Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 Tæp tvö ár frá Palme-morðinu: SÆNSKA sljórnin býður nú hveijum þeim sem gefið getur upplýsingar sem leiða til hand- töku morðingja Palme 300 millj- ónir islenskra króna. Aldrei hefur önnur eins fjárhœð verið sett til höfuðs nokkrum morð- ingja. Engu að síður eru líkurnar á því að sænska lögreglan hafi upp á tilræðismanninum taldar sáralitlar. Reyndar hefur sænska lögreglan orðið að sæta mikilli gagnrýni vegna rannsóknar málsins sem einkennst hefur af mistökum á mistök ofan. í þess- ari grein, sem byggð er á þremur greinum úr þýska vikuritinu Der Spiegel, er stöðu mála lýst eins og hún er nú tæpum tveimur árum eftir morðið. Góður Guð, vonandi var þetfta geðsjúklingur! Kenningar uppi um samsæri sænskra lögregiumanna Mfebrúar 1986, dagurinn þegar ■ Olof Palme var myrtur í Stokkhólmi var kaldur og grár. Átta stiga frost, skýjað, nýfall- in snjófol, gola lék um sænsku höfuðborgina. Forsætisráðherrann hefði gjaman viljað fara til Lissabon á þing jafnaðarmanna. En áríðandi innanríkismál komu í veg fyrir það. Daginn áður hafði Palme rætt lengi símleiðis við vin sinn Willy Brandt. Á þýsku ræddu þeir uppá- haldsefni Olofs, friðinn í heiminum og óvini hans, spennuna í samskipt- um austurs og vesturs, um heimsókn Palme til Hiroshima. Á síðasta degi lífs síns ók Palme klukkan stundarfjórðungi fyrir níu að morgni í Saab-bifreið lífvarða sinna til konunglega tennisklúbbsins við Lidingövágen. Hann lék tennis við Harry Schein formann bankaráðs Investment-bankans sem er fyrrver- andi eiginmaður leikkonunnar Ingrid Thulin. Schein var einn af bestu vin- um Palme. Eftir leikinn fóru þeir saman í gufubað. Schein segir: „Hann var fullkomlega rólegur." Engin furða, Palme naut þess að sigra, ekki bara á tennisvellinum. Síðan hélt Palme til Ströms skraddara til að skipta fötum sem Lisbet konu hans féll ekki við. Klæðskerinn sagði að Palme hefði verið mjög skrafhreif- inn. í Rosenbad, stjómarráðshúsi Svía, fór Palme yfir dagskrá dagsins með einkaritara sínum, Ann-Marie Wills- on: Heimsókn norska sendiherrans og viðtal við Statsanstálld, dagblað verkalýðshreyfingarinnar. Hjá sænskum ríkisstarfsmönnum fara föstudagar að mestu í undirbúning undir helgina. Palmevarilla við lífverði Palme þurfti ekki að sinna fleiri embættisverkum utan veggja stjórn- arráðsins. Því sendi hann lífverðina heim fyrir hádegisverð. Honum var sérlega illa við lífverði. Þegar hann var í Stokkhólmi gekk hann tvisvar til þrisvar á dag án fylgdar frá stjómarráðinu til heimilis síns að Vásterlángatan 31. Aldrei hafði nokkuð komið fyrir. Honum fannst hann öruggur. Þess vegna vildi hann ekki heldur að heimili sitt væri vakt- að. Fram að hádegi var Palme í prýði- legu skapi. En þegar hann kom til hádegisverðar í matsal stjómarráðs- ins klukkan 13.15 var hann þung- búinn á svip. Hann skóflaði í sig matnum og sagði vart orð áður en hvarf úr salnum. Ekki hefur enn tekist að skýra hvað kom honum svona úr jafnvægi milli klukkan hálfeitt og kortér yfir eitt. Stuttu fyrir klukkan þijú kom Ingvar Ygeman ritstjóri Statsanst- álld“ til að taka viðtalið. Samræð- umar voru á víð og dreif en undir Iokin barst talið að íþróttum. Palme dró ljósmynd upp úr skúffu sinni. Þar mátti sjá hann sem markvörð íshokkíliðs. Palme sagðist hafa með Þessi mynd var tekin af Palme daginn sem hann var myrtur. Kortið sýnir morðstaðinn og næsta umhverfi hans. leynd farið í tíma í hnefaleikum til geta varið sig gegn hinum sterkari í bekknum sínum. Hann þoldi aldrei menn sér fremri. Eftir viðtalið stóð Palme á fætur og gekk að glugganum til að ljós- myndarinn fengi meiri birtu. En ljósmyndarinn John Wáhlbáij varaði hann við: „Ég held þér ættuð ekki að standa svo nærri glugganum Olof, það er hættulegt". Palme gekk eitt skref til baka og þagði. Síðan sneri hann sér við og sagði þurr- lega: „Já maður veit aldrei hvað bíður manns þama fyrir utan." Sá hann örlög sín fyrir? Naumast en hann vissi að hann átti marga fjendur. Hann var vanur að salla andstæðinga sína niður í pólitískum umræðum, Svíar kölluðu það „geril- sneyðingu". Andstæðingar Palme óttuðust mjög hæfileika hans til að greina veikleika manna og notfæra sér þá. Það er ekki líkt Svíum. Stjómmál í Svíþjóð hafa löngum ein- kennst af málamiðlun en ekki sigri eins manns á öðrum. Olof Palme kvaddi blaðamennina með þeim orðum að hann ætlaði um kvöldið á myndina Hundalíf. Klukk- an fimm síðdegis las hann Ingu-Lenu Wallin, einkaritara sínum, fyrir bréf til 11 ára snáða sem vildi fá að vita hvaða íshokkístjömur væru í uppá- haldi hjá forsætisráðherranum. Síðan ræddi hann stuttlega við ráðu- neytisstjórann sinn, Ulf Dahlsten, um ræðu sem hann átti að halda á næsta mánudegi á þingi Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn. Uppúr sex gekk Palme heim á leið. Dularfullt innbrot Um klukkan sjö ræddi Palme í síma við son sinn Márten. Þeir ákváðu að fara saman í bíó en ekki á Hundalíf heldur á Mozartbræður í Grand-kvikmyndahúsinu. Skömmu áður hafði Bo Náslund ritstjóri dag- blaðsins Arbetet hringt í Palme og Sviðsetning morðsins sagt honum frá niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Samkvæmt henni hafði Jafnaðarmannaflokkur Palme aldrei verið jafn óvinsæll síðan Palme tók við forsætisráðherraemb- ættinu af Tage Erlander. Um sama leyti og Palme talaði við Náslund var brotist inn í tölvudeild dómstóla í Stokkhólmi. Gögnum um mál sem höfðað hafði verið á hendur Palme vegna skattamisferlis var stolið. Árið 1985 hafði skattstofan tekið eftir því að Palme hafði ekki talið fram 5000 dala greiðslu frá Harv- ard-háskóla fyrir fyrirlestur sem hann hélt þar. Erfitt er að ímynda sér að þarna hafi verið um tilviljun að ræða. En hví var brotist inn og einmitt á þess- um degi? Við því hafa engin svör fengist. Einnig um sama leyti tók lista- verkasali nokkur eftir tveimur mönnum sem höfðust við í anddyri bústaðar forsætisráðherrans. Þeir töluðu svo hátt að handan götunnar mátti greina hvert orð. Vitnið segist hafa dregið þá ályktun af samræð- unum að mennimir gættu hússins. Hann furðaði sig á því að öryggislög- reglan skyldi þurfa að notast við „slík mannhrök" til að gæta forsæt- isráðherrans. En mennimir tveir voru ekki á vegum lögreglunnar. Palme hafði nefnt það við Ingvar Ygeman fyrr um daginn að hánn ætlaði í bíó. En að hann yrði án lög- reglufylgdar, það vissi einungis lögreglan. Og morðinginn eða morð- ingjamir gátu ekki vitað á hvað mynd hann ætlaði. Það vissu bara fjórar manneslqur, Olof og Lisbet auk sonarins Mártens og unnustu hans Ingrid Klering. Samsæris- mennimir hlytu að hafa hlerað síma Palme til að fá vitneskju um það. En að einhveijir utan lögreglunnar og símamálastofnunarinnar hafi búnað til að hlera síma forsætisráð- herra Svíjóðar er nær útilokað. Lisbet og Olof Palme fóru heiman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.