Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, .SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
29
KANNSKI LEYNIST
SANNLETKURINN ÞAR
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Yigdís Grímsdóttir: Kaldaljós
Útg. Svart á hvítu 1987
í tveimur fyrri bókum Vigdísar
Grímsdóttur, Tíu myndir úr 'ífí þínu
og Eldur og regn, mátti skynja
hversu leikin hún er að fara með
orð. Þó að hún skilji flestum höfund-
um betur, að orð eru varasöm, þau
geta meira að segja verið hættuleg.
í Kaldaljósi virðist Vigdís ná allt
að því fullkomnu valdi á orðunum.
Og því sem innan í þeim er. í senn
leikandi fimi og vald yfir söguefninu
sem hún kýs sér. Það má vitanlega
nota þá klisju að segja, að þetta sé
þroskasaga drengsins Gríms. Sem
slík er hún á allan hátt eftirtektar-
verð, bygging hennar stenzt allar
vitlegar kröfur og orðmálið tært
verður næstum að myndmáli líka.
Kannski þetta sé þroskasaga
Gríms, ég leyfi mér að líta á þetta
sem sögu Gríms, því að það er æski-
legt að menn þroskist og því ætti
fyrri hluti orðsins að vera tiltölulega
merkingarlítill. Framan af er engu
líkara en sagan gerist fyrir löngu,
löngu. Lítill, kotroskinn strákur í litl-
um bæ undir háu fjalli, faðir hans
rær til fiskjar, móðirin er í sínu hefð-
bundna kvennahlutverki. Grímur
gæti þess vegna verið á sauðskinnss-
kóm.
En drengurinn lifír öðru lífi líka,
til viðbótar því sem við blasir. Hann
getur orðið að fugli, þó ekki oftar
en þrisvar á dag. Hann sér Álfrúnu
galdrakonu ríða á priki fyrir utan
gluggann sinn. Hann verður að
teikna myndir og tjá sig þannig.
Stundum er líkt og hann sé forspár
í myndum sínum, það er kannski
eftir að hann kemst í vinfengi við
sjálfa nomina og heyrir sögu henn-
ar, að þörf hans verður ekki lengur
aðeins bamagaman, hún skiptir máli
og atburðina sem í drengnum og
umhverfí hans gerast.
Þessi saga Álfrúnar hlýtur að
verða honum umhugsunarefni, og
hún er þannig sett fram að hún get-
ur verið hvort sem er, ævintýri,
uppspuni, grilla í sjúkum, vitmm
hug. Eða bara draugasaga. En kem-
ur heim, þegar Álfrún hverfur honum
einn góðan veðurdag. Og þrátt fyrir
að hann lifi í heiminum sínum kemur
fólkið hans og fjallið og bærinn hon-
um óendanlega mikið við. Systirin
Gottína, stúlkan hans Indriða hún
Anna, sem á von á bami og óskar
að það verði líkt Grimi. Af því að
hann sé svo skemmtilegur. Hveijum
hefði nú dottið það í hug nema Önnu,
hugsar hann m<?ð sér.
Og smám saman fer saga drengs-
ins að fikra sig gætilega þann veg,
að við skiljum, að við emm ekki að
lesa um dreng í sauðskinnsskóm á
nítjándu öld. Við emm að lesa um
samtíma, sem verður með nokkmm
dráttum höfundar að fullkomlega
hörðum og miskunnarlausum heimi.
Heimi, sem hrynur hægt og sígandi.
Fyrst þegar Indriði fer og hann
skynjar kvöl Önnu. Þegar snjóflóð
hrífur litla húsið undir Tindi og fjöl-
skyldu hans. Skrifað á þann hátt að
sársaukinn rífur mann og tætir.
Næstum án þess að maður viti af
situr lesandi uppi með angist drengs-
ins.
En Grimur verður vitanlega að
fara úr litla bænum. Þó ekki væri
nema eina stund. Kannski hefur hann
lofað Álfrúnu því, Gottínu eða Önnu;
konunum sem fram að þessu höfðu
á sinn sérstaka hátt verið aflvakar
í lífinu hans. Og þegar hefst barátta
hans og glíma við listina í skóla höf-
Vigdís Grimsdóttir
uðborgarinnar, fær maður endanlega
skilning á því, hversu sönn persónan
Grímur er. Hann er ekki neinn
Hræðslu eða Fíflagrímur. Hann ER
Grímur. Bergljót, stúlkan sem lokar
líka kvennahringnum hans, með því
hvemig hún kemur inn í lífið hans,
skilur hann og skilur hann þó ekki.
Skilur þó kannski hans síðustu gerð.
Þegar hringur sannleikans hefur
lokazt.
Kaldaljós er óður til fegurðar,
trúnaðar, grimmdar, óvenjulega
margslungin saga, saga ástar og
dulúðar og þó raunsæis. Unnin af
mikilli list. Henni skal ekki líkt við
neitt. Um sumar bækur á ekki að
nota of mörg orð. Því að eins og
Vigdís Grímsdóttir skilur manna
bezt; orð geta verið hættuleg. Og
stöku höfundum tekst svo að það er
sálarbætandi að lesa orðin og allt
sem að baki þeirra felst. Þannig er
Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir
Grím sem ég vildi hafa upp á vegg.
Listoglífcskoðun
II. flokkur í heildarútgáfu
AB á ritverkum Sigurðar
Nordals. Þrjú bindi
Hér er meðal annars:
Skáldskapur Sigurðar
Nordals:
Skottið á skugganum
Fornar ástir
Uppstigning
Skáldskapur sem markaði tímamót í
íslenskum bókmenntum.
Heimspeki:
Einlyndi og marglyndi
Líf og dauði
Auk þess ritgerðir sem
tengjast þessum efiium
og bera kaflaheitin:
Skiptar skoðanir, Hugleiðingar,
Háskóli og fræði, Listir, Heilbrigði
og útivist, Endurminningar
Nú eru komin út sex
bindi af heildar-
útgáfunni.
bók
góðbók
Öndvegishöfundur þessarar aldar
Morgunblaðið/Emelía
Stj örnuleikmenn á góðri stund
JÓLALEIKUR Stjörnunnar
stendur nú sem hæst, en hann
felst í því að lagðar eru spum-
ingar fyrir hlustendur á virkum
dögum og verða þær alls 13,
en hlustendum nægir að hafa
11 þeirra réttar til að verða
gjaldgengir þegar dregið verð-
ur úr réttum lausnum. Verð-
launin eru samtals að upphæð
500 þúsund krónur sem skiptist
í tvennt þannig að hvor vinn-
ingshafi fær 250 þúsund króna
úttekt í ýmsum vershinum á
höfuðborgarsvæðinu. Spum-
ingamar er boraar fram í
morgunþætti Þorgeirs Ásvalds-
sonar, þætti Gunnlaugs Helga-
sonar fyrir hádegi og í
eftirmiðdagsþætti Helga
Rúnars Óskarssonar. Myndina
tók ljósmyndari Morgunblaðs-
ins af þeim félögum fyrir utan
húsakynni Stömunnar í Sigt-
úni.
Visa raðgreiðslur
Skuldabréf
0,- kr.
12 mán
40%
6 mán.
Við tökum vel á móti þér!
___CBT-9225
Gold Star 20"
SKJPHOLTl 1S
SÍMI 29800
Nú bjóðum við þetta frábæra
litsjónvarp á sérstöku jólatilboðsverði.
Tækið er með þráðlausri fjarstýringu
og net rafeindastýrðum móttakara.
Auk þess er CBT - 9225 útbúið með
BNC-tengi fyrir tölvur. Síðast en ekki
síst þá er kassinn úr við, sem gefur
mun betri hljóm og er sterkari.
Jólatilboö 29.980, -
Greiðsiukjör
Eurokredit
stgr.
Útborqun Eftirstöðvar
tborgur
"ÖTkr
11 man.