Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 5
MORGt Holmér lögregluforingi niðurlútur eftir uppsögn sina þann 5. mars á síðasta ári. frá sér um klukkan 20.40. Þau gengu eftir Yxsmedsgránd til neðan- jarðarlestarstöðvarinnar Gamla Stan. Þau stigu út við Rádmans- gatan og gengu nokkur hundruð metra til Grand-kvikmyndahússins þar sem Márten og Ingrid Klering biðu. Gören Fredericus miðasali minnist þess að Lisbet hafi verið mjög kvíðin að sjá. Vitni sjá grun- samlega menn Ekki er til neinn vitnisburður sem máli skiptir um hvað gerðist næstu eina og hálfa klukkustundina. En frá klukkan 22.50 er hægt að rekja at- burðarásina skref fyrir skref. Við Jóhannesarkirkjugarðinn þremur götum frá morðstaðnum tók kona ein eftir því klukkan tíu mínútur jrfir tíu að tveir menn stóðu við horn kirkjugarðsins og virtust bíða eftir einhverju. Tíu metra frá þeim hafði rauðri bifreið verið lagt. Mennimir voru á aldrinum 35 til 40 ára. Ann- ar var í bláum jakka með ljósum axlarstykkjum. Hinn hélt á einhverj- um hlut í hendinni sem líktist útvarpi eða senditæki. Vitnið fór aftur inn í íbúð sína og fékk sér kaffi. Síðan fór konan út að ganga með hundinn sinn. Mennirnir tveir stóðu enn á sama stað. Aður en hún fór aftur inn til sín sá hún lögreglubíl koma akandi eftir götunni. Konan greindi lögreglunni strax morguninn eftir símleiðis frá því sem hún hafði séð. En þá hafði enginn áhuga á því sem hún hafði að segja. Hún var ekki yfirheyrð fyrr en ári síðar eftir að ný morðnefnd hafði tekið við málinu og eftir að hún hafði komið fram í sjónvarpi og greint frá því sem hún sá kvöldið sem Palme var myrtur. Klukkan 23.04 lauk bíómyndinni. Við dymar kinkaði Palme kolli til Bjöms Rosengren verkalýðsleiðtoga og konu hans. „Er Svíþjóð ekki und- ursamlegt land,“ sagði Rosengren eftirá við konu sína, „héma fer for- sætisráðherrann í bíó eins og hver annar borgari." Fyrir utan kvikmyndahúsið hug- leiddu Olof og Lisbet andartak hvort þau ættu að ganga heimleiðis, taka lestina eða fara með leigubíl. Þau ákváðu að fá sér göngutúr og kvöddu Márten og unnustu hans. Márten segist muna greinilega eftir manninum sem starði innum dimman sýningarglugga húsgagna- verslunarinnar við hliðina á kvik- myndahúsinu og elti síðan Palme-hjónin. Sölumaðurinn í skyndibitastaðnum við kirkjuna seg- ist muna eftir sama manni. Þetta var „óhijálegur náungi í bláum jakka“. En Márten hafði ekki nokk- um minnsta gmn um að faðir sinn væri í hættu. Síðan Gústav konung- ur III. var myrtur á grímuballi í Stokkhólmsóperunni árið 1792 hefur enginn sænskur ráðamaður fallið fyrir morðingja hendi. Olof og Lisbet gengu spölkom eftir fjölfömum Sveavágen í átt til Kungsgatan. Á móts við Adolf- Fredriks-kirkju fóm þau yfir ijög- urra akreina breiða götuna til að líta í búðarglugga hinum megin. Þeim megin götunnar vom nær engir á ferli. 23.15: Morðinginn er nú kominn mjög nærri. Vitni sögðu síðar að þau hefðu séð þijá menn milli Tegnérgat- an og Adolf Fredriksgatan sem „vom í humátt á eftir" Palme-hjón- unum. Þetta studdi samsæriskenn- inguna sem var Holmér yfirmanni rannsóknarinnar svo mjög að skapi. Nú er vitað að hér var einungis einn maður á ferðinni sem þijú vitni sáu hvert í sínu lagi. Lisbet Paime kannast við morðingjann Fyrir utan vefnaðarvömverslun- ina „Dekorima" á hominu á Sve- avágen og Tunnelgatan gerði morðinginn árás - 700 metmm frá kvikmyndahúsinu. Milli klukkan 23.21 og 23.22 reið hið banvæna skot af. Morðinginn greip í vinstri öxl Palme, þrýsti honum að byss- unni og hleypti af. Kúlan smó hann tíu sentimetmm fyrir neðan hnakkann. Mænan slitn- aði í sundur og gat kom á ósæðina, öndunarveginn og vélindað. Palme féll fram fyrir sig til jarðar. Blóð- taumur lak úr munnvikinu. Vinstri fótur tekur kipp og svo liggur hann hreyfingarlaus. Annað skot reið af nokkmm sekúndum á eftir hinu fyrsta. Vopninu var beint að sama blettinum milli herðablaðanna á Lisbet Palme. En forlögin gripu í taumana. Á sama sekúndubroti og skotið reið af sneri hún sér við. Kúlan fór í gegnum vinstri ermi hennar, straukst við herðablöðin og fór aftur út um hægri ermina án þess að snerta hana. Lisbet fellur á hnén og grípur um höfuð Palme. Síðan stendur hún aftur á fætur og gengur nokkur skref án þess að átta sig á því hvað er að gerast. Hún heldur að einhver hafi kastað kínveijum til þeirra. Morðinginn leggur til flótta í átt til Tunnelgatan. Milli tveggja flutn- ingabifreiða sem girða strætið af snýr hann sér við og augu hans og Lisbetar mætast. „Mér fannst strax að ég hefði séð þennan mann áður,“ sagði Lisbet síðar. Mynd morðingj- ans er greypt í vitund hennar. En þetta er eins og draumsýn. I hvert sinn sem hún reynir að kalla hana fram verður hún þokukennd. Lisbet Palme horfír forviða á þeg- ar tvær .17 ára stúlkur sem líka höfðu verið í bíó kijúpa við hlið Palme og reyna að lífga hann við með hjartahnoði. Allra síst ætti að beita helsærðan mann hjartahnoði. Okkur vantar fleirí fóstrur og starfsmenn til starfa... Ríkisspítalar reka sjö dagheimili á höfuðborgar- svæðinu. Á þessum dagheimilum er rými fyrir 251 barn á aldrin- um 1-9 ára (miðað við fiilla viðveru). Dagheimili Ríkis- spítalanna eru opin alla virka daga frá kl. 07:15-19:00 og á laugardögum frá kl. 07:15-16:00. Við bjóðum starfsfólki okkar fullt starf eða hlutastarf allt eftir óskum hvers og eins. Starfi hjá Ríkisspítölum íylgja ýmis hlunnindi, svo sem ódýrt fæði á vinnustað, mikið atvinnuöryggi, öflugur lífeyrissjóður og launahækk- aiidi námskeið. Við hvetjum þig til að hafa samband og kynna þér upp- eldisstarf á dagheimilum Ríkisspítala. Nánari upplýsingar gefur dagvistunarflilltrúi Unnur Stefánsdóttir í síma 29000- 641. SUNNUHLÍÐ Á Sunnuhlíð v/Klepps- spítala vantar fóstru til starfa á deild barna 1-3 ára og 3-5 ára. Upplýsingar gefur Sigríður Knútsdóttir forstöðumaður í síma 38160 eða í heimasíma 23926. STUBBASEL Stubbasel er við Kópa- vogshæli og þar vantar fóstru í fullt starf frá næstu áramót- um á deild barna 2-6 ára. Einnig vantar fóstru í hálft starf fyrir hádegi. Upplýsingar gefúr Katrín S. Einarsdóttir forstöðumað- ur í síma 44024. SÓLHLÍÐ Á dagheimilið Sólhlíð v/Engihlíð vantar fóstrur til starfa sem fyrst á deild barna 2-4 ára og 4-6 ára. Einnig vantar starfsmenn á sömu deildir. Hlutastörf koma til greina. Upplýsingar gefúr Elísabet Auðunsdóttir forstöðumaður í síma 29000-591 eða heima- síma 612125. SÓLBAKKI Fóstru og starfsmann vantar á dagheimilið Sól- bakka v/Vatnsmýrarveg. Upplýsingar gefúr Helga Guðjónsdóttir forstöðumað- ur í síma 22725 eða í heima- síma 641151. MÁNAHLÍÐ Skóladagheimilið Mána- hlíð er nýtt heimili í Engihlíð 9. Þar vantar okkur fóstru, þroskaþjálfa eða fólk með aðra uppeldisfræðilega menntun frá 1. jan. n.k. Upplýsingar gefur for- stöðumaður Guðrún Bjarna- dóttir í síma 29358 eða í heimasíma 14149. ...ýmist í fullt starf eða hlutastarf RÍKISSPÍTALAR ; I essemm/slA 1907

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.