Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 ÞAÐ BÝR í MÉR LÍTIL PRINSESSA RÆTT VIÐ HÖLLU LINKER TEXTI: HILDUR EINARSDÓTTIR Halla og Rick Jason, sem hún var afar ástfangin af á tímabili. Það á eflaust eftir að koma mörg- um íslendingum á óvart, að lesa frásögn Höllu Linker af lífinu með eiginmanninum Hal Linker. Á myndum sem birtust iðulega af þeim í íslenskum blöðunum á fram- andi slóðum var ekki að sjá neina óhamingju. Þar stóð Halla heiðbjört og brosandi með litla strákinn þeirra, Davíð, í fanginu. Við hlið hennar var Hal, myndarlegur og metnaðurfullur kvikmyndargerðar- maður, sem ferðaðist ásamt fjöl- skyldunni um víða veröld til að safna efni um menningu og sögu framandi þjóða. Það hlaut að vera ákaflega spennandi líf, sem þau lifðu. En það hafði líka aðrar hlið- ar. Halla bjó við mikið ofríki af hálfu eiginmannsins og meðan son- ur þeirra var ungur voru ferðalögin nánast martröð. í endurminningum sínum, sem hún nefnir Uppgjör konu og komin er út hjá Iðunni, fjallar hún um líf sitt á einlægan og opinskáan hátt eins og henni er eiginlegt. Hún lýs- ir óvenjulegu lífí sínu og reynir um leið að skýra, hvers vegna hún lét sér lynda margvíslegt harðræði, sem fýlgdi sambúðinni við Hal. Hún leitar skýringanna meðal annars í uppeldinu. Mesti áhrifavaldurinn í lífi henn- ar var amma hennar, sem var ákaflega siðavönd og alvörugefín kona. „Hún vildi hafa reglu á hlut- unum og var lítt sveigjanleg," segir Halla. „Ég man til dæmis eftir því, að þegar aðrir krakkar fengu að leika sér úti til tíu á kvöldin, þegar veðrið var gott, kom amma út á tröppur klukkan átta og kallaði á mig inn. Það þýddi ekkert að malda í móinn. Ég var því vön að hlýða. Sem ung stúlka var Halla mikil draumóramanneskja. Dreymdi um, að ferðast og lifa óvenjulegu lífí. Sá hún ef til vill tækifæri til þess, þegar hún kynntist Hal og ákvað að trúlofast honum eftir aðeins þriggja daga kynni og án þess að fínna nokkra ást á honum? „Já, það hafði sín áhrif. Hal hafði farið í hnattferð ári áður en hann kom til íslands og sýndi mér mynd- ir úr þeirri ferð. Hann sagði skemmtilega frá og það var greini- legt að hann var vel gefinn maður. Ég var alveg dolfallin. Hann fylgdi líka áformum sínum fast eftir og til að valda honum ekki vonbrigðum en ég var því vön að gera öðrum til geðs, lét ég undan og lofaði að giftast honum. — Hvaða hugmyndir hafðir þú gert þér um hjónabandið og ástina á tvítugsaldrinum? „Ég spekúleraði lítið í þessum hlutum en núna geri ég það. Nú veit ég hvemig ég vil ekki hafa hjónabandið," segir hún og hlær þeSsum dillandi hlátri, sem einkenn- ir hana. „Flestar mínar vinkonur voru trúlofaðar. Ég man þegár tvær vinkonur mínar úr Flensborg trúlof- uðu sig. Mér var boðið í kaffí- drykkju á heimili annarrar þeirra. Segir móðir stúlkunnar þá við mig, „Halla mín, hvað gerir þú núna?“ Það var eins og ég væri farin að Halla Linker , þessi mynd var tekin á siðasta ári. pipra, þó ég væri ekki nema átján ára. Nei, ég hugsaði ekki mikið um þessa hluti þá. Ég var þó stundum með strákum en það var aldrei neitt alvarlegt á milli okkar. Ég vildi það ekki, því það þýddi bindingu.“ — Þegar þú kynnist Hal hafðir þú nýlokið stúdentsprófí með góð- um vitnisburði og ætlaðir að setjast í háskólann í „fíluna", hvað hafðir þú hugsað þér að læra eftir það? „Mig langaði til að læra tann- lækningar. Ég hafði unnið sem klíníkdama á tannlæknastofu. Eitt Síðasta myndin, sem tekin var saman af þeim Höllu og Hal. Með Wagenía veiðimönnum í Kongó. sinn var ég að aðstoða við upp- skurð á rótarbólgu og þegar ég sá lækninn fletta holdinu frá rótinni þá leið yfír mig. Ég var nefnilega óttaleg kveif. Slíkt hefur hent fær- ustu skurðlækna, í upphafí ferilsins, og ég hefði eflaust getað vanist slíkum aðgerðum, en þetta dró úr áhuganum. Ætli ég hefði ekki farið í enskunám í háskólanum." í bókinni gerir Halla grín að kveifuskapnum í sér. En þegar til stórræðanna kemur fínnst enginn bilbugur á henni. Hún skýrir þetta með því að hún sé í nautsmerkinu. Þrátt fyrir draumórana, séu nautin raunsæismenn og afar þijóskir. „Ef ég byija á einhvetju þá hætti ég ekki fyrr en verkinu er lokið," seg- ir hún. — Þegar þú komst heim eftir fyrsta árið þitt ytra, sem var afar erfítt, sagðir þú ekki móður þinni og stjúpföður frá því hve vansæl þú varst? „Nei, ég vildi ekki valda neinum vandræðum. Þegar ég skrifaði heim sagði ég alltaf frá því hvað ég væri hamingjusöm og hve Hal væri góður við mig. Hal átti ýmsa góða kosti. Hann var mjög reglusamur, heiðarlegur og áreiðanlegur. Það var oft gaman að ræða við hann, sérstaklega ef við vorum á sama máli. Ef ekki þá varð hann eins og mannýgt naut. Hann hleypti mér ekki frá borðinu fyrr en ég hafði samsinnt honum í einu og öllu. Hann varð alltaf að hafa síðasta orðið. Þegar maður er yngri sættir maður sig frekar við slíka fram- komu og ég hafði tilhneigingu til að líta á hann sem kennara minn.“ — Stóðstu aldrei upp í hárinu á honum? „Nei, ég fór undir dökku skýi úr landi og ætlaði mér ekki að koma með lafandi skott til baka. Stoltið var svo mikið. Ég gerði því allt til að halda friðinn." Þegar Halla kom heim til að eiga bamið sitt bjuggust ýmsir við að sjá nokkurt ríkidæmi. Því stelpur, sem höfðu farið til Ameríku höfðu komið til baka eins og glansmynd- ir, með fullar ferðatöskur af nýtískulegum fötum. En Halla hafði ekkert slíkt að sýna. Þau Hal áttu rétt til hnífs og skeiðar. — Þið ferðuðust mikið og fóruð með son ykkar ellefu mánaða í heimsreisu, var það ekki erfítt? „Jú, það var eldskímin. En Hal mátti ekki heyra annað nefnt en að hafa okkur með.“ — Hvers vegna var Hal svona óömggur og afbrýðisamur? „Það var uppeldið, sem gerði það. Hann hafði verið á hrakningum á milli ömmu sinnar og móðursyst- ur sem bam og þegar móðir hans fór að leita að „grænu grasi“ skildu hún hann eftir hjá gamalli írskri konu. Hann átti því aldrei fast og ömggt heimili. Þegar hann var svo loks giftur draumaprinsessunni sinni „my viking prineess", eins og hann kallaði mig, sem hafði búið honum hans fyrsta og eina heimili varð hann eins og krakki, sem eign- ast leikfang, sem engir aðrir mega snerta." — Þú ferðaðist því mikið með honum, fórst til 147 landa og líkleg- ast ert þú víðfömlasta kona í heimi. Vom það ferðalögin, sem veittu þér hamingjuna, þegar fram liðu stund- ir? „Já, mér fannst ákaflega spenn- andi að fara á ókunnar slóðir. Svo vann ég mikið að gerð þáttanna þess á milli og tók eiginlega ekki eftir því að það væri eitthvað að sambúðinni. Ég held líka að hjóna- bönd geti gengið ágætlega þó ástin sé ekki gagnkvæm. Ég bar alltaf virðingu fyrir Hal.“ — Fékkstu aldrei sektari<ennd gagnvart honum, því nú var hann ákaflega ástfanginn af þér þó á eigingjaman hátt væri? „Nei, það hafði ég ekki, því ef einhver maður dó hamingjusamur þá var það Hal. Ég hafði alltaf verið honum góð eiginkona." — Hvað var það sem vakti þig af þymirósarsvefninum? „Ég hafði alltaf treyst á dóm- greind Hals en svo fór ég að sjá, að ákvarðanir hans vom ekki allar jafn skynsamlegar. Okkur greindi til dæmis á um rekstur ferðaskrif- stofu, sem við höfðum komið á fót og þegar yfír lauk var það ég sem hafði haft rétt fyrir mér. Ég var líka farin að umgangast annað fólk, en í 14 ár hafði ég nær eingöngu verið með Hal. Ég gerðist meðlimur í kvennaklúbbum, sem unnu að góðgerðarmálum. Og fann fljótt að á þessum fundum var ég eins og mér var eðlilegt. Ég fór svo að þrá að vera þessi kona ekki aðeins nokkra tíma í viku. En því miður líkaði Hal það ekki.“ Það má lesa það í endurminning- um Höllu að.Davíð sonur hennar er henni einkar mikils virði. Stóð aldrei til að þið eignuðust fleiri böm? „Jú, en það var alltaf eitthvað sem gerði það að verkum að við frestuðum því. Við vomm á sífelld- um ferðalögum auk þess sem ég mátti ekki sjást ófrísk á skerminum. Sjálf var ég einbimi og langaði allt- af til að eiga fleiri systkini. Ég var því ákveðin í að sonur minn skildi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.