Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 64

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 64
SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. (L»t Sölustofnun lagmetis: Viðræður um sölu á 100 tonn- um af reyktri Egilssíld Sölustofnun lagmetis stendur nú í samningaviðræðum við Sov- étmenn um sölu á 100 tonnum af reyktri Egilssíld, að sögn Theodórs S. Halldórssonar, framkvæmdastjóra stofnunar- innar. Egilssíld á Siglufirði hefur til þessa framleitt um 60 tonn af reyktri sQd á ári. Theodór S. Halldórsson segir að ekki hafi verið samið um sölu á reyktri síld enn, en viðræður séu langt komnar. Búast megi við að samningur verði undirritaður eftir tvær til þrjár vikur. * Hitaveitan kaupir Sjó- efnavinnsluna Gríndavík. SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins átti að ganga frá kaupum Hitaveitu Suðurnesju á hlut ríkisins í Sjóefnavinnsiunni á Reykjanesi í gær. Stjóm Hitaveitu Suðumesja var boðuð til fundar í Reykjavík í gær, þar sem jákvætt álit stjómskipaðrar nefndar Hitaveitunnar lá fyrir um kaup. Fulljóst var að meirihluti stjómarinnar var hlynntur kaupun- um. Að loknum stjórnarfundinum átti síðan að ganga frá kaupum á hlutafé ríkisins. Kr.Ben. DAGAR TIL JÓLA Morgunblaðið/GSV Það á að gefa börnum brauð JÓLIN nálgast nú óðum, en mörgum reynist samt erfitt að bíða eftir þeim, einkum yngstu kynslóðinni. Það er þó hægt að stytta biðina við að undirbúa hátíðarnar, tU að mynda með þeim þjóðlega sið að skera út laufabrauð. A Akureyri, eins og annars staðar, er jóla- undirbúningurinn í fullum gangi, en þar tók Guðmundur Svansson, ljósmyndari Morgunblaðsins, þessa mynd. Það er greinUegt að á þessu heimili eru aUir komnir í jólaskap, og að það verður nóg af laufabrauði tíl að bíta í á jólunum. Samdráttur í ullar- og fataiðnaði: Nokkur hundruð manns hafa misst atvinnuna NOKKUR hundruð manns hafa misst atvinnu sína vegna sam- dráttar í ullariðnaði og öðrum fataiðnaði á undanförnum mán- uðum. Síðastliðin tvö ár hafa 11 pijóna- og saumastofur í ullar- iðnaði hætt starfsemi og sam- dráttur orðið í starfsemi flestra þeirra 27 sem eftir eru. Að auki hafa nokkur fyrirtæki í öðrum fataiðnaði hætt starfsemi eða dregið hana saman. Forystu- menn pijóna- og saumastofa hafa krafist þess að útflytjendur íslenzkur ferskfiskur seldur í salt til Færeyja Kostar þangað kominn 70 til 80 krónur kílóið IkFERSKUR fiskur hefur verið keyptur á fiskmörkuðunum hér og fluttur tU Færeyja, þar sem hann er saltaður. Jón Friðjóns- son, framkvæmdastjóri Hvaleyr- ar hf., sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðvanna, að verð á fiskmörkuðunum hefði að und- anförnu verið snarruglað. ' Jón sagði, að fiskur, sem keyptur hefði verið tii þess að flytja liann utan ferskan hefði sprengt verðið upp og það væri of hátt til að standa undir arðbærri vinnslu hér heima. Hann nefndi að Færeyingar hefðu verið að kaupa hér þorsk, sem kost- aði kominn til Færeyja 70 til 80 krónur kílóið. Þar væri hann síðan saítaður og seldur í skjóli tollmúra Evrópubandalagsins. Þær upplýsingar fengust hjá Fiskmarkaði Suðumesja að í síðari hluta nóvembermánaðar hefði Fær- eyingur keypt þar 20 tonn af þorski á 45 til 54 krónur kílóið. Á hinum mörkuðunum könnuðust menn ekki við að um bein kaup Færeyinga hefði verið að ræða, en verið gæti að þeir hefðu keypt eitthvað í gegn- um milliliði. hækki vöruverðið þannig að framleiðendurnir fái að lág- marki 25—30% hækkun á meðal- peysu. Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, félags iðnverkafólks í Reykjavík, og Landssambands iðn- verkafólks, segir að þessar tíðu uppsagnir iðnfyrirtækjanna valdi mikilli óvissu meðal starfsmanna allra fyrirtækjanna. Ekki hafí kom- ið til atvinnuleysis á félagssvæði Iðju, fólkið hafi komist í önnur störf í greininni eða fari í annað, en það tapi réttindum og þeir sem eftir em búi við öryggisleysi. Eftjrfarandi prjóna- og sauma- stofur í ullariðnaði hafa hætt starfsemi á síðastliðnum tveimur árum og hafa 200—300 manns misst vinnuna við það: Katla í Vík, Sunna á Hvolsvelli, Astra, Framtak og Pijónastofa Hildu á Selfossi, Dúkur í Reykjavík, Garðapijón í Garðabæ, Karitas í Dalasýslu, Út- skálar á Raufarhöfn, Sif í Aðaldal og Víóla á Skagaströnd. Önnur fyr- irtæki hafa fækkað starfsfólki. Til dæmis var 140 manns á Akureyri og í Mosfellsbæ sagt upp störfum við samemingu Áiafoss hf. og ullar- iðnaðar SÍS. Ptjónastofa Borgar- ness hefur lagt niður saumastofu sína og Lespijón í Reykjavík hefur nýlega sagt upp 16 manns. í öðrum fataiðnaði hefur einnig komið til uppsagna: Scana varð gjaldþrota, Karnabær sagði upp 30 manns og Hagkaup 20 en nýttr fyrirtæki, Textíll, hefur þó tekið yfír rekstur saumastofu Hagkaups. Reynir Karlsson, framkvæmda- stjóri Landssambands pijóna- og saumastofa, sagði að mörg fleiri fyrirtæki stæðu á brauðfótum, en eigendur þeirra þijóskuðust við í von um að viðræður við útflytjend- um, banka og sjóði og stjórnvöld beri þann árangur að mögulegt verði að halda áfram. Meðal annars hefði verið rætt um skuldbreytingar skammtímalána í lengri lán, en fyrst yrði að laga rekstrarafkom- una, með því að lækka kostnaðinn og auka tekjurnar. Fulltrúar fram- leiðenda hefðu nýlega átt fund með nokkrum útflytjendum og þeim gerð grein fyrir stöðunni. Hann sagði að framleiðendur teldu lág- mark að verðið hækkaði um 25—30% á meðalpeysu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.