Morgunblaðið - 28.02.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988
3 25
Meiri umfjöllun um keilu
Kæri Velvakandi
Ég vil taka undir með þeim sem
skrifað hafa í Velvakanda og hvatt
til þess að meira verði fjallað um
keiluíþróttina í fjölmiðlum. Stöð 2
hefur staðið sig vel en betur má
ef duga skal. Keilan er orðin mjög
vinsæl íþrótt hér á landi og spurn-
ing hvort keilusalir þyrftu ekki að
vera fleiri. Keilan er íþrótt fyrir
alla fjölskylduna og vil ég hvetja
þá sem ekki hafa kynnst þessari
íþrótt af eigin raun að fara ekki á
mis við hana.
Áliugasamur keilari
Hollur er heimafengmn baggi
Til Velvakanda.
Mér blöskraði að frétta af
nokkrum málglöðum alþingis-
mönnum, sem vilja heldur éta egg
og kjúklinga frá Hollandi, en inn-
lenda framleiðslu. Allur málflutn-
ingurinn bar vott um lítinn skiln-
ing og illvilja í garð innlendrar
framleiðslu. Þeir þykjast ekki vita
að í öllum nágrannalöndum okkar
eru landbúnaðarvörur stórkost-
lega niðurgreiddar. Offramleiðsla
í þessum löndum er áreiðanlega
föl fyrir lítið. En er nokkur framtíð
í því að ætla sér að lifa á gjöfum?
Hvemig gafst Bretum að lifa á
ódýru matvælunum frá nýlendun-
um í fýrri heimsstyijöldinni? Síðan
hafa þeir styrkt sinn landsbúnað
manna mest.
Ég tek fram að ég er hvorki
eggja- né kjúklingaframleiðandi,
en mér líst ekki á að fara að lifa
á hálfgerðum bónbjörgum. Hvað
er það annað, ef við forum að setja
allt okkar traust á molana sem
falla af borðum nágrannanna, það
er af offramleiðslu þeirra, sem
má fá næstum gefins. Hvað segja
Hávamál um þetta?
Bú er betra,
þótt lítið sé,
halur er heima hver.
Blóðugt er hjarta,
þeim er biðja skal
sér í mál hvert matar.
Svo gæti farið að matvæli, sem
eru mjög dýr í ffamleiðslu, yrðu
ekki boðin fram gefíns. En þessir
alþingsmenn okkar virðast hvorki
sjá aftur né fram. Hvar er þjóðin
stödd ef matvælaframleiðslu í
landinu yrði hætt?
Ef nágrannar okkar næðu tök-
um á sinni landbúnaðarframleiðslu
þannig að ekki yrði um offram-
leiðslu að ræða, yrði kannski ekki
hægt að fá þessar vörur gefins,
eða því sem næst. Það er hörmung
að heyra af vörum alþingismanna
slíkt rugl, sem við fengum að
heyra í útvarpi sunnudag og
mánudag, 7. og 8. febrúar síðast-
liðinn. Svo mikill er ákafinn í þess-
um málflutning að farið var með
hann inn í pallborðsþátt Brodda á
sunnudaginn, þar sem enginn var
til andsvara. Það er sjálfsagt auð-
velt fyrir verkfræðing að reikna
út að ódýrara muni vera að lifa á
vörum sem fást því sem næst gef-
ins, heldur en framleiða þær í
Til Velvakanda
Oft er talað um hversu mikið fé
ríkishítin tekur til sín í formi skatta,
tolla o. fl. Því verður ekki neitað
að þetta eru miklar upphæðir en
oft vill það gleymast hversu mikið
fólk fær til baka fyrir þessa pen-
inga. Hér á landi þarf ekki að borga
fyrir læknisaðstoð eða fyrir að
liggja á sjúkrahúsi svo dæmi sé
tekið. í löndum þar sem heilbrigðis-
málin eru ekki á vegum ríkisins
eins og t.d. Bandaríkjunum kostar
læknisaðstoð og sjúkrahúsvist mik-
landinu. E_n hvað lengi stendur
slík dýrð? Ég teldi þessa háttvirtu
alþingismenn vaxa í mínum aug-
um ef þeir bæðu þjóðina afsökunar
á barnaskap sínum.
Steinar Pálsson
ið fé.
Á hinu hefur verið vakin athygli
með réttu að hinu mikla fé sem
ríkisvaldið hefur til meðferðar sé
oft illa varið; og má stundum sjá
þess merki. Eg vil nefna byggingu
seðlabankahúss sem dæmi, hvenær
skilar sú framkvæmd hagnaði?
Ríkið ætti ekki að kasta peningum
í slík gæluverkefni heldur ástunda
að rækja vel þau þjónustuverefni
sem þegnunum eru til hagsbóta.
Eldri borgari
Hvað fáum við fyr-
ir skattana okkar
Glugginn auglýsir
20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar.
Glugginn,
Laugavegi 40, Kúnsthúsinu.
Loftskeytamannatal
Bókin „Loftskeytamenn og fjarskipti" er
til sölu á skrifstofu FÍL í Borgartúni 18,
mánudaga-föstudaga milli kl. 16.00 og
18.00. Sími 13417.
^ ........................ ^
Hæsti vinningur 100.000,00 kr.i
Heildarverðmæti vinninga yfir 300.000,00 kr.
Húsið opnar kl. 18.30.
Nefndin
Símar 35408 og 83033
SKERJAFJ.
Einarsnes
SELTJNES
Látraströnd
MIÐBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
Laufásvegur 58-79 o.fl.
UTHVERFI
Sæviðarsund hærriíölur
GARÐABÆR
Mýrar