Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 29

Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 29
8861 JÍfl'íA .01 fllJOAQUMMUg .QIQAJaMUOflOM ' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 29 huguðum viðræðum við Austur— Þjóðveija um détente („spennuslök- un“) í stað Giinters Gaus, þáv. sendi- herra í Austur-Berlín. Gaus naut trausts austur-þýzkra ráðamanna, en þeir sáu sér meiri hag í því að semja við trúnaðarvin Schmidts, sem hafði þar að auki „góðan" einkarit- ara. Vestur-Þjóðvetjar höfðu komizt að því í ársbyijun að samningamað- ur Austur-Þjóðveija og fulltrúi í Bonn, Michael Kohl, var gamall flugumaður Rússa, en ráðamenn í Bonn vissu að hann naut verndar æðstu manna í Austur-Berlín og töldu hyggilegast að hann og Wischnewski sæju um byijun við- ræðnanna. Áður en viðræðurnar hófust um mánaðamótin ágúst-september ’77 nélt Wischnewski því vandlega leyndu hvaða mál hann hygðist taka fyrir, en Austur-Þjóðveijar vissu það til hlítar að sögn Der Spiegel. Tíma- ritið segir að Willi Stoph, þáv. for- sætisráðherra Austur-Þjóðveija, hafi fyrirfram gert gestum ná- kvæma grein fyrir því hvaða að- ferðum Wischnewski mundi beita, því að hann hafi haft undir höndum afrit af skjali þar að lútandi, sem Wischnewski hafði samið fyrir vin sinn Helmut Schmidt. Lítill vafi leiki á því að Elke Falk hafi komið þessu plaggi til hans. I janúar 1978 þótti ástæða til að kanna í Kanzleramt hvort öryggis- ráðstafanir væru fullnægjandi, en yfírmaður rannsóknarinnar minnist þess ekki nú að hafa heyrt minnzt á Elke Falk. Þá hafði hún raunar hættt störfum í stjórnarráðinu, hvort sem henni var ráðlagt það eða ekki, og fengið sig flutta yfir í samgöngu- ráðuneytið. Þar varð hún einkaritari Heinz Ruhnau ráðuneytisstjóra, núv. yfirmanns Lufthansa, og hélt áfram að senda sæg upplýsinga austur á bóginn. Þá höfðu samningaviðræður þýzku ríkjanna einkum beinzt að samgöngumálum eftir undirbún- ingsfundi Wischnewskis og Kohls og helztu skjöl um þau efni lentu á borði Ruhnaus. Ruhnau kveðst lítið muna eftir Falk, en ráma í að hún hafi ekki staðið sig vel í stykkinu og orðið að hætta að stuttum tíma liðnum. Samt fékk hún stöðu einkaritara hjá öðr- um ráðuneytisstjóra, Alwin Bruck, í svokölluðu „efnahagssamvinnu- ráðuneyti", sem annast aðstoð Bonn við erlend ríki, þegar hún hætti í samgönguráðuneytinu í júlí 1979. Þá var fátt markvert að frétta úr því ráðuneyti, því að Austur- og Vestur-Þjóðveijar höfðu gert með sér samning um samgöngumál nóvember 1978. Seinna kom í ljós að nokkrir þeirra austur-þýzku vöru- bíla, sem fengu að aka til Vestur- Þýzkalands, voru notaðir til njósna. „Hjálpaðumér . . .“ í efnahagssamvinnu-ráðuneytinu hafði Falk greiðan aðgang að skjöl- um, sem fjallað var um á stjórnar- fundum, og skýrslum vestur-þýzku leyniþjónustunnar um „átakasvæði og lönd Þriðja heimsins, t.d. Nic- aragua, Suður-Afríku og Angola“. Auk þess hélt hún áfram að senda upplýsingar um sögusagnir og slúð- ur í Bonn. í fyrra var hún flutt í „Evrópudeild" ráðuneytisins að eigin ósk, þar sem hún kvaðst vilja reglu- legri vinnutíma. Starfsfélagar henn- ar bera henni vel söguna, segja að hún hafi helgað sig starfinu og for- eldrum sínum og verið „ómissandi hjálparhella" yfirmanna sinna. Frk. Falk fékk aðeins 20.000 mörk (460.000 kr.) að launum frá Austur-Þjóðveijum. Skýrslum sínum til Austur-Þjóðveija stakk hún inn um bréflúgur á Bonn-svæðinu. Hún hefur sagt í yfirheyrslum að sam- bandi hennar og „Thieme" sé lokið og að hún hafi færzt undan því að taka að sér fleiri verkefni fyrir Aust- ur-Þjóðveija og ekki sent þeim upp- lýsingar upp á síðkastið. En helgina áður en hún var tekin höndum var hún í Austur-Þýzkalandi og grunur leikur á að þá hafi hún afhent „Thieme“ nýjar upplýsingar. Frá Austur-Þýzkalandi fór Elke ásamt föður sínum til Seefeld í Aust- urríki til að renna sér á skíðum. Tveimur dögum eftir að hún kom heim var hún handtekin. Þegar hún hafði verið yfirheyrð í eina klukku- stund fékk hún að hringja í föður sinn og hún sagði snöktandi: „Pabbi, ég hef ekkert gert af mér.“ Faðir hennar reyndi að róa hana og sagði: „Ég veit það.“ „Hjálpaðu mér, ég veit ekki mitt ijúkandi ráð! Líf mitt er í rúst!“ hrópaði hún. Strokumaðurinn Sama dag var tilkynnt að Ulrich Fuchs, annar æðsti maður sam- göngufýrirtækis austur-þýzka ríkis- ins, DeuTrans, hefði hlaupizt undan merkjum þegar hann kom til Vest- ur-Þýzkalands í viðskiptaerindum í byijun marz. Að sögn Bild er Fuchs hafsjór fróðleiks um leiðir og felu- staði njósnara og sendiboða frá Sov- étríkjunum og öðrum austantjalds- ríkjum í Vestur-Þýzkalandi. í hverj- um mánuði aka 3.000 vörubílar Deutrans um vestur-þýzka vegi og margar þeirra eru „hlustunarstöðvar á hjólum“, sem afla Austur-Þjóðveij- um upplýsinga er þeir telja mikil- vægar. Ulrich Fuchs var mikilvægasti strokumaður, sem hafði beðið um hæli í Vestur-Þýzkalandi síðan 1979. Því var neitað í Bonn að upplýsingar hans hefðu leitt til handtöku Elke Falk, en Bild hermdi að frk. Falk hefði verið handtekin vegna uggs um að hún mundi hverfa er hún frétti um strok Fuchs. Fylgzt hafði verið með henni í eitt ár þegar látið var til skarar skríða gegn henni. í tilkynningu um handtökuna sagði að ekki yrði að fullu hægt að meta hve alvarlegt brot hennar væri fyrr en eftir ítarlega rannsókn, sem væri þegar hafin. Gerhard Böden, yfirmaður gagnn- jósnaþjónustunnar í Köln, sagði að njósnir ungfrú Falk hefðu haft „mikla þýðingu", en ekki verið eins alvarlegar og mál Guilllaumes. Hún verður ekki ákærð fyrr en eftir nokkra mánuði. Ef hún verður fund- in sek, sem talið er næsta víst, verð- ur hún dæmd í um átta ára fangelsi. Talsmaður Helmuts Kohls kanzl- ara hefur sagt að handtökur njósnar- anna að undanfömu sýni að gagn- njósnaþjónusta Vestur-Þjóðveija hafi náð sér aftur á strik eftir breyt- ingar, sem voru gerðar á henni 1985, þegar „njósnaraveiðarinn“ Hans- Joachim Tiedge flúði til Austur- Berlínar. í ljós kom að hann var forfallinn diykkjumaður, barðist í bökkum og átti við fjölskylduvanda að stríða. Margir voru handsamaðir eftir flótta Tiedges, þar á meðal nokkrir einkaritarar, sem „kvennagull" frá Austur-Evrópu höfðu leitt í svokall- aða „hunangsgildru" og tælt til njósnastarfa eins og Elke Falk. Kunnust þeirra var Margrét Höke, sem hafði verið forsetaritari í 21 ár. Hún var dæmd í átta ára fangelsi í ágúst í fyrra. Gráhærðir einkaritarar Austur-þýzka leyniþjónustan tel- ur greinilega vænlegt til árangurs að bera víumar í einhleypa, miðaldra einkaritara eins og Höke og Falk. Hundmð slíkra kvenna starfa í Bonn og hafa fengið hið kaldranalega við- umefni die grauen Máuse (gráu mýsnar). Alls hafa 12 miðaldra einkaritarar í höfuðborg Vestur- Þýzkalands orðið ástfangnar af starfsmönnum austur-þýzku leyni- þjónustunnar á sl. 10 ámm og verið fengnar til njósnastarfa. Talsmaður vestur-þýzku leyniþjónustunnar seg- ir: „Ég er hræddur um að mörg fleiri svipuð mál muni koma upp, SJÁ NÆSTU SÍÐU * r' ; piiíöu Anienku! Við fljúgum alls 17 sinnum 1 viku vestur um haf í sumar, til fimm heillandi áfangastaða: BaltimoreAVashington (3), Boston (2), Chicago (3), Orlando (2) og New York (7). Hvern dreymir ekki um að sjá Ameríku a.m.k. einu sinni? Komdu því í verk í sumar. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIÐIR -fyrir þíg- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.