Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 10. JANUAR 1988 BLAÐ Við unmim samkvæmt Menn hafa fyrir satt að í Spörtu hinni fornu hafi fátt þótt ungum drengjum nauðsynlegra en læra að skjóta af boga og segja satt. Enn trúa margir þvi að sannleikurinn sé sagna bestur ungum sem gömlum, en bogfimina hefur hins vegar víðast hvar sett mjög niður síðan á dögum Spartveija. Hver kynslóð leitast við að innræta börnum sínum þau markmið sem hún trúir á. Þegar hvirfilvinda samtíðarinnar tekur að lægja standa kennileitin jafnan upp úr foksandinum og bera markmiðunum vitni þegar horft er til baka. Að átta sig á slíkum kennileitum veitist mönnum hins vegar erf itt meðan þeir kenna til í stormum sinnar tíðar. Við krossgötur staldra menn gjarnan við og hugsa ráð sitt. Reyna að meta stöðu sína, hvað áunnist hafi og hvað sé framundan. Slík tímamót verða í lífi allra manna en eru þó misjafnlega afdráttarlaus. Að hefja störf og ljúka störfum eru dæmi um afdráttarlaus tímamót. Því umsvifameiri sem embætti manna eru, því þyngri á metum eru tímamótin að flestra dómi. Landbúnaðurinn er elsta atvinnugrein íslendinga og lengi sú lang veigamesta. þeir menn sem mótað hafa stefnu í landbúnaðarmálum hafa því jafnan verið áhrifamiklir. Bændur hafa fram undir þetta ráðið miklu í málefnum sínum og forystumenn þeirra því verið valdamiklir í íslensku þjóðfélagi. Gunnar Guðbjartsson frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi sem ungur var valinn til forystustarfa innan bændastéttarinnar lét af störfum sem framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins nú um áramótin. Áður gegndi Gunnar störfum sem formaður Stéttarsambands bænda í 18 ár auk ýmissa annarra trúnaðarstarfa í þágu bænda. í tilefni af þessum tímamótum átti blaðamaður Morgunblaðsins viðtal við Gunnar að heimili hans við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Gunnar Guðbjartsson virðist mörgum við fyrstu kynni vera hægur maður í allri fram- göngu. Honum liggur lágt rómur og er nákvæmur og sam- viskusamur í öllum sínum verkum. En þeim mönnum skjátlast sem halda að þessir eiginieikar lýsi manninum til hlýtar. Þvert á móti er sem hið örlítið þurrlega yfírbragð sé aðeins þunn skel sem umlykur eldhuga. Þetta kom mér þannig fyr- ir sjónir kvöld eitt er ég sat samkvæmi þar sem Gunnar Guð- bjartsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og hélt snjalla ræðu. Fram að þeim tíma hafði ég oft skipt orð- um við Gunnar varðandi fréttaflutn- ing og jafnan fengið hjá honum greinargóðar upplýsingar. En þarna fyrir augum mínum upptendraðist þessi samviskusami embættismaður í hugsjónaríkan eldhuga. Það næst- um lýsti af honum þegar hann gerði að umræðuefni sáðmanninn græna, merki Búnaðarbankans. Það var augljóst að hann samsamaði sig manninum sem sáir og uppsker. Þama var komið við innstu kviku þess manns sem ungur drakk í sig þær hugsjónir ungmannafélags- manna, að rækta landið. Mér verður ávallt minnisstæður hinn sári og titr- andi undirtónn þegar tal hans snérist um slétt og ræktuð tún sem ekki eru slegin lengur vegna þess að menn hafa gengið frá þeim og sest að á mölinni. Það má einnig leiða getum að því hver barátta það hefur verið manni með slíkt hugarfar að hverfa frá búi sínu til skrifstofu- starfa í Reykjavík, jafnvel þó það hafi verið í þágu landbúnaðarins í landinu. En í hverjum manni búa margir menn og það er illt að gera þeim öllum til hæfis. íjipgar ég heimsótti Gunnar Guð- bjartsson skömmu fyrir jól, var hann nýlega kominn heim af landbúnaðar- sýningu í Bretlandi og hafði því átt fremur annasama daga. Gunnar lætur sér sjaldan verk úr hendi falla og þegar ég kom var hann önnum kafinn við að skrifa niður upplýsing- ar fyrir Þjóðháttastofnun. Jafnhliða erilsömu starfí hefur hann gefíð sér tíma til að skrá margháttaðar upp- lýsingar um búskap og búhætti fyrri tíma og fylla þau skrif hans margar og stórar möppur. Gunnar býður mér sæti í sófa sem stendur undir gömlu Kjarvalsmálverki, gjöf sem honum barst frá samheijum innan bændastéttarinnar á sjötugsafmæli hans í vor sem leið. Fyrir ofan sóf- ann sem Gunnar sest í hangir stórt málverk eftir Baltasar, einnig viður- kenning fyrir vel unnin störf fyrir íslenska bændur. Meðan Ásthildur Teitsdóttir, kona Gunnars er að bera fyrir okkur hressingu virði ég fyrir mér stofuna og kemst að þeirri nið- ^prstöðu að sama hefði verið hvar Gunnar Guðbjartsson Rættvið Gunnar Guðbjartsson fyrrum formann Stéttarsambands bænda og fráfarandi framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs . landbúnaðarins ég hefði fengið mér sæti, allsstaðar sést þess ljós vottur að menn hafa skilið og metið hversu mikið starf Gunnar Guðjartsson hefur innt af hendi fyrir íslenskan landbúnað. Gunnar Guðbjartsson er fæddur að Hjarðarfelli á Snæfellsnesi 6. júní árið 1917, sonur Guðbjarts Kristj- ánssonar sem fæddur var á Hjarðar- felli og bjó þar alla sína búskapartíð frá 1905 til 1950. Kona hans og móðir Gunnars var Guðbranda Þor- björg Guðbrandsdóttur. Að sögn Gunnars hafa ættmenn hans búið á Hjarðarfelli frá árinu 1803. Guð- bjartur Kristjánsson tók mikinn þátt í félagsstörfum í sinni sveit. „Hann var fyrst í ungmannafélagi eins og þá var siður yngri manna“, segir Gunnar um föður sinn. „Þegar hann varð eldri þá tók hann mikinn þátt í búnaðarfélagsmálum, satnvinnu- málum og Cllum hrepps og héraðs- málum. Hann var lengi hreppsstjóri, formaður búnaðarfélags sveitarinn- ar og átti sæti á búnaðarþingi í tólf ár. Hann var einnig sýslunefndar- maður. Faðir minn var einn af brautryðjendum samvinnuhreyfíng- arinnar í byggðarlaginu og studdi hana mjög ákveðið. Heima hjá okkur áttu fundi áhugamenn um sam- vinnumál og réðu ráðum sínum. Það kom sími að Hjarðarfelli árið 1912 og var það fyrsta símstöð í sveit í byggðatlaginu. Það varð til þess að Sjá næstu síðu mannúðarhugsjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.