Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Heiður í húfi
eftir Jeffrey Archer
FRJÁLST framtak hf. hefur gef-
ið út bókina Heiður I húfi ftir
breska rithöfundinn Jeffrey
Archer. Bókin nefnist á frum-
málinu A Matter of Honour og
kom fyrst út í Bretlandi i fyrra.
Hefur hún þegar verið þýdd á
mörg tungumál.
Hérlendis hefur t.d. m\Tid sem
byggð var á sögu hans, Kane og
Abel, verið sýnd í sjónvarpinu. Jeff-
rey Archer hefur oftsinnis verið í
sviðsljósinu vegna einkamáia sinna.
Hann var kjörinn á breska þingið
þegar hann var aðeins 29 ára en
varð síðan að segja af sér þing-
mennsku og hóf þá rithöfundarferil
sintL Hann sneri sér siðan aftur að
stjómmálum, var aftur kjörinn á
breska þingið og var orðinn vara-
formaður breska íhaldsflokksins en
varð að segja af sér í fyrra vegna
ásakana um viðskipti við vændis-
konu sem hann var síðar sýknaður
af.
Söguþráður Heiðrn- í húfi er í
örstuttu máli á þessa leið. Adam
Scott fær í hendur gulnað umslag
þegar erfðaskrá föður hans er lesin
upp. í kjölfar þess gerast ótrúlegir
atburðir. Það hafði alla tíð hvílt
skuggi yfir starfsferli föður hans í
hemum en enginn vissi hver raun-
veruleg ástæða þess var. Þegar
Adam Scott kemst á snoðir um
leyndarmál föður síns er eins og
sprengu hafi verið kastað. Leyni-
makkið, tílfinningahitinn og ágimd-
in eiga rætur allt frá Þýskalandi
stríðsáranna og austur tii Rúss-
lands. Scott finnur verðíausan íkon
I bankahóifi í Sviss og íkonin er
lykill að leyniskjaii sem gætí haft
PERSNESK
HIRÐINGJA TEPPI
P . M . T .
HaJdin veröur sýning í
\ Skipholti 50 B,
á hirðingjateppum frá Persíu,
einnig teppum frá Rúmeníu og Rússlandi
laugardaginn 5. desember kl. 10.00-18.00
sunnudaginn 6. desember kl. 13.00-18.00
í samkomuhúsinu Garðaholti, Álftanesi
mánudaginn 7. desember kl. 19.00-23.00
þriðjudaginn 8. desemberkl. 19.00-23.00
HEIÐUR
ÍHUFI
JvWr ■
áhrif á sambúð Austurs og Vest-
urs. Aðeins örfáir vita um tílvist
þessa skjais en þeir era ailir reiðu-
búnir að fóma hveiju sem er til að
koma höndum yfir það, jafnvel að
fremja morð. Þegar ástkonu Scotts
er rænt hefst flótti hans yfir Evr-
ópu og á honum verður hann að
berjast fyrir lífi sínu, bæði við
KGB-menn, CIA-menn og eigin
landa. Sú barátta er spennuþrangin
og margt kemur á óvart
Þess má geta að nú er verið að
gera kvikmynd eftir sögunni og
mun hinn heimsfrægi leikstjri Stev-
en Spielberg gera myndina.
Bjöm Jónsson skólastjóri þýddi
Heiður í húfi. Bókin er 388 bis. og
er hún prentunnin í Odda hf.
(ÍJr fréttatilkynningTi.)
Andri ísaksson prófessor og Benedikt Sigvaldason skólastjóri í
siðdegisboði menntamálaráðherra. 0
Hóf í tilefni þrjá-
tíu ára afmælis
Fulbrightstofnunar
BIRGIR ísieifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, bauð til
síðdegishófs í tilefni 30 ára af-
mælis Menntastofnunar íslands
og Bandaríkjanna, Fulbright-
stof nunarinnar, siðastliðinn
fimmtudag. Við þetta tækifæri
komu saman núverandi og fyrr-
verandi íslenskir styrkþegar,
núverandi bandarískir styrk-
þegar, meðiimir Fulbrightnefnd-
arinnar, fulltrúar Menntamála-
ráðuneytisins, Bandaríska
sendiráðsins og Háskóla íslands.
Fulbrightstofnunin var stofnsett
4. febrúar árið 1957 með tvíhliða
samningi milli ríkisstjóma íslands
og Bandaríkjanna og er styrkt af
báðum aðilum. Hlutverk hennar er
að efla gagnkvæman skilning miili
þjóðanna með fræðslustarfsemi sem
horfir til aukinnar þekldngar og
starfsþjálfunar. Um það bil 350
Isiendingar og 75 Bandaríkjamenn
hafa fengið styrki frá íslensku Ful-
brightstofnuninni, bæði til fram-
haldsnáms, rannsókna, starfs-
fræðslu og kennslustarfa.
Stjóm stofnunarinnar er skipuð
fulltrúum íslands og Banda-
ríkjanna. Núverandi formaður er
Þorbjöm Karlsson, prófessor, en
heiðursformenn eru ávallt mennta-
málaráðherra fyrir hönd íslands og
sendiherra Bandaríkjanna fyrir
Bandaríkin.
Vasasöngbók
Valdimars
„Valdimaría“
YFIR 400 söngva, íslenska og
erlenda, er að finna í Vasa-
söngbók Valdimars, „Valdim-
aría“, sem Setberg gefur út.
Valdimar Ömólfsson og Kerl-
ingaQallabóndi tók efnið saman
og bjó til prentunar. Meðal söngva
í kverinu má nefna ættjárðar- og
alþýðulög, KerlingaQallasöngva,
vinsæla kvöldvökutexta og stúd-
entasöngva.
Vahtnnar Örnólfsson
I næstu viku getum við
tekið:
BARNAMYNDIR
FJÖLSKYLDUM YNDIR
FERMINGARMYNDIR
STÚDENTAMYNDIR
BRÚÐA RM YNDIR
\>g afgreitt stækkanir
fyrir jól.
FALLEG MYND
ER FRÁBÆR
JÓLAGJÖF!
LJÖSMYNDASTOFA
GUÐMUNDUR KR J0HANNESSON
LAUGAVEGI178 SÍMI689220
Barnabæk-
ur frá Björk
BÓKAÚTGÁFAN Björk hefur
sent frá sér tvær nýjar
bamabækur. Þær eru báðar
prentaðar í Prentverki Akraness
hf. og eru I fjórum litum.
Dýrin á bænum er nr. 18 í bóka-
flokknum Skemmtílegu smá-
bamabækumar. Bókin segir frá
henni Kötu — litlu stúlkunni á
sveitabænum og samskiptum henn-
ar.við dýrin. Höfundur er Rebecca
Heller. Sigurður Gunnarsson fyrr-
verandi skólastjóri þýddi bókina.
Hin bókin heitir Tommi er stór
strákur og er nr. 19 í sama bóka-
flokki. Hún segir frá Tomma sem
vill verða stór strákur sem allra
fyrst. Einnig leikjum hans, störfum
og nánasta umhverfi. Drífur þar
sitt hvað á daga hans. Höfundar
bókarinnar era Kathryn og Baron
Jackson, en Stefán Júlíusson rithöf-
undur íslenskaði textann.
Mannamiinur í
fimmtu útgáfu
BÓKAÚTGÁFAN HUdur hefur
gefið út fimmtu útgáfu af Man-
namun Jóns Mýrdal.
Á bókarkápu segir m.a., að sögur
eins og Mannamunur um ástir og
örlög hafi fylgt þjóðinni frá fyrstu
tíð og séu enn á töivuöld eftirsóttar
bækur. Þess vegna muni margir
lesa þessa nýju útgáfu .sér til
ánægju.
Mannamunur er 191 blaðsíða.
Dagrenning
eftir Svend
AageMadsen
ÍSAFOLD hefur gefið út bókina
Dagrenningu eftir danska höf-
undinn Svend Aage Madsen, í
þýðingu G. Péturs Matthíasson-
ar.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Dagrenning er framtíðarskáld-
saga. Sögumaðurinn Elef uppgötv-
ar að lífið virðist renna honum
jafnóðum úr greipum. Hann ákveð-
ur að gera eitthvað til að halda í
tímann, varðveita fyrri reynslu sína.
Þá fara ýmsir undarlegir hlutir að
gerast. Líf hans og ást taka óvænta
stefnu — og allt í einu fínnur hann
að hann hefur eitthvað að beijast
fyrir - og gegn.“
Bókin er 181 bls. og er fáanleg
bæði innbundin og í kilju.
$
<HJ PIOIVEER
ÚTVÖRP