Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 B 13 Minning: Biöm Gíslason Okkur systkinin Bjöm og Bjam- heiði Margréti langar hér að rita niður fáein kveðjuorð um afa okk- ar, Bjöm V.J. Gíslason. Mestalla ævi okkar bjuggum við ásamt for- eldrum okkar og honum á Kapla- skjólsvegi 3. Alltaf var hann stoð í erfiðleikum, og vildi hann ætíð allt fyrir okkur gera. Þann 31. júlí síðastliðinn lenti hann í alvarlegu umferðarslysi og lærbrotnaði þá. Eftir stutta dvöl á Borgarspítalan- um var hann fluttur á endurhæfing- ardeild Grensásspítala. Þar fór honum stöðugt fram ognaut góðrar umönnunar starfsfólksins þar sem á þakkir skilið. Það var engin spuming um það, að afí ætlaði sér alltaf að komast aftur heim á Kapló. Því var það mikið áfall þann 7. nóvember þegar hann var fluttur mikið veikur á gjör- gæslu Borgarspítalans. Hann náði sér framar öllum vonum. Og vom dætur hans þrjár honum mikill stuðningur. Svo ákveðinn var hann að ná bata og heilsu á ný að stuttu eftir að hann var fluttur á almenna deild fékk hann útivistarleyfi, og heimsótti dætur sínar og skoðaði jólaljósin. Afí var vesturbæingur fram í fingurgóma og sagði að súrefnið væri allt annað í vesturbænum en annars staðar. Um jólin og þá sérstaklega á aðfangadagskvöld og jóladag var hann mjög hress. Og til marks um það hvað hann var ótrúlega fjarri dauðanum vom bflabæklingar sem við skoðuðum saman nafnamir, sið- asta kvöldið sem hann lifði. Því hann var ákveðinn í því að fjárfesta í bfl fljótlega eftir áramót. Það var okkur mikið áfall þegar við fréttum að hann hefði látist í svefni þá um nóttina. Við minnumst hans sem vingjamlegs og virðulegs manns, og kveðjum hann með sámm sökn- uði. Guð blessi afa okkar. Björn Ingimundarson og Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir Hönd þín, drottinn, hlífi mér þá heims ég aðstoð missi. En nær sem þú mig hirtir hér hönd þína ég glöð kyssi. (Hallgrímur Pétursson.) Það er erfítt að sætta sig við dauðann, þegar maður eins og pabbi kveður þetta jarðlíf. En ég hef þá trú að vel hafí verið tekið á móti honum. Mamma hefur verið til stað- ar. Það er stundum talað um að lífið sé tilviljunarkennt.' En pabbi missti mömmu fyrir tuttugu og fímm ámm á nýársdag. Og fer sjálf- ur á vit annars heims á gamlársdag. Það hefði ekki verið pabba að skapi að ég færi hér með lofræðu um hann. En við gengum saman í gegn- um gleði og sorg alla mína ævi. Því fínnst mér mikið vera farið úr tilvem minni. En tíminn læknar öll sár. Og trú mín er sú að öll eigum við eftir að hittast. Fari elsku pabbi minn í friði og friður guðs blessi hann. Elfa „Hann afi þinn er dáinn.“ Þetta vom orð föður míns þegar ég hringdi heim á gamlárskvöld, til að óska öllum gleðilegs nýs árs. Ég vissi að afí hafði verið veikur, en það hafði hann nú verið svo oft áður og jafnan staðið upp aftur. Það eignast enginn afa, maður á hann bara. Afí kann skrítnar og skemmtilegar sögur af fólki og ýmsu sem hann hefur lifað og séð á langri ævi. Sagnaheimur afa er ævintýraheimur sem maður hvorki þekkir né skilur, bara heillast af. Unglingi fínnst áttatíu ár mörg en á áttræðisaldri þegar afí var að ná sér af hjartaáfalli sagði hann: „Ég hélt það væri búið, en svo sá ég að það var bara hálfleikur." Afí var bjartsýnn, vildi lifa lífinu lifandi, meðan það entist, fremja strákapör og segja sögur. Og afí heldur áfram að lifa í afasögum, sem aldrei gleymast. Ég sendi afa mínum hinstu kveðj- ur og þakkir fyrir allt. Hrund Þorgeirsdóttir, Frakklandi. Bjöm Gíslason fæddist 30. júní 1906 á Hellissandi. Foreldrar hans vom Kristjánsína Bjamadóttir og Gísli Ámason. Systkini Bjöms_ em Guðrún, búsett í Reykjavík, Ámi, búsettur á Akranesi og Kristín, búsett í Reykjavík. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Þau Gísli og Kristjánsína slitu samvistir og ólust bömin upp hjá móður sinni sem vann hörðum höndum við físk- þvott og fleira eftir því sem atvinna gafst. Bjöm var því snemma látinn aðstoða móður sína við að afla tekna. Nítján ára tekur hann bílpróf og varð þá að sækja um undanþágu til sýslumanns, vegna þess að þá urðu menn að vera orðnir 20 ára til að fá ökuleyfi. Hann hóf síðan akstur á vömbifreiðum og skömmu síðar festir hann kaup á vömbif- reið, fyrst R-319 og síðar R-287. Hann var einn af stofnendum Vöm- bflastöðvarinnar Þróttar og heiðurs- félagi. Þeir bílstjórar sem óku vömbifreiðum á þessum ámm muna tfmana tvenna, oft var lítið um at- vinnu og því alit reynt til að afla sér tekna. Bjöm var eins og svo margir aðrir með „boddí" aftan á vömpallinum og ók með fólk í betjamó og annan gleðskap. Oft lentu þeir í erfiðleikum því vegir vom slæmir og oft um vegleysur að fara, og ekki þeir malbikuðu vegir sem við þekkjum. Á þessum ámm kynntist hann Laufeyju Bjamadóttur, og hófu þau búskap 1931. Árið 1940 kaupir hann ásamt mági sínum húseignina Kapla- skjólsveg 3 í Reykjavík, þar sem Bjöm bjó alla tíð síðan. Bjöm og Laufey eignuðust 4 dætur, Mar- gréti, sem gift er Ingiberg Ólafs- syni; Sjöfn, giftist William Dupuis og eignuðust þau 3 dætur, Lauf- eyju Bonnie, Lindu Lee og Deboru Susan. Sjöfn lést árið 1975; Bimu, gift undirrituðum og eiga þau 3 dætur, Laufeyju Berglindi, Hmnd og Hlíf og ala þau einnig upp son Deboru, dóttur Sjafnar, Ántony Vemhard; Elfu Vilborgu, gifta Ingi- mundi Jónssyni og eiga þau 2 böm, Bjöm Birgi og Bjamheiði Margréti. Laufey, kona Bjöms, lést á ný- ársdag 1963. Bjöm var mikill unnandi laxveiða og var félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Hann sagði það sínar bestu stundir að vera úti í náttúr- unni, meðfram fallegri á. Laxá í Aðaldal var ein af hans uppáhalds ám, og var hann nýkominn að norð- an ásamt vinum' sínum, Jömndi Pálssyni og konu hans, Guðrúnu. Björn varð fyrir því óláni að lenda í bílslysi og lærbrotna þann 31. júlí, en hann var ákveðinn að komast á Metsölublað á hverjum degi! fætur og með æfíngum, elju og dugnaði hafði honum tekist það, þegar hann fékk slæmt hjartakast 7. nóvember sl., en hafði náð sér sæmilega aftur og virtist á bata- vegi. Bjöm hafði tvisvar um jólin farið út af sjúkrahúsinu, heimsótt dætur sínar og skoðað jólaljósin í bænum. Hann Ijómaði af tilhlökkun að fara út á gamlársdag. „Þú kem- ur á morgun og sækir mig, ég ætla að heimsækja Jömnd og sjá flugeld- ana því ég veit að það verður bjart yfír öllu.“ Þetta vom seinustu orð Björns til mín, en af þessari ferð varð því miður ekki, því Bjöm and- aðist aðfaranótt gamlársdags. Ég færi tengdaföður mínum bestu þakkir fyrir samfylgdina. Hvfli hann í friði. Þorgeir Tlieodórsson Verzlunarskóli íslands FULLORÐINSFRÆÐSLA g|| Innritun á vorönn verður á skrifstofu skólans 5.-8. og 11. janúar 1988 kl. 08.00-19.00. Boðið er upp á eftirtalda náms- . j;l möguleika auk stakra námskeiða; | ÖLDUNGADEILD ; || Nám til verslunarprófs og stúdents- prófs. STARFSNÁM Bókhaldsbraut og skrifstofubraut. FORNÁM TÖLVUHÁSKÓLAVÍ Áfangar fyrir þá nemendur, sem ||| ekki hafa lokið stúdentsprófi af við- II skiptabraut, en hafa áhuga á að sækja um íTVÍ næsta haust. Bffl Áfangalýsingar, umsóknareyðub/öð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu skó/ans, Ofanleiti 1. Munið að panta tímanlega! Bjóðum glæsileg húsakynni og góðan mat, hvort tveggja forsenda velheppnaðrar veislu. Hægt er að fá sali fyrir 70-200 manns, heitan mat, kalt borð eða sérréttaseðil. Utanbæjarfólk! Sjáum um veislur fyrir hópa utan af landi. Sérstakt verð ef pantað er saman gisting, salur og veitingar. Vegna mikillar eftirspurnar minnum við ykkur á að panta sem fyrst í síma 22322 - 22321. HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDAÁS HÓTEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.