Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988
PONNURETTIR
Steikt á pönnu! Það er sú aðferð sem lengi hefur verið notuð til steikingar og pönnumar
hafa verið ýmiss konar. Þegar ég var að alast upp, vom flestar pönnur sem notaðar vom
mjög stórar pottpönnur, og átti ég lengi eina slíka, sem ég fékk eftir móður mína. Var hún
í miklu uppáhaldi hjá mér, en einn daginn kviknaði undir pönnunni á hellunni og kom í ljós
að þessi gæðapanna hafði spmngið og var farin að leka. Reyndar átti ég og á enn litla emaleraða
pönnu, bláa að lit, en hvíta að innan. Eg hefi aldrei lagt í að nota hana, en hengi hana upp á vegg
í eldhúsinu mér til ánægju.
Fyrir tíma rafmagnsins var lítið um að pönnur væm notaðar á eldavélar, heldur var oft steikt í
pottum, sem gengu ofan í eldholið. Þá vom hringir teknir ofan af eldavélinni til þess að potturinn
kæmist fyrir. Pottar þessir vom stórir, ávalir í botninn, emaleraðir að innan og oft með kanti að
utan, sem skorðaði þá, en einnig vom þeir til _án hans. Stundum vom lappir á pottunum. Vafalaust
hefur verið gott að steikja í þessum pottum. Ég man eftir þeim, en sá þá aldrei í notkun, enda
rafmagn alla tíð á mínu bemskuheimili. Eins og fyrr segir em pottar þessir ávalir í botninn og ekki
ólíkt lag á þeim og svokölluðum Wok-pönnum, sem hafa mtt sér til rúms á Vesturlöndum hin síðari
ár. Wok-pönnur em annars kínverskar og vom notaðar þar um árþúsundir. Þær pönnur em þunnar
úr blikki, og ágætar þar sem opinn eldur eða gas er, en þær henta ekki á rafmagnshellur. í Banda-
ríkjunum hefur þetta pönnulag verið notað á pönnur sem ætlaðar em á rafmagn, og er nú farið
að framleiða svona pönnur hjá fyrirtækinu Alpan á Eyrarbakka, en það framleiðir ýmsar gerðir af
pönnum. Mér áskotnaðist ein svona Wok-rafmagnspanna fyrir jólin og hefí notað hana mikið. Hún er
til margra hluta nytsamleg. Sá flötur sem snertir helluna er ekki stór, enda alltaf best að steikja
ekki mikið magn í einu, ef góð skorpa á að nást. Síðan er hægt að ýta því steikta upp á kúptar
brúnir pönnunar og steikja áfram á fletinum. Pannan er djúp og tilvalin til matreiðslu á pönnurétt-
um, sem njóta sívaxandi vinsælda, enda þægilegir og fljótmatreiddir. Síðan er hægt að bera þá á borð
í pönnunni.
Umsjón: KRISTIN GESTSDOTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Pönnuréttur með ýsu,
beikoni og eplum
1 meðalstórt ýsuflak
1 tsk salt
Vs tsk. pipar
safí úr V2 lítilli sítrónu
6 stórar sneiðar beikon
1 msk. matarolía
2 súr epli
1 dl eplasafí
1. Roðdragið flakið, skerið úr því beingarðinn. Skerið
í frekar litla bita.
2. Kreistið safann úr sítrónunni og hellið yfír fískinn,
stráið á hann salti og pipar og látið standa í 10—15
mínútur.
3. Hitið pönnu, t.d. Wok-pönnu eða aðra djúpa pönnu.
4. Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni í
5 mínútur. Þetta á ekki að harðsteikjast.
5. Ýtið nú beikoninu upp með börmum pönnunnar, ef
þið notið Wok-pönnu, en takið annars af pönnunni og
setjið á disk.
6. Setjið matarolíu á pönnuna með beikonfeitinni.
7. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann og skerið
í þunna báta. Setjið eplabátana í feitina á pönnunni,
hafíð hægan hita. Veltið eplunum við og látið sjóða í
feitinni í 5 mínútur.
8. Hellið eplasafa yfír eplin, setjið beikonbitana saman
við.
9. Leggið fískbitana ofan á eplin og beikonið og látið
sjóða í 7 mínútur. Hafíð hægan hita.
10. Berið fram á pönnunni.
Meðlæti: Soðnar kartöflur og niðursneitt kínakál eða
það hrásalat sem ykkur hentar.
Pönnuréttur meö nauta-
hakki og grænmeti
500 g nautahakk
1 msk. matarolía
^ V2 tsk. salt
nýmalaður pipar
V2 tsk. papríkuduft
2 msk. matarolía til viðbótar
1 hvítlauksgeiri
2 meðálstórar gulrætur
2 meðalstórar kartöflur
smábiti hvítkál
1 papríka, rauð eða græn
2—3 dl vatn
1. Hitið pönnu þar til rýkur úr henni, setjið olíuna á
pönnuna og síðan hakkið. Hrærið í þar til hakkið fer að
brúnast og þoma.
2. Ýtið hakkinu uþp á barma pönnunnar, ef þið notið
Wok-pönnu, en takið það af pönnunni, ef hún er með
beinum börmum.
3. Minnkið hitann á hellunni, setjið 2 msk. af mata-
rolíu á pönnuna. Skerið hvítlauksgeirann smátt og setjið
út í.
4. Skerið gulrætumar í þunnar sneiðar, afhýðið kartöfl-
umar og rífíð gróft, skerið hvítkálið smátt. Setjið þetta
allt í olíuna á pönnunni og látið sjóða við hægan hita í
10 mínútur.
5. Setjið hakkið saman við grænmetið, stráið salti,
pipar og papríkudufti yfír. Setjið síðan vatn út í.
6. Takið steina úr papríkunni og skerið í þunnar ræm-
ur. Setjið út í það sem er á pönnunni. Sjóðið við hægan
hita í 15—20 mínútur. Bætið meira vatni í, ef með þarf.
Meðlæti: Soðin hrísgrjón eða snittubrauð.
Kj úklingapönnuréttur
meö tómötum o.fl.
4 dl saltvatn til að sjóða innyfli, háls og bein í
2 meðalstórir kjúklingar
1 tsk. kanill
V2 tsk. negull
V2 tsk. allrahanda
3 msk. hveiti
1 tsk. salt
nýmalaður pipar
5 msk. matarolía
2 sellerístönglar
2 meðalstórar gulrætur
1 meðalstór laukur
1 hálfdós niðursoðnir tómatar
1 peli kjúklingasoð
2 lárviðarlauf
fersk steinselja eða 2 msk. þurrkuð
2 msk. ijómaostur án bragðefna
1. Þvoið kjúklingana, skerið þá síðan frá beinum. Fleyg-
ið húðinni.
2. Hitið saltvatn, brjótið beinin og sjóðið þau ásamt
innyflum í saltvatninu í 40 mínútur.
3. Blandið saman, hveiti, kanil, negul, allrahanda, salti
og pipar. Setjið í plastpoka.
4. Setjið kjúklingabitana í pokann og hristið þannig
að hveitiblandan þeki alla bitana vel.
5. Setjið 3 msk. af olíu á pönnu, helst Wok-pönnu.
Hitið vel. Steikið kjúklingabitana í feitinni, nokkra í einu,
en ýtið upp á brún pönnunnar jafnóðum og bitamir eru
steiktir.
6. Minnkið hitann þegar allir bitamir eru steiktir,
bætið 2 msk. af olíu á pönnuna.
7. Skerið selleríið þvert í bita. Skerið gulrótina í sneið-
ar, afhýðið laukinn 0g skerið í sneiðar. Sjóðið í olíunni í
10 mínútur.
8. Færið nú kjúklingabitana niður á pönnuna, setjið
niðursoðna tómata ásamt safa, kjúklingasoði og lárviðar-
laufi á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 30 mínútur.
Gætið þess að alltaf sjóði á pönnunni.
9. Hrærið ijómaost út í.
10. Klippið steinseljuna og stráið yfir um leið og þið
takið pönnuna af hellunni.
Meðlæti: Soðin hrísgijón eða soðnar kartöflur.
Pönnuréttur með
sveppum, eggjum o.fl.
6 þykkar formfranskbrauðsneiðar
50 g smjör
V4 tsk. karry
1 lítill blaðlaukur
2—3 sellerístönglar (má sleppa)
1 meðalstór græn papríka
250 g ferskir sveppir
V4 tsk. salt
nýmalaður pipar
3 egg
1 dl mjólk
1 msk. parmesanostur (má sleppa)
1- Setjið helming smjörsins á djúpa pönnu. Hafið hæg-
an hita. Setjið karry saman við og sjóðið í 2—3 mínútur.
2. Takið skorpuna af brauðsneiðunum, skerið síðan í
teninga. Steikið brauðtenngana á pönnunni þar til þeir
eru brúnaðir á öllum hliðum. Steikið ekki allt í einu. Ef
þið notið Wok-pönnu færið þið brauðteiningana upp eftir
börmunum jafnóðum, annars setjið þið þá á disk.
3. Þvoið blaðlaukinn, skerið í þunnar sneiðar. Takið
steina úr papríkunni, skerið hana í litla bita. Þurrkið
sveppina vel með eldhúspappír. Þvoið ekki. Skerið síðan
í sneiðar.
4. Setjið síðari helming smjörsins á pönnuna, sjóðið
síðan blaðlaukinn, papríkuna og sveppina í smjörinu.
Hafíð hægan hita. Þetta tekur um 10 mínútur.
5. Þeytið eggin með mjólk, salti og pipar.
6. Setjið brauðbitana saman við grænmetið á pönn-
unni. Hellið eggjahrærunni yfir. Hrærið í þar til allt er
hlaupið saman.
7. Stráið ostinum yfir og berið fram á pönnunni.