Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 25 ég finn margt þar, sem hrífur mig og sem mér nýtist, þó ég sé ekki kristinn. Verk hans hitta mig beint í hjartastað, þó ég skilji ekki text- ann, sem þau eru reist á. Það er eins og stórkostlegt ferðalag að spila verk Bachs, kraftbirting æðri sviða ... þess vegna er Bach svo mikil- vægur. Verk Paganinis, sem er annað hefðbundið verkefni fiðluleikara, eru fjarri því að rista svona djúpt. Hann er fimleikamaður á fiðlu og verkin hans eru eftir því. En það er gott að vinna með þau, því þau halda fiðluleikaranum í formi. Eg get vel ímyndað mér að spila tuttugu kons- erta á ári með Bach, en ekki með Paganini, myndi tæplega nenna því." - Hefur smekkur þinn á við- fangsefni breyzt frá því þú varst komungur? „Vissulega. Fyrir tíu árum lagði ég mest upp úr verkum, sem kröfð- ust einkum'fæmi í leik, tæknikunn- áttu. ITpp á síðkastið hef ég meira snúið mér að verkum sem rista dýpra, eins og verk Brahms og fleiri. Verk, þar sem ekki þarf aðeins að kunna að spila, heldur þar sem túlk- unin skiptir máli og tilfínningin fyrir henni. Ekki svo að skilja að ég trúi á djúpar vangaveltur þar að lútandi. Eg les mér ekki til um tónskáldin og verk þeirra, þó ég ætti kannski að gera það, heldur leita með inn- sæinu, vinn mig áfram inn í verkið með því. Ég er víst þannig í öllu, aðhyliist ekki skipulegt og röklegt nám. Bach spila ég á þennan hátt, samkvæmt eigin innsæi. Fyrir mér er það argasta bull, að það sé aðeins til ein leið í hvetju verki.“ — Hvað með tímabil í tónlistar- sögunni, tekurðu þar eitt fram yfír annað? „Það nýjasta, sem ég spiia er frá íjórða og fímmta áratugnum, sem þykir tæplega mjög framsækið. En einhvem veginn næ ég ekki að tengj- ast yngri verkum og höfundum, eða þau ekki mér, hvemig sem á því stendur. En það er svo sem af nógu öðm að taka... Barokktónlist er heillandi, en sú tónlist er nánast orðin eins og tízka hjá sumum hljóðfæraleikumm, þar sem flutningurinn stjómast af öðm en tónlistinni sjálfri. Allt þetta sjón- arspil í kringum uppmnaleg hljóð- færi getur gengið nokkuð langt. Þá vantar bara hárkollur og hestvagna, svo allt sé í stíl. En burtséð frá sam- tímatónlist, þá fæst ég við flest tímabil." - Þú hugsar kannski ekki mikið út í hvað dregur þig að tónlistinni, en geturðu gert þér einhveija grein fyrir hví svo er? „Augljósasta svarið er að ég kann ekkert betur eða jafn vel. En sem kennari sé ég iðulega tvo nemendur, sem virðast hafa nákvæmleg sömu forsendur til að spila vel, em með jafnlangt nám að baki og álíka greindir, en annar getur spilað vel, hinn miklu lakar. Eg trúi á með- fædda hæfileika og það er á ábyrgð hvers og eins að nota þá til hins ýtrasta. Mín ábyrgð felst þá í að nota það sem ég hef til að bera. Svo em margar minniháttar ástæður, eins og sú ánægja, sem ég fínn í tónlistinni. En þessi megin- ástæða um ábyrgðina getur haldið mér gangandi lengi. Þetta hefur ekkert með peninga að gera. Ég myndi spila, þó ég þyrfti ekki að vinna fýrir mér. Það er dýrmætt að fá að taka þátt í listum, því listir er það bezta, sem mannkynið hefur fram að færa. Einn vinur minn segir gjaman að það sé með tónlistarmanninn eins og prestinn. Báðir em innblásnir af boðskap, sem þeir þurfa og vilja koma á framfæri. Það felst boðskap- ur í tónlistinni. Þetta finnst mér ekki fjarri lagi. Gott líf og þægilegt hjálpar til að koma boðskapnum á framfæri. Ég hef enga trú á að listamenn þurfi að þjást til að vera góðir, eða að þjáningar þeirra efli listina. Maður eins og Van Gogh var ekki góður listamaður, af því hann þurfti að þola þrautir og þjáningar, heldur þrátt fyrir hart líf. En líf í listum er aldrei makindalegt, því agi og hann ótæpilegur, er nauðsynlegur. Agi og fómir, agað líf, sem ekki þolir óreglu . .. en manni líður vel eftir tónleika ...“ - En þú hefur hugann við fleira en tónlistina. Af hveiju er tónlistin þér ekki nóg? „Fyrst kemur stutt saga: Ég átti vinkonu sem var á kafí í mörgum skrítnum hlutum, eins og andaglasi og fleim. Ég snerti ekki við neinu slíku og myndi aldrei gera það. En dag nokkum fómm við í heimsókn til vina hennar, sem þekktu mig ekki nokkum skapaðan hlut. Þegar við komum vom þau í andaglasi, en við stóðum álengdar og horfðum á. Húsfreyjan las upp skilaboðin og annar skrifaði. Allt í einu les hún: „Yuval, tónlistin er lífíð, en lífíð er ekki tónlist.“ Bara sisona út í blá- inn. Yuval er ekki beinlínis algengt nafn í Bandaríkjunum og ég hitti þau aldrei aftur. Nei, tónlistin ein og sér er mér ekki nóg. Við emm hér til að lifa og lífið er meira en tónlist. Það er áhrifamikið að reyna eitthvað annað ' líka. Hugmyndin að spila eingöngu vekur mér þunglyndi. Til að spila þarf maður að vera fullkomlega á lífí, þekkja bæði sársauka, sem dýpkar og þroskar allan skilning, en gleðin má heldur ekki gleymast. Ég nefndi áður hvemig sumir ein- blína aðeins á sársauka, leita hann jafnvel uppi. Slíkt fínnst mér aðeins vera tilgangslaus sjálfspyntingar- stefna. Kabbalah em gyðingleg leyndarfræði og þar segir meðal annars að maður skuli tilbiðja Guð, þegar maður sé hamingjusamur. Sé maður dapur, er það synd, því í slíku hugarástandi geti maður ekki beðizt fyrir. Þó þessi lífsafstaða sé kennd Kabbalah, þá nær hún lengra aftur, í raun alvegtil jarðarinnar. Hún ligg- ur í augum uppi, því hamingjan hlýtur að vera tilgangtir lífsins. Auð- vitað er þetta ekki spuming um að ýta aðeins á hnapp og verða ham- ingjusamur. Hver og einn verður að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér.“ — Þú virðist upptekinn af gyðing- dómi? „Ætli ég gæti ekki alveg eins aðhyllzt Búddatrú, en gyðingdómur- inn er hluti af minni fortíð. Mér sýnist íslendingar vera uppteknir af fortíð sinni, en hún er ólík minni, svo sá áhugi á sér aðrar birtingar- myndir. — En trúarbrögðin em þér nauð- synleg? „í vikulegum hóptíma spila nokkr- ir nemenda minna fyrir okkur hin. Það kemur iðulega fyrir að ein- hveijum hlekkist á, eða hann gleymir. Þeim, sem verður fyrir því, fínnst það oft djúplega óþægilegt. Innbyrðis samkeppni er mikil þama, svo hræðslan við mistökin getur verkað eins og fjötrar á krakkana. Einu sinni kom þetta fyrir stelpu í tíma hjá mér og ég sá að hún varð alveg miður sín. Þá mundi ég eftir sögu af gyðinglegum, pólskum læri- meistara frá 18. öld, sem ég hafði lesið nýlega. Meistarinn var úti í skógi með lærisveinum sínum. Þeir ganga fram á fjárhirði, sem er að spila á flautu. Að leik loknum, gefur meistarinn fjárhirðinum pening og biður hann að spila lagið aftur. Þetta endurtekur sig fjórum sinnum og enn biður meistarinn fjárhirðinn að spila og réttir honum pening. Læri- sveinamir horfa forviða á. En í fímmta skiptið fípast flautuleikaran- um. Þá glaðnaði yfír meistaranum, en lærisveinamir horfðu á hann skilningssljóir og spurðu hvers vegna hann hefði látið fjárhirðinn endur- taka lagið svona oft. „Þegar ég heyrði að fjárhirðirinn gat gleymt, þá vissi ég að lag hans hafði náð upp í hæstu hæðir og glatt þar.“ Ég sagði nemendunum söguna, sá að stúlkunni leið mun betur og er viss um, að þegar þetta kemur fyrir hana næst, þá riQast sagan upp fyr- ir henni og dregur úr hræðslunni við mistökin. Ég á mér minn eigin guð og spyr engan um hann, hvorki hvemig hann lítur út né annað, en vísast sæki ég hugmyndir mínar um hann og lífið og tilveruna í þjóðararfleifð mína. Texti: SIGRÚN DAVÍÐSDÓmR Mynd: BJARNI EIRÍKSSON í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI KJÖTMIÐSTÖÐIN, HAMRABORG, KÓPAVOGl SIMI 41888 sett- Hetrsilgaa Kb”nGLUNNI»< 691520 BIRGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.