú hafa tveir bætzt í hópinn og aðeins þrír eru eftir: stjómarerindrekamir Marcel Fontaine og Marcel Carton og blaðamaðurinn Jean- Paul Kauffman. Fransks blaðamanns af líbönskum ættum, Florence Raads, er líka saknað. „Heilagt stríð“ til- kynnti í febrúar 1986 að franski gíslinn Michel Seurat hefði verið „tekinn af lífi“, en lík hans hefur ekki fundizt. Með Bandaríkja- mönnum Gíslamir, sem nú hafa verið látn- ir lausir, Jean-Louis Normandin, 35 ára sjónvarpstæknimaður, sem var í haldi í 629 daga, og Roger Auque, 31 árs ljósmyndari og blaða- maður, sem var í haldi í 317 daga, voru í hópi örfárra erlendra fjöl- miðlamanna, sem buðu mannræn- ingjum birginn með því að halda kyrru fyrir í Beirút, þegar útlend- ingum var ekki lengur orðið vært

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.