Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 44

Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 -í Mississippi John Hurt Mississippi John Hurt tekur upp fyrir Þiugbókasafn Banda- ríkjanna 1963. Blús Árni Matthíasson Mississippi sveitablúsinn var oftast sprottinn af óánægju, kominn frá tónlistarmönnum sem höfðu orðið undir á einn eða annan hátt, hvort sem það var í ástarmálum eða öðru. Ekki var þó málum alltaf svo háttað og eitt besta dæmið um það er Mississippi John Hurt, en hans tónlist stóð nær þjóð- lagatónlist en blúsinn almennt. John Hurt fæddist í Teoc í Miss- issippi í júlí 1893. Hann ólst upp í smábænum Avalon og bjó þar allt sitt líf. Hann var korninn af fátæku bóndafólki og var sjálfur bóndi nær alla æfi. Hann söng í kirkju eins og flestir aðrir og kenndi sjálfum sér á gítar. Um tvítugt var hann orðinn lipur gítarleikari og farinn að semja eigin lög auk þess sem hann lék þjóðlög svartra íbúa Mississippi. Hann lék ekki trúartónlist eða hreinan blús, heldur frekar lög sem leikin voru og sungin án þess að nokkur von um fjárhagslegan ábata lægi að baki eða ætlunin væri nokkur önnur en að drepa tímann í smá stund og skemmta sér og öðrum. Það speglast í söngstíl hans sem er líkari rauli en þeim raddstyrk sem þarf til að láta röddina berast yfir drykkjulæti og skraf á útiskemmt- un og það speglast líka í gítar- leiknum sem er fjölbreyttari og flóknari en hjá blússöngvurunum, enda var hann ekki eins bundinn af því að þurfa að halda dans- takti eða. vera með skýrt af- mörkuð kaflaskipti. 1928 'var upptökustjóri OKeh plötufyrirtækisins á ferð í Carrol sýslu sem Avalon er í til að taka upp lög með fiðluleikaranum Willie Narmour og gítarleikaran- um Shell Smith. Hann spurði þá hvort þeir gætu sagt sér af ein- hveijum öðrum tónlistarmanni og þeir vísuðu honum á Mississippi John Hurt, nágranna sinn. Hann lék eitt lag fyrir þá og það var nóg, þeir báðu hann að koma til Memphis og taka upp. Þangað fór hann og tók upp átta lög, en að- eins tvö þeirra voru gefin út. Þau seldust þó nógu vel til þess að OKeh vildi meira og Hurt fór aft- ur af stað og nú til New York. Þar tók hann upp fimm lög tii viðbótar en kreppan batt enda á frekari tónlistarframa og Hurt eyddi næstu 35 árum í heimabæ sínum Avalon. Uppúr 1960 var mikil blús- vakning í Bandaríkjunum. Þá varð einum blúsáhugamanninum hugs- að til þess að John Hurt hafði sungið blús sem hann kallaði Avalon Blues og þar hafði hann sungið: Avalon er heimaborg mín / alltaf efst í huga mér. Hann fór til Avalon og fyrsti maðurinn sem hann hitti þar gat vísað honum á John Hurt. Hann fór þegar að taka upp fyrir Piedmont plötufyr- irtækið og síðan fyrir bókasafn bandaríska þingsins, Library of Congress. Upp frá því tók hann upp margar plötur og var óhemju vinsæll á meðal blús- og þjóð- lagaáhugamanna. Mississippi John Hurt lést í Mississippi 1963. Fyrstu lögin sem John Hurt tók upp hafa verið gefin út oftar en einu sinni, en besta útgáfan og útgáfa sem flestir þurfa að eiga hvort sem þeir hafa gaman af blús eða ekki, er Yazoo platan Mississippi John Hurt—1928 Sessions. Þar á eru öll lögin sem hann tók upp fyrir OKeh og hljóm- urinn á plötunni er ótrúlega góður miðað við að öll lögin eru tekin af gömlum 78 snúninga plötum sem eru orðnar sextíu ára gaml- ar. Fyrsta lagið, Got the Blues Can’t Be Satisfied, grípur mann föstum tökum og önnur lög eru ekki síðri. Það er allt svo áreynslu- laust hljá John Hurt að það er áreynslulaust að hlusta á hann. Meira að segja lagið um óþokkann og morðingjann Stack O’Lee er uppfullt af meðaumkun með Stack og sú hugsun býr að baki að kannski hafí hann ekki verið svo slæmur hið innra með sér. í Avalon Blues fínnst manni sem maður sé kominn aftur til 1928, til Avalon þar sem innan við hundrað manns bjuggu og lífið var á hálfgerðu steinaldarstigi vegna fátæktar og kynþáttafor- dóma. Það er þó engin biturð til í tónlistinni, en hún er full af hlýju. Þau lög sem John Hurt tók upp fyrir Library of Congress hafa verið gefin út af breska fyrirtæk- inu Flyright. Þar á er að fínna endurgerð hans á mörgum af þeim Iögum sem eru á Yazoo plötunni og þar má vel heyra að honum hefur ekkert farið aftur í tónlist- inni þó hann sé orðinn sjötugur. Kannski varð það að hann var aldrei að leita eftir frægð og frama til þess að honum tókst að halda tónlistinni lifandi allan þennan tíma. Plötumar tvær em ekki síður nauðsynleg eign en platan með upptökunum frá 1928 og þá sérstaklega vegna þeirra laga sem hann leikur þar og ekki eru á Yazoo plötunni. Það er einn- ig gaman að bera saman óhemju snjallan gítarleikinn í 1928 útgáf- unni á laginu Candy Man og í ' 1963 útgáfunni. Gítarleikurinn er enn snjallur en nú er meiri fágun eða yfirvegun komin til sögunnar. Það er jafn víst að þegar menn hafa kynnt sér þessar plötur með John Hurt þá ágimist þeir allt sem hann gaf út og því má bæta við hér að allar hans plötur eru þess virði að hlusta á. Meira að segja síðustu upptökur hans, þar sem heyra má að hann er kominn að fótum fram, em skemmtilegar og hlýjan kemst alltaf til skila. {?\ I ú í desember býður Hótel Saga V fjölbreytta heita og kalda rétti á hlaðborði í Skrúði, nýjum, glæsilegum garðskála, innaf anddyri. Jólahlaðborðið í Skrúði stendur alla daga frá kl. 11:30 til 14:30 og 18:00 til 22:00. Jólatilboð Hótel Sögu: Hótelgestir fá frítt jólahlaðborð. Hótelgestir fá 10% afslátt í heilsurœkt hótelsins. Hótelgestum býðstfrír akstur í Kringluna og niður Laugaveginn þrisvar á dag. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.