Morgunblaðið - 28.02.1988, Qupperneq 15
r
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988
B »15
nú einmitt benda til þess að sá hinn
sami nýtist einmitt ekki í nýja starf-
ið, kannski hvergi, eða þá að hann
er mjög hæfur þar sem hann er en
kann t.d. ekki að stjóma verkum eða
fólki? Sem próf í sérfagi og reynsla
í undirmannsstöðu segir lítið til um.
Er kannski æskilegt að öllum sem
á staðinn þurfa að koma líði eins
og ánamaðki á malbiki, eins og Piet
Hein orðar það í þýðingú Helga
Hálfdánarsonar:
Æ heyrðu litli ánamaðkur,
hvað ég skil þig vel
oft hef ég tal af fólki
sem er bara grjóthörð skel;
ég leita um allt að smugu,
já ég leita en finn þó eigi,
og mér líður eins og ánamaðki
á malbikuðum vegi.
Spumingamar ryðjast fram, hver
leiðir af annari. Er það þá umsækj-
anda í hag að hrópað sé upp á torg-
um um kosti hans og galla ef hann
sækir um stöðu? Jafnvel á fórum
alþingis, með orðbragði um annarr-
ar skoðunar-fólk á borð við það sem
við við sáufn öll í sjónvarpinu í vik-
unni frá umræðum um bjór. Detti
nú einhveijum í hug að lítt sé eftir-
sóknarvert að þeim sem undir við-
komandi eiga að sækja, starfsfólki
og aðkomnum, líði eins og ána-
maðki á malbiki og reynslulíkur
benda til að svo verði, er þá til
bóta að kryfja annars ágætlega
hæft fólk á opinbemm aftökustað
í blöðum og mannamótum. Stefnir
ekki í þá átt hjá okkur? Og er þá
líklegt að hæfasta fólkið sæki um
stöðu til að fá slíka krufningu, jafn-
vel opinbera mannorðsaftöku.
Hingað til hafa ráðninganefndir eða
stjómir yfirleitt ekki undir árásum
og áburði um illar hvatir látið draga
sig í yfirlýsingar um mannlega
bresti fólks fyrir það eitt að það
sækir um störf. En hversu lengi?
Kannski að allir mannlegir sam-
skiptaþættir hrapi í þessu samhengi
í verði úr 75% ofan í 0?
En hvers vegna ætli fólk, sem
ekki virðist vilja taka á sig skyldur
sækist svona eftir ábyrgðarstöðum?
Og fólk sem hefur sýnilega ama
af því að umgangast fólk am stjórn-
unar- og þjónustustörf? Kannski til
að afla virðingar og virðingarstöður
fara vel í minningargreininni. Oftar
þó líklega til að hækka í launum.
I allri íslenskri löggjöf og meðfýlgj-
andi reglugerðum hafa réttindi
löngum komið á undan skyldunum
- góður maður sagði mér að skyld-
ur á undan réttindum fyndust að-
eins á einum stað í lögum, og það
hefði orðið fyrir slysni hjá löggjaf-
anum sem lét embættismann af
gamla skólanum lauma því inn. En
í launaskalanum eru skyldur og
ábyrgð síðan hátt metin. Eða er það
ekki það sem borgað er fyrir? Því
hækka menn nú oft í tign og titlum
án þess að breyta um starf - bara
í launum. Ekki alls fyrir löngu
heyrði ég umræðu um að starfs-
maður iiótaði að hætta ef hann
fengi ekki launashækkun. Var þá
spurt hvort ekki mætti bara finna
honum nýtt stöðuheiti. Vildi hann
þá og gat tekið að sér slíkt starf
og það sem því fylgdi af ábyrgð?
Nei, nei, það gat hann ekki eða
vildi. En, sagði einhver, bara ef
hægt er að láta það heita eitthvað,
þá er þeim alveg sama þarna niðri
í ráðuneyti og ekki sá ég betur en
að aðrir samþykktu það. Utan sá
sem þar ræður ríkjum, sennilega
af gamla skólanum. Eru menn ann-
ars nokkuð látnir' afhenda þessa
ábyrgð sem þeim er borgað fyrir?
Eru þeir ekki jafn ábyrgðarlausir
og hinir?
Hvemig ætli þessi gáfaða þjóð,
eins og við auðvitað erum, hafí
annars komið sér í allar þessar
flækjur og ógöngur?
Við eðlilegar aðstæður getur
mjólk dregið úr tannskemmd-
um. Hið háa hlutfall kalks,
fosfórs og magnium er
verndandi fyrir tennurnar.
& í
1 *
Hvernig
ertu inn
viö beinið?
Hefurðu hugsað út í það að beinin eru kalkbanki
líkamans-banki sem er í stöðugri endurnýjun, líka
áfullorðinsárum. Ef líkaminn fær ekki nægilegt kalk
úr fæðunni gengur hann á forða kalkbankans
og úrkölkun beina (beingisnun) á sér stað. Þess
vegna er afar mikilvægt að tryggja sér nægilegt
magn af kalki úr fæðunni alla ævi.
Mjólk og mjólkurvörur eru lang mikilvægasti
kalkgjafinn og alhliða næringargildi mjólkurinnar er
með því besta sem við þekkjum.
Kalkþörfin er mismunandi eftir kyni og aldri frá 2-4
mjólkurglös á dag.