Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 B 17 Afmæliskveðja: Dr. Sveinn Þórðarson fyrrv. skólameistari 75 ára er í dag, 10. janúar, dr. Sveinn Þórðarson, fyrrum skóla- meistari á Laugarvatni. Hann veitti Menntaskólanum að Laugarvatni forstöðu frá stofnun hans 12. apríl 1953 til 1958 er hann fékk ársor- lof, en lét af fullu starfi við skólann 1959. Hlutur hans í mótun skólans fyrstu árin er stór og verður seint ofmetinn. Hann hefur nú um langt skeið verið búsettur fjarri ættlandi sínu. Því þykir mér við hæfi að biðja Morgunblaðið fyrir afmæliskveðja til hans héðan frá Laugarvatni. Þegar Sveinn tók við stjórn hins nýstofnaða menntaskóla árið 1953 hafði Héraðsskólinn á Laugarvatni að bæta um fyrir öðrum og búa við ófullnægjandi aðstæður. Ekki er það þó einhlítt sem betur fer. Og ég veit að það gladdi Svein einlæg- lega er loks var hafist handa um uppbyggingu skólans á sjöunda ára- tugnum, — þegar árangur af brautryðjendastarfinu fór að verða lýðum ljós. Eftir að Sveinn fór frá Laugar- vatni hefur hann verið háskóla- kennari vestan hafs, lengst af í Kanada, og þar er hann nú búsett- ur, nálægt slóðum Klettafjalla- skáldsins. Skólanum, sem hann mótaði á erfiðustu árum hans, hef- ur hann ætíð sýnt áhuga og margvíslega rækt, m.a. með bóka- gjöfum. Hlýjan þakkarhug bera Laugvetningar til hans og fjöl- skyldu hans. Konu hans, Þórunni Hafstein, og börnum þeirra, Mar- inó, Þórði og Ellen, kynntumst við, þáverandi nemendur skólans, og minnumst þeirra kynna allra með ánægju. Ég árna Sveini, konu hans og bömum og fjölskyldum þeirra allra heilla á merkisafmæli. Kristinn Kristmundsson Tólvuskóli GJJ veitt menntaskólakennslu í fram- haldsdeildum undir stjóm Bjama Bjamasonar skólastjóra — í 6 ár. Sveinn settist því að vissu leyti í gamalt bú og nokkuð grónar hefð- ir. Ég efast um að menn hafi almennt gert sér ljóst hvílíkum erf- iðleikum það var bundið að mynda við slíkar aðstæður sjálfstæða og fullburða menntastofnun, sem um leið hlaut að verða því háð að far- sæl samvinna tækist við þá skóla sem fyrir vom á staðnum og ML var af sprottinn. Aðstaða öll var þröng og ófullnægjandi og mjög erfiðlega gekk, þegar á reyndi, að fá þær umbætur á húsnæði skólans sem allt var undir komið. Engu að síður lánaðist Sveini að móta skól- ann svo á þessum erfiðu frumbýl- ingsámm að hann nýtur þess enn, 30—40 ámm seinna, á margan hátt. Vitanlega stóð Sveinn þar ekki einn að verki. En nánari athugun á sögu skólans á þessum ámm mun leiða hlut hans æ betur í ljós. Okkur nemendum Sveins skóla- meistara verður, að ég hygg, minnisstæðust elja hans og ósér- hlífni. Hann virtist óþreytandi að sinna hinum daglegu þörfum skól- ans og nemenda hans. Engum duldist metnaður hans fyrir skólans hönd, og flestir þeir, „er nokkur þrifnaður var yfir“, hrifust með af kappi hans og atorku. Sömu ein- kenna gætti í kennslu hans, og oft hef ég undrast — í ljósi reynslunnar fyrr og síðar — hve undraverðum árangri hann náði í að kenna mála- deildarfólki eðlisfræði og stjömu- fræði. Um aðra kennslu hans get ég ekki dæmt af eigin raun en mik- ið orð fór af heftni. Með þeim metnaði fyrir hönd skólans og því kappi í öllu starfi sem einkenndi Svein á þessum ámm hlutu það að verða honum von- brigði hve treglega gekk að koma áfram þeirri uppbyggingu skólans sem fyrirhuguð hafði verið. Ég hygg að þau vonbrigði hafi átt vem- legan þátt ( þeirri ákvörðun hans að hverfa frá skólanum miklu fyrr en menn höfðu vænst. Slík virðist því miður oft verða reynsla þeirra sem leggja á sig margfalt erfiði við NÁMSSKRA VO R • • M 1^.1 00 00 i. KENNT HJÁ GÍSLA J. JOHNSEN, NÝBÝLAVEGI 16, KÓP. KENNT HJÁ SKRIFSTOFUVÉLUM, KLAPPARSTÍG 25-27, RVÍK NÁMSKEIÐ TÍMI JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNI GRUNNNÁMSKEIÐ 9-16 11. 1. 22. 14. 6. 25. 16. 6. STÝRIKERFI 1 9-16 12.-13. 2.-3. 23.-24. 15.—16. 26.-27. 7.-8. 17.-18. 7.8. STÝRIKERFI 2 9-16 10. WORD PERFECT - RITVINNSLA 9-16 7.-8. 25.-26. 18.-19. 7.-8. 28.-29. 28.-29. 30.—31. 13.-14. WORD PERFECT - FRAMHALD 9-16 28.-29. 17.-18. 9.-10. . WORD — RITVINNSLA 9-16 29. 1. 19.-20. WORD - FRAMHALD 9-16 7.-8. PLANPERFECT 9-16 8.-9. 11.-12. MULTIPLAN TÖFLUREIKNIR 8:30-12:30 27.-29. 18.-20. TÖLVUÞJÁLFUN 8:30-12:30 1.-19. 7.-25. „DESKTOP PUBLISHING" 8:30-12:30 22.-26. 25.-29. LOTUS 123 9-16 2.-4. 16.-18. LOTUS 123 FRAMHALD 8:30-12:30 25.-27. dBASE III PLUS 9-16 28.-30. dBASE III PLUS FRAMHALD 8:30-12:30 12.-15. FRAMEWORK III 13:30-17:30 15.—19. ÓPUS - FJÁRHAGSBÓKHALD 9-16 18. 15. 21. 18. 15. ÓPUS - VIÐSKIPTAMANNABÓKHALC 9-16 19. 16. 22. 19. 26. ÓPUS - BIRGÐIR OG SALA 9-16 20. 23. 27. ÓPUS - INNFLUTNINGUR 9-16 24. LAUN - ÁRAMÓT 9-12 6. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 641222. Athugið möguleika ykkar á að sækja um styrk fyrir námskostnaði úr starfsmennt- unarsjóði ef þið tilheyrið stéttarfélagi. í- & Nýbýlavegi 16. Sími 641222. Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004. SKRIFSTOFUVELAR H.F. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.