Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
hvetju hitta blaðamenn aldrei
á mig reiðan?" spurði Eðvarð Ingólfsson
þegar hann var beðinn um stutt spjall
vegna nýjustu unglingabókar sinnar, Pott-
þéttur vinur. „Ég hef ekkert að segja nema
þegar ég er reiður," hélt hann áfram —
en þó í stríðnislegum tóni. „Af hveiju
gastu ekki komið í gærkvöld? Þá varð ég
svo argur út í fjölmiðlana fyrir að vera
að birta enn einu sinni slúður um bresku
konungsfjölskylduna. í tveim dagblöðum
var sagt frá, því hvemig Díana var klædd
á einhverri samkomu — eins og það skipti
mestu máli — og í síðustu viku átti hún
að hafa sést á göngu með gömlum skólafé-
laga sínum af hinu kyninu. Svona íjölmiðl-
un er algjör lágkúra! Það er af sem áður
var þegar lagt var meira upp úr því sem
konungsfjölskyldan sagði en hvemig hún
klæddi sig.“
Blaðamanni fannst rökrétt að spyija
Eðvarð hvort hann yrði oft reiður.
„Nei, því miður alltof sjaldan. Ég reyni
oftast að bæla reiðina og sannfæra mig
um að hún eigi ekki rétt á sér. Það er
nefnilega staðreynd að ég á best með að
skrifa þegar ég reiðist. Þá er eins og ein-
hver orka losni úr læðingi og mér líður
betur á eftir. Annars er ég' bjartsýnn að
eðiisfari. Ég hef alltaf tamið mér hana til
að verða víðsýnni. Bjartsýnn maður hefur
langtum stærri sjóndeildarhring en sá sem
er svartsýnn, hann á m.a. betra með að
umgangast fólk. Nöldursamt og þröngsýnt
fólk fer í taugamar á mér. Allt snýst um
það sjálft, hvað því sjálfu finnst og hvem-
ig því líður.
Rætt við
Eðvarð Ingólfsson
rithöfund
Það á erfitt með að samgleðjast öðrum,
kallar alltaf á uppörvun frá öðru fólki en
er svo ekki tilbúið til að veita hana sjálft.
Þetta kallar maður að vera ósanngjam."
— Segðu mér dálítið frá nýju bókinni.
„Pottþéttur vinur fjallar um þrjár ólíkar
aðalpersónur. Pétur er einn þeirra. Hann
hefur nýlega lokið 9. bekk, er fatlaður,
vinafár og hefur minnimáttarkennd. Sag-
an fjallar um samskipti hans við skólafé-
laga sína og nánasta umhverfí. í bókinni
er stungið á mörgum kýlum. Dregin er
upp mynd af tvískinnungi fullorðinna;
hæðst að „fræðingunum“ sem vita allt um
vímuefnavanda ungmenna en geta svo
sjálfír ekki verið án áfengis þegar þeir
skemmta sér. Gegndarlaus dýrkun á popp-
stjömum er tekin fyrir. Popparinn, sem
Pétur og tvær bekkjarsystur hans hafa
mest dálæti á, fellur í áliti hjá þeim á einu
kvöldi þegar þau komast í návígi við hann
og kynnast honum betur. Faðir Valda,
kunningja Péturs, sem er fokríkur fyrir-
tækjaeigandi og skattsvikari, fær líka á
baukinn. Einnig er fjallað um stofukom-
mana langskólagengnu sem drekka
rauðvín á kvöldin og kyija baráttusöngva
verkalýðsins fyrir sjálfa sig og aðra á
meðan Róm brennur. Svo má áfram
telja..."
— Finnst þér gagnrýnendur taka ungl-
ingabókum öðruvísi en fullorðinsbókum?
„Já, sumir þeirra gera óraunsæjar kröf-
ur til unglingabókahöfunda. Þeir heimta
að höfundurinn taki einhvem ungling sam-
kvæmt meðaltalslögmáli út úr hópnum og
slái honum upp sem aðalpersónu, láti hann
hugsa og tala eins og meirihlutinn gerir.
Þroskaðir unglingar eru minnihlutahópur
en hví má ekki skrifa um þá líka? Éru
þeir ekki fólk?
Unglingar úti á landsbyggðinni eru að
nokkru leyti frábmgðnir reykvískum jafn-
öldmm sínum. Þeir alast upp í litlu
samfélagi þar sem allir þekkja alla og
fólki er umhugað hveiju um annað. Þeir
komast fyrr í snertingu við atvinnulífíð,
kynnast störfum foreldranna betur en
unglingar í borginni. Ég er sjálfur uppal-
inn í litlu sjávarþorpi og veit því hvað ég
er að segja. Ég byijaði snemma að vinna
mér inn aura í fiskvinnsluhúsunum. Maður
var alltaf með höndina á púlsi bæjarlífs-
ins, fylgdist með velferð nágrannanna og
aflabrögðum. Ég býst við að ég hafi talað
fullorðinslega á unglingsámnum og hugs-
að oft á nótum fullorðna fólksins. Ætli
ég hafí ekki verið raunverulegur ungling-
ur? Að minnsta kosti lifði ég þetta skeið
— svo mikið er víst. Sumir bókagagnrýn-
endur þykjast þekkja unglingsheiminn
betur en rithöfundurinn sem skrifar um
hann. En heldur þykir mér vafasamt fyrir
þá að alhæfa um trúverðugleika söguper-
sóna út frá sínum eigin börnum og vinum
þeirra."
— Hvað er framundan hjá þér?
„Ég er með margt í takinu sem ég get
ekki tjáð mig um núna. Aðalstarf mitt er
að skrifa fyrir Barnablaðið Æskuna og
ég held því áfram. Þó að ég sjái oft ekki
út úr annríki — og sitji rauðeygður við
pennann fram á nótt — er ég svo ham-
ingjusamur yfir því hvað ég hef mikið að
gera. Fátt er meira lýjandi fyrir sálarlífíð
en iðjuleysi, að finna engan tilgang með
lífi sínu. Það hefur verið gæfa að geta
starfað við það sem ég hef mestan áhuga
á, að fást við ritstörf.11
— Þú hófst nám í guðfræði en hvarfst
frá því. Ertu alveg búinn að gefa guð-
fræðina upp á bátinn?
„Nei, nei, ég er alltaf að hugsa um Guð
og guðfræði og er alltaf á leið í háskólann
aftur. Guðfræði er eina greinin sem ég
get hugsað mér að læra í háskóla. Hún
er nefnilega svo frábrugðin öðru námi,
lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi.
Það er margt svo fallega sagt í Biblíunni
og á ríkt erindi við okkur. Maður sér það
best þegar að manni er vegið í lífinu. —
Núna er ég að komast upþ úr mikilli
skattasúpu og þegar ég er búinn að greiða
ríkinu sem því ber greiði ég líklega Guði
sem honum ber. — Það er reyndar alltaf
best að hafa sem fæst orð um framtíðina
því að hún er svo sannarlega ekki að öllu
leyti í höndum manns sjálfs. Eina sem við
getum leyft okkur er að vonir okkar og
óskir rætist," sagði Eðvarð Ingólfsson að
síðustu.
Hafsteinn Oddsson í nýrri verslun sinni, Rafmagn hf. í Skipholti 31.
Rafmagn hf. hefur
opnar nýja verslun
FYRIRTÆKIÐ Rafmagn hf. sem
starfað hefur í nær 60 ár hefur
opnað nýja verslun að Skipholti
31 í Reykjavík.
Fyrirtækið hefur verið með versl-
un að Vesturgötu 10 og verður hún
starfrækt áfram ásamt þeirri í Skip-
holtinu.
Fyrirtækið verslar með ljós og
aðrar rafmagnsvörur. Auk þess sem
það veitir ráðgjöf um val á lýsingu
fyrir heimili og verslanir.
Eigendur Rafmagns hf. eru hjón-
in Hafsteinn Oddsson og Fanney
A. Reinhardsdóttir og Qölskylda.
Verslunin í Skipholti er hönnuð
af arkitektunum Guðna Pálssyni og
Dagpýju Helgadóttur.
Úr umferðinni í Reykjavík 3. desember 1987
Árekstrar bifreiða urðu samtals 26.
Kl. 16.10 varð barn fyrir bifreið á Langholtsvegi.
Kl. 23.35 varð 16 ára unglingur fyrir bifreið á Seljabraut við stoppi-
stöð SVR. Pilturinn hafði komið með strætisvagni, farið út um afturdyr
og aftur fyrir vagninn út á götuna. Hann reyndist óbrotinn en mikið
marinn.
Radarmælingum var beitt víða tim borgina.
Klippt voru númer af 49 ökutækjum vegna vanrækslu á að færa til
aðalskoðunar.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og tveir fyrir að
virða ekki stöðyunarskyldu við aðalbraut.
Akstur á móti rauðu ljósi á götuvita: tveir ökumenn kærðir.
Ökutæki færð í bifreiðaeftirlit, samtals 7.
í fimmtudagsumferðinni fannst einn réttindalaus við akstur og einn
ökumaður var grunaður um ölvun. ‘
Samtals 96 kærur um umferðarlagabrot.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Eggjahvítur
urðu rauðar og
sykur gleymdist
í uppskrift að Hollandais sósu í
hátíðarmatseðli Rúnars Marvins-
sonar matreiðslumeistara i C
blaðinu á föstudag slæddist mein-
leg villa, eggjarauður urðu að
eggjahvitum. Þá vantaði 150
grömm af flórsykri í uppskrift
Sigrúnar Davíðsdóttur að sæl-
gætismarengskökum. Lesendur
eru beðnir velvirðingar á þessu.
QENQISSKRÁNINQ
Nr. 231. 4. desember 987
Kr. Kr. TolÞ
Eln. Kl. 09.16 Ksup gangl
Dollari 36,69000 36,81000 36,59000
Sterlp. 66,40900 66,62600 66.83200
Kan. dollari 28,02800 28,12000 27,99900
Dönsk kr. 5.73680 5,75560 5,77360
Norsk kr. 5.71940 5,73810 5,73200
Sœnsk kr. 6,11040 6,13040 6,13210
Fi. mark 8,99930 9,02870 9,05420
Fr. franki 6,51170 6,53300 6,55910
Belg. franki 1,05820 1.06160 1.06700
Sv. franki 27,06750 27,15600 27,24500
Holl. gyllini 19.68880 19,75320 19.79230
V-þ. mark 22,14580 22,21820 22,32460
ít. líra 0,03002 0,03012 0,03022
Austurr. sch. 3,14600 3,15630 3,17280
Port. escudo 0,27060 0,27150 0,27220
Sp. peseti 0,32710 0,32810 0,33090
Jap. yen 0,27732 0,27823 0,27667
írskt pund 58,85100 59,04300 59,23000
SDR (Sórst.) 50,08960 50,25340 50,20290
ECU, evr. m. 45,69560 45,84500 46.04300
Tollgengi fyrir desember er sölugengi 30. nóv.
Sjólfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er