Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
því að þessi aðferð hefur gefíð góða
raun.“
Líklega hafa Austur-Þjóðverjar
2.000 til 3.000 njósnara á sínum
snærum í Vestur-Þýzkalandi og allt
að 10.000 „smáfíska". Erfitt er að
uppræta slíka moldvörpu-starfsemi
af augljósum ástæðum. Sama tunga
er töluð í báðum hlutum Þýzka-
lands, frelsi ríkir í Vestur-Þýzka-
landi og yfírvöld í Austur-Berlín
virðast hafa óseðjandi þörf fyrir
upplýsingar. Austur-Þjóðverjar trúa
á kjörorðið „mennt er máttur" og
telja allar upplýsingar skipta máli,
þótt fæstar þeirra séu leynilegar og
margar þeirra ómerkiiegar. A máli
leyniþjónustumanna heitir þetta
„ ry ksuguaðferðin".
Austur-þýzkum útsendurum hef-
ur víða verið komið fyrir í stjóm-
kerfí Vestur-Þýzkalands, þótt það
virðist tilviljunum undirorpið hvar
þeir eru niðurkomnir. Vestur-Þjóð-
veijar virðast stunda keimlíka starf-
semi austan múrsins, en með öðrum
ráðum. Þýzku ríkin fara því hvort
tveggju nokkuð nærri um hvað vak-
ir fyrir hinu og e.t.v. er þetta ein
skýringin á því að þau ná oft sam-
komulagi, þótt þau séu í ólíkum
hemaðarbandalögum. Hvað sem því
líður telur Frankfurter AUgemeine
gagnkvæmar njósnir Austur- og
Vestur-Þjóðveija „bersýnilega óhjá-
kvæmilegar vegna skiptingar lands-
ins“.
Nýjar aðferðir
í fyrra vom 33 teknir höndum í
Vestur-Þýzkalandi vegna gmns um
að þeir stunduðu njósnir fyrir aust-
antjaldsríki og þessi taia fer oft upp
í 50 á ári. Sumir hinna handteknu
era útsendarar Varsjárbandalagsins,
en flestir em þeir Vestur-Þjóðveijar,
sem hafa verið vélaðir af ýmsum
ástæðum. Dæmi em um að ellilífeyr-
isþegar útvegi leiðaáætlanir almenn-
ingsvagna vestan landamæranna til
að drýgja rýrar tekjur og auðveldi
IHandtökur
veikja
KGB
íVestur-
Þýzkalandi
R U H N A U ráðuneytisstjóri
(1974): „Falk stóð ekki vel í
stykkinu."
þannig smygl á þjálfuðum njósnur-
um til Vestur-Þýzkalands.
Ýmsir hafa verið beittir fjárkúgun
og aðrir hafa þráð að lenda í ævin-
týmm. Fjárkúgun hefur einkum ver-
ið beitt gegn Vestur-Þjóðveijum,
sem hafa skuggalegan feril úr
stríðinu, en þeir er óðum að týna
tölunni og sú aðferð á ekki eins
mikið upp á pallborðið og fyrr. KGB
hefur því bryddað upp á nýjungum
og reynir talsvert að ginna skuldugt
fólk, en telur „heillavænlegast" að
hafa upp á fólki með skapgerðar-
galla, án tillits til þess hvaða starf
það stundar.
Eins og brezka blaðið Sunday
Times bendir á vilja Rússar „vita
allt um Vesturlönd". „Oft vilja þeir
vísindalegar og tæknilegar upplýs-
ingar," segir heimildarmaður blaðs-
ins. „Stundum em þær jafnvel ekki
leynilegar, en það gildir þá einu.
Þeir vilja umfram allt vita hvað fer
fram á ríkisstjómarfundum, hvað
þar er sagt og rætt fram og aftur.“
Þar koma njósnarar eins og
ungfrú Falk að góðum notum og
gagnnjósnarinn Gerhard Böden telur
að þrátt fyrír minnkandi spennu
verði Rússar stöðugt ágengari í
njósnastarfsemi sinni. Hann segir
að þeir vinni greinilega að því að
stækka upplýsinganet sitt í Vestur-
Þýzkalandi og annars staðar í Vest-
ur-Evrópu. Síðustu handtökur í
Vestur-Þýzkalandi hafa veikt þessa
starfsemi, en henni verður haldið
áfram.
- GH
WISCHNEWSKI (t.h.) og KOHL: aukin völd sama dag og
Falk birtist.
S T O P H (t.v.) og GAUS: Austur-þjóðveijar höfðu ljósrit af skjali
um aðferðir Wischnewskis 1977.
Nýir
kjólar.
St. 38-54.
v/Laugalæk
S. 33755.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
ipj!m
zssr”;
■ {£
Viðurkenningarskjal
STÚDÍÓ JÓNÍNU & AGÚSTU
Skeifan 7, simi 689868
Námskeið fyrir eróbikk- og leikfimileiðbeinendur dagana 23. apríl til 1. maí.
Námsefni: Vöðvafræði, hreyfingarfraði, lífeðlisfraði, næringarfraði, uppbygging eróbikktíma, þjálfun
fyrir ófrískar konur, kennslufraði, sálfraði, meiðsli í eróbikk, raddbeiting, tónlistarval, mjúkt eróbikk, hjálp
í viðlögum og hjartahnoð. (Þátttakendur fá skjal frá Rauða krossi íslands.)
Nýtt: Allar nýjustu upplýsingar varðandi eróbikk og músíkleikfimi, kenndar æfmgar, farið yfir skaðlegar
æfingaro.fl. o.fl.
Leiðbeinendur: **Ágústa Johnson, eróbikkleiðb.
Brynhildur Briem, næringarfræðingur
Halldóra Bjömsdóttir, íþr.fraðingur
**Jónina Benediktsdóttir, íþr.fræðingur
**Mark Wilson, eróbikkleiðb.
**Stefán E. Matthíasson, læknir
** Leiðbeinendur voru á námskeiðum í Bandaríkjunum nú í apríl ’88.
Engin þátttökuskilyrði. Innritun í síma 689868. (Síðast komust færri að en vildu.)
Allt námsefni er byggt á námsgögnum sem gefín eru út af IDEA (Intemational Dance & Exercise Association).
Þekking skilar árangri
Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í að bæta heilsu íslendinga.
Því vandaðri sem kennslan verður því fleiri verða með.