Morgunblaðið - 28.02.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 28.02.1988, Síða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 „Ef þú veist ekki hvem á að ráða til starfa, veldu þá þann eldri. Hann deyr fyrr“, sagði Sigurður Nordal af visku sinni. Ekki kannski úr vegi að minna á þetta ágæta ráð í sívax- andi vanda við að finna út úr því hver skal setjast í opinberar stöður. Allir vita að vísu hver er hæfastur í stöðuna, það er að segja allir sem ekki koma til með að sitja uppi með starfsmanninn eða bera ábyrgð á því sem hann gerir þar eða gerir alls ekki. Vita kannski réttara sagt hver á rétt á stöðunni. Og rétturinn sá byggir á einu - prófum og í ann- an stað á löngum starfstíma. Orðtæki segir að í starfi gildi 75% umgengni við fólk og 15% menntun. Hálfkæringur kannski, en felst ekki þama sannleikskom? Dálítið stórt kom? Maður sem eitt sinn sat í háal- varlegri nefnd um ráðningu háskóla- kennara lenti í því - sem svo margir aðrir - að einn þeirra umsækjenda sem ekki fékk stöðuna réðist að honum með skömmum og offorsi. Þetta væri hneyksli, hann sem hafði lang besta menntun í þessa stöðu og átti rétt á henni. Þegar maðurinn hitti næst virtan erlendan mann í faginu, sem hafði verið fengin til liðs í dómnefndina, sagði hann hon- um frá þessari óþægilegu uppá- komu. „Einmitt", sagði erlendi fræðimaðurinn.„Þetta sannar ein- mitt að við gerðum rétt. Hann var ekki sá hæfasti í starfið." Tilefni þessarar sögu var spjall okkar um stöðu- og styrlcjaveitingar í litlu samfélagi eins og íslandi og undirrit- uð lét þau orð falla í hálfkæringi, að fyrir utan mikla vinnu og kannski erfíðar ákvarðanir í úthlutunar- nefndum og stjórnum stofnana um mannaráðningar, þá væri maður allt eins víst að skjóta úr hendi sér minn- inngargreinunum - æðsta hnossi allra íslendinga - og jafnvel mundu fáir koma í jarðarförina. Flestar stöður og verðlaun eru þeirrar óþægilegu náttúru að þar kemst aðeins fyrir einn. Mikið amstur mun það leysa þeg- ar prófin ein eru farin að gilda í samkeppni um stöður. Þá þarf enga nefnd eða stjórn, bara reiknitölvu. Mundi létta mörgum lífið og ekki styggja meinta jarðarfarargesti. Prófín mætti setja upp í stigatöflu í eitt skipti fyrir öll. 20-30 ára göm- ul próf gilda jafnt sem ný, burt séð frá því sem viðkomandi hefði sýnt af sér síðan, eins og einn stöðugagn- rýnandinn notaði nýlega í saman- burði sínum á hæstaréttardómara- efnum. Hvað er líka fólk sem þekkir vinnustaðinn að blanda í þetta mat á því hvers konar menntun kemur sér þar best miðað við þá starfs- hæfni sem fyrir er eða kjósa fjöl- hæfni umfram mikla sérhæfni á litl- um vinnustað með fáum starfsmönn- um? Ekki er þetta svo slæmt, líka má stundum taka tillit til langs viðver- utíma á staðnum - ennþá. í því ljósi að reynsluþekking komi í góðar þarf- ir - fyrir nú utan fyrmefnt hagræði af því að sá með langa starfsaldur- inn víkur líklega fyrr af vettvangin- um. En segir reynsluþekkingin eða sérþekkingin með láði eitthvað um það hvort viðkomandi kunni að um- gangast fólk eða geti það yfirleitt. Ef hann hefur nú skapbresti um- sækjandans um háskólastöðuna, sem að ofan getur? Er svo viss um eiginn lærdóm að hann getur ekki tekið öðru mati eða öðrum skoðun- um? Er sá sem ekki hlustar á aðra t.d. líklegur til að endurhæfast á þessari hraðfleygu stundu á öllum sviðum? Ef hann talar niður til ann- arra minna menntaðra á vinnustað og þeirra sem eiga undir hann að sækja, af því hann veit svo mikið í krafti lærdóms síns - sem eflaust er rétt - er hann þá líklegur til að koma málum fram eða fá aðra til liðs? Og ef langi starfstíminn skyldi Full lenging og útvíkkun beina á sér oftaststað til 20 ára aldurs. Mesta vaxtarskeið drengja er í kringum 12-14 ára aldurinn og stúlkna um 10-12 ára. rrtéi Fólk sem hreyfirsig mikið hefurmeiri beinmassa á efri árum en þeirsem hreyfa sig lítið. Þéttni og þykkt beina eykst þar til um fertugsaldur. Mikilvægt erað bein hafi náð fullum styrk og þroska þegar úrkölkun ágerist. Einnig verðurað gæta þess að fá nægilegt kalk úr fæðunni til að hamla á móti beingisnun. Til þess beinabygging verði eðlileg þarfhlutfall hinna ýmsu steinefna í fæðunni að vera rétt. í mjólk eru þessi hlutföll mjög hagstæð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.