Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 40 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Nýjar leiðir - betri árangur ÖÐRU hvoru hafa landsmenn fengið fregnir af því að um næstu helgi ættu þeir kost á því að fara í náttúrskoðunar- og söguferð um ákveðið svæði eða stutta vettvangsferð. Þessi tilboð birtast fyrirvaralítið en eru ákaflega forvitnileg; margir hafa látið til leiðast og skellt sér með og láta vel yfír. Ferðaboðin eru frá Náttúruvemdarfélagi Suðvesturlands. En hverjir standa að þessum félagsskap og hvað em þeir að bjóða almenningi og í hvaða tilgangi? Morgunblaðið ákvað að kanna þetta mál nánar. Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Tijágróður skoðaður við Háabjalla á Suðurnesjum. Ná til sem allra flestra Eftir nokkra eftirgrennsl- un náði Morgunblaðið sambandi við Einar Eg- ilsson, formann Nátt- úruvemdarfélags, Suðvesturlands (NVSV). Hvað er Náttúruvemdarfélag Suð- vesturlands? „Náttúruvemdarfélag Suðvest- urlands er félag áhugamanna um náttúmvemd á Suðvesturlandi. Markmið okkar er að stuðla að eðli- legum samskiptum þjóðarinnar við náttúmna, þannig að eigi spillist að óþörfu líf, land, sjór, vatn eða andrúmsloft. Við viljum vemda og varðveita það sem sérstætt er og sögulegt í náttúmnni, auka kynni af landinu og fræða almenning um nauðsyn á góðri umgengni. Við vinnum að þessu eftir gildandi lög- um um náttúmvemd og í samvinnu við alla sem láta sig markmið fé- lagsins einhvetju varða. Sex landshlutafélög starfa á landinu og NVSV er eitt þeirra. Flest þessi félög vom stofnuð um 1971 þar á meðal okkar félag. Þá var ákveðin vakning fyrir náttúm- vemdar- og umhverfismálum og var töluverður kraftur í félögunum fyrstu árin og þau tóku á ýmsum málum. T.d. er náttúruminjaskrá sú er Náttúruvemdarráð gefur út að miklu leyti verk þeirra. Síðustu árin hefur dofnað yfir starfsemi hinna félaganna, því mið- ur. Það gengur mörgum félögum erfíðlega að halda uppi virku félags- starfí eftir hefðbundnum leiðum." Hvað eru margir í félaginu og hvemig er því stjórnað? „Skráðir félagar em nú milli tvö og þrjú hundmð en það er okkur ekki í sjálfu sér neitt metnaðarmál að hafa langt félagatal. Við leggjum meira upp úr því að ná til sem allra flestra hvort sem þeir em félags- menn eða ekki. Við reynum að vera ekki með alltof mikla miðstýringu frá stjóminni en emm samt í stakk búnir til að bregðast skjótt við, t.d. skipuleggja ferðir með mjög stutt- um fyrirvara og koma áhugaverð- um málum á framfæri. Við emm fímm í stjórn og fímmt- án manna fulltrúaráð. Við leitumst við að hafa bæði stjóm og fulltrúa- ráð fjölbreytilega samsett, fá sem viðtækasta þekkingu og sjónarmið; því við viljum reyna að skoða hvert mál af ábyrgð og sanngimi. Stjómarfundir em haldnir viku- til hálfsmánaðarlega og málin em þar rædd af miklum áhuga og allt- af verið að plana eitthvað. í stjórn- inni em auk mín: Stefán Bergmann líffræðingur sem er varaformaður, Jóhann Guðjónsson líffræðingur og ritari félagsins, Guðrún Gísladóttir landfræðingur sem er gjaldkeri fé- lagsins og Helga Oskarsdóttir skólaritari sem er meðstjómandi. Fulltrúaráðið samanstendur af 15 félögum, einum frá hveiju sveit- arfélagi nema Reykjavík. Þessir fímmtán fylgast með því sem er að gerast í þeirra heimabyggðum. Við í stjóminni höldum svo fundi með fulltrúaráðinu á þriggja mán- aða fresti. Með fulltrúaráðinu Einar Egilsson, formaður Nátt- úruvemdarfélags Suðvestur- lands. höfum við mjög gott yfírlit yfír hvert svæði, hver fulltrúi þekkir sitt heimafóik." Tólf mættu á hasarfund Þið eruð ekki Iengur með „hefð- bundna félagsfundi“, hvað breytist? „Það var haustið 1981 að við sem þá vomm nýkjömir í stjómina ákváðum að láta nú til okkar taka og boðuðum til félagsfundar um 'Ijörnina í Reykjavík en hún var þá mikið til umræðu. Við fengum fjóra góða fmmmælendur, auglýstum Kirkjuvogskirkja kl. 13:00 átland gróðurt tyrr Játtúruvemdarfélag Suð-Vesturlanc Náttúruvemdar- og um- hverfismál á Suðumesjuml Náttúruvemdarfélag Suðvestur- landö fer í sjö vettvangsferðir suöur með sjó á Bunnudaginn 15. nóvem- ber til kynningar á noltkrum náttúmvemdar og umhverfismáJ- um sem snerta Suðumes. Fróðir menn munu Qalla um ákveðið mál- efni á hveijum stað og svara spurningum. Allt áhugafólk er vel- komið. (Þeir íbúar höfuðborgar- svœðiains og aðrir aem hug hafa á að fara I ferð með langferöabfl á milli staða, hafi samband ( dma (91-) 40763 í dag frá Id. 17-19). Fyrsti staðurinn veröur Vogavík undir Stapa. Fólk mæti kl.9.30 í Qöruna skammt sunnan Vogalax. Gengin veröur örstutt leið eftir leir- unni útl Hólmabúöir eða verið ( samkomuhúsinu Glaðheimum, allt eftir veðri. Guðmundur Björgvin Jónason fræðimaður mun Qalla um hvemig umhorfs var I Vogavík um aldamóL Stefán Bergmann líffræð- ingur mun kynna llffrfld Qörunnar og hugsanlegar breytingar á því vegna stnrfaemi fiskeldisstöðvar- innar og nágrennis við byggðarlag. Næsti staður verður Arfadalsvík- in (neðan Húsatófta) í Gríndavík kl. 11.45 eða ( Húsatóftaháainu Halldór Ingvaaon skólastjóri spjall- ar um nýtingu vatns úr gjám og Qöruvötnum og jarðhitans í Eld- vörpum fýrr á timum. Freysteinn Sigurösson jaröfræöingur mun rseða um náttúruauðlindir neðan- jarðar og skynsamlega nýtingu þeirra. Þriðji staðurínn verður við Kirkj- una ( Höfinun kL 13 eða inní ( kirkjunni. Ásbjöm Eggertason hreppstjórí segir frá gróðri í Hafna- hreppi fyrr á öldum. Guðleifur Siguijónsaon garöyrkjumaður lýsir ástandi gróðurs síðarí árín og hvað verður framtlðarverkefhið. Á fjórða staðnum, Njarövflnirfitj- um, (norðan við Hagkaupshúsid), kl. 14.00 eða ( Safnaðarheimilinu ( Innri-Njarðvflc, Qallar Helga Ingi- mundardóttir um Njarðvflcurfitjar fyrr á tímum og Jóhann Guðjónason Uffræðingur um lífrfld þeirra ( dag og gildi þesa að halda því lftt rösk- uðu. Fimmti staðurinn verður Hafnar- gata 82 ( Keflavflc kl. 16.00 á HI. hæð húsaina. Þar mun Jóhann Berg- mann bæjarverkfræðingur Qalla um sJdpulagsmál og byggóaþróun J Keflavflcur. Sjðtti staðurínn veröur ( grunn-1 skólann ( Sandgerði kL 16.16. [ Guðjón Kristjánsson skólastjórí I Qallar um hugmynd NVSV um upp-1 setningu á sýningu um náttúrufarl og mannvist heimabyggöar seml viðfangaefni ( efiri bekkjum gninn-1 skóla. Við fáum góða geati (I heúnsókn aem leggja sitt til máJ- * mna x Síðast veröur komið við í Lauf-1 skálanum (Leifastöð, nýju flugstöð-1 inni ld. 17.80. Þar er ætlast til að I þátttaJcendur heQi umræður meðl spurningum sem varöa ásýnd lands- T ins í kríngum flaugbnuitimar, flugstöðina og veginn til höfuð- I borgarsvæðisins. Fróðir menn sitja | fyrir svörum. Með þessu lýkur feröaröðinni um I Suðumes. Elitt af næstu verkefnum I NVSV veröur sarlskonar ferðaröð I um Innnes (þ.e. HafharQörö, 1 Garöabæ, Beasastaðahrepp, Kópa- vog og Seltjamamaa), Mosfellsbæ, I Kjalameshrépp og Kjósarhrepp. (frá NV8V) S.ndgwAi Umhverfismál sudur með sió málið í bak og fyrir og bjuggumst við „hasarfundi". Fundarmenn urðu sjö, auk stjómarinnar. Þetta varð okkur mikið áfall. Áhugi almenn- ings fyrir náttúruvemdar- og umhverfísmálum virtist vera i lág- marki. Nú voru góð ráð dýr. Við urðum að finna nýjar leiðir til að ná árangri. Við veltum þessu lengi fyrir okkur og komumst að þeirri niðurstöðu að aukin náttúrufræðsla væri sterkasta vopnið í baráttunni fyrir náttúmvemd; því að eftir að við höfðum skoðað nokkur „slys“, komumst við að raun um að mörg þeirra mátti rekja til vanþekkingar og kæruleysis, frekar en þetta væri með vilja gert. Hvað var til ráða? Koma okkur út úr fundarsölunum og stuðla að aukinni náttúm- og umhverfis- fræðslu. Það var einmitt það sem við gerðum. Ekkert náttúmgripa- safn var til sem gat staðið undir nafni; svo sumarið 1983 fengum við náttúmfræðinga í lið með okkur og fómm í rútum og settum upp „sýningarbása" út í náttúmnni. Áður en farið var af stað sendum við frá okkur ýtarlegar fréttatil- kynningar sem höfðu að geyma fróðleik um það sem yrði skoðað. Við fómm svo í náttúmskoðunar- ferð á ákveðinn stað og tókum þar fyrir t.d. eldstöðvar; sveppi og flétt- ur; skordýr, lífríki fjöru; fuglabjarg o.s.frv. Ferðimar kölluðum við „Náttúmgripasafn undir bemm himni“. Þetta tókst framar vonum; þátttaka var mjög góð. Þama kom fólk sem við höfðum ekki séð á félagsfundum. Þetta var fólkið sem við þurftum að ná til. Þeir sem mætttu á félagsfundum vom nátt- úruvemdarmenn og við þurfum lítið að hvetja þá. En rútuferðirnar kræktu í almenning, þrátt fyrir að sumarið 1983 hafí ekki verið það besta í manna minnum, svo maður segi nú ekki meira. Eftir að Hið íslenska náttúm- fræðifélag myndaði sjálfstæðan áhugahóp um byggingu náttúm- fræðihúss sem NVSV á fulltrúa í, snemm við okkur að ferðaröðinni „Umhverfið okkar“. Við vomm með ferðir í hveiju sveitarfélagi, fengum náttúmfræðinga, jarðfræðing og líffræðing og sögu- og ömefnafróða menn til að kynna sögu og náttúm svæðanna. Árið eftir var prógrammið með sama sniði en í fyrra einbeittum við okkur að Reykjavík, ekki mátti gleyma af- mælisbarninu. við skiptum borgar- landinu niður eftir gömlu landamerkjunum t.d. Víkurland, Lauganesland, Kleppsland o.s.frv.“ Breyta öðru hvoru til Þið reynið sem sagt að breyta öðru hvoru til? „Einmitt, við leitum sífellt nýrra leiða til að kynna þessi mál, bæði sér og í samstarfi við aðra.“ Hvernig er samstarfinu háttað við önnur félög og stofnanir, t.d. Nátt- úruverndarráð og Landvernd? „Samstarf okkar við þá er mjög gott, við tökum ekki fyrir mál sem þeir em að fjalla um. Við sækjum alla fundi og ráðstefnur sem þeir og aðrir boða um náttúruvemdar- mál. Höfum reyndar staðið fyrir einni ráðstefnu sjálfír með náttúm- vemdamefnd Gullbringusýslu. Við höfum líka gott samband við ýmsar stofnanir, félög og einstaklinga sem láta sig náttúrvemdar- og umhverf- ismál varða. Fóruð þið alltaf í rútum? „Fram að haustinu í fyrra vomm við alltaf með rútur en stoppuðum auðvitað á áhugaverðum stöðum og gengum stuttar leiðir úti í nátt- úmnni. En í fyrra tókum við upp hreinar gönguferðir líka.“ Nú vill það stundum brenna við í rútuferðum að þeim lýkur seinna en auglýst er, hvefnig hefur ykkur gengið að halda áætiun? „Bara þokkalega, það hefur þó komið fyrir að við sáum fram á að verða lengur í ferð en áætlað var, en þá leituðum við eftir samþykki allra sem í rútunni vom hvort ekki væri í lagi að tefja svolítið áður en við fæmm af stað í bæinn.“ En gönguferðirnar, þær voru í Reykjavík? „Já, í Reykjavík og nágranna- byggðum. Þetta vom nokkurs konar umhverfísgönguferðir. Við fléttuðum saman sögunni og nátt- uruskoðun. Reynslan sýnir að það eykur aðsóknina. Við tókum t.d. Kvosina fyrir, gengum þama um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.