Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 fclk í fréttum Málverk eftir Karl Kvaran til Frakklands Sendiherra Frakka á íslandi, hr. Yves Mas, lætur af störfum um þessar mundir eftir þriggja ára veru hér. Aður en Mas hélt af landi brott hafði hann fest kaup á tveimur olíumálverkum eftir Karl Kvar- an listmálara, sem hann flutti með sér til Frakklands. Hér á myndinni má sjá sendiherrann fyrir framan annað málverkið. ÓFARIR Svo dugir ljúfur sem launað er Þessar myndir, sem sumum kunna að þykja skemmtilegar, tala sínu máli og sanna svo ekki verður um villst að það verður ekki alltaf tekið út með sældinni að leika hetju. Er önnur myndin, sú er sýnir naut stara í forundran á vængjalausan nautabana, tekin á nautaati í Madrid á Spáni,_ en hin kemur frá borginni Gippsland í Astralíu. Bæði kúrekinn og nautabaninn sluppu ómeiddir, en illa mun hafa farið fyrir nautinu. Morgunbláðið/Sverrir. Ingólfur við iðju sína. „Þetta er góð tómstundaiðja," segir hann, „tilvalið að gripa í þetta þegar eitthvað gott er í útvarpinu". TÓMSTUNDIR „Get ekki setið aðgerðalaus“ Því er oft haldið fram að í fram- tíðinni verði vinnudagurinn mun styttri en nú er og eru þau tíðindi sjálfsagt mörgum kærkomin. Hins vegar er ekki sjálfgefíð að þeir sem ólust upp á erfíðari tímum séu allskostar sáttir við þessa þróun, heldur viti ekkert erfíðara en að „gera ekki neitt". Ingólfur Stefánsson er einn þeirra. Ingólfur gengdi starfí fram- kvæmdastjóra hjá Farmanna- og fískimannasambandi íslands í 18 ár, en lét þar af störfum fyrir tveimur árum, þá sjötugur að aldri. Það væri þó rangt að segja hann hafa sest í helgan stein því ýmislegt hefur hann tekið sér fyr- ir hendur sl. tvö ár. ' „Það er ekki hægt að ætla sér að sitja aðgerðalaus eftir að mað- ur er búinn að vera að vinna alla sína ævi. Ég held að það sé engum manni hollt", sagði Ingólfur. „Ég lauk prófí frá Stýrimannaskólan- um árið 1939 og var á sjónum í ein 25 ár, meira en helming þess tíma sem skipstjóri eða stýrimað- ur. Síðan vann ég hjá Fiskmið- stöðinni í nokkur ár áður en ég byijaði hjá Farmanna- og físki- mannasambandinu. Þegar ég svo hætti þar vann ég mikið við breyt- ingamar á varðskipinu Þór þegar því var breytt í skólaskip og svo hef ég verið að skrifa vikulegar greinar í Dagblaðið um fískverð og stöðu markaðsmála". Ein helsta tómstundaiðja Ing- ólfs undanfarin ár hefur verið að binda inn bækur. „Þegar ekkert annað hefur verið að gera tek ég í bókbandið. Ætli ég sé ekki búinn að binda inn eitthvað á milli 60 - 70 bækur, en sumar þeirra var ég búinn að binda inn áður en ég hætti í fastri vinnu. Ég fór á nám- skeið hjá Tómstundaiðju Reykjavíkurborgar við Furugerði Morgunblaðið/Sverrir. Ingólfur Stefánsson, fyixverandi framkvæmdastjóri Farmanna og fiskimannasambands íslands. Ofaná bókaskápnum eru nokkr- ar þeirra bóka sem hann hefur bundið inn, en skápinn smiðaði Pétur Björnsson, fyrrverandi skipstjóri á Gullfossi. færi í að binda inn eina bók. „Sumar bækur þarf að vinna und- ir bókband og sú vinna getur verið talsverð. Svo situr maður ekki alltaf við heldur grípur í þetta svona endrum og eins. Þetta er góð tómstundaiðja og tilvalið að grípa í þetta þegar eitthvað gott er í útvarpinu," sagði Ingólfur Stefánsson að lokum. þar sem kennari var Ingimundur Ólafsson, - góður maður að eiga við fýrir okkur gamlingjana". Meðal þeirra bóka sem Ingólfur hefur bundið inn eru allar bækur Ferðafélags íslands, Tímarit Máls og Menningar, og nokkrar bóka Halldórs Laxness. . Aðspurður sagði Ingólfur það vera misjafnt hve langur tími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.