Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 61

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 61 Póstmerkið blasir alis staðar við þótt fæstir taki eftir því. Guðbjartur Guðlaugsson: „Ég gerði austur- ríska póstmerkið44 TEXTI OG MYNDIR: ANNA BJARNADÓTTIR. ALLIR sem hafa komið til Austurrikis hafa séð austurríska póst- merkið. Það blasir við á öllum póstkössum, simaklefum og pósthúsum. Póstur og sími sendir ekkert frá sér án þess að merkja það fyrirtækinu. Fæstir veita merkinu þó sérstaka at- hygii. Það er einfalt, svart á gulum fleti og minnir helst á póstiúður og simaskífu. En nú hefur það öðlast nýja þýðingu fyrir okkur Isiendinga. Það kom i Ijós í spjalli við Guðbjart Guðlaugsson málara og auglýsingateiknara, i Vfnarborg, að hann teiknaði merkið fyrir 10 árum. Það má því bæta því á afrekalista ísiend- inga i útlöndum. „Kona mín starfar hjá póstin- um. Ég frétti því fyrir tilviljun að pósturinn stæði fýrir keppni um nýtt póstmerki," sagði Guðbjart- ur. „Keppnisþátttakan var takmörkuð en við sendum inn mína hugmynd á nafni konunnar og unnum keppnina. Það voru ekki stór verðlaun í boði en mér datt fyrst í hug þegar við heyrðum úrslitin að nú væri ég búínn að komast yfir mestu örðugleikana í starfi. En sigurinn hafði engin áhrif á mitt starf. Ég má ekki auglýsa að ég hafi teiknað þetta merki frekar en læknar mega auglýsa að þeir hafí læknað þenn- an eða hinn og ekkert fyrirtæki hefur leitað til mín út af því. En auðvitað nefni ég að ég hafí teikn- að merkið þegar ég sækist eftir verkefnum hjá nýjum viðskipta- vinum. Það spíllir ekki fyrir að geta sagt frá þvi.“ Guðbjartur er hógvær maður. Hann er lærður listmálari en starfar sem auglýsingateiknari. Hann sagði mér fyrst að hann ynni mikið fyrir Shell, gerði útlits- teikningar á nýjum umbúðum hjá „Skeljungi í Austurrfki" og sæi um auglýsingar fyrirtækisins á bensinstöðvum. „Þú hefur kannski teiknað skelina," sagði ég, og þóttist vera fyndin. „Nei, skelina teiknaði ég ekki,“ svaraði hann. „En ég gerði austurríska póstmerkið." Lítill tími fyrir íslandsferðir Guðbjartur ólst upp í Arnar- fírði. Hann sótti kvöldnámskeið í Fristundamannaskólanum í Reykjavik 19 ára gamall og innrit- aðist síðan ( Myndlista- og handíðaskólann. Þaðan lá leið hans til Vínarborgar í Akademie fur angewandte Kunst, en aka- demían er nú listaháskóli. „Lúðvík Guðmundsson var skólastjóri myndlistaskólans á þessum árum. Hann vildi hagnýta myndlist svo að almenningur hefði not af henni og lagði áherslu ú bókakápugerð, mósaík, húsaskreytingar og þess háttar. Áki, sonur hans, var við nám í Vín og hann benti mér á skólann hér. Ég hef aldrei verið efnamaður on gat ráðið við að fara hingað. Ég lærði myndlist frá 1955 til 1961 en var eitt ár heima að vinna mér inn peninga þjá „kananum" í Keflavík." Guðbjartur hefur litið verið á íslandi síðan. „Ég hef ekki haft tíma til að fara mjög oft.“ Hann hélt sýningu á Mokka fyrir tæpum 20 árum og hefur komið til lands- ins þrisvar síðan. Hann fékk austurrískan ríkisborgararétt 1964. „Ég fékk starf á auglýsinga- stofu að námi loknu og starfaði hjá sama fýrirtækinu í sex ár. Það gerði aðallega útiauglýsingar, skilti og ljósaauglýsingar. Ég hafði ekki lært auglýsingateikn- ingu sérstaklega en myndlistin kom mér að góðum notum. Ég hafði ekki ráð á að helga mig myndlistinni eingöngu og tók því þetta starf. 1968, árið sem dóttir mín fædd- ist, fór ég að vinna sjálfstætt. Mörgum þótti það nokkuð áhættusamt en ég vildi reyna. Það var mikill hagvöxtur og fram- faraandi í Austurríki á þessum tíma. Ég byijaði smátt, við sváf- um ( öðru herberginu í íbúðinni Samkeppnin hefur harðnað mjög á undanfömum árum. Efnahags- ástandið í landinu er slæmt og ekki eins mikil vinna í boði. Aug- lýsingateiknun er tískufag og margir ungu mennimir undirbjóða okkur hina eldri. Ég þarf því að vinna meira nú en áður af því að ég fæ minna fyrir vinnuna." Guðbjartur hefur tvær vinnu- stofur. Önnur er á rúmgóðu heimili hans í útjaðri Vínar. Hún er stór og björt „en ég varð að bæta við mig plássi af því að ég vil aldrei henda neinu,“ sagði hann. Á vinnuborðinu lágu merki- miðar fyrir freyðibað með greni- ilmi. Rissur af grenitijám lágu hjá. Þær höfðu listrænna hand- bragð en ég hefði búist við hjá óbreyttum auglýsingateiknara. „Ég hélt í upphafí að ég gæti haldið áfram að mála með auglýs- ingastarfínu," sagði Guðbjartur. „Eg hélt að ég gæti sest niður og málað þegar ég hefði lokið ákveðnu verkefni. En ég komst Guðbjartur Guðiaugsson með austurriska póstmerkið sitt. okkar og ég vann ( hinu, en það gekk og fór fljótlega að ganga æ betur. Fyrst var óg aðallega í hinu sama og ég hafði unnið við hjá fyrirtækinu en færði mig smátt og smátt inn á önnur uvið.“ „Ég sakna myndlistarinnar“ Guðbjartur sýndi mér eina af mörgum möppum aem geyma sýnishom af starfí hans. Þar eru alls kyns umbúðir, merkimiðar, bækllngar og auglýsingar. „Ég var fær um að gera atlt sem við- skiptavinir báðu mig um og því sérhæfði ég mig ekki á einu sviði. Það var kostur tll að byrja með en nú velti ég því stundum fyrir mér hvort að það hefði verið skyn- samlegra að sérhæfa sig. fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að gera hvort tveggja. Ég myndi ekki ráöleggja neinum að gera það. Þetta er vinna á tveimur ólíkum sviðum þótt þau séu skyld. Maður þarf að fást við ólíka kaupendur og það er hreinn misskilningur nð þessi störf geti auðveldlega farið saman. Ég lagði því málaralistina fljótt á hilluna. Listamenn búa hér við þurftarlaun áður en þeir verða þekktir, helmingur austurrískra málara hafa minna en 5.000 schillinga (15.000 isl. kr.) á mán- uði. Ég gæti ekki látið mér slík skítalaun lynda. En ég sakna oft myndlistarinnar. Hún hefði veitt mér meira fijálsræði og sjálfstæði en ég get leyft mér í mfnu starfi." f-.— r - t Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, VIGDÍS ODDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 24. nóvember sl. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum veitta samúð. Sórstakar þakkir til lækna og hjúkrun- arfólks á St. Jósefsspitala, Hafnarfirði og Hrafnistu, Hafnarfiröi, fyrir góða umönnun i velklndum hepnar. Guðrún Gunnarsdóttir, Ólafur Jónsson, Haukur Gunnarsson, Sigríður B. Oddsdóttir, Erla Ólafsdóttir, Jón Gunnar Ólafsson. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mmom/Qmil Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytíngar við öll tilefni. Gjafavörur. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinartiug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Gerðarkoti, Ölfusi. Eyjólfur Hermannsson, Ragnar Hermannsson, Ársæll Hermannsson, Rósa Hermannsdóttir, Marta Hermannsdóttir, Sigurður Hermannsson, barnabörn og Bryndis Tómasdóttir, Jenný Magnúsdóttir, Ragnheiður Þorgilsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Anton Einarsson, barnabarnabörn. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. I S.HELGASOH HF STEINSMIÐJA SKEMMtWERI 4S SiMI 76B77

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.