Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 2
2 'B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 i a Gunnar Guðbjartsson menn úr mörgum hreppum áttu er- indi að Hjarðarfelli til þess að nota símann. Næstu símstöðvar voru í Borgamesi og í Stykkishólmi. Þetta varð líka til þess að oft þurfti að senda eftir fólki sem beðið var um í síma, stundum gríðarlega langa leið t.d. út í Ólafsvík. Þá var allt farið á hestum yfir óbrúaðar ár. Þjóðleiðin um Kerlingarskarð lá al- veg við túnið á Hjarðarfelli, sem var fyrsti bær sem komið var að þegar komið var ofan af fjallinu. Þar stön- suðu því allflestir ferðamenn svo það var ákaflega gestkvæmt og bærinn nánast samgöngumiðstöð. Að Hjarð- arfelli komu margir þekktir menn í þjóðfélaginu, skáld, listamenn, emb- ættismenn, stjómmálamenn, for- stjórar fyrirtækja og fl. Sterk tengsl innan fj öldsky ldunnar Við vorum átta systkinin sem uxum úr grasi. Elstur bræðranna var Alexander, hann bjó í fjórtán ár á nýbýli á Hjarðarfelli en flutti svo að Stakkhömrum. Annar í röð- inni er Guðbrandur sem bjó um tíma í Fróðárhreppi en flutti svo til Ól- afsvíkur. Kristján, sá þriðji, varð bóndi í Staðarsveit, fyrst á Búðum svo í Hólkoti. Þorkell, sá fjórði, nam trésmíði og sundaði þá iðn lengi. Hann tók við jarðarparti föður okk- ar og var þar með smábúskap í tíu ár en flutti þá til Hveragerðis og tók við forstöðu ullarþvottastöðvar SÍS þar. Systur mínar Elín og Guð- björg giftust ungar til Reykjavíkur og hafa búið þar alla tíð en Ragn- heiður sem er næst mér í aldursröð, bjó ásamt Hjálmi Hjálmssyni fyrri manni sínum fyrst að Búðum en fluttu síðar að Hjarðarfelli. Hjálmur dó árið 1958 og litlu síðar flutti Ragnheiður á Akranes og hefur búið þar sfðan. A æskuheimili mínu var jafnan fleira fólk en við systkinin og for- eldrar okkar og félagsstarf mikið, sungið, spilað og farið í leiki. Við vöndumst á það ung systkinin að taka þátt í slíku. Það voru ákaflega sterk tengsl á milli föðurfólks míns og það kom oft heim til okkar og söng og gerði að gamni sínu. Pabbi og systkini hans urðu fyrir því að missa foreldra sína tiltölulega ung og héldu kannski meira hópinn fyr- ir vikið. Oft var hátíð í gamla húsinu á Hjarðarfelli þegar frænd- fólkið kom í heimsókn. Það hefur einnig verið mikið og gott samband milli okkar systkinanna, eftir því sem hægt er að koma við í nútíma þjóðfélagi. Það atvikaðist þannig að ég tók við búskap á Hjarðarfelli. Fyrst bjó ég ásamt foður mínum og systkin- um en eftir að þau hurfu frá búskap þar þá komu synir mínir Guðbjartur og Högni í búskapinn með mér og þeir eru bændur á Hjarðarfelli í dag. Næst í röðinni af bömum okk- ar hjóna er Sigríður sem lauk BA prófí í ensku og frönsku. Hún er gift og búsett í Frakklandi. Svo er það Hallgerður sem er gift Sturlu Böðvarssyni og búsett í Stykkis- hólmi. Teitur sonur okkar er efnaverkfræðingur og býr í Reykjavík og yngsta dóttirin Þor- björg er bókasafnsfræðingur og býr á Egilsstöðum. Ég hafði strax í æsku mikinn áhuga á búskap og gat ekki hugsað mér annað starf. Eftir að ég fékk eitthvert vit þá helgaði ég hveija stund mína því að reyna að búa mig undir búskap- inn. Ég var íjárglöggur og hafði yndi af fé. Ég hafði einnig mjög gaman af hestum. Ég byijaði ungur að rækta land og hef stundað það meira en flestir aðrir menn, bæði með handverkfærum, hestaverk- færum og einnig með vélum. Ég var við nám einn vetur á Laugarvatni og annan vetur á Hvanneyri og lauk þar prófi vorið 1939. Eg tók námsefni tveggja vetra saman á einum vetri á báðum stöðunum. Ég hafði hvorki efni né tíma til að vera í skóla marga vet- ur. Ég hafði þó hug á því að fara utan til framhaldsnáms í búvísind- um og var mikið til þess hvattur af kennurum mínum á Hvanneyri, sérstaklega Runólfi heitnum Sveinssyni skólastjóra. Mig skorti tilfínnanlega málaþekkingu til þess náms og hafði hug á að afla mér hennar. En svo braust stríðið út síðsumars árið 1939 ogþá lokuðust allar leiðir svo ég gat ekki farið og lagði áform um framhaldsnám á hilluna. Fólk sætti sig við minnaþá Ég gifti mig á afmælisdaginn minn þegar ég varð 25 ára gamall, Ásthildi Teitsdóttur frá Eyvindart- ungu. Við hófum búskap vorið 1942. Það var fremur erfíður tími til að byija búskap en fólk var nægjusamara þá og sætti sig við miklu minna en nú er siður. Batn- andi tímar fóru þó í hönd og atvinnuástand fór batnandi. Við höfðum lítið bú til að byija með, tvær kýr og um sextíu kindur. Það þætti lítið bú núna þegar menn telja sig þurfa 400 til 500 fjár eða 20 til 30 kýr til þess að geta byijað búskap. Afurðaverð var þó síst hærra þá en nú er. Fólk sætti sig við minna og nýtti heimaafla eins og hægt var. Það var heldur ekki siður þá að skulda mikið eða lengi. Ég fékk keyptan 1/3 jarðarinnar af föður mínum á fasteignamats- verði og það tók mig ekki mörg ár að greiða upp verðið. Bústofninn átti ég að mestu leyti áður en ég byijaði búskapinn. Mér er afar illa við að skulda og tel það eitt mesta óráð sem menn gera að skulda óhóf- lega mikið. Ég tel að menn eigi heldur að bíða með framkvæmdir en hleypa sér í of miklar skuldir. Ég reyndi að skulda aldrei meira en þau föstu lán sem ég gat fengið í Stofnlánadeild landbúnaðarains eða Búnaðarbankanum. Ég tók aldrei lausalán utan einu sinn þegar ég keypti bfl. Þá tók ég víxil til tveggja eða þriggja mánaða. Árið 1954 fékk ég fyrst bíl, svokallaðan ísraelsjeppa. Ég byijaði ungur að taka þátt í félagsmálum. Það var þó ekki mik- ið áður en ég fór að Laugarvatni. Félagslíf var ákaflega dauft á kreppuárunum enda þurfti fólk þá að vinna mikið og hafði varla efni á að leggja vinnu eða tíma í félags- starf. Á skólaárunum fór ég að taka þátt í félagslifinu innan skólanna, bæði málfundum og sönglífi. Ég var bæði í kórum og kvartettum. Strax þegar ég kom heim frá Hvanneyri vorið 1939 var ég kosinn í stjóm Ungmennafélagsins í minni sveit og í stjórn Ungmennasambands sýslunnar. Ég var formaður þess í nokkur ár. Árið 1943 var ég kosinn í stjóm Búnaðarsambandsins og Ræktunarsambandsins, sem stofn- að var árið 1946, og þannig kom þetta koll af kolli. Ég get ekki neitað því að ég var metnaðargjam á þeim árum og einnig var ég umbyltingargjam og vildi ýmsu breyta, sem ekki hafði verið gert áður. Bæði Ræktunar- sambandið og Búnaðarsambandið gengust fyrir fjölmörgum nýjung- um í búskaparháttum á Snæfells- nesi sem varð til þess að gjörbylta allir afkomu fólksins í sveitunum. Ræktunarsambandið fékk stórvirk- ar vinnuvélar, bæði jarðýtur og skurðgröfur. Það varð gjörbylting í vinnubrögðum og afkomu þegar farið var að rækta. Nýr húsakostur og nýjar búvélar breyttu heimilis- háttum. Allt varð þetta til þess að auka tómstundir fólks sem það gat notað m.a. til félagsstarfa. Þá voru bændur hvattir til að framleiða sem mest Þegar ég var að byija að búa þá vantaði kjöt, osta og smjör. Bændur voru hvattir til að auka búvömframleiðslu. Öll þessi aðgerð í félagsmálum landbúnaðaríns stefndi að því að auka afköst og framleiðslu. Bæta afkomu sveita- fólksins og létta af því mesta þrældómnum. Það var líka skortur á lándbúnaðarvörum víða um heim á þeim árum. Það var ekki fyrr en seint á sjötta áratugnum sem því markmiði var náð að fullnægja eft- irspum eftir landbúnaðarvörum á innlendum markaði og útflutningur hófst aftur. Þá var farið að flytja litilsháttar út af.kjöti og osti, sem gaf um 75 prósent af því verði.sem var á osti hér innanlands. Þessir markaðir vom bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fólki fjölgaði ört í heiminum og menn trúðu því að þessir markaðir myndu haldast, ís- lendingar hafa góð framleiðsluskil- yrði og menn trúðu því að við gætum framleitt fyrir þessa mark- aði ef þeir gæfu óbreytt verð. En þróunin varð sú að verðbólga óx ákaflega mikið hér á landi umfram það sem var erlendis og framleiðslu- kostnaður hér hækkaði meira en í markaðslöndunum. Þetta hlutfall versnaði ár frá ári, sérstaklega eft- ir að olíuverð hækkaði árið 1975. Á fundi norrænu bændasamta- kanna í Malmö árið 1965 var til umræðu hungursneyðin í heimin- um, þá hafði verið mikill mannfellir í Indlandi og Kína og í sumum Afríkulöndum. Á fundinn kom Gunnar Myrdal hagfræðiprófessor, sem þá var starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hann var mikill áhuga- maður um að að bæta og jafna lífskjörin í heiminum og að allir þegnar í heiminum hefðu nægan mat. Hann flutti erindi á fundinum og hvatti allar þjóðir til að auka matvælaframleiðslu sína þvi mark- aðurinn væri nægur. Hann taidi að ef ekki yrði brugðist mjög hart við og framleiðsla1 aukin þá myndi tveir milljarðar manna af sex milljörðum í heiminum svelta árið 2000. Það eru 22 ár síðan hann flutti þetta erindi. Það liðu ekki nema sex til sjö ár frá því hann flutti erindið þar til búið var að metta Asíuþjóð- imar og forða þeim frá árvissri hungursneyð. Þar til kom hin svo- kallaða græna bylting. Kynbætur á komi og aukin þekking á komrækt sem breiddist út frá merkum vísindamanni. Maður þessi hét Nor- man Borlaug, hann var norskur að uppruna en starfaði mest í Mexíkó. Hann fékk Nobelsverðlaun fyrir afrek sín. Enn er þó matarskortur í Afríku þó ástandið hafi batnað þar frá því sem það var á þessum ámm. Var hægt að búast við að bændur á Islandi væru framsýnni en prófessor Gunnar Mýrdal Það er hins vegar offramleiðsla víða annars staðar í heiminum, einkum í Ameríku- og Evrópulönd- um. Það hafa orðið miklar tæknileg- ar og vísindalegar framfarir í framleiðslumálunum bæði í kom- rækt og eldi gripa sem hafa valdið þessari framleiðsluaukningu. Við- horfin hafa því breyst mikið á þessum 22 tveimur árum sem liðin em frá fundinum í Malmö. Stundum heyrast hér ásakanir í garð bænda og einkum í garð forystumanna þeirra fyrir að hafa ekki fylgst með þróuninni í þessu efni og dregið úr framleiðslu nýmjólkur og kinda- kjöts fyrr en gert var. En var hægt að búast við því að bændur á Is- landi væm framsýnni í þessum efnum en prófessor Gunnar Mýrd- al, sem hafði meiri yfirsýn um þessi málefni í heiminum en nokkur ann- ar samtímamaður? Þó er heldur ekki unnt að segja að bændur væm andvaralausir. Árið 1968 mátti merkja að þróunin í verðlagsmálun- um hér heima og erlendis var íslenskum landbúnaði óhagkvæm og framleiðsla búvara var orðin svo mikil í landinu að búast mætti við afsetningarerfiðleikum. Þá gerði aðalfundur Stéttarsambands bænda samþykkt og aðvaraði um að haldið yrði áfram óbreyttri framsleiðslu- stefnu. Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra vildi fá fram breytingu á land- búnaðarmálunum á ámnum 1972 til 1973, en fékk ekki nægan skiln- ing fyrir því á Alþingi og fmmvarp sem hann lét gera um breytingar á framleiðsluráðslögunum dagaði uppi á Alþingi. Stjómmálamenn almennt skildu þetta ekki og vildu ekki hlusta á aðvörun Stéttarsam- bandsins. Það tók tólf ár að vekja skilning á þessu. En loks þegar stjómmálamenn áttuðu sig þá tóku þeir að mínu mati of harkalega í taumana. Þegar kvótinn var settur á ámnum 1979 til 1980 var um það samið að ríkisvaldið legði fram íjár- muni til þess að leggja í búhátta- breytingar og skapa ný atvinnu- tækifæri í sveitum og bændum yrði gefinn aðlögunartími til þess að aðlagast breyttum framleiðsluhátt- um. En við þetta var ekki staðið, nema að litlu leyti. Ríkið tók stóran hluta af því fé sem samið hafði verið um að ætti að fara til búhátta- breytinga í allt aðra hluti. Það var ekki fyrr en nú fyrir tveimur árum sem snúið var við á þeirri braut. En þá var farið allt of harkalega í samdrátt framleiðslu og fjármuni skorti til að gera búháttabreyting- una með eðlilegum hætti. Stjórnmálamenn slægj- ast eftir fylgi þar sem fylgið er mest Of fáir stjómmálamenn leggja sig nú fram um að skilja vandamál landbúnaðarins og þeir sem það Hjarðarfell á Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.