Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 2

Morgunblaðið - 31.12.1987, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Sauðárkrókur: Líf í gamla bæ- inn með tilkomu Gránufélagsins Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Gránufélagar, talið frá vinstri: Gylfi Arnbjörnsson, Jón Gauti Jónsson, Unnur Krisljánsdóttir, Margrét Soffía Björnsdóttir og Arnþrúður Osp Karlsdóttir. Auk þeirra er Sigurlaugur Elíasson í félaginu. Sauðárkróki. Laugardaginn 12. desember hóf félagsskapur formlega starf- semi sem nefnist Gránufélagið. Heitið er dregið af húsnæði því sem félagið starfar í, en það er á efri hæð hins gamla skrifstofu- húss Kaupfélags Skagfirðinga, sem í daglegu tali var alltaf nefnt Grána. Hópur sá sem myndar Gránufélagið rekur ýmsa starf- semi og þjónustu á þessum stað og hefur húsnæðinu verið breytt og það bætt verulega til þess að svo geti orðið. Við opnunina bauð Jón Gauti Jónsson gesti velkomna og rakti í stórum dráttum sögu húsins og þeirrar starfsemi sem þar hefur farið fram, frá upphafi og til þessa dags. Þá bauð hann gestum að skoða húsnæðið og að kynna sér þá starfsemi og þjnoustu sem í boði er. Iðnráðgjafi Norður- lands vestra Starfsemi iðnráðgjafar á vegum Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra hefur nú verið starfrækt í tvö ár og núverandi iðnráðgjafi er Unnur Kristjánsdóttir. Skrifstofa iðnráðgjafa er á Blönduósi, en nú mun Unnur fyrst um sinn verða til viðtals á Sauðárkróki alla þriðju- daga frá klukkan 09.00—16.00. Er hér um stórbætta þjónustu að ræða sem ætla má að skapi mun nánari tengsl við fyrirtæki á Sauðárkróki og í Skagafirði. Hugmyndir sf. Gylfi Arnbjörnsson cand. merc. í rekstrar- og svæðishagfræði er með ráðgjafarfyrirtæki sem nefnist Hugmyndir sf. Fyrirtækið veitir sérfræðilega ráðgjöf í gerð byggðaáætlana sem unnar eru út frá þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir er á hvetjum stað, ásamt al- hliða ráðgjöf og aðstoð við rekstur einstakra fyrirtækja. Þá geta Hug- myndir einnig annast nákvæma úttekt á atvinnuuppbyggingu og vinnumarkaði sveitarfélaga til þess að skilgreina ítarlega sérkenni og forsendur fyrir atvinnuþróun kom- andi ára. I þessu sambandi hefur verið unnin mjög ítarlegur gagna- grunnur sem hefur að geyma atvinnuskiptingu hvers sveitarfé- lags á landinu fyrir árin 1972—85. I handraðanum Þjónustufyrirtækið í handraðan- um er eign Jóns Gauta Jónssonar landfræðings. Jón Gauti var starfs- maður Náttúruvemdarráðs á árunum 1977 til ’85 og fram- kvæmdastjóri þess þijú síðustu árin. Þá átti hann einnig sæti í Ferðamálaráði íslands. Frá hausti 1985 er hann kom til Sauðárkróks hefur Jón Gauti verið kennari við fjölbrautaskólann. Aðalverkefni fyrirtækisins eru gerð upplýsinga- og auglýs- ingabæklinga, íjölmiðlun og ferða- þjónusta. Listvinnsla Amþrúður Ösp Karlsdóttir, Margrét Soffía Bjömsdóttir og Sig- urlaugur Elíasson verða með vinnustofur í Gránuhúsinu. Amþrúður vinnur listmuni úr leðri svo og mun hún þrykkja sáld- þrykk, mála á þau, og einnig mun hún bjóða þá þjónustu við félög og fyrirtæki að þrykkja ýmiss konar merki á búninga, veifur og fána svo eitthvað sé nefnt. Margrét Soffía vinnur að svart- list á sinni vinnustofu, en hún útskrifaðist sem grafiker frá Kaup- mannahöfn árið 1984. Margrét hefur stundað kennslu við mynd- mennt við Grunnskólann á Sauðár- króki auk þess sem hún hefur kennt myndlist við fjölbrautaskólann. Hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Verk Mar- grétar em til sýnis og sölu í Gránu. Sigurlaugur Elíasson mun taka til starfa í Gránu nú í janúar nk. Sigurlaugur útskrifaðist úr mál- aradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1983. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í allmörgum samsýning- um. Sigurlaugur vinnur bæði með olíuliti og grafík, einnig hefur hann fengist við ljóðagerð og gefið ljóð sín út á bók. Fjöldi gesta heimsótti þá Gránu- félaga á opnunardaginn, þáði veit- ingar og kynnti sér þá starfsemi sem fram mun fara í gömlu Gránu. Hefur með þessu enn aukist umferð og athafnalíf í gamla bæn- um, en Grána er eitt af nyrstu húsunum í þessum bæjarhluta, áður en komið er á hafnarsvæðið. Hafa bæjarbúar haft af því áhyggjur að þessi hluti kaupstaðarins væri að eyðast af lífi, en nú hefur heldur þokað til hins betra. Vonandi er að hér sé aðeins byijun á frekari upp- byggingu gamla bæjarins að ræða og með auknum umsvifum verði fleiri til þess að reka þjónustu eða verslunarfyrirtæki í þessum hluta bæjarins. - BB K.R. Heimitíð er stœrsti Eigin innflutningur Verð 900,- Verð 1250,- Verð 1800,- Verð 3000,- Útsölustaðir: K.R. Heimilið við Frostaskjól, JL-Húsið við Hringbraut, Borgartúni 31 (húsi Sindra Stáls), Leikfangahúsinu á Skólavörðustíg, Byggingamarkaði Slippfélagsins og við verslun Hagkaups í Skeifunni. Fjölskyldupakkar í fjórum stærðum. Eitt mesta úrval landsins af flugeldum, blysum, bombum, tertum og öðru háloftapúðri á einum stað. Við gerum vel við börnin og bjóðum þeim skemmtilegan glaðning í tilefni áramótanna, komi þau með pabba og/eða mömmu á einhvern útsölustað K.R. Flugelda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.