Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
EINAR ÞORCIISSON
HafnarQ ardar-
jarlinn
HAFNARFJARÐARJARLINN, saga Einars Þorgilssonar, sem Ásgeir Jakobsson
hefur skráð, er nýútkomin bók hjá bókaútgáfunni Skuggsjá. Ásamt því að vera
ævisaga merks athafnamanns, er efni bókarinnar hundrað ára kafli úr
sjávarútvegssögu landsmanna. Það, sem er er birt úr bókinni er sérstaklega
unnið fyrir Morgunblaðið og orðréttir kaflar tengdir með samandregnu efni
úr bókinni. Þar sem um er að ræða 320 blaðsíðna bók fyrir utan myndir, er
hér stiklað á stóru og aðallega úr fyrri hluta bókarinnar.
Iupphafi sögunnar segir frá
Einari haustið 1881 á. leið í
skóla utan úr Garðahverfí
inní Flensborg í Hafnarfirði. Hann
tekur bækur sínar í skjóðu á bak-
inu. Og er þessu svo lýst í Hafnar-
fjarðarjarlinum:
„Lítið er yfirleitt vitað um þennan
pilt í upphafi ferðar, hann var held-
ur sagnafár um æsku sína; þó
nefndi hann vatnslummumar, sem
móðir hans bakaði honum og fólki
sínu til hátíðabrigðis, þegar hann
fermdist, og einnig nefndi hann
jakkann endingargóða, sem hann
fermdist í, það hafði verið mikið
eftir í þeim jakka, þó ellefu drengir
í Garðahverfi væru búnir að ferm-
ast í honum, og hann hafði verið
sniðinn við vöxt, þar sem ferming-
ardrengir voru misstórir í þennan
tíma sem annan. En þetta hafði
eins og dottið uppúr honum óvart
fullorðnum og ekki orðið önnur frá-
sögn af æskuárunum, líkt og hann
vildi gleyma því æviskeiði sínu. Við
vitum þó, að drengurinn var þama
á leið í Flensborgarskólann í Hafn-
arfirði og þá einnig að hann átti
um klukkutíma göngu fyrir fótum,
því að Flensborg er útundir Hval-
eyrarholti, en Hóll var í túnfætinum
á Görðum. Hann fylgdi sjávarkamb-
inum á leið sinni."
Upphaf 100 ára
útg-erðar
Einar Þorgilsson lauk Flens-
borgamámi með þessum hætti, að
hann gekk hvem vetur í öllum veðr-
um utan úr Garðahverfi inni
Flensborg. Hann ætlaði í Latínu-
skólann að loknu námi í Flensborg,
en þorskurinn brást honum. Það
komu aflaleysisvertíðir við Flóann
og þar með tók fyrir frekari skóla-
göngu hjá þurrabúðarpiltinum. Þá
var að reyna sig í öðru efni, því
að þessi piltur ætlaði að koma sér
úr þurrabúðarkostinum, vatns-
lummum og vatnsgraut og lýsis-
bræðingi og siginni grásleppu.
„Það var einhveiju sinni um
haustið, þegar sýnt var, að ekki •
yrði framhald á skólagöngu, að
Einar var á vappi í kringum fjagra-
manna far, sem útvegsbóndi einn í
Garðahverfí átti, og hafði hann
hvolft því á kambinum, af því að
hann taldi það ekki sjófært nema
með mikilli viðgerð. Bóndi þessi
kom nú þar að, sem Einar er að
skoða fleytuna og spyr hann, hvort
hann vilji kaupa bátinn. Einar segir
það vera, en það sé nú lítið til að
kaupa fyrir, en þar kom máli þeirra,
að bóndi féllst á að lána þeim
bræðrum bátinn til að róa næstu
vertíð, ef þeir kæmu honum í stand.
Þeim Einari og Þorgils bróður
hans tókst að gera bátinn sjófæran
og munu hafa róið honum frá Hlíð
veturinn 1885. Ætli það hafi ekki
verið þennan vetur að séra Þórarinn
Böðvarsson kom einhverra erinda
að Setbergi. Ef maður úr einni
veiðistöð kom í aðra, vildu menn
hafa spumir af aflabrögðum og
sókn í hans veiðistöð og spurðu
Hafnfírðingar þeirrar spumingar
fyrstrar, hvort þeir væru að fiska
í Garðahverfi. Séra Þórarinn sagði:
„Það reru engir I gær úr Garða-
hverfí nema þeir Hlíðarbræður og
fiskuðu mikið."
Úthaldið á þessu fjagramanna
fari hefur gert þeim bræðrum kleift
að kaupa gamlan sexæring 1886,
og þar sem það era fyrstu bátakaup
Einars hefur hann viljað telja það
upphaf útgerðarferils síns. Þennan
sexæring er að finna í tíundar-
skýrslu 1887, eða árið eftir að hann
var keyptur."
Þannig hófst sú útgerð, sem Ein-
ar Þorgilsson stofnaði til og varð
aldargömul haustið 1986 án þess
nokkum tímann hafi orðið á henni
slit.
Nú tekur við mikil saga af Ein-
arí. Hann varð formaður og útvegs-
bóndi í Hlíð og hreppsstjóri í
Garðahreppi og þar með Hafnar-
fírði og hann stofnar pöntunarfélag
í hreppnum 1898 og veitir því for-
stöðu og um líkt leyti gengst hann
fyrir stofnun hlutafélags um kútt-
erakaup frá Englandi og varð
útgerðarstjóri þess_ félags og árið
1900 kaupir hann Óseyri við Hafn-
arfjörð og tekur þá að reka eigin
verzlun með pöntunarfélaginu.
Verzlunarleyfi Einars er frá 1901
en sé talið frá því að hann tekur
að reka pöntunarfélagið má segja
að verzlun sú, sem.enn er rekin
(Strandgata 49, í Hafnarfírði) sé
nær níræð við útkomu þessar sögu
af Einari. Það hafa aldrei orðið slit
á verzluninni fremur en útgerðinni.
Því er lýst í Hafnarfjarðaijarlin-
um, að upphaf yerzlunar íslenzkra
manna hafi hlotið að byggjast upp
á innskriftar- og úttektar verzlun.
Fyrstu kaupmennimir við sjáv-
arsíðuna, tengdu verzlun sína
útgerð og fengu lánaðar vörar hjá
dönskum heildsölum gegn loforði
um fisk. Með þessum lánsvöram
borguðu þeir svo sjómönnum á út-
vegi sinum og verkafólki sem hjá
þeim vann. I byrjun íslenzkrar
verzlunar má segja að þetta væri
ein allsheijar lánskeðja vöra og
vinnu meðan engin peningastofnun
var í landinu þess umkomin að lána
í rekstur. Það hefur margur haft
ill orð um þetta verzlunarfyrir-
komulag, en þetta var eina færa
Togarinn Snrprise GK4.
Garðar GK25.
Kútter Surprise GK4.
leiðin til að koma fótum undir
íslenzka verzlun. Kaupmennirnir
urðu að fá sínar vörar lánaðar og
almenningur átti enga peninga til
að staðgreiða.
Grannurinn að Nýja-íslandi var
lagður án þess peningar færa milli
manna. Þjóðin átti ekki annan
gjaldmiðil en vinnuna.
Einar Þorgilsson og August
Flygenring höfðu þann háttinn,
(Saga Hafnarfjarðar, hin fyrri) „að
þeir hjálpuðu mönnum til áð koma
sér upp ódýram jámivörðum timb-
urhúsum, sem kostuðu fyrir styij-
öldina (1914-18) 700-1200
krónur. Lánuðu þeir verkamönnum
sínum efnið í húsin. Máttu þeir
síðan greiða andvirði húsanna með
vinnu sinni smátt og smátt, og gerð-
ust þeir þannig húseigendur. Þessi
litlu timburhús voru fyrsti vísirinn
að nýbyggð Hafnarfjarðar og tóku
þau við af gömlu torfbæjunum ...
Þetta húsbyggingar fyrirkomulag
hefur átt mikinn þátt í því, að flest-
ir Hafnfirðingar hafa sjálfír átt
íbúðarhús sín. í Hafnarfírði hefur
aldrei myndazt fjölmennur hópur
manna, sem hefur orðið að búa við
þungbæra húsaleigu..."
Fyrsti íslenzki togfarinn
í sögu Einars Þorgilssonar er
eðlilega stór kafli um fýrsta
íslenzka togarann, Coot, þar sem
Einar varð þar atkvæða mikill bæði
sem forgöngumaður og hluthafi og
útgerðarstjóri. Þótt menn hafí ekki
greint á um hvaða menn stóðu að
kaupunum á Coot, þá hafa menn
deilt um, hvort þeir hafi verið, þeg-
ar kaupin gerðust, í hlutafélagi, sem
stofnað var haustið 1904 í
Reykjavík og hét Fiskveiðahlutafé-
lagið við Faxaflóa.
Við gerð bókarinnar, Hafnar-
fjarðaijarlinn, fannst bréf frá Bimi
Kristjánssyni til Einars Þorgilsson-
ar, ritað í Hamborg, þegar verið
var að búa Coot til heimferðar í
janúar 1905 og af þessu bréfi má
fyllilega ráða, að það eru þeir Einar
og Bjöm, sem stóðu fyrir kaupunum
og höfðu af þeim mestan veg og
vanda, og ekkert hlutafélag þá
stofnað um kaupin. En það er um
aðra heimild einnig að ræða, sem
sýnir, að það era Einar og Björn
sem gengust fyrir kaupunum en
ekki ofannefnt hlutafélag, sem var
í raun dautt. í óprentuðu ævisögu
handriti Bjöms Kristjánssonar, sem
Matthías Johannessen birti kafla
úr í Lesbók 1971 er að finna um-
mæli Bjöms sem taka af öll tvímæli
í þessu efni. Þar farast Bimi Kristj-
ánssyni svo orð:
„Eg hafði á þessum áram haft
áhuga fyrir því, að íslendingar
reyndu þorskveiðar með botnvörpu-
skipum og borið fram tillögu um
það á þingi, að vér mættum leigja
1—2 botnvörpuskip til þeirra til-
rauna, en þingið hafnaði því.
Enn hafði ég og nokkrir kunn-
ingjar mínir áhuga fyrir þessu. Við