Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 27 Gamla verslunin. Einar Þorgilsson kaupmaður kom- um okkur því saman um að stofna hlutafélag í því skyni að kaupa nothæft botnvörpuskip til þessara tilrauna. Ég hafði orðið mér úti um upplýsingar um hvar bezt mundi vera að kaupa slíkan botnvörpung. í Aberdeen hafði banki nokkur umráð yfir að selja okkur botn- vörpuskip, sem félag nokkurt í Glasgow hafði átt, en orðið gjald- þrota. Eitt þessara skipa hét Coot, byggt 1897, brúttó 141,45 smálest- ir og átti að kosta kr. 35.000,00 eins og það stóð þar. Þegar við höfðum fengið þetta tækifæri stofnuðum við 7 menn hlutafélag með 5000 kr. hlutum, og áttu þessir menn hlutina, Einar Þorgilsson, Indriði Gottsveinsson, skipstjóri, Þórður Guðmundsson, Görðum, Ambjörn Ólafsson í Keflavík, séra Jens Pálsson með tveimur í félagi við sig og ég. Og firma í Hamborg, sem gerði það fyrir mín orð að taka sjöunda hlut- inn.“ Ljósara getur það ekki verið, að hlutafélagið var stofnað um Coot, en ekki fyrir hans tíma. Hlutafélag- ið var ekki stofnað fyrr en í júní 1905. Erfið ár „Það komu 17 eða 18 togarar 1920 og alls 20 togarar til landsins á árunum 1919—21. Togaraútgerðin var fljótlega nær því öll undir hamr- inum. Verðvísitölur sýna, hversu gífurlega óhagkvæm verðþróunin var þjóðinni. Miðað við verðvísitölu 100 í inn- og útflutningi 1914 var verðvísitala innflutnings 453 1920 en verðvísitala útflutnings, sem var aðallega fiskur, eða 85%, var 258. Almennt talað má segja að kostn- aður hafi fjórfaldast á sama tima og fískverð tvöfaldaðist vegna dýr- leika skipanna og hækkaðs rekstr- arkostnaðar, og svo var reyndar um alla útgerð fyrstu eftirstríðsáranna vegna hins óhagstæða verðlags á fiski í hlutfalli við kostnað. Þá er ótalið stórkostlegt verðfall á síld 1919 og þorski 1921. Síldarverðfallið kom máski ekki mikið við hafnfirzka útgerð, ekki margir þar í síldarútgerð eða síldar- kaupum," — en þetta bitnaði á öllum fjárhag þjóðarinnar. Íslands- banki varð fyrir skakkafalli og bar ekki sitt barr eftir það, þetta var upphafið að hruni hans, og þar sem íslandsbanki var aðalbankinn, sem lánaði til útgerðarrekstrar, þá kom þetta illa við alla útgerð í landinu, þótt ekki væri síldarútgerð. Fyrirtæki hrundu eða áttu í erfíð- leikum um allt land þessi ár, þegar afleiðingarnar af síldarverðfallinu 1919 fóru að bitna á fyrirtækjum í síldarútgerð og síðan aftur 1922, þegar saman fór lækkun þorsks- verðs og sölutregða. „Margt var að gerast hjá Einari Þorgilssyni á eftirstríðsárunum. Hann fór aftur í bæjarstjóm 1918 og varð þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1919 og hann stóð eins og aðrir í ströngu með fyrirtæki sín, þótt hann að venju kæmi keik- ari en allir aðrir hans samferða- menn í útgerð og fiskkaupum úr þeirri hríðinni. Einar lét sér hægt í útgerðinni á eftirstríðsárunum. Hann átti ekki rándýran togara í pöntun í stríðslok og hann beið átekta, gerði út kútt- er sinn Surprise og leigði með honum kútterinn Ester, og verkaði af þeim fiskinn og keypti sem áður físk af Suðurnesjamönnum og Fær- eyingum. Einar slapp við síldarverð- fallið 1919, gerði ekki út á síld og var ekkert í síldarkaupum. Hann slapp einnig með eigið fyrirtæki skaðlítill frá verðlækkuninni á þorskinum árin 1921—23. Hann hafði að venju haft á sér varann, og seldi mikið af sínum fiski uppúr salti öðrum fískkaupafyrirtækjum, svo sem Kveldúlfi og Copeland, og þurrfískinn eins snemma og honum gafst kostur í aflaárum. Hann átti viðskiptavini, sem keyptu þann físk umfram annan fisk, sem merktur var ETH.“ Einar hafði keypt hlut allstóran í Copeland og nú kom það sem oft- ar upp að Einar hafði tólf kónga vit í fjármálum. Einari hefur ekki verið farið að lítast á fískkaup Copelands 1920, nema hann labbar sig einn daginn í íslandsbanka leggur þar 80 þús- und krónur á borðið og spyr: „Er ég þá laus?.“ Einar slapp með þetta. Þó er — „talið að ábyrgð hluthafanna í Copeland hafí verið „in solidum" (einn-fyrir alla, og allir fyrir einn). Þetta var stórfé, sem Einar lagði á borðið, og má vera að bankinn hafí talið, að þessir peningar gætu lagað svo til fyrir Copeland að fyrirtækið kæmist yfir erfíðleikana. En þetta bjargaði ekki Copeland. Hann var gerður upp árinu síðar, og varð það stórt gjaldþrot. Einar Þorgilsson kom á uppboðið og keypti alla presseninga fyrirtæk- isins (seglábreiður yfír físk). Áttatíu þúsund krónur voru mikl- ir peningar (heildarútsvör Hafnfírð- inga sama ár 91 þúsund), og auðvitað hefur Einar munað um og ekki lítið að snara þessu út, en ekki sáust þess merki á fyrirtækjum hans, útgerðinni, verzluninni eða fiskkaupunum, en hann varð þó seinni fyrir en ella hefði orðið að hefjast handa um aukinn rekstur, þegar árferði batnaði til þess, og hann kemur fram síðar við skipa- kaup þessi mikli missir lausafjár." Margt stórvirki átti Einar Þor- gilsson eftir að vinna, þegar hér lýkur sýnispunktum úr sögu hans, svo sem að kaupa stærsta togara Islendinga á sínum tíma, og hér er ekkert úr bæjarstjómarferli hans eða þingmennsku en allur var hans ferill litríkur. Tólf kóng'a vit Það voru miklar sviftingar í rekstri hafnfírzkra fyrirtækja allt frá aldamótum og fram að fyrri heimsstytjöld en eitt fyrirtæki var þar,. sem ekki haggaðist, og það sögðu Hafnfírðingar að væri af því að eigandinn hefði „tólf kónga vit“ í fjármálum, en svo mjög sem reyndi á þetta tólf kónga vit fyrir styijöld- ina þá reyndi öllu meira á það eftir styijöldina 1914—18 og segir svo um þetta í Hafnarfjarðaijarlinum: „Á styijaldarárunum var miklu kyrrara yfír lífí og dauða fyrirtækja í Hafnarfírði en á fyrirstríðsárun- um. Fyrri hluti stríðsáranna voru fyrirtækjum yfírleitt góð ár, því að fiskur hækkaði nokkru fyrr en kostnaður. Eftir 1916 snerist á hinn bóginn flest öndvert fyrir þjóðinni. Englendingar og Frakkar tóku af okkur helming togaraflotans, 10 skip, til stríðsþarfa árið 1917. Þá geisaði spánska veikin 1918, og frostaveturinn sama ár. Og Katla gaus, það er gömul venja hjá eldfjöllum okkar að gjósa, þegar verst stendur á fyrir þjóðinni. Verðlagsþróunin varð þjóðinni eftir 1916 óhagstæð allt til 1924, og þá fyrst og fremst útgerðinni. Allur kostnaður til rekstrar fór hækkandi, kaupgjald hækkaði mik- ið fram til 1921 og allar rekstrar- vörur til útgerðar, en fískverð ekki tilsvarandi. Skip stórhækkuðu í verði eftir stríðið, og það bitnaði mest á togaraútgerðinni. Þegar togararnir voru teknir af okkur íslendingum 1917, þá var ákveðið að nota það, sem fyrir þá fékkst til kaupa á nýjum eftir stríðið, og mörg fyrirtæki lögðu drög að smíði nýrra skipa strax að stríði loknu. Þessi skip urðu margf- alt dýrari en nam söluverði hinna fyrri, bæði af því, að smíðaverð hafði hækkað og af því að þessi skip voru stærri, einum 70 tonnum stærri að meðalstærð, en þau fyrri, sem voru til jafnaðar um 250 tnnn en nýju skipin allt uppí rúm 400 tonn. Meðalstærð togaranna jókst úr 253 tonnum f 312 tonn með nýju skipunum." SVAHURIMM TÍSKUVERSLUN, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 623525. Gerð Martin 100% bómull Litir: hvítur, drapp, bleikur, rauður, gulur, grár og blár. 2ja stykkja sett kr. 1.670,- 3ja stykkja sett kr. 2.410.- motta 70 x 120 kr. 1.880.- kringlótt motta kr. 1.810.- SKIPHOLTI 17A. SÍMI 12323 Tilvalin jólagjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.