Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988
KRUMLUR KERFISINSl
Út yfir líf
og dauða
Ruth Tosek mun alltaf minnast
þess þegar þeir hittust Reagan
og Gorbatsjov. Það var daginn, sem
Vladimir, maðurinn hennar, dó.
Vladimir, sem var 68 ára þegar
hann lést, var ritstjóri Listy, tímarits
um stjómmál og listir, sem dreift
er til Tékka víðs vegar um heim.
Ber það sama nafn og bókmennt-
atímarit, sem var nokkurs konar
fulltrúi fyrir þær vonir, sem bundnar
vom við „Vorið í Prag“ og var síðar
bannað að undirlagi Rússa.
Foreldrar Vladimirs létu lífið í
útrýmingarbúðum nasista í Ausch-
witz en sjálfur barðist hann í styrj-
öldinni með tékkneskri hersveit, sem
hafði bækistöðvar í Bretlandi. Eftir
stríð sneri hann aftur heim til Prag
DÓMSMÁL
Réttarfará
ringulreið
Þótt armur laganna á Indlandi
sé langur tekst ýmsum brota-
mönnum að sleppa undan honum,
því að alvarlegar veilur eru í kerf-
inu. Þótt seint sé að vísu hljóta þær
samt að lokum að hafa orið Kedar^^
Nath frá Delhí til ómældrar ánægju
en hann hefur lengi átt yfir höfði
sér réttarhöld vegna fjárdráttar.
Nath er sakaður um að hafa að-
stoðað við að hafa með svikum og
prettum náð 355.000 rúpíum eða
nær 1200 þúsundum króna út úr
Þjóðarbankanum í Punjab. Þetta er
álitleg upphæð, en enn meiri var hún
að raungildi árið 1956 þegar glæpur-
inn uppgötvaðist.
Rannsóknir lögreglu á málavöxt-
um, allt frá varðhaldi til ákæru, tóku
tólf ár. Málsaðilar hafa horfið úr
tölu lifenda hver á fætur öðrum.
Nath hefur með reglubundnu tíma-
bili verið leiddur fyrir J.M. Malik
dómara í Delhí. Malik þessi hefur
jafnan sagt honum að fara heim
aftur og koma síðar á tilsettum tíma.
Margt hefur orðið til trafala við
framvindu málsins en þó hljóta það
að vera smámunir einir samanborið
við síðustu uppgötvun Maliks. Máls-
skjölin eru nefnilega öll horfin.
Hann hefur nú farið þess á leit
að málinu verið vísað frá af þeirri
einföldu ástæðu að það sé ekki leng-
ur tii. Allt slíkt tekur þó tíma og
svars er ekki að vænta fyrr en í maí
í ár, en þá hefur sakbomingurinn
Nath beðið eftir því í tuttugu ár að
mál hans hlyti afgreiðslu. Hann er
nú 65 ára að aldri.
Sagt er að ekkert sakamál hafi
spannað lengri tíma í Delhí, en ann-
ars staðar í landinu gætu-svosem
verið á ferðinni jaftivel lífseigari
mál. Að sögn lögfræðings í Delhí
er alls ekki óalgengt að gæzluvarð-
hald í glæpamálum sé framlengt í
10 og jafnvel 15 ár. Tafir á af-
greiðslu einkamála i landi sem telur
800 milljónir manna eru jafnvel enn
meiri.
Fyrir nokkrum mánuðum biðu
1.249.005 mál afgreiðslu fyrir undir-
rétti í Indlandi. 30.000 þeirra mála
sem þá biðu afgreiðslu fyrir hæsta-
rétti voru orðin þriggja ára gömul
enda sanntrúaður kommúnisti og var
félagi í flokknum allt þar til hann
var rekinn úr landi árið 1968.
Áður en Sovétmenn réðust inní
Tékkóslóvakíu var Vladimir vinsæll
sjónvarpsmaður, fjallaði um erlend
málefni og talaði sjö eða átta tungu-
mál reiprennandi. Þegar innrásar-
herimir streymdu inn í landið kom
hann sér upp aðstöðu ásamt nokkr-
um öðmm til að sjónvarpa og tókst
þannig að gefa löndum sínum góða
mynd af því sem fram fór.
Þegar þeir urðu að síðustu að
yfirgefa herbergið skildu þeir
myndavélamar eftir í gangi. Áhorf-
endur' gátu því fylgst með þegar
rússnesku hermennimir brutust inn
og gripu í tómt en útsendingin verð-
ur ógleymanleg öllum, sem á horfðu.
Þau hjónin, Ruth og Vladimir,
bjuggu á Ítalíu, í Vestur-Þýskalandi
og í Bandaríkjunum áður en þau
ákváðu í fyrra að setjast að í Bret-
landi.
Þegar Míkhaíl Gorbatsjov kom til
valda voru þau, eins og flestir um-
bótasinnaðir Tékkar, full efasemda
PALLADOMARl
|[-tf
i' 11 i i |
eða meira og rösklega 2.000 höfðu
beðið meðferðar í meira en 10 ár.
Meginástæðan fyrir þessum
dæmalausa hægagangi í indversku
réttarfari er stöðugur skortur á dóm-
urum í réttarkerfí sem hefur sáralítið
breyzt frá því að Bretar fóru með
völd í landiu.
- DEREK BROWN
en þau smituðust af eftirvænting-
unni og áhuganum, sem landar
þeirra sýndu þegar Gorbatsjov kom
til Prag í fyrra. Gat það verið, að
nýtt „vor“ væri á næsta leiti í Prag?
Var það satt, að það ætti jafnvel
að dubba Dubcek upp í að hitta
Sovétleiðtogann að máli? Gat það
verið, að hinn stokkfreðni Husak,
sem nýverið lét loks af forsetaemb-
ætti, væri eitthváð að þiðr.a?
Strax og Vladimir hafði verið sett-
ur í gjörgæslu sendi Ruth skeyti til
sonar síns, Lubomirs Tosek, tölvu-
forritara í Prag, og til dóttur sinnar,
Zdenka Tichotova, sem er kunn
söngkona. Þá var hins vegar komið
að tékknesku skriffinnunum að eiga
leikinn.
Lubomir og Zdenka var sagt, að
þeim yrðu að berast boð frá læknun-
um, sem stunduðu föður þeirra; að
þau yrðu að leggja inn formlega
umsókn um vegabréf, og — það
tímafrekasta af öllu — að þau yrðu
að fá leyfí hjá sérstökum yfirvöldum
í Prag. Yrði til dæmis að skoða
gaumgæfilega herþjónustuferil son-
arins!
Vladimir fékk síðasta hjartaáfallið
árla morguns dag. einn í síðasta
mánuði. Hann hafði þá verið í viku
á gjörgæslunni og öðru hvoru í önd-
unarvél. Ruth hafði verið hjá honum
allan tímann og varla komið blundur
á brá, aðeins getað hallað sér út af
stundarkom öðru hveiju á biðstof-
unni. Segir hún, að læknamir hafi
gert allt, sem þeir gátu, og það sama
verður líka sagt um skriffinnana í
Prag. Þegar þetta var skrifað vom
bömin enn að vona, að þau kæmust
til London í jarðarför föður síns.
- MICHAEL SIMMONS
Schmidt lýsir kynnum sín- um af höfð-
ingjumim 1 ^
M 1 nýrri bók eftir Helmut Schmidt, 1 fyrram kanslara Vestur-Þýska- lands, segir hann frá kynnum sínum við ýmsa þjóðarleiðtoga og dregur ekkert undan, greinir bæði ■ni
frá kostum þeirra og göllum.
Bókin „Menn og völd“ er met-
sölubók og líkleg til að móðga
ýmsa núverandi og fyrrverandi
frammámenn víða um lönd.
Schmidt, sem er einn af ritstjórum
vikuritsins „Die Zeit“, fer þar
háðulegum orðum um bamaskap-
inn í Jimmy Carter, fyrrum
Bandaríkjaforseta, og dregur enga
dul á vonbrigði sín með Ronald
Reagan, sem hann kallar sjón-
varpsforsetann.
Schmidt hefur miklar efasemdir
um umbótastefnu Míkhaíls Gor-
batsjovs en segir þó, að ekki fari
á milli mála að hann hafi farið vel
af stað. „Enginn getur frýjað Gor-
batsjov vits og hugrekkis, en það
á eftir að koma í ljós hvort hann
hefur það úthald og raunsæi, sem
til þarf,“ segir Schmidt.
Reagan forseti fær góða ein-
kunn fyrir að vera „eðlilegur,
vingjamlegur, hógvær og umburð-
arlyndur . .. þótt ekki sé hann
sérlega skemmtilegur". Þá kvaðst
hann dást að áhuga hans á að ná
samningum um afvopnunarmál en
klykkir út með að segja, að „hon-
um hættir til að líta allt sínum
amerísku augum".
Á öðrum stað leyna sér þó ekki
vonbrigðin með Bandaríkjafor-
seta: „Reagan hefur ekki tekist
að veita vestrænum ríkjum öfluga
forystu. Því betur sem honum
vegnar á sjónvarpsskjánum, því
líklegri er hann til að haga ut-
SCHMIDT — Ómyrkur í máli.
anríkisstefnunni eins og hann
heldur, að almenningur vilji hafa
hana.“
Schmidt ræðir ítarlega um náin
og árangursrík samskipti sín við
Leóníd Brezhnev, fyrram leiðtoga
Sovétríkjanna.
„Brezhnev var dæmigerður
Rússi: Sterkur, kunni að kneyfa
úr kollu, gestrisinn, viðkvæmur,
örlátur og á sama tíma tortrygg-
inn, slægur og grimmur ef með
þurfti.“
Schmidt fer ekkert í felur með
það, að hvað sem líði Watergate-
hneykslinu hafi þeir Richard Nixon
og eftirmaður hans, Gerald Ford,
verið þeir Bandaríkjaforsetar, sem
hann kunni best að meta.
Carter aftur á móti, „siðapostul-
inn sá“, hafði „vakið gremju"
Sovétmanna með mannréttinda-
hjalinu. „Hann skildi ekki rúss-
neska sögu, rússneskar hefðir og
skapgerð. Hann vissi ekki, að
Rússar hafa aldrei þekkt eða ski-
lið mannréttindi sama skilningi og
Englendingar, Bandaríkjamenn og
Frakkar.“
- ANNA TOMFORDE
JAPAN
Fjölskyldu-
fólkið annast
blóðbaðið
Að jafnaði var hálfur fimmti Japani myrtur
daglega á síðasta ári ef svo mætti kom-
ast að orði, en það er 1,5 af 100.000 í ríflega
120 milljóna manna þjóðfélagi. Algengast er
að hjón eða aðrir fjölskyldumeðlimir hrindi
hver öðram fram af ættemisstapa og morð
era því eins konar fjölskyldumál þar eystra.
Mjög strangt eftirlit er haft með skotvopn-
um í Japan og flest fómarlömb morðingjanna
era kyrkt, banað með hnífi eða byrlað eitur.
Lögreglan segir að flestir morðingjar beri við
ástæðum eins og reiði, hatri eða afbrýðisemi.
Einn þeirra, sem svipti maka sinn lífí á
þessu ári, var Satosho Nakamura, 31 árs að
aldri. Hann kyrkti konuna sína, Noriko að
nafni, af því hún var andvíg áformum hans
um að fara til náms í Evrópu.
Nakamura hefði einfaldlega getað farið frá
konu sinni, en hann hafði verið hvattur til að
fá skilnað. Hins vegar háttar svo til í Japan
að ógemingur má heita fyrir brotlegan aðila
í hjónabandi að fá skilnað, og það verður er-
fítt enn um sinn að sögn lögfræðinga. Þess
vegna greip Nakamura til þess ráðs að stytta
konu sinni aldur. Ekki féll grunur á hann í
fyrstu, en á ljósmynd sem tekin var af honum
þegar hann vitjaði um gröf hennar í kirkju-
garðinum, líkist hann helzt þorpara á leiksviði.
Lögreglan var enda á þeirri skoðun. Hún sagði
jafnframt að Nakamura hefði ofleikið hlutverk
hins saklausa eiginmanns með því að kaupa
kökur handa látinni konu sinni á leið heim
úr vinnunni.
Tuttugu og sex ára gömul hjúkranarkona
lét nýlega eitur í kókglas unnusta síns. Þetta
gerði hún til þess að þurfa ekki að standa » .
andspænis þeirri smán, eins og það þykir í
Japan, að rjúfa sambandið við hann. Áram
saman hafði hún reynt að fá foreldra hans
upp á móti sér, svo að þeir gætu bundið enda
á samband þeirra, en það tókst ekki.
’ Stundum drepa menn ættingja sína til fjár
og er það þá venjulega til þess að koma hönd-
um yfír tryggingafé. Iuku Inamura, 57 ára
gamall atvinnuleysingi, fékk tvo leigumorð-
ingja til að drepa tvítuga dóttur sína til þess
að fá líftryggingu hennar greidda. Stúlkan,'
Yoko að nafni, hafði sagt vini sínum að hún
yrði ef til vill myrt vegna peninganna en eigi
að síður hafði hún veitt föður sínum umboð
til að innheimta féð vegna þess að henni
fannst hún ekki geta neitað honum um það,
að því er vinurinn sagði.
Það ber og við að börn drepi foreldra sína.
Tamasaki, 16 ára gömul stúlka, rak föður sinn
í gegn vegna þess að hann barði hana þegar
hann var drakkinn og hún þoldi ekki að hann
réði yfír henni, að hún upplýsti. Móðir stúlk-
unnar var dáin og bróðir hennar hafði flutzt