Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 Tæp tvö ár frá Palme-morðinu Dagbók Holmérs 5. mars: Hans Holmér sýnir „myndina af morðingjanum". 12. mars: Erik Hansson hægri- sinnaður öfgamaður er handtekinn. í minnisbók hans er meðal annars að finna nafn Abu Nidals hryðju- verkamanns. 19. mars er honum sleppt aftur eftir að í ljós kemur að lögreglan sýndi „vitnum“ passa- mynd af Hansson áður en þau voru látin bera kennsl á hann í hópi annarra manna. 24. mars: Holmér sýnir mynd af manni sem á að hafa fylgst dög- um saman með Palme áður en hann var myrtur. 31. mars: Holmér sýnir frétta- mönnum tvær Smith & Weson- byssur sem séu sömu gerðar og morðvopnið. 17. april: Vinur Hanssons er handtekinn. 18. apríl: Hinum grunaða er sleppt aftur. Holmér segir: „Mynd morðingjans verður æ skýrari." 20. apríl: Leif Persson afbrota- fræðingur segir að líkurnar á því að morðið upplýsist séu hverfandi. Holmér hefur svar á reiðum hönd- um: „Eins gott að það er ekki Persson sem stjómar rannsókn málsins." 24. apríl: Sigri hrósandi tilkynn- ir lögreglan að á morðstaðnum hafi fundist grunsamleg gleraugu. 27. apríl: Lögreglan viðurkennir að gleraugun tilheyri ökumanni sem ekki sé á nokkum hátt tengdur morðinu. 28. maí: Holmér tilkynnir á blaðamannafundi: „Ég held við höf- Um lykilinn að lausn málsins." 31. júlí: Hraðboð úr Palme- Rummet: „Innan skamms látum við til skarar skríða." 10. ágúst: Holmér segir við blaðamenn: „Við erum byijaðir að sjá ljós í myrkrinu." 25. nóvember: Holmér finnst að sér sé ógnað. Skotheldar rúður og sprengjuheld hurð em settar í Palme-Rummet. 2. desember: Tólf undirmenn Holmérs tilkynna að þeir láti af störfum í mótmælaskyni. 7. desember: Ríkissaksóknari tilk^mnir: „Enn er langt í land." 9. desember: Holmér segir í sjónvarpi: „Hugboð okkar er nær öruggt." 13. desember: Fimm Kúrdar eru teknir höndum. 15. desember: Fjórum þeirra er sleppt aftur. 29. desember: Dagskrárblaðið Rapport velur „Sherlock Holmér" mann ársins. 20. janúar 1987: Holmér lætur handtaka 26 manns, flestir þeirra eru Kúrdar. Að kveldi sama dags er öllum sleppt. 5. mars: Eftir neyðarfundi f ríkis- stjóminni, gagnkvæmar ásakanir Holmérs og ríkissaksóknarans, eftir að Holmér-nefndin hefur verið leyst upp og formaður hennar lækkaður í tign, segir sá hinn sami af sér. Ungur maður reynir munn við munn aðferðina en gefst brátt upp því munnur hans fyllist blóði. Þegar læknar á Sabbatberg-sjúkrahúsinu lýsa því yfir stuttu eftir miðnætti að forsætisráðherrann sé dáinn var hann þegar allur fyrir hálfri stundu. Lögreglan dregur þá ályktun af rás kúlunnar að morðinginn hafi verið rétthentur og að minnsta kosti tíu sentímetrum hærri en Palme. „Hann var mjög fær skytta," segir Leif G.W. Persson dósent í afbrota- fræðum við Stokkhólmsháskóla. „Hann þekkti nákvæmlega réttu fjarlægðina og blettinn sem hann yrði að hæfa til að drepa fómarlamb sitt af öryggi." Viðvaningur hefði ósjálfrátt haldið meiri fjarlægð og líklegast miðað á hnakkann. Einni mínútu og fjörtíu sekúndum eftir morðið sendir Kjell Östling á Södermann-vaktinni út neyðarkall: „Á mótum Tunnelgatan og Sveavág- en hefur karlmaður verið skotinn." Þijátíu sekúndum síðar nemur lög- reglubíll staðar á morðstaðnum. Gösta Söderström stekkur út úr bílnum, gengur til Lisbetar og spyr: „Þekkið þér þennan mann?“ „Sjáið þér sjálfur, aulinn yðar, þetta er forsætisráðherrann," svarar hún. „Má ég sjá persónuskilríki yð- ar,“ sagði þá Söderström. Aðrir tóku fyrr við sér. Ungur karlmaður sem lögreglan kýs að nefna „Lars“ sér til morðingjans þar sem hann hleypur upp 89 tröppur upp á Malmskillnadsgatan. Lars tek- ur á rás. En efst í tröppunum missir hann af morðingjanum. Hinn ókunni hverfur á milli bifreiða sem lagt hefur verið í David Bagares Gata. Þá kemur lögreglubíll á fleygiferð út úr Regeringsgatan. Lars stöðvar bflinn með því að veifa höndunum og bendir hrópandi í átt þangað sem morðinginn hljóp. Merkilegt nokk: Christian Dahlsgaard lögreglufor- ingi segist nú ekki muna eftir þessum atburði. Enn furðulegra: Dahlsgaard lögregluforingi segist hafa viljað aka í veg fyrir morðingj- ann - þó að á þeirri stundu ætti hann f raun ekki að hafa vitað um morðið á Palme. En furðulegast er þó: í skýrslubók Kungsholmen-lög- reglunnar var tímasetningum þess hvenær hvaða lögreglubflar komu á vettvang breytt eftir á. Hafði lög- reglan eitthvað að fela? Málið verður enn dularfyllra fyrir framburð vitnis sem kölluð er „Ingrid". Rétt fyrir morðið segist hún hafa séð Iögreglubfl á Drottn- inggatan. Ingrid segist hafa furðað sig á að einungis einn maður var í bflnum, því venjulega væru þeir allt- af tveir. Maðurinn sat f ökumannssætinu og virtist bíða. Hurðin var opin. Svo heyrði Ingrid að hann talaði í talstöð- ina: „Jahá, þar.“ Hann skellti aftur hurðinni og ók á brott á fullri ferð. Ingrid segist muna eftir þremur mögulegum númerasamsetningum. Ein þeirra er 520. Bíll Dahlsgaards bar númerið 1520. Á fyrstu mínútunum eftir morðið gengu aðgerðir lögreglunnar greið- lega. En allt sem á eftir fylgir markast af klaufaskap. Leitin að morðingja Palme er fáránlegasti kaflinn í sögu rannsóknarlögreglu- starfsemi Svíþjóðar. Ekki var hirt nóg um að varðveita sönnunargögn á morðstaðnum. For- ingi lögreglumanna lét girða staðinn af með málmstöfum og plastbandi. En flóttaleið morðingjans upp Tunn- elgatan var ekki girt af fyrr en morguninn eftir og þá höfðu hundr- uð forvitinna manna trampað niður öll spor í snjófölinni. Kúlan sem straukst við Lisbet Palme fannst á laugardagsmorgni handan götunnar undir ruslatunnu. Hin kúlan fannst bak við súlu við inngang neðanjarð- arstöðvarinnar Hötorget við hlið blómabings sem var nú orðinn eins metra hár á þeim stað þar sem lík Palme hafði legið. Hefðbundin nótt hjá lögreglunni Aðfaramótt 1. mars var ósköp venjuleg fyrir flesta lögregluþjóna Stokkhólmsborgar. í vaktabók lög- reglunnar eru skráð nær hundrað hefðbundin útköll á tímabilinu frá 23.20 til 2.30: Sættir milli hjóna, fylliraftar teknir höndum og vasa- þjófar, eftirlit með umferðinni. í tilkynningunni sem gefin var lögreglustöðvum í úthverfum um klukkna tvö um nóttina er talað um tvo tilræðismenn sem líklegast til- heyrðu hinni króatísku Ustascha- hreyfingu. Aðstæður í Stokkhólms- borg eru þannig að hægðarleikur hefði verið að loka nokkrum brúm og göngum og þá hefði enginTnann- eskja getað komist óséð út út borginni. En allar útgönguleiðir voru opnar. Engum kom heldur til hugar fyrr en síðdegis á laugardag að loka höfnum og flugvöllum til þess að koma í veg fyrir að morðinginn slyppi úr landi. Lögreglan hefur á sinni skrá sam- tals 39 vitni sem voru í næsta nágrenni morðstaðarins þegar morð- ið var framið. Engu að síður tókst lögreglunni ekki að fá botn í hvað gerðist. Bókhaldari sem var einungis nokkur skref í burtu þegar skotin hvinu var sendur heim því hann var sagður drukkinn. Lisbet Palme var yflrheyrð síðust allra vitna. Vitnis- burður margra hvarf úr skjalasafn- inu en á hinn bóginn einblíndu margar sveitir lögreglumanna á sama framburðinn. Sex dögum eftir morðið dreifði lögreglan „mynd af morðingjanum". Hún hafði verið unnin eftir teikningu sem stúdent í listaskóla hafði gert eftir að hafa rekist á mann í ná- grenni morðstaðarins. Myndin var frábær og það duldist engum að hér var útlendingur á ferðinni. Svíar tóku myndinni fagnandi. Því hún sýndi það sem alla grunaði: Morðing- inn var útlendingur. Enginn Svíi myndi gera slíkt. Myndbirtingin færði lögreglunni meira en þúsund ábendingar en engin þeirra var not- hæf. Kannski ekki furða þvi stúlkan sem myndina teiknaði segist hafa rekist á manninn tuttugu mínútum eftir morðið þegar hann gekk rösk- lega niður Smala Gránd. En frá morðstaðnum til Smala Gránd er fimm mínútna gangur fyrir frískan mann. Hann hlyti því að hafa fengið sér kaffí á leiðinni ef þama hefði verið morðinginn á ferðinni. Fjórtán þúsund ábendingar Umheiminum virtist svo eftir morðið á Palme að Svíar væru mikl- ir nátthrafnar. Til lögreglunnar bárust alls fjórtán þúsund ábending- ar, þijú þúsund vitni voru yfirheyrð og skjölin og skýrslumar vom fjörtiu þúsund talsins. En ekki var hægt að finna neitt „bitastætt í þessum hafsjó upplýsinga", segir Leif Pers- son afbrotafræðingur. Enn þann dag í dag er ekki einu sinni ljóst úr hvers konar byssu kúl- umar tvær komu. Ráðaleysi lögregl- unnar sýnir að Svíþjóð er í grundvallaratriðum friðsamt land með friðsömum borgumm. Slíkt ríki getur leyft sér að hafa lélega iög- Lögregla leitar morðingjans regluþjóna á sínum snæmm. Margir Svíar spyija sig engu að síður hvort yflrmenn rannsóknarinnar hafi ef til vill ekki haft nokkum áhuga á að leysa málið því lausnin væri óæski- leg. Undarlegt atvik í strætisvagni Stokkhólmur, 28. febrúar 1986 klukkan 23.30. Á strætisvagnabið- stöðinni í Eriksbergsgatan stíga tveir menn inn í leið 43 sem bíður eftir þeim sem em seinir út úr City- kvikmyndahúsinu. Annar tveggja staðnæmist í dymnum. Hann heldur á nokkurs konar hylki úr gerviefni í hendinni. Maðurinn starir í nokkrar sekúndur þegjandi á bflstjórann Pet- er Löwgren áður en hann stígur aftur út úr vagninum. Hinn maðurinn gengur hægt aftur í miðjan vagn og virðir fyrir sér alla farþegana í vagninum eins og hann sé að leita að einhveijum. Þrátt fyr- ir daufa birtu sést að hann er í uppnámi. Eftir þrjátíu sekúndur eða svo snýr hann við og stekkur út úr vagninum. Þessi furðulegi atburður í vagnin- um tíu mtnútum eftir dauða forsæt- isráðherrans hefur aldrei verið kannaður gaumgæfilega af lögregl- unni. Engu að síður er hann hom- steinn allsvakalegrar kenningar. í henni felst að Palme hafi verið fóm- arlamb samsæris starfandi og/eða fyrrverandi lögreglumanna og öfga- sinnaðra hægrimanna sem sökuðu hann um að fóma gmndvallarörygg- ishagsmunum Svía fyrir einhvers konar friðarstefnu. Hans Holmér sem leiddi áður rannsókn málsins hefur gaumgæft um það bil tuttugu samsæriskenn- ingar. Hann hefur rannsakað alla þá hópa í Svíþjóð sem taldir em ofbeldishneigðir: Palestínuaraba, Kúrda, írana, Króata, Búlgara, ný- nasista, vinstrisinnaða öfgamenn, geðsjúklinga, fylgismenn Rauðu her- deildarinnar og Action directe. En meðal stjómmálamanna og lögreglu- manna sem margir hveijir höfðu æma ástæðu til morðsins vildi hann ekki leita að morðingjanum. Fyrmrn ríkissaksóknari í málinu, Claes Zeime sem fauk um leið og Holmér, sagði meira að segja að það væri ekki hlutverk ríkisvaldsins að leita að pólitískum bakgmnni ofbeldis- verka þó varla sé hægt að gera ráð fyrir að morðið á Palme hafi ekki átt sér pólitíska skýringu. Gatuválds-hópurinn Á sunnudeginum eftir morðið hringdi vitni ( „Palme-Rummet“ fundarstað rannsóknamefndarinnar og kynnti sig sem lögregluþjón. Hann sagði: „Þér ættuð að leita morðingjans í Gatuválds-hópnum". Gatuválds-hópurinn var alræmd lögreglusveit sem hélt uppi lögum og reglum í Stokkhólmi vopnuð bar- eflum og byssum. Árið 1982 var sveitin leyst upp eftir að tveir í henni höfðu orðið ungum dreng að bana að því er virtist. Per Holmquist og Bjöm Lindström en svo skulum við nefna hina ákærðu héldu því fram að drengurinn hefði drepið sig sjálf- ur. Ekki tókst að sanna manndráp á lögreglumennina tvo enda eina vitnið látið auk þess sem auðveldara er að koma úlfalda í gegnum nálar- auga en að fá opinbera starfsmenn í Svíþjóð dæmda fyrir embættisaf- glöp. Gatuválds-hópurinn kom aftur við sögu nokkru síðar er fyrrverandi félagi var dæmdur fyrir að hafa far- ið ómjúkum höndum um 15 ára ungling. Þar var á ferðinni áður- nefndur Per Holmquist, sá hinn sami er hafði sést stiga upp í leið 43 við Eriksbergsgatan tíu mínútum eftir morðið á Palme. Að minnsta kosti heldur Lars Krantz sjónvarpsmaður sem var farþegi í bflnum því fram að Holmquist hafi verið annar tveggja mannanna sem hagaði sér svo undarlega í strætisvagninum. Löwgren strætisvagnabílstjóri er sömu skoðunar. Hann var ekki sátt- ur við að Holmér skyldi ekki taka mark á framburði sínum (skýring á því kann að vera sú að Holmquist var góðvinur eins af lífvörðum Holm- érs) og hugðist greina Sten Anders- son utanríkisráðherra frá grunsemdum sínum. Á leiðinni þang- að tók Löwgren eftir því að honum var veitt eftirför. Hann stöðvaði bif- reið sína og hljóp að bflnum sem á eftir fór og reif upp hurðina. Hann var öldungis forviða þegar hann sá að bíllinn var troðfullur af lögreglu- þjónum. Hvers vegna vaktaði lög- reglan vitni sem varpað gat grun á lögreglumann? Seinna var Holmq- uist yfirheyrður af lögreglumanni sem rannsakaði málið upp á eigin spýtur án vitundar Holmérs. En hann hafði fjarvistarsönnun, vanfær vinkona hans fullyrti að hann hefði verið heima hjá sér umrætt kvöld. í nóvember síðastliðnum komu fram nýjar vísbendingar í málinu. í íbúð Bjöms Lindström áðumefnds félaga Holmquists fannst fullkominn hlerunarbúnaður auk ýmissa muna sem tengjast nasisma. Mönnum hefur ekki reynst erfitt að finna ástæður sem sænskir lög- reglumenn kynnu að hafa haft til að koma forsætisráðherranum fyrir kattamef. Mörgum lögreglumannin- um fannst sem jafnaðarmenn bæru ábyrgð á velferðarríkinu, firringu ungdómsins og vaxandi alþjóða- hyggju Svía. Ymsar sögur eru á kreiki um það hversu fjandsamleg lögreglan hafi verið Palme. Einn lög- regluforingi á að hafa kennt hundi sínum að urra þegar hann heyrði nafn forsætisráðherrans. Og margir hugsuðu líkt og umboðsmaðurinn í dómsmálaráðuneytinu Per-Erik Nilsson þegar hann heyrði um morð- ið: „Góður Guð, vonandi var þetta bijálæðingur". En fljótlega eftir að rannsókn málsins hófst virtist ljóst að þess í stað var hér um þrautskipu- lagt samsæri að ræða. Nú þykir fullljóst hvemig að morðinu var stað- ið. A meðan Palme-hjónin voru í bíó voru margir bílar til reiðu fyrir morð- ingjann í nágrenni kvikmyndahúss- ins. Bflstjórar þeirra vom í talstöðvarsambandi. Þegar fóm- arlömbin gengur í suður í stað norðurs eins og ætla mátti fór áætl- unin úr skorðum og morðinginn varð að treysta á sjálfan sig við flóttann, a.m.k. fyrst eftir morðið. En ekki hefur tekist að svara því hver myrti Palme og hvers vegna. Óhæfur lögreglustjóri Margir spyija hvers vegna yfir- maður morðrannsóknarinnar, Hans Holmér lögreglustjóri, fékk að sitja svo lengi þrátt fyrir að hann virtist æ vanhæfari til starfans. Ein skýring er sú hversu vinsæll hann var. Blaða- mannafundimir hjá Holmér vom alltaf í frásögur færandi og þegar hann varð fyrir gagnrýni átti hann til að lesa setningar úr bréfum frá aðdáendum eins og til dæmis: „Hans Holmér, þú ert frábær.“ í öðm lagi var Holmér góður og gegn sósíalisti sem var yfirmönnum sínum trúr. Þó skyggði þar á að hann hélt leynd- um gögnum sem fundust á skrifstofu Palme auk skýrslunnar um yfir- héyrsluna yfir ekkju Palme. Gat verið að Holmér byggi yfír upplýs- ingum sem gátu komið stjóm jafnaðarmanna á kaldan klaka? Má benda á að það var Palme sjálfur sem greiddi fyrir vopnasölusamningi Bofors-fyrirtækisins og indversku stjómarinnar. Ekki vantar kenningamar um samsæri. Allar eiga þær við nokkur rök að styðjast og eðli málsins sam- kvæmt er örðugt að hrekja þær. Sovéska og bandaríska leyniþjónust- an hafa verið orðaðar við morðið eftir að Holmér lét af yfírstjóm rann- sóknarinnar svo dæmi séu nefnd. Með degi hveijum minnka líkumar á því að morðið upplýsist. Olof Palme yrði þá fyrsti þjóðarleiðtoginn á þessari öld sem félli fyrir morðingja- hendi án þess að tilræðismaðurinn fyndist. Páll Þórhallsson tók saman (Heimild: Der Spiegel)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.