Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 B 19 Barþjónninn Tuomi Sabeur reyndist færastur allra í þessari nýstár- legu keppni, en hann var hins vegar dæmdur úr leik. HUNDAKÚNSTIR Ekki á allra færi Hóteleigandi nokkur í Brighton í Englandi, John Richards að nafni, hefur boðið þeim sem lengst getur hjólað á smáhjóli einn kassa af kampavíni í verðlaun. Smáhjólið sem hér um ræðir stendur vissulega undir nafni, því það ku vera minnsta smáhjól Bretlands, aðeins 25 senti- metrar í þvermál. Sá sem bestum árangri hefur náð í þessari jafn- vægislist er barþjónn nokkur að nafni Tuomi Sabeur, en hann var hins vegar dæmdur úr keppninni vegna þess að hann vann á hóteli Richards og var búinn að fá nægan tíma til að æfa sig. Aðspurður um hvernig hann færi eiginlega að því að halda jafnvægi svona lengi svar- aði hann því til að galdurinn fælist í að komast nógu fljótt á fulla ferð og að sitja á stýrinu. Fjöldi fólks reyndi fyrir sér í þessari nýstárlegu íþrótt, en hún var liður í að vekja athygli á hjólreiðakeppni þar sem hjólað er á milli Lundúna og Brigh- ton og rann fé það er safnaðist í keppninni til líknarmála. Flestir komust þó hvergi úr stað heldur duttu strax, en enginn mun hafa slasast við þetta uppátæki enda fallið ekki hátt ! DALLAS Nei, það skal aldrei verða! Það er ekki öll vitleysan eins sem handritahöfundunum í Dallas dett- ur í hug. Nýjustu fregnir herma að til hafi staðið að gera frú Ellie að ofdrykkjusjúklingi og þótti þá mörgum að loks væri fokið í flest skjól fyrir fjölskyldunni ólánsömu á Southfork-búgarðinum. Málið fór þó betur en á horfðist því Barbara Bel Geddes, sem leikur frú Ellie, sannaði að hún hefur bein í nefinu; hún barði í borðið og sagði ekki einleikið hvílík hrakföll væru látin ganga yfir Ewing-fjölskylduna og neitaði að ganga til samvista við Bakkus. Handritahöfundarnir snéru heim við svo búið og tóku til við að endurskrifa. Velunnarar Ewing-ijölskyldunnar þurfa þó ekki að kvíða þess að lífið verði tilbreytingalaust þar á bæ, því framleiðendur þáttanna hafa gert leikonunni frægu, Sophiu Lor- en, nýtt tilboð. Fáist hún til að blanda sér I slaginn hafa þeir boð- ist til að borga henni sem svarar um 90 milljónum íslenskra króna fyrir að koma fram í 5 mínútur í 22. þáttum sem gerðir verða á kom- andi hausti. urðssonar ásamt hinni bráðhressu söngkonu Hjördísi Geirs koma fjöri í fólkið eins og þeim einum er lagið. Gestir kvöldsins hin frábæra breska dans- hljómsveit De sodo FERDASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR sími 621490 MvÁIU**íMMcÍ4x Bolholti 6, sími 687580 Fjölbreytt námskeið fyrir ungar stúlkur og konur á öllum aldri. Módelnámskeið Almennt námskeið # andlit- # handsnyrting # fata- og litaval # siðvenjur # borðsiðir # gestaboð # hárgreiðsla # ganga # mannleg samskipti 1 ganga og snuningar 1 sviðsframkoma 1 allt sem tilheyrir sýninga- störfum 1 sýningílokin !?S Nýtt - nýtt • eitt kvöld-litgreining • þriggja kvölda litgreining og andlitssnyrting GuöriÖur Ásgri msdóttir, Unnur Arngrimsdóttir, snyrtifrceöingur. framkvamdastjóri. Irmritun ísíma 36141 frá kl. 16-19. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Bronco II árgerð '86 ekinn 18 þús. mílur, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 12. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.