Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 B 3 gera eru í miklum minnihluta á Alþingi. Þetta er einfaldlega vegna þess að þeir eru að slægjast eftir fylgi þar sem fylgið er mest, í þétt- býlinu. Þeir leggja því minni alúð við að kynna sér þau mál sem tengj- ast því fáa fólki sem í sveitunum býr. Meðan fleira fólk var í sveitun- um og alþingismenn þurftu að sækja atkvæði til þess, þá lögðu þeir sig miklu meira fram um að skilja viðhorf sveitafólksins. Orðið hefur gífurleg breyting á þessu við- horfi sl. tuttugu ár. Ég er þeirrar skoðunar að fólk í dag vanmeti og hreinlega skilji ekki þær aðstæður sem lágu til grund- vallar þeirri framleiðsluaukningu sem fyrr var um rætt. Við, sem þá mótuðum stefnuna, unnum sam- kvæmt mannúðarhugsjón og höfðum að stefnumarki að bæta mannlífið og tryggja betri afkomu á landinu. í dag hugsa menn miklu meira en áður um að fá mikla pen- inga fyrir vinnu sína. Við sem vorum í félagsmálum hér áður fyrr unnum oft án þess að taka greiðslu fyrir vinnu okkar en það myndi naumast vera gert núna nema þá af örfáum mönnum. Af þessari ástæðu m.a. er félagslíf ekki eins öflugt einsog áður var.“ Ég spurði Gunnar hveijar væru að hans mati eftirminnilegustu breytingar í sveitunum. Gunnar svaraði því þannig: „Ég vil nefna sérstaklega fjóra málaflokka. í Fyrsta lagi Ræktunar og tæknibylt- ingu þá sem eftir stríð olli straum- hvörfum í landbúnaðinum í öllum vinnubrögðum og líka í afkomu sveitafólksins. í öðru lagi útrým- ingu sauðfjársjúkdóma á árunum 1944 til 1952. Við það gjörbreytt- ust viðhorfín til sauðfjárræktunar, bjartsýni jókst og meiri möguleikar gáfust til betri afkomu þar sem sauðfjáræktin var eina búgreinin. í þriðja lagi gjörbreytti rafvæðing sveitanna öllu á heimilunum. Gaf birtu og yl og gaf fólki m.a. mögu- leika á að hafa nýmeti daglega sem ekki var áður fært. í fjórða lagi vil ég nefna til stofnun Stéttarsam- bands bænda og störf þess sem færðu stéttinni stórum bætt kjör frá því sem áður var.“ Byggð má ekki grisjast meira en orðið er I lok samtals okkar Gunnars spurði ég hann hvað hann áliti happadrýgst að gera í landbúnaðar- málunum í dag. „Ég er ekki spámaður og ekki framsýnni en aðrir menn,“ sagði Gunnar. „En ég tel að það þurfi að leggja alúð við alla þá hluti sem geta orðið til þess að skapa ný atvinnutækifæri í sveit- unum og styrkja byggð í dreifbýl- inu, því það er orðið svo mikið fámenni víða að mjög erfitt er að halda uppi eðlilegri félagslegri þjón- ustu. Byggð má helst hvergi grisjast meira en orðið er. Það má heldur ekki fækka mikið meira í bændastéttinni en orðið er. Eitt af helstu baráttumálum Stétt- arsambandsins var að koma á fót lífeyrissjóði fyrir bændur, það tókst árið 1970. Ef að bændum heldur áfram að fækka er hætt við að sá sjóður lendi í erfiðleikum með að gegna sínu hlutverki. Einnig getur orðið erfitt að halda uppi heilsu- gæslu og annarri félagslegri þjónustu. Ég er hins vegar handviss um að það vex upp ungt fólk í sveit- unum, rétt eins og í minni tíð, sem sér ýmsa möguleika sem við sem eldri erum eygjum ekki nú í augna- blikinu. Ég er sannfærður um að þetta unga fólk leggur sig fram um að halda við byggðinni og skapa framtíð í sveitunum. Það er fjöldi af ungu fólki sem vill áfram dvelja í. sveit og njóta þess unaðar sem þar óneitanlega er að finna í tengsl- um við landið og náttúruna, um fram það sem þéttbýlið gefur. Ekki er þar unnt að gera sömu kröfur og mestar eru gerðar í þéttbýlinu. Þar sem fólk hugsar miklu meira um að njóta augnabliksins en að hug^sa til framtíðarinnar. En ég tel að það eigi eftir að breytast og menn sjái að það er varla æskilegt framtíðarmarkmið fyrir neinn að setja sig í æfilangan skuldaklafa til þess að byggja dýr steinhús. Ég er sannfærður um að ungt fólk mun fá aukinn skilning á því að í fá- menni verður fólk að vinna sman að úrlausn erfiðra verkefna alveg eins og fyrr á öldinni. Skilningur á því er einn lykillinn að góðri framtíð í sveitunum og áhugasamt fólk getur náð meiri árangri í samvinnu við aðra en ef það starfar eitt sér. Allmikið finnst mér bera á því að fólk telji vinnu einskonar böl, en vinnan skaðar engann. Ég tel þvert á móti það einhvem mesta gleði- gjafa sem einum manni getur hlotnast að hafa möguleika á nægri vinnu og heilsu til að stunda hana. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að þess að vinna mikið. Oft var kastað hnútum að Framleiðsluráði og mér sem fram- kvæmdastjóra þess, Oft hefur þetta verið mælt af lítilli þekkingu og enn minni sanngimi. En það em smá- munir á móti þeirri gleði sem starfið hefur jafnan gefið mér. Það sem mér hefur mislíkað er ýmist fyrir- gefíð eða gleymt, hafi það verið flutt af drengskap. Ég legg sjaldn- ast á mig að muna eftir slíku til lengdar. Eg hef átt gott samstarf við íjölmarga ágæta menn á liðnum áratugum. Ég á góðar minningar um samstarf við margar bændur og sveitarstjómarmenn á Snæfells- nesi og raunar við bændur um allt land svo og forystumenn í félags- samtökum þeirra, bæði á sviði búnaðarmála og afurðasölumála. Einnig á ég góðar minningar um samskipti mín við menn í fjölmörg- um opinbemm stofnunum og fyrir- tækjum og síðast en ekki síst við samstarfsfólk í Framleiðsluráði og skrifstofu þess. Hvað snertir útlitið í þjóðmálun- um þá sýnist mér líklegt að kjör almennings kunni að breytást til hins verra næsta ár. Það fer þó eftir því hvemig okkur gengur í baráttunni við verðbólguna. Ef ekki tekst að stöðva þá verðbólguöldu sem nú er að rísa þá er ég smeyk- ur um að það eigi eftir að valda atvinnuvegum okkar miklu tjóni. Við gætum þá orðið undir í harðn- andi samkeppni sem nú ríkir í milliríkjaviðskiptum heimsins." Texti: Guðrún Guðlaugs dóttir VINAR TONIEIKAR í ÍÞRÓTTAHÚSINU Á AKRANESI föstudaginn 15. jan. kl. 20.30 Og í HÁSKÓLABÍÓI laugardaginn 16. jan. kl. 17.00 efnisskrÁ: Atriði úr ýmsum vinsælum óperettum eftir Johann Strauss o.fl., sungin og leikin. stjórnandi: Peter Guth. einsöngvari: Silvana Dussmann. KÓRAR: Kirkjukór Akraness og Kór Fjölbrautaskólans á Akranesi. Kórstjórar: Jón Ólafur Sigurðsson og Jensína Waage. Aðgöngumiðar seldir í Gimli við Lækjargötu, opið frá kl. 9—17 alla virka daga og á Akranesi við innganginn. Athugið: Ósóttar pantanir á tónleikana í Háskólabíói, óskast sóttar fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 12. jan., eftir það verða miðarnir seldir öðrum. w Œ 3 >- ( SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.