Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 ,, pá sagi&T, ab vi& g&bum íengibokkar Stærri biL^ pegar pnburarnirvac.ru fdeddir.11 Ast er... O ... að fá hann til þess að horfa á eftir sér. Þetta er búið vinur. Mynd- Ekki skella hurðinni. in er komin á sinn stað. HÖGNI HREKKVlSI þAP TIL þÍM' " Effersey líklega rétfc- asta nafn eyjarinnar Til Velvakanda. Páll Líndal segir í Reykjavíkur- kafla ritsins Landið þitt ísland, að fá ömefni séu til í fleiri útgáfum en Örfirisey. Eyja þessi hefur m.a. borið nafnið Effersey. Hér á eftir verður reynt að sýna fram á, að Effersey sé líklega hið réttasta af mörgum nöfnum eyjarinnar. Byrjum á latnesku sögninni „faeere" sem þýðir að gera. (Þá koma í hugann orð eins og faktor.) í frönsku er til „faire“ sömu merk- ingar. Nefnum aðeins latnesku sögnina „efferre" = flytja, færa út, lyfta upp, í frönsku „exferre". Orð yfir fyrirtæki, athöfn, mál, fram- kvæmd, er til í ensku „affair“, í frönsku „affaire“ (fyrirtæki, versl- un) og í dönsku „affære“ (mál, framkvæmd). í særisku þýðir sam- stofna orð búð. í skosku er til orðmyndin „effeir" — „affair“. Af ofangreindu sýnist mega draga þá ályktun, að nafnmyndin Effersey sé sú sem best á við: Effersey hafi verið eyjan þar sem verslað var, eyjan þaðan eða þangað sem vam- ingur var fluttur og seldur eða keyptur. Effersey gæti þannig lýst því hlutverki sem eyjan eitt sinn gegndi. Hins vegar skal þess getið, að til er breska ömefnið og ættamafn- ið Efford sem mun þýða „vað sem nothæft er um ljoru". Út frá þessu mætti hugsa sér nafnið Effordsey. Tengsl þama á milli em vissulega sterk og einnig við Iatnesku sögnina „efferre" = lyfta upp, hækka. Orð- myndin Örfirisey mun og þannig til komin. („Effertus" á latínu merk- ir fullur, belgdur, og „efferas" villtur, grimmur, hrikalegur.) Hvað sem öllu líður virðist greini- legt að orðmyndin Effersey er upprunalegust af nöfnum eyjarinn- ar. Amgrímur Sigurðsson Yíkyerji skrifar Flestir sem Víkveiji hefur nefnt’ það við era fremur hlynntir félagsskapnum nýja sem ætlar meðal annars að berjast fyrir því að fólk geti rekið nefið niður í mið- bæ án þess að hafa það á tilfinning- unni að það hafi rápað inn á æfingu hjá alveg sérstaklega mannskæðri popphljómsveit. Þó er einn og einn ekkert hrifinn af þessu framtaki. Rabbdálkahöfundur eins kollega okkar var til dæmis ekki alls fyrir löngu að ónotast út í mennina sem stóðu að stofnun þessa andófsfélags og virtist líta á þetta framtak þeirra sem einskonar „sveitamennsku". Inntakið í pistli hans var að svona sérviskupúkar væra að heimta að vera einir í heiminum, þeir felldu sig allavega ekki við skarkala hans og höguðu sér þar með allt að því annarlega. Sannleikurinn er auðvitað sá að þessu er einmitt þveröfugt farið. Það era sívæls- og glymjandamenn- irnir sem haga sér eins og þeir væra einir á jarðkringlunni og kæra sig kollótta um þann sjálfsagða rétt samborgara sinna að geta bragðið sér bæjarleið án þess að liggja und- ir þessu sljóvgandi síbunufargani. xxx að er til marks um óttann við þögnina eða kyrrðina (því að fárið er smitandi) að nú býðst mönnum á stundum að hlusta á einskonar spiladós þegar þeir hringja í fyrirtæki ef verður örlítil töf á því að sá sem um er spurt skili sér í símann. Á meðan klingir spiladósin einhverskonar dimma- limm í eyrað á manni rétt eins og menn séu farnir að óttast að við- skipavinirnir sturlist ef þeim er gefið tóm til að hugsa ótraflaðir í svosem fimmtán til tuttugu sekúnd- ur. Einhver gaukaði því líka að Víkveija á dögunum að hann hefði þurft að hringja í útvarpið í nýja stórhýsi þess við Efstaleiti og þá hefðu verið spilaðar fréttir í eyrað á honum á meðan náunginn sem hann átti erindi við var leitaður uppi. En Víkveiji hefur ekki sannpróf- að þetta — kannski það hafi bara verið einskonar línubrengl. xxx Víkveiji vill enn og af marg- gefnu tilefni minna textaþýð- endur sjónvarpsstöðvanna á að það er sitthvað að snara mæltu máli eða rituðu. Fátt er afkárlegra en þegar menn eiga að heita að vera að spjalla saman á skjánum og „tala“ eins og klúðurslegur bókartexti. Fátt er líka betur til þess fallið að gera útaf við efnið. Rosalegasta dæmið sem Víkveiji hefur á minnis- blaði sínu í svipinn hljóðaði svo í allri sinni dýrð: „Leyfðu okkur að tjá þér hug vom í þinn garð.“ Þessum viðvöranarorðum væri líka beint til þýðenda þess mynd- bandefnis sem leigt er almenningi ef ástandið væri bara ekki þannig á þeim vígstöðvum að það tekur því naumast. Er þetta starf svo nánasarlega borgað að það fáist enginn í það nema skussinn? „Hann snýr heim fullur hefndar,“ er upplýst um sögu- hetjuna í textanum á myndbands- kassanum sem Víkveiji var að handfjatla fyrir skemmstu. Mætti þó ætla að hinn svokallaði þýðandi legði sig einmitt allan fram við til- búning þessa prentaða söguþráðar sem á að egpia viðskipavininn til viðskiptanna. Þessi bögubósar era eftir á að hyggja nær aldrei nafngreindir. Kannski skánaði framleiðslan ef húsbændum þeirra, rétthöfum myndbandanna, væri gert skylt að leiða þá fram í dagsljósið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.