Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 37

Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 37 ii t Arabísk fjölskylda á úlföldum. Hann varð drykkjubróðir kalífans, sem leið af svefnleysi, og þótti mik- ið í varið að skeggræða við vel viti borinn mann. En oft gat verið um samdrykkju að ræða að viðstöddum konum langt fram á nótt. Og ef til vill húsvitjanir kalífa víðsvegar um Bagdad ásamt Jafari árla morguns. I sumum sögnum í „Arabískum nóttum" er Jafar í fylgd með kalíf- anum og ennfremur Abu Nawas, skálds og lögvemdaðs hirðfífls, og Mesrur, sem var svartur böðull. Tengsl kalífans við Barmakfjöl- skylduna voru mjög náin, og þar eð Barmakar stjórnuðu ríkinu var það ofur eðlilegt að persneskir siðir væru þar ráðandi, og að því gazt kalífanum einkar vel. A dögum Ummayad ættarinnar hafði nokkuð gætt lýðræðis araba, sem rekja mátti til eyðimarka lands- ins, að minnsta kosti hvað araba snerti, og stjórnandanum haldið í skefjum. En í stjórnartíð Harúns kalífa var persnesk kenning við- tekin, sú, að þjóðhöfðinginn væri gæddur guðlegum rétti. Hin minnsta mótstaða gegn kalífanum var nú álitin svik, og það var ekki talið nema sjálfsagt að hann væri harðstjóri og stingi mönnum í fang- elsi, píndi og dræpi að eigin vild. Stundum notaði Harún sér þetta vald á hörmulegan hátt. Meðan hirðmenn léku á alls oddi af gleð- skap og nutu fræðslu og menning- ar, sátu aðrir í fangelsi, þeir sem voru í ónáð hjá kalífanum ogósjald- an pyntaðir til þess að gefa upplýs- ingar um menn. Kalífinn var höfðinglyndur og óspar á fé. Ríkinu var vel stjórnað og tekjurnar fima miklar, þó að Spánn og verulegur hluti Norður- Afríku væm gengnir undan því. Og þegar það er haft í liuga, að stjórnin þurfti engu að eyða í al- mennt uppeldi eða bætt lífsskilyrði fjöldans, hafði stjórnin mikið fé til umráða. Um þarfir fátækra hugsaði kalífinn að því leyti einu að hann gaf ríkulegar ölmusur. Af trúar- legri hollustu hélt Harún-Al-Rashid sæluhúsunum meðfram pflagríma- veginum til Mekka vel við. Það var og vel litið eftir samgönguleiðum innan hins víðlenda ríkis. Þar má til nefna eyðimerkurveginn frá Bagdad til Damaskus og þaðan um Palestínu til Eygyptalands, yfír til Norður-Afríku og á veginum norð- vestanvert við byzönsku landamær- in. En þýðingarmesta leiðin var persneski þjóðvegurinn til austurs með víggirtum gististöðum að endi- löngu, sem hraðaði ferðum hetja. Þá var póstkerfið í besta lagi. En argir póstmeistaramir voru njósn- arar kalífans. Kalífínn varð fyrir ónæði og árásum af hálfu Sýrlend- inga og Persa, og um það bil átta árum eftir ríkistöku hans færði hann höfuðborg sína frá Bagdad til ar-Raqqah í Norður-Sýrlandi, svo að hann hefði betri tök á þeim er bjugíTU þar og ætti auðveldara með að fást við hinn stæriláta Byzans- keisara, Nikeferos, sem tekið hafði við völdum eftir Irenu drottningu. Það em skiptar skoðanir um Harún-Al-Rashid kalífa. Sumir skírskota til viljastyrks hans, dugn- aðar og vitsmuna, aðrir leggja áherzlu á grimmd hans og bragð- vísi, en allir hafa fellt þunga dóma yfír honum fyrir framkomu hans við BarmakQölskylduna. Það var ekki aðeins að Yahya og synir hans tveir ynnu af dyggð og trúmennsku fyrir Abbasídaættina, heldur hafði fjölskyldan alltaf verið heimakomin hjá kalífanum. Yahya, eftirlitsmað- ur hans og ráðherra, Fadl, fóst- bróðir kalífans, og Jafar, drykkjubróðirinn, voru taldir nánir vinir hans. En hve innilega og náin vináttan hafi verið milli kalífans og Jafars er deilt um. Til er saga um, að kalífinn hafi sézt stara yfir Tígrisfljót og á stóra höll Yahya og þá hrópað: „Yahya virðist hafa tekið allt vald í sínar hendur, án þess að spyija mig ráða. Það er hann sem er hinn raunverulegi kalífi, en ekki ég.“ Þetta kann að vera ein ástæðan fyrir því, að hann snerist gegn fjöl- skyldunni, en sennilega réð annars konar afbrýði meiru, því að sá fyrsti úr henni sem lét lífið var Jafar, drykkjubróðir Harúns, hann var hálshöggvinn af Mesur, er hann kraup til bænar. Höfuðið var fært Harun, er ávarpaði Jafar, sem nú gat ekki svarað fyrir sig, eins og hann var vanur að gera. Sennileg- asta skýringin á þessu morði snertir Abbasa, hálfsystur Harúns, sem hann hafði mikið dálæti á. Kalífinn krafðist þess, að hún væri viðstödd, þegar hann og Jafar sátu að sumbli, en það var ekki að réttum hirðsið. Hann leysti vandamálið með því að skipa svo fyrir, að þau Jafar og Abbasa efndu til viðhafnargifting- ar, en það var augljóst að hér var aðeins um nafngiftingu að ræða og á allan hátt óhæfa að ótign maður kvæntist svo nánum ættingja kalíf- ans. Abbasa, eða svo segir sagan, var ástfangin af Jafari og bjó sig undir að skipa sæti ambáttar, sem var oft send heim til Jafars á föstu- dagsnóttum. Jafar hryllti við, óttaðist afleiðingamar, en þrátt fyrir það héldu þau áfram að fínnast. Þau eignuðust tvo sonu, sem sendir voru á laun til Mekka, þar sem þeir skyldu alast upp. En sagan hermir, að kalífínn hafí einn- ig látið deyða Abbasa og syni hennar báða. Yahya, sem nú var orðinn gam- all maður, og Fadl sonur hans voru hnepptir í fangelsi í ar-Raqqah og skipun gefin út að allar eignir Barmakfjölskyldunnar yrðu gerðar upptækar. Fadl lamaðist, er hann frétti um afdrif bróður síns og sjálf- ur dó hann og faðir hans skömmu síðar en kalífinn andaðist 809. Kalífinn dó úr krabbameini í Persíu, fjörutíu og sjö ára gamall, er hann var í herleiðangri, að bæla niður uppreisn í Samarkand. Kalífinn var kominn til staðar, sem heitir Tus, þegar hann fann dauðann nálgast. Hann lét þegar grafa sér gröf. Skömmu fyrir andlátið var bróðir uppreisnarforingjans í Samarkand færður honum í böndum og kalífínn var spurður hvað ætti að gera við hann: „Ef ég ætti einn andardrátt eftir til að segja mína meiningu mundi hún vera þessi: Styttið hon- um aldur.“ Þýtt og endursagt: S.G. Ríkisspítalar leigja tölvu- búnaðinn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ríkisspítölum: Vegna fréttar í fjölmiðlum um kaupleigu Ríkisspítala á búnaði skal upplýst að Ríkisspítalar leigja tölvu- búnað af sænska fyrirtækinu Ericsson og greiða fyrir hann leigu sem nemur á þessu ári að meðal- tali 490.000 kr. á mánuði. I þessum leigusamningi er ekki gert ráð fyrir kaupum. Ríkisspítalar hafa ekki gert neina kaupleigu- samninga. Fyrirlestur um aðlögun prófa að þroskastigl nemenda DR. SIGRÍÐUR Valgeirsdóttir prófessor flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldismála þriðjudaginn 8. desember. Fyrirlestur dr. Sigríðar nefnist Rannsókn á aðlögun prófa að þroskastigi nemenda. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heim- ill aðgangur. Þakkir til allra þeirra sem minntust mín á einn eÖa annan hátt á áttrœÖisafmœli mínu 1. desember meÖ heimsóknum, gjöfum skeyt- um eöa símtölum. Megi jólin sem nú nálgast bera birtu, gleÖi og farsœld yfir okkur öll. Arí Gislason. Ef gardínumar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínumar sem nýjar á 15 mínútum. Þú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínumar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Árangurinn er augljós, gardínumar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). Fæst / næstu verslun. Heildsölubirgöir: Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 10,sími:686066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.