Morgunblaðið - 28.02.1988, Síða 5
88vi HAúaaara .82 auoAauMnus .aiGAJavruoaoM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1988
Nú gerist það æ algengara
að átökunum Ijúki með skothvelli
og blóðtaumi úr dánu barni
SJÁ: SKÁLMÖLD
þjóðfélagið. „Bömin okkar eiga sér
enga von, þeirra bíður engin at-
vinna, engin framtíð, aðeins eiturlyf
og ofbeldi," segir Cynthia Davis,
einn af stofnendum samtaka, sem
kallast SOSAD (skammstöfun fyrir
Björgum sonum okkar og dætrum).
SOSAD krefst strangari laga um
byssueign og vill að lögunum verði
breytt þannig að réttur fómar-
lambsins verði ekki fyrir borð bor-
inn. „Nú er tekið miklu mildilegar
á þeim, sem brýtur af sér, en bam-
inu, sem er meitt eða deytt," segir
Davis.
Bamasálfræðingar, foreldrar og
aðrir, sem láta sig þessi mál varða,
beina einnig spjótum sínum að sjón-
varpinu en SOSAD segir, að Banda-
ríkjamaður, sem náð hefur 19 ára
aldri, hafi þá orðið vitni að 22.000
manndrápum á sjónvarpsskermin-
um.
í New York er þess nú beðið
með nokkurri eftirvæntingu, að nýr
maður taki við yfirstjóm mennta-
mála í borginni. Heitir hann Ric-
hard Green en hann hefur á sér orð
fyrir að vera harður í hom að taka.
Verður hann jafnframt fyrsti svert-
inginn til að stýra þessum erfiða
málaflokki.
Um það bil einn nemandi af
þremur flosnar upp úr námi í skól-
um New York-borgar og segir í
nýlegri skýrslu borgarstjórans um
skólakerfíð, að „skelfílega stór hluti
nemendanna fái þar ekki þann und-
irbúning, sem lífíð sjálft og raun-
veruleikinn krefjist". Vandinn er
þó bara sá, að mörg fátæk borgar-
böm em einmitt að læra hvemig
þau eigi að komast af á götunni
þar sem foreldrar þeirra hafa háð
sína hildi ámm saman.
ANGUS FINNEY
JARÐNESKT SLYSI
Hugsuðuríim í hásætinu
hafa verið upp fýrir fíla, vísunda
og antílópur. A síðasta áratug var
hins vegar mikið um að veiðiþjófar
sæktust eftir górillum, sem þeir
seldu svo til dýragarða erlendis.
Fyrir skömmu var opnaður dýra-
spítali í Kinigi, 80 mílum norður
af Kigali, höfuðborg Rwanda. Þar
verður gert að sámm górilla, sem
hafa lent í gildrum eða orðið fýrir
sámm af öðmm sökum.
- REUTER
Það er ekki alltaf tekið út með
sitjandi sældinni að vera her-
stjóri og hæstráðandi til sjós og
lands, því þótt slíkur valdsmaður
geti bannað blöð og aðra fjölmiðla
getur hann ekki 'neytt fólk til að
lesa það sem hann hefur sjálfur
sett á blað. Gott dæmi um þetta
er Manuel Noriega, hershöfðingi og
ráðamaður í Panama. Hann situr
uppi með hinn mesta sæg af van-
þakklátum þegnum, sem vilja ekk-
ert vita af ritverkinu hans: „Hugs-
anir, kenningar og fordæmi Nori-
ega hershöfðinga".
Þetta glæsilega verk er safn
skáldlegra íhugana. Hugsun 90 er
til dæmis svona: „Noriega hers-
höfðingi er jarðneskt slys í tíma og
rúmi,“ og Hugsun 87 flytur okkur
þessa gullvægu speki: „Þeir einir
geta unnið skítverkin, sem hafa
óflekkaðar hendur."
Síðamefnda spakmælið á að
sjálfsögðu við um friðelskandi
stjómarherinn og sjálft Jarðneska
slysið, það sem bandaríski öldunga-
deildarþingmaðurinn Jesse Helms
kallar „mesta eiturlyfjasmyglara á
vesturhveli jarðarí'. Annar misskiln-
ingur af þessu tagi snýst um vopna-
smygl, pólitísk morð og smygl á
IBM-tölvum til Kúbu.
Dómstóll í Florida hefur ákært
Noriega formlega fyrir eiturlyija-
smygl, en hann hefur svarað fyrir
sig með því að halda því fram, að
Bandaríkjastjóm hafi krafist sam-
vinnu hans um innrás í Nicaragua
árið 1985. Hann fullyrðir líka, að
áróðurinn gegn sér sé íiður í tilraun-
um til að koma í veg fýrir, að Pan-
amabúar fái full yfírráð yfir Pan-
amaskurði, en því miður virðist al-
menningur í landinu tilbúinn til að
trúa öllu illu um hugsuðinn í hásæt-
inu.
Þegar Noriega fór öllum að óvör-
um til Dóminanska lýðveldisins í
janúar efndi lýðurinn til hátíðar á
götum úti, en þessi óskammfeilni
fögnuður breyttst í andhverfu sína
þegar Noriega sneri aftur og lýsti
því yfír, að með brottförinni hefði
hann bara verið að egna gildm fýr-
ir óvini sína. Sannleikurinn var hins
vegar sá, að þetta var önnur tilraun
Noriegas til að vera viðstaddur
brúðkaup dóttur sinnar.
Hin dóttirin gifti sig fyrir nokkr-
um mánuðum og átti brúðkaupið
að fara fram í glæsilegum ráð-
stefnusal, sem byggður var sérstak-
lega vegna fegurðarsamkeppninnar
Ungfrú Heimur. Hafði gestunum
verið heitið kampavínsflöskum með
áletruðu nafni sínu, en af því varð
ekkert vegna uppþota og mótmæla,
þannig að veislan endaði sem fá-
mennt fjölskylduboð. Var hún hald-
SAM BUÐARVAN DAMALI
NORIEGA — Landar hans kunna
ekki að meta hann.
in í ríkmannlegum húsakynnum
Noriega í Panamaborg, allt of
ríkmannlegum, segja gagnrýnend-
ur hans, fyrir foringja í hemum.
Óvinir Noriega þreytast seint á
óhróðrinum um hann. Landflótta
Panamamaður hélt því nýlega fram
í viðtali við Harpers’s-tímaritið, að
þegar Noriega hefði stjómað hem-
um í norðurhéruðum landsins á
sjötta áratugnum hefði hann
nauðgað stúlku, en verið keyptur
út úr klandrinum af guðföður
sínum, Omar Torrijos, fýrrverandi
einræðisherra. „Niður með ananas-
andlitið,“ hrópar svo lýðurinn á sinn
smekklausa hátt, þótt Noriega geti
sjálfur ekkert að því gert, að hann
er dálítið slæmur í húðinni.
Frá árinu 1981 hefur Noriega
losað þjóð sína við þtjá herráðs-
foringja og fjóra forseta, enda hefur
Hugsun 87 alltaf verið honum efst
í huga.
STUART WAVELL
Kvenfólkinu
finnst karlamir
ansi tómir
Það er mikið los á hjónaböndum
í Sovétríkjunum og ástæðan
er sú, að ungar konur hafa yfirleitt
svo mun betri menntun en mennim-
ir þeirra, að þær verða dauðleiðar
á fáfræði þeirra og andleysi. Þetta
em niðurstöður þjóðfélagsfræðings
eins og hann setti þær fram fyrir
skömmu í Nedelju, sem er vikulegt
fylgirit Izvestiu.
Vaxandi ósamræmi í menntun
karla og kvenna varð fyrst vart
árið 1970, en þá leiddi könnun í
ljós, að af hverjum 1.000 manns á
þrítugsaldri voru 59 konur með
langskólamenntun en ekki nema
41 karlmaður. Af þeim sem lokið
höfðu starfsmenntun úr framhalds-
skóla vom konumar 159 talsins en
karlmennirnir einungis 93, en af
þeim sem lokið höfðu almennri
menntun í framhaldsskólum vom
312 konur og 291 karlmaður. Kon-
AÐFORl
Lofsöngnrinn
um tóbakið líðst
ekki lengnr
Þegar ég lagði fram fmmvarpið sagði ég
að nú yrði stríð, tóbaksverksmiðjumar
ætluðu sér að beijast og þær hefðu heldur
ekki tapað mörgum orustum í sögu tóbaks-
iðnaðarins," segir Jake Epp, heilbrigðisráð-
herra Kanada.
Það varð enda stríð en tóbaksiðnaðurinn
er raunar að tapa því. Forkólfar hans óttast
nú að fmmvarp heilbrigðisráðherra boði hmn
í starfsgreininni.
Samkvæmt fmmvarpinu verða allar tóbaks-
auglýsingar gerðar útlægar úr dagblöðum um
leið og nýju lögin ganga í gildi. Frá og með
næstu áramótum verður og bannað að aug-
lýsa tóbak á götum úti og í tímaritum. Enn-
fremur verður tóbaksframleiðendum óheimilt
að kosta útsendingar á íþróttum og menning-
ardagskrám í sjónvarpi og annars staðar.
Ha-Ml reyKir FOG oq ero.
immiwn
Heilbrigðisráðherrann vísar á bug þeirri
fullyrðingu tóbaksframleiðenda að samkvæmt
stjórnarskránni hafi þeir fullan rétt til þess
að auglýsa vöm sína. „í málfrelsi felst ekki
réttur fólks til að færa banvæna afurð í þokka-
fullan búning og láta líta svo út sem hún sé
æskileg frá félagslegu sjónarmiði," segir hann.
Forráðamenn auglýsingastofa segja að aug-
lýsingabannið muni valda þeim tugmilljóna
tekjutapi. Formaður samtaka tóbaksframleið-
enda í Kanada efndi til blaðamannafundar
fyrir skömmu, sat þar keðjureykjandi og
skýrði svo frá að 2.500 manns í auglýsingaiðn-
aðinum myndu missa vinnuna ef bannið næði
fram að ganga.
Heilbrigðisráðherrann lagði fram fmmvarp
sitt vegna þess að tóbaksauglýsendur vom
famir að höfða til annarra hópa en áður,
æskufólks, með því að leitast við að tengja
reykingar heilsusamlegum athöfnum á borð
við skíðaiðkun, siglingar og almennt félagslíf.
Lynn McDonald, stjómarandstöðuþingmað-
ur, sem er stuðningsmaður framvarpsins og
mikill baráttumaður gegn reykingum, segir:
„Okkur er fullkunnugt um hvers vegna tóbaks-
framleiðendur þurfa að auglýsa. Það er vegna
þess að árlega látast 35.000 Kanadamenn af
völdum sjúkdóma sem tengjast tóbaksreyking-
um. Þeir hafa skipt við tóbaksframleiðend-
urna. Um það bil 350.000 reykingamenn, eink-
um menntaðir fullorðnir karlmenn, em hins-
vegar að snúa baki við sígarettunum. Þess
vegna þurfa tóbaksfyrirtækin að verða sér úti
um nýja viðskiptavini.“
- REUTER
ur vom fjölmennari en þeir á öllum
öðmm menntastigum.
Vitaly Perevedentssev þjóðfé-
lagsfræðingur segir meðal annars
í grein sinni: „Ein aðalástæðan fyr-
ir ágreiningi og erfiðleikum í hjóna-
böndum er sú, að giftar konur era
óánægðar með það menningarstig
sem eiginmenn þeirra em á. Karl-
menn í Sovétríkjunum hafa minni
menntun og lakari gmnn menning-
arlega en konurnar, og bilið fer
stöðugt breikkandi."
Og þjóðfélagsfræðingurinn held-
ur áfram: „Nýjustu upplýsingar
sýna sívaxandi bil á milli kynjanna
í þessum efnum. Þrír af hverjum
fjómm leikhúsgestum, gestum á
listsýningum og viðskiptavinum
bókasafna em konur. Konur lesa
bækur og tímarit en karlmenn láta
sér yfirleitt nægja dagblöð og þá
einkum öftustu síðuna, þar sem
íþróttimar em, veðurspáin og sjón-
varpsdagskráin.
„Ein helzta ástæðan fyrir þessu
er sú, að margar starfsgreinar sem
karlmenn hafa einokað, hafa fallið
í áliti, en kvennastörf, svo sem
sagnfræði, málvísindi og sálfræði
hafa vaxið að vegsemd og virð-
ingu.“
Greinin er framlag til umræðu
um úrbætur í menntamálum, sem
fram fer þama eystra um þessar
mundir. Þar var einnig harðlega
gagnrýnd sú aðferð sem viðhöfð er
við herkvaðningu.
Þar segir: „Ef ungum manni
tekst að fá inngöngu í æðri mennta-
stofnun er hann venjulega kvaddur
í herinn eftir skamman tíma. Og á
meðan hann gegnir herþjónustu
glatar hann smám saman þeirri
þekkingu, sem hann hefur aflað
sér, dregst aftur úr skólasystmm
sínum og gengur illa að taka upp
þráðinn að nýju.“
Þótt konur séu betur menntaðar,
em launin yfírleitt lægri í þeim
starfsgreinum, sem þær kjósa sér.
Rúmlega 70% af kennurum og
læknum em konur og meðallaunin
um 6.000 krónur á mánuði, en
mánaðarlaun verkamanna í Moskvu
em yfírleitt helmingi hærri.
- MARTIN WALKER