Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 56

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Skyldu þeír róaídag? ÚR MINNINGUM TÓMASAR ÞORVALDSSONAR ÚTGERÐARMANNS Gylfi Gröndal hefur sent frá sér annað bindi endurminninga Tómasar Þorvaldssonar, útgerðar- manns. Skyldu þeir róa í dag? heitir bókin, en fyrra bindið kom út í fyrra undir nafninu Byggð bernsku minnar. Tómas Þorvaldsson hefur lifað viðburðaríka ævi á merkilegum umbrotatímum í sögu lands og þjóðar. Nýja bókin hefst á hernámsárunum, en síðan tekur við ýtarleg frásögn af starfi björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, en Tómas var formaður hennar í 30 ár. Meðal annars er sagt frá Clam-strandinu fræga á Reykjanesi og mörgum fleiri skipsköðum. Morgunblaðið hefur fengið leyfi til að birta nokkra kafla úr bókinni, útgefandi er Setberg. Hulda og Tómas heima í stofu á Gnúpi sumarið 1981 Island hefur verið her- numið. Þessi tíðindi komu mér ekki á óvart, tvtígum sjó- manni í Grindavík, þegar ég hætti að stíga ölduna og hafði fast land undir fótum daginn fyrir vertí- ðarlok vorið 1940. Við höfðum séð til skipaferða við landið um nóttina, en kipptum okk- ur ekki upp við það. Skipalestir sáust oft á leið yfir hafið, eftir að heimsstyijöldin skall á. En í þetta skipti mun hafa verið um að ræða skip, sem fluttu landgöngulið, her- gögn og vistir hingað til lands. A lokadaginn bregð ég mér til Reykjavíkur með félögum mínum, eins og sjómenn gerðu gjaman hér úr víkinni. Við töldum okkur eiga það skilið að létta okkur upp í lok hverrar vertíðar. Drossían brunar eftir rykugum vegi, og við erum komnir langleið- ina innundir Hafnaifjörð. Þá stansar bflstjórinn. Gijóti hafði verið hlaðið inn á miðjan veg, svo að við komumst ekki leiðar okkar. Litlu síðar birtast vopnaðir her- menn, grandskoða bflinn og yfir- heyra okkur. Þetta voru fyrstu merki her- námsins, sem við urðum varir við. vÞegar við komum síðan til Reykjavíkur leynir sér ekki, að bærinn hefur breytt um svip á einni nóttu. Við sjáum hermenn ganga fylktu liði um götumar með byssur um öxl; þeir eru sléttgreiddir, með báta á skakk yfír höfuðið — í gljá- burstuðum skóm, ekki má gleyma því. Við vorum vanir að líta inn á ákveðna veitingastaði til að gæða okkur á kræsingum, sem lítið var um í Grindavík; vínarbrauði til dæmis. En nú verðum við frá að hverfa, komumst ekki inn, því að staðimir okkar eru fullsetnir her- mönnum. Það er sama hvar við komum; *tdls staðar eru setuliðsmenn. Að sjálfsögðu er ekki um annað talað í Reykjavík en hersetuna, og við fáum hvarvetna nýjustu fregnir af henni. Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, hafði flutt ávarp í útvarpið að kvöldi hemámsdagsins og beðið landsmenn um að sýna stillingu og líta á bresku hermennina sem gesti. Flugriti á bjagaðri íslensku hafði verið dreift um morguninn, og þar var sagt að bannað væri að út- varpa, senda skeyti og fá símtöl, fara út úr bænum eða koma inn í hann, á meðan verið væri að hand- taka alla Þjóðverja á landinu. Þýski ræðismaðurinn hafði verið tekinn fastur í bústað sínum við Túngötu og sömuleiðis þýskir skip- brotsmenn, sem dvöldu á gistihús- um í Reykjavík. Þá hafði verið brotist inn í Lands- símastöðina við Austurvöll, þar sem bæði sími og útvarp voru til húsa. Það er erfítt að lýsa andrúmsloft- inu þessa fyrstu daga hemámsins, einna helst hefur það sennilega líkst samblandi af ótta og eftirvæntingu. Menn voru fegnir, að við skyldum ekki hljóta sömu örlög og nágrann- ar okkar, Danir og Norðmenn. Með það eitt í huga var hemám Breta fagnaðarefni. En á næsta leiti var þá spumingin, hvor aðilinn mundi sigra í stríðinu, bandamenn eða Þjóðveijar. Um það var erfítt að spá á þessum tíma, þegar nasistar lögðu undir sig hvert Evrópulandið á fætur öðru. Eitt held ég þó, að öllum hafí verið ljóst: ísland mundi aldrei verða hið sama aftur — hvað sem öðra liði. Þetta vora sem sagt fyrstu kynni mín af hemáminu, en þau áttu sannarlega eftir að verða meiri. Ekki leið á löngu þar til fáeinir hermenn settust að hér í Grindavík, í öllum þremur hverfunum, til að fylgjast með ferðum skipa og flug- véla. Og síðar kom herinn heldur en ekki við sögu hér á Reykjanes- skaganum. Þegar liðin var vika eftir lokin, réð ég mig á bát frá Keflavík, þar sem Jámgerðarstaðaskipið hafði nú verið selt. Báturinn hét Júlíus Bjömsson og eigendur hans vora Sverrir Júlíusson, sem verið hefur formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna lengur en nokkur annar, og bróðir hans, Elentínus. Skipstjóri var þjóðkunnur maður, sem bjó á Vatnsleysu hér inni á Strönd, Auðunn Sæmundsson. Syn- ir hans urðu flestir þekktir togara- skipstjórar, svokallaðir Auðuns- bræður, og einn þeirra, Auðunn yngri, var með okkur sem háseti sextán ára gamall að mig minnir. Einnig var Grétar Jónsson frá Sjó- lyst hér í Grindavík á Júlíusi Bjömssyni þetta sumar. Við voram á reknetum í Faxaflóa og hér sunnan vð land um vorið, en fískuðum heldur lítið. Síðan fór- um við norður á sfldveiðar, en urðum nú ekki feitir af því. Um haustið hætti ég á Júlíusi Bjömssyni og réð mig á lítinn bát, sem hét Geir og var að hluta gerð- ur út frá Reykjavík. Við voram á snurvoð í Faxaflóa, kringum Reykjanesið og vestur um Snæfells- nes, en aflinn var tregur. Við lágum stundum í Reykjavík í landlegum og nú fór ekki fram hjá neinum, að breytingar höfðu orðið á atvinnuháttum landsmanna vegna hersins. Ég frétti af kunn- ingjum mínum og félögum frá Grindavík, sem komnir vora í setu- liðsvinnu, en ekki var það þó orðið jafn almennt og síðar varð. Og margir svona smábátar eins og sá, sem ég var á, vora komnir í vinnu fyrir setuliðið; þeir vora notaðir sem uppskipunarbátar eða látnir flytja birgðir upp í Hvalfjörð. Menn töldu hagkvæmara að stunda flutninga fyrir herinn, held- ur en vera að skarka eitthvað á miðunum og reyta saman nokkur tonn af fiski. Þegar komið var fram í nóvem- ber 1940 fór mér að leiðast í Reykjavík. Ég nennti þessu ekki lengur — og dreif mig heim. Auðvitað fer ég strax að róa, fæ skiprúm í einum af bátum Einars í Garðhúsum, Eddunni, sem rær á línu alla vertíðina, og við fískum vel. Fljótlega eftir að friður varð fyr- ir erlendum fískveiðiskipum vegna stríðsins virtist koma upp sæmileg- ur afli á miðunum. Ég hygg, að það séu ekki neinar ýkjur, að við feng- um um þriðjungi meiri afla en við höfðum átt að venjast um langt skeið á þessum sömu veiðislóðum. Fiskvinnsla var nú gjörbreytt frá því sem áður var í flestum sjávar- plássum landsins. Aflinn var fluttur nýr beint um borð í skip, sem sigldi með hann til Bretlands. Fiskurinn fór að jafnaði að kvöldi eða daginn eftir frá okkur slægður og hausaður eða bara slægður; var fluttur á bflum til Keflavíkur eða Hafnarfjarðar og settur þar í skip, stór eða smá. Ymist var um að ræða flutningaskip, sem Bretar út- veguðu sjálfír, eða þá að skútur frá Færeyjum vora fengnar til flutning- anna. Einnig sigldu íslensk físk- veiðiskip með aflann til Bretlands, svo sem alþjóð veit, þrátt fyrir hættuástand á hafínu. Ég man, að stundum fór fískur- inn í mjög stór skip, sem fluttu þúsund tonn í einu eða jafnvel meira. Ég kíkti oftar en einu sinni um borð í slík skip og sá, að lestam- ar vora gímald eitt. Aflinn var ísaður í trékassa, sem síðan var hlaðið upp eins og stíum, svo að fískurinn færi ekki af stað á leiðinni. Mér þótti þetta glannaleg með- ferð á góðu hráefni og ekki reynt að varast nægilega að kremja hvorki fískinn né meija. En að sjálf- sögðu var hér um verðmæti að ræða, sem kom sér vel fyrir Breta, þegar það var komið til þeirra yfír hafíð. Peninga sáu menn sjaldan á ár- unum fyrir stríð. Helst var það í lok vertíðar, að fólk hafði einhveija aura handa millum, en hjá lang- flestum var þeim þegar í stað varið til að greiða skuldir, aðallega nauð- synlega úttekt í verslunum. Og búskapurinn gaf yfírleitt ekki pen- inga í aðra hönd, heldur rannu afurðimar beint til heimilisins og lifguðu svolítið upp á mataræðið á heimilunum. En nú bregður svo við í stríðinu, þegar aflinn er sendur nýr til út- landa, að hann er gerður upp jafnharðan, oftast mjög fljótlega eftir að hann hefur verið afhentur. A þessum áram vora rauðir hundraðkrónuseðlar nýverið komnir í umferð. Þegar við greindum frá því, hve mikið við hefðum haft upp úr hvetjum róðri, létum við þess getið um leið, hve marga rauða og hve marga bláa við höfðum fengið í hlut þann og þann daginn. Þetta haust reri ég á Eddunni hálfan annan mánuð á línu og fékk þreföld vertíðarlaun miðað við það sem ég átti að venjast. Það var því ekki aðeins setuliðs- vinnan, sem fyllti hendur okkar fjár, heldur seldist fiskurinn líka á hærra verði en áður. Stríðið, þessi mikli bölvaldur heims og harmleikur milljóna, bætti fjárhag okkar. Það var undarleg þversögn — enda raglaði hún okkur í ríminu. Lagt af stað Það var klukkan 6.30 að morgni hins örlagaríka dags 28. febrúar 1950, sem hringt er til mín frá Slysavamafélagi Islands og ég beð- inn um að veita aðstoð við björgun skipveija á olíuflutningaskipinu Clam, sem talið var á reki eina sjómflu suðvestur af Reylq'anesi. 'Hálftíma fyrr hafði borist neyð- arskeyti samtímis frá skipstjóran- um báðum, á Clam og dráttarbátn- um Englishman. Henry Hálfdanarson, skrifstofu- stjóri Slysavamafélagsins, hafði haft samband við björgunarskipið Sæbjörgu og beðið skipstjóra þess að halda á staðinn. Haraldur Bjömsson, skipstjóri, svaraði skeyt- inu og kvað Sæbjörgu ekki geta verið komna á staðinn fyrr en eftir Clam á strandstað við Reykjanes. Mastrið myndar kross upp úr brimlöðrinu. Þessa sérstæðu mynd tók Jón Tómasson, forstjóri í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.