Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórdr Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Fundað í Washington Ikvöld verður sýnd leikin bresk heimildamynd í sjón- varpinu, sem heitir á frummál- inu Breakthrough at Reykjavík en hefur verið kölluð á íslensku Það rofaði til í Reykjavík. Enska nafnið á myndinni er mun afdráttarlausara en hið íslenska og væri nær að kalla myndina Tímamót í Reykjavík. Nú efast nefnilega enginn um, að á fundi þeirra Ronalds Re- agan, Bandaríkjaforseta, og Míkahíls Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða urðu þáttaskil í samskiptum stór- veldanna, sem hafa áhrif um heim allan, en umrædd sjón- varpsmynd er einmitt um þennan fund. Hún er frumsýnd í dag, sólarhring áður en Gorb- atsjov kemur til Washington til þriðja fundar síns með Reag- an. Ætla þeir að rita undir samkomulag um upprætingu meðaldrægra eldflauga, sem lagður var grunnur að í Höfða, og leggja meginlínur í samn- ingi um fækkun landrægra eldflauga, en hugmyndina um hann er einnig að rekja til við- ræðnanna í Höfða. Eins og sést af yfírliti eftir Albert Jónsson yfír þróun af- vopnunarmála í samskiptum risaveldanna frá Reykjavíkur- fundinum, sem birtist hér í blaðinu í dag, er þar um svo margflókin mál að ræða, að aðeins er á færi sérfræðinga að skilja þau til hlítar. Ákvæð- in um eftirlit með því að staðið verði við samninginn um með- aldrægu flaugamar spanna fleiri tugi blaðsíðna. Það sem okkur almenna leikmenn skipt- ir mestu er að í fyrsta sinn í sögunni hafa fulltrúar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna náð samkomulagi um að uppræta kjamorkuvopnakerfí. Þótt kjamorkuvopnum í heiminum fækki ekki nema um 3 til 4% með samningnum er hann merkilegt skref til nýrrar áttar. Aðdragandinn að gerð þessa samnings hefur verið langur. Hugmyndin að honum er kom- in frá aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins; markmið hans samiýmist því markmiði, sem bandalagið setti sér í des- ember 1979, fyrir átta árum. Á ráðherrafundi bandalagsins, sem haldinn var hér í Reykjavík í júní síðastliðnum setti bandalagið sér ný mark- mið í afvopnunarmálum: að næst skuli langdrægum (strat- egískum) kjamorkuvopnum fækkað, efnavopnum og hefð- bundnum vopnum. Það er ásetningur bandalagsþjóðanna að vinna að þessum markmið- um með sama hætti og því sem nú er náð, með því að sýna styrk, raunsæi og samstöðu í þeim viðræðum, sem fyrir dyr- um standa. Mörg þúsund blaðamenn fylgjast með leiðtogunum í Washington eins og þeir gerðu hér í Reykjavík. Þessi fjöldi skiptir litlu máli, ef hann áttar sig ekki á því, sem á fundunum gerist. Fram hjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið, að almennt drógu fjölmiðlar þá mynd af Reykjavíkurfundin- um, að hann hafí verið árang- urslaus. Voru það ekki síst bandarískir blaðamenn, sem gengu þar fram fyrir skjöldu. Þetta var rangt mat þá og sagan sýnir að svo er enn. Nú tala menn hiklaust um tímamót í Reykjavík. Þegar leiðtogamir hittast í Washington, eru fjöl- miðlamir að velta því fyrir sér, hvort bandarískir þingmenn muni staðfesta samkomulagið, sem ætlunin er að undirrita. Eðlilegt er, að deilt sé um jafn afdrifaríkar ákvarðanir og þessar. Hafni öldungadeild Bandaríkjaþings því hins vegar að staðfesta samninginn um meðaldrægu flaugamar, yrði sú niðurstaða í hróplegu ósam- ræmi við þær væntingar, sem tengjast samningnum meðal almennings austan hafs og vestan. Sýnist raunar út í hött að gera því skóna, að þessi samningur verði ekki sam- þykktur á þinginu, þótt það kosti hefðbundið pólitískt þref og fjölmiðlafár. Allt frá því Atlantshafs- bandalagið mótaði farsæla stefnu sína varðandi meðal- drægu flaugamar fyrir átta ámm hefur Morgunblaðið stutt þá stefnu og lýst fylgi við þá skoðun, að aðeins náist samn- ingar um afvopnun við Sovét- menn, ef samið er af styrk- leika. Þessi stefna hefur reynst á rökum reist, frá henni á ekki að hverfa. Haldi ríki Atlants- hafsbandalagsins fast við hana eru samningar um fækkun langdrægra kjamorkuvopna, bann við efnavopnum og fækk- un venjulegs herafla í sjónmáli. Ferðafélag íslands átti 60 ára afmæli fyrir skömmu. Þetta merka félag hefur átt meiri þátt í því en nokkur annar félagsskap- ur að opna augu íslend- inga fyrh’ fegurð og töfrum óbyggðanna. Með byggingu sæluhúsa á völdum stöðum, sem ferðafélög einstakra landshluta hafa einn- ig gert, og útgáfu árbóka um einstök landsvæði hefur Ferðafélag íslands átt ríkan þátt í að laða nýjar og nýjar kynslóð- ir Islendinga á vit öræfanna. Þetta er spurning um annað og meira en að kynnast náttúrufegurð. Með því að stuðla að sterkari tengslum fólks við landið sjálft hefur Ferðafélag íslands lagt mynd- arlegan skerf af möi'kum til þess að efla þá þjóðerniskennd, sem býr í hveijum Is- lendingi og er forsenda fyrir því, að fólkið sem í landinu býr sé reiðubúið að færa þær fórnir, sem eru óhjákvæmilegar til þess að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi í þessu harða landi. Ferðafélag Islands var stofnað hinn 27. nóvember fyrir 60 árum. Höskuldur Jóns- son, forseti félagsins, lýsir stofnun þess með þessum orðum í viðtali við Morgun- blaðið fyrir viku: „Björn Ólafsson, stór- kaupmaður, tók að sér að annast stofnun þess fyrir hvatningarorð Sveins Björnsson- ar, sem þá var sendiherra í Kaupmanna- höfn. Björn var mikill ferðamaður og áhugamaður um óbyggðir íslands og safn- aði hann nokkru liði til að undirbúa stofnfundinn. I ávarpi, sem kynnt var fyr- ir fundinn, sögðu þeir, að mönnum hefði „fyrir löngu orðið Ijóst að fáfræði erlendra þjóða um hagi vora er oss til hinnar mestu óþurftar á ýmsan hátt . . .“ Stofnfélagar töldust vera 63 og hefur félagafjöldinn aulcist talsvert, því nú er hann kringum 8.400 manns.“ Forseti Ferðafélagsins lýsir markmiðum félagsins á þann veg, að það hafi „fyrst og fremst beint kröftum sínum að því að vekja áhuga íslendinga á landi sínu, nátt- úru þess og sögu, hvetja þá til ferðalaga um landið og efla vitund þeirra um nauð- syn varfærni í sambýli við þetta land“. Til marks um umsvif Ferðafélags íslands er, að félagið hefur gefið út 59 árbækur, rekur 27 sæluhús og efnir til rúmlega 200 ferða á ári hverju. Gæfa okkar íslendinga er mikil að eiga land eins og Isiand. Við eigum að leggja höfuðáherzlu á að varðveita óbyggðir þess og öræfi. Stundum er talað um að leggja vegi og brýr um þessar slóðir til þess að auðvelda fólki að ferðast um þær. Slíkar hugmyndir eru á miklum misskilningi byggðar. Það er einmitt þáttur í því hve heillandi óbyggðirnar eru, að erfitt getur verið að ferðast um þær. Því má ekki breyta. Ferðafélagið hefur unnið gott starf með því að byggja sæluhús og leggja göngubrýr en það á heldur ekki að ganga lengra á þessu sviði. Allar hugmyndir um að leggja óbyggðir og öræfi undir meiri- háttar samgönguleiðir eru fráleitar. Raunar er ástæða til að spyija, hvoit fyrir- tæki á borð við Landsvirkjun hafi ekki nú þegar gengið of langt í slíkum fram- kvæmdum á hálendinu. Morgunblaðið hefur í áratugi átt ánægjulegt samstarf við Ferðafélág Is- lands. Hér í blaðinu hafa birzt pistlar á vegum félagsins, sem nefnast Á slóðum Ferðafélagsins. Um leið og ástæða er til að þakka þetta samstarf skal látin í ljósi sú von, að það megi standa sem lengst. Að auka veg ís- lenzkrar tungu Hér í Reykjavíkurbréfi hefur áður verið fjallað um þær hættur, sem smáþjóðum stafar af hinni alþjóðlegu fjölmiðlun, sem verður stöðugt víðtækari. í ávarpi á hátíð- arsamkomu stúdenta hinn 1. desember sl. fjallaði Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, um stöðu íslenzkrar tungu og sagði m.a.: „Mestu skiptir þó að varðveita það, sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð, — íslenzka menningu og íslenzka tungu. I því efni er ekki sízt litið til æðstu mennta- stofnunar þjóðarinnar, Háskóla íslands. Én á sama hátt og sagt var árið 1918 að það væri skylda allra að auka veg hins íslenzka ríkis, getum við sagt nú, árið 1987, að það sé skylda allra að auka veg íslenzkrar tungu. Hér er í raun um sjálf- stæði okkar að tefla.“ Við íslendingar erum ekki einir um að hafa áhyggjur af tungu okkar og menn- ingu í flóðöldu fjölmiðlabyltingar. í ræðu, sem Mareelino Oreja, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, flutti á fundi Ungversku vísindaakademíunnar í Búdapest í júní- mánuði sl. benti hann á, að í nýrri fjöl- miðlatækni væri fólgin sú hætta, að fjölmennustu þjóðirnar eða málsvæðin næðu yfirburðastöðu gagnvart fámennari þjóðum. Framkvæmdastjórinn taldi, að sú fjölbreytni sem einkennt hefði evrópska menningu gæti verið í hættu. Það væri mikið verkefni að skapa eðlileg skilyrði fyrir hina nýju fjölmiðlatækni til þess að spanna yfir landamæri ríkja en um leið að varðveita menningu og þjóðleg sér- kenni þessara sömu ríkja. í þessu sambandi minnti Oreja á ráðherrafund, sem haldinn var í desember í fyrra í Vínarborg, þar sem ákveðið hefði verið að gera drög að samkomulagi milli ríkja um þessa nýju fjölmiðlun. Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins benti einnig á þá kosti, sem fylgdu alþjóðlegi-i ljölmiðlun. Hann benti á, að hún veitti tækifæri til að auka skilning á milli þjóða. Þetta væri ekki sízt mikilvægt, þegar vax- andi erfiðleika gætti í samskiptum fólks af ólíku þjóðerni. Oreja lagði ríka áherzlu á það í ræðu sinni, að mismunandi tungu- mál væru mikilvægur þáttur í menningar- legri arfleifð Evrópu. Þessa arfleifð ætti að rækta og þróa jafnframt því, sem hann undirstrikaði áhyggjur sínar vegna þess, að mállýzkur og tungumál þjóðabrota og smáþjóða ættu í vaxandi mæli í vök að veijast. í því sambandi benti framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins á þær hættur, sem fylgdu því, sem hann kallaði „iðnvæðingu" tungunnar, þ.e. að sum tungumál ættu í erfiðleikum með að taka upp þau hugtök sem fylgdu framförum í tækni á tölvuöld og yrðu því að lokum tungumál, sem væru fyrst og fremst til notkunar heima fyrir. Eins og sjá má af þessari frásögn af ræðu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Búdapest í júní sl. fjallar hún að nokkru um sömu vandamál og Þorsteiiyi Pálsson ræddi um í ræðu sinni á fullveldishátíð háskólastúdenta og nokkrum sinnum hafa verið gerð að umtalsefni hér á þessum vettvangi. Það er styrkur að því fyrir okk- ur að vita, að fleiri hugsa á sama veg og við og ekki fráleitt að leita eftir samstarfi við þá aðila. Það getur aldrei orðið nema til gagns. Að læra af öðrum íslendingur sem nýlega var á ferð í Japan hafði orð á því við höfund þessa Reykjavíkurbréfs, að hann hefði ekki fyrir- fram trúað því, að hann ætti eftir að heimsækja þjóð, sem aðrir gætu svo aug- ljóslega lært mikið af. Tvennt vakti athygli þessa íslenzka ferðamanns austur þar. Annars vegar sú mikla iðjusemi og ná- kvæmni í störfum, sem hann sá hvarvetna í smáu sem stóru, og hins-vegar meðferð Japana á fiski. Þessi íslendingur, sem al- inn er upp í einu helzta sjávarplássi landsins, sagði, að öll meðhöndlun Japana á fiski væri með þeim hætti, að við, sem lifað hefðum á fiskveiðum og fiskvinnslu í aldir, gætum augljóslega sótt mikinn lærdóm þangað austur. Þessi ummæli minntu á grein, sem birtist hér í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum vikum og var frásögn af ferð nokkurra íslenzkra sjó- manna til Japans, þar sem þeir kynntu sér sjávarútveg og komust að þeirri niður- stöðu, að Japanir væru okkur fremri á mörgum sviðum, þótt við hefðum orð fyrir að tileinka okkar nýjungar og tæknifram- farir á skömmum tíma. Fyrir nokkrum dögum birtist viðtal við aðalforstjóra General Motors-verksmiðj- anna í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal, þar sem hann velti m.a. vöngum yfir því, hvernig á því stæði, að Japanir næðu áframhaldandi miklum árangri í MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. desember Morgunblaðið/RAX sölu á bílum, þótt gengi yensins hefði hækkað svo mjög, að samkeppnisstaða þeirra hefði versnað að mun. Niðurstaðan af þeim hugleiðingum var sú, að Japanir hefðu áunnið sér slíkt orð fyrir gæði í fram- leiðslu, að þeir, sem á annað borð hefðu kynnzt japönskum bílum, héldu áfram að kaupa þá þótt þeir hækkuðu í verði vegna þess, að viðgerðarkostnaður væri lítill. I sama blaði birtist fyrir skömmu ítarleg grein þess efnis, að Evrópuþjóðir, sem hingað til hafa litið svo á, að Þjóðveijar sýndu það fordæmi, sem fylgja ætti í iðnað- arframleiðslu, gæðaeftirliti, stjórnun og vinnusemi, væru nú byijaðar að kynna sér vinnuhætti Japana. Nefnt var sem dæmi, að frönsku Citroen-verksmiðjurnar, sem fyrir nokkrum árum riðuðu á barmi gjald- þrots, hefðu tileinkað sér japanskar vinnuaðferðir með góðum árangri. Þá var orð á því haft, að stjórnendur í evrópskum fyrirtækjum horfðu nú til Japans í sam- bandi við vinnutíma og nýtingu hans, sem er lengri og betur nýttur en í Evrópu, þar sem raunverulegur vinnutími í mörgum greinum er kominn niður í 34 klukkustund- ir á viku. Að þessu er vikið hér af tveimur ástæð-' um. I fyrsta lagi virðist augljóst, að við Islendingar eigum að fylgjast mun betur með því sem gerist í japönskum sjávarút- vegi. Viðskipti okkar við Japani hafa aukizt á þeim vettvangi síðustu árin og við höfum kynnzt þeim ströngu kröfum sem Japanir gera um gæði þeirrar vöru sem við seljum þeim. Sú mikla kröfugerð hefur áreiðanlega orðið til þess að kenna okkur margt. I annan stað er augljóst, að góðærið er nú á enda og framundan' eru meiri erfiðleikar í atvinnulífi okkar, en við höfum þurft að kljást við síðustu misseri. Einmitt á slíkum tímum er tilefni til að stokka upp spilin og huga að því, sem betur má gera. Eitt af því sem evrópsku fyrirtækin hafa verið að læra af Japönum er að fækka yfirmönnum og stjórnendum og draga úr kostnaði við yfirbyggingu fyrirtækja. Er ekki hugsanlegt að við get- um dregið ýmsan lærdóm af því? Hér á íslandi hefur viss stjórnendatízka gengið út í öfgar á undanförnum árum og ekki ólíklegt, að yfirbygging margra fyrirtækja hafi stækkað að mun í tengslum við það æði. Þetta eru viðfangsefni, sem fyrirtækin geta unnið að hvert á sínu sviði án nokk- urs atbeina stjórnvalda. Hér á framtak einstaklingsins að geta notið sín til fulls. Ullariðnaður á vegamótum Einn þeirra manna, sem mesta ábyrgð ber á framtíð íslenzks iðnaðar nú um stundir, hafði orð á því við höfund þessa Reykjavíkurbréfs fyrir nokkrum dögum, að merkilegt væri að fylgjast með því, hvað viðbrögð almennings og fíölmiðla við vanda atvinnugreina væru mismunandi. Hann benti á, að á tiltölulega skömmum tíma hefðu nokkur hundiuð manns misst atvinnu í ullariðnaði án þess, að það vekti verulegt umtal eða menn hefðu af því ein- hvetjar áhyggjur. Ef hins vegar sami fjiildi fólks missti atvinnu í sjávarútvegi, land- búnaði eða opinberri þjónustu færi allt á annan endann. Þetta eru orð að sönnu og umhugsunarefni. Uppsagnir hjá Orku- stofnun hafa t.d. vakið mun meiri athygli iwrmnnmtiTri liirtrtiimwTrmrnTawwwja'ftTnrfKrnni en atvinnumissir í ullariðnaði. Hvað veld- ur? Skiptir fólkið sem vinnur í ullarverk- smiðjum og á saumastofum minna máli en þeir sem vinna hjá Orkustofnun? Hvað sem því líður er ljóst, að sá myndar- legi ullariðnaður, sem hér hefur verið byggður upp á undanförnum árum og ára- tugum, stendur nú á vegamótum. Samein- ing Álafoss og ullarverksmiðja Sambands ísl. samvinnufélaga er til marks um, hvað þessi iðngrein stendur frammi fyrir alvar- legum og djúpstæðum vanda. Fréttir berast um, að hver saumastofan á fætur annarri á landsbyggðinni sé að loka og myndarleg fyrirtæki, sem byggð hafa ver- ið upp í kringum ullina, eru í kröggum. í stærstu dráttum virðist vandinn vera tvíþættur. Ullariðnaðinum hefur tekizt ver en áður að framleiða vöru, sem uppfyllir kröfur markaðarins. Lækkandi gengi Bandaríkjadollars og fastgengisstefnan hefur komið hait niður á þessari atvinnu- grein. Iðngreinin sjálf verður að takast á við markaðsmálin en hún á allt sitt undir ákvörðunum stjórnvalda bæði hérlendis og erlendis um þróun gengismála. Þegar við íslendingar gerðumst aðilar að EFTA fyrir tæpum tveimur áratugum komst mikil hreyfing á umræður um auk- inn útflutning á iðnaðarvörum. Þetta er kannski fyrst og fremst spurning um hugs- unarhátt. Við erum vanir því að flytja út fisk en ekki iðnaðarvörur. Við erum ekki einir um þetta. I Bandaríkjunum spyija menn hvernig standi á því, að útflutningur bandarískra fyriitækja hefúr ekki aukizt meira en raun ber vitni, þótt gengi dollars sé hagstætt til útflutnings. Svarið er, að bandarísk fyrirtæki eru einfaldlega ekki vön því að flytja út. Uppbygging umtals- verðs útflptningsiðnaðar í kringum ullar- framleiðsluna var kannski helzti árangur þeirra umræðna um útflutning, sem hóf- ust í tengslum við EFTA-aðild okkar. Með sameiningu Álafoss og ullariðnaðar Sambandsins hefur verið myndað mjög öflugt fyrirtæki á þessu sviði. Þar hafa verið kallaðir til forystumenn úr viðskipta- lífinu með mikla og margvíslega reynslu, bæði af viðskiptum erlendis og eins í sam- einingu fyrirtækja. Jafnframt eigum við Islendingar nú mikinn fjölda ungs fólks, sem aflað hefur 'sér víðtækrar menntunar í viðskiptum, markaðsmálum, hönnun og öllum þeim þáttum, sem koma við sögu í útflutningi og markaðssetningu vöru. Það er mikið verkefni fyrir þetta fólk að endur- reisa ullariðnaðinn sem útflutningsgrein og sýna til hvers hugkvæmni og skiipunar- gáfa getur leitt. Það er jafnframt mikið starf framundan hjá forystumönnum í þessari atvinnugrein að kalla til þá starfs- krafta, sem til þarf og stuðla að samræmdu átaki þeirra að einu og sama marki. Ullariðnaðurinn stendur hins vegar frammi fyrir þeirri köldu staðreynd, að gengisþróunin hér ræðst annars vegar af stöðu sjávarútvegs okkar og hins vegar af þeim fjármálalegu ákvörðunum, sem teknar eru á alþjóðavettvangi. Nýjustu fréttir herma, að Vestur-Þjóðveijar hygg- ist nú grípa til aðgerða til þess að örva efnahagslíf þar í landi en eitt helzta mark- mið þeirra er jafnframt að stuðla að .sterkari stöðu Bandaríkjadollars. Það geta því verið ákvarðanir, sem teknar eru í Bonn og Washingtpn og jafnvel Tókýó, sem úrslitum ráða um það, hversu til tekzt með útflutningsiðnað á ullarvörum hér á íslandi. „Með því að stuðla að sterkari tengslum fólks við landið sjálft hefur Ferðafélag Islands lagt myndarlegan skerf af mörkum til þess að ef la þá þjóðerniskennd sem býr í hveijum Islendingi og er forsenda fyrir því, að fólkið, sem í landinu býr, sé reiðubúið til að færaþær fórnir, sem eru óhjá- kvæmilegar til þess að halda uppi sjálfstæðu þjóð- félagi í þessu harða landi.“ ItlHHMatTtTí.kÍliíilril'fétíiWÍie
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.