Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 36

Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 Fiskur Til allrar hamingju er sá tími að mestu liðinn er húsmæður slægðu ýsuna og skáru í stykki, hentu síðan í fullan pott með saltvatni og létu hana malla, þar til húsbóndinn kom heim og settist með fjölskyldunni að snæðingi. Já, húsmóðirin settist ekki einu sinni til borðs, heldur stóð við vaskinn eða eldhúsbekkinn og borðaði standandi af diskinum. Viðbitið með fískinum var í flestum tilfell- um flot eða þegar meira var haft við, hamsatólg. Enda var fiskurinn ekki í miklum metum á borðum ís- lendinga. Enn eimir af af þessu og fólk segir: „Ég borðaði bara fisk“ og börnin segja: „Oj, bara fiskur." En fiskur er ekki bara fiskur og því síður oj bara. Það gildir um fisk og raunar allan mat að það þarf að vanda matreiðslu á honum og alls ekki sjóða hann í miklu vatn og of lengi. Ekki er þar með sagt að fyrirhöfnin sé meiri. Það er ekkert fljótlegra að matreiða vondan mat en góðan. Mysublandað vatn gerir fiskinn miklu betri og pönnusuða enn betri. Ég met fisk mikils enda vandist ég því í æsku að hann væri vel matreiddur. Nú fæst mikið af alls konar grænmeti, sem er gott að setja á pönnuna með fiskinum. Mín uppáhaldsaðferð, pönnusuða, er þannig, að ég pensla pönnuna með olíu, set fiskinn á pönnuna, lokið á og hefi hægan hita. Aður er ég búin að setja salt og sítrónusafa yfir fiskinn. Ég set grænmeti með á pönnuna. Safi rennur úr fiskinum og blandast soði af grænmetinu og það myndast ljúffengt soð, sem gott er að hræra ögn af hreinum ijómaosti út í. Aðra feiti þarf ekki. Hafa ber í huga að fiskur, þessi holla og ljúffenga megrunarfæða er hvorki holl né grennandi, þegar mikil feiti er höfð með að ég tali ekki um, sé fiskurinn djúpsteiktur. Við ættum að borða grænmeti með öllum fiski, og nú fæst nóg af því. Við eig- um heimsins besta fisk, og vel matreiddur fiskur er ein sú besta og hollasta fæða sem völ er á. Ýsuflak með ávöxtum 1 meðalstórt ýsuflak safi úr V2 sítrónu 1 tsk salt */8 tsk. pipar 2 litlir bananar V2 dós sýrður ijómi 1 tsk. sinnep 1 ms. olíusósa (mayonnaise) 1 dl jógúrt án bragðefna 1 tsk. kam' 15—20 græn vínber 1. Roðdragið flakið, skerið beingarðinn úr því. Skolið flakið og þerrið með eldhúspappír. Legg- ið á eldfast fat. 2. Hellið sítrónusafa yfir flakið, stráið á það salti og pipar og lá- tið standa í 10—15 mínútur. 3. Skerið banana í sneiðar og raðið yfir flakið. 4. Blandið saman sýrðum ijóma, olíusósu, jógúrt, sinnepi og kami, hellið yfir flakið. 5. Skerið vínberin í tvennt, tak- ið úr þeim steina, raðið síðan ofan á sósuna á flakinu. 6. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið lok eða steikingarpappír yfir fatið og bak- ið í 15—20 mínútur. Meðlæti: Soðin hrísgijón eða soðnar kartöflur. Ýsa með fenniku og tómötum 1 stór fennika 2 msk. matarolía 3 meðalstórir tómatar rifinn börkur af 1 sítrónu safi úr V2 sítrónu 1 meðalstórt ýsuflak 1 tsk salt á fiskinn + V2 tsk. á grænmetið V2 tsk. korianderduft (má sleppa) V4 tsk. pipar 1. Skerið sprotana af fennik- unni, notið þá ekki, en geymið Qaðrirnar á endunum og klippið smátt. 2. Skerið rótarendann af fenn- ikunni og svolítið upp með stilkn- um og fleygið, en skerið fennik- una þvert í þunnar sneiðar. 3. Hitið olíuna á pönnu, brúnið fennikuna í 5—7 mínútur eða þar til hún hefur aðeins tekið lit. 4. Afhýðið tómatana með því að láta þá liggja í heitu vatni í 2 mínútur. Flettið húðinni af. Skerið tómatana í bita og setjið á pönn- una ásamt rifnum sítrónuberki, korianderdufti og salti. Setjið iok á pönnuna, minnkið hitann en lá- tið þetta sjóða í 10 mínútur. 5. Roðdragið fiskinn, takið beinagarðinn úr honum, hellið sítrónusafa yfir flakið, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. Skerið í bita. 6. Leggið fískinn ofan á græn- metið á pönnuna, stráið smátt klipptum fjöðrunum ofan á fisk- inn, setjið lokið aftur á pönnuna og látið sjóða við hægan hita í 10—15 mínútur. Meðlæti: Ristað brauð eða soðnar kartöflur. Koli með tómötum og dilli 2 meðalstór kolaflök safí úr V2 sítrónu 1 tsk. salt nýmalaður pipar 4 litlir tómatar V2 msk. saxað ferskt dill (1 msk. þurrkað) 15 g smjör (1 smápakki) 50 g rifinn maribóostur 1. Hellið sjóðandi vatni á roð flaksins og skafíð það vel. Ætlast er til að roðið sé borðað. 2. Hellið sítrónusafa yfír fisk- hlið flaksins, stráið á það salti og pipar. Skerið hvort flak í 2 hluta langsum. Látið standa í 10—15 mínútur eftir að sítrónusafinn og oaltið er komið á. 3. Þvoið tómatana, skerið kross ofan í hvern tómat. 4. Vefjið eina fiskræmu utan um hvem tómat. Hægt er að bijóta hana örlítið saman, sé hún of breið. Leggið á smurt eldfast fat. Látið krossinn á tómötunum snúa upp. 5. Bræðið smjörið, setjið dill saman við. Hellið yfir tómatana. 6. Rífið ostinn og stráið yfír fískinn (ekki tómatana). 7.. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 15—20 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur, snittubrauð og blaðsalat. Lúða með blaðlauk 1 þykk sneið stórlúða, u.þ.b. 700 g 2 tsk. matarolía 1 tsk. salt safí úr V2 sítrónu nýmalaður pipar 1 lítill blaðlaukur 1 dl saltvatn 1 msk ijómaostur án bragðefna 1. Þvoið lúðusneiðina, skerið af henni ugga, þerrið síðan með eldhúspappír. 2. Stráið salti og pipar yfir báðar hliðar lúðusneiðarinnar, hellið yfír hana sítrónusafa og látið standa í 10—15 mínútur. 3. Setjið saltvatn í lítin pott. 4. Kljúfíð blaðlaukinn, skerið af honum gróf græn blöð, en heil- leg mjúk græn blöð má nota. Skerið síðan í 2 sm þykkar sneið- ar og sjóðið í saltvatninu í 7—10 mínútur. 5. Penslið pönnu með matarol- íunni, hafíð miðlungshita. Setjið lúðusneiðina á pönnuna, setjið blaðlaukinn og soðið saman við. Snúið lúðusneiðinni við eftir 3 mínútur. 6. Sjóðið lúðuna áfram á lok- aðrii pönnunni í 12—20 mínútur eftir þykkt lúðunnar. Stingið niður með beininu með hníf til að að- gæta, hvort lúðan er soðin. 7. Hrærið ijómaost út í soðið á pönnunni. Notið gaffal til að jafna ostinn. 8. Berið fískinn fram á pönn- unni. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Athugið; Ef ykkur fínnst sósan af lúðunni of þunn, má hræra ögn af sósumaizenamjöli út í. Glóðarsteiktur silungur 2 silungsflök, u.þ.b. 300 g IV2 tsk. salt V4 tsk. nýmalaður pipar 1 msk sítrónusafi 15 g smjör (1 smápakki) 1—2 msk. sólblómafræ 1. Hellið sjóðandi vatni yfir roðhlið flaksins. Skafið síðan roð- ið vel. Reynið að láta vatnið ékki fara á fískholdið. Betra er að • hreinsa roðið áður en fiskurinn er flakaður. 2. Hellið sítrónusafa yfír fisk- hlið flaksins, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10—15 mínút- ur. 3. Hitið glóðarrist. 4. Bræðið smjörið, penslið roðið með því. Stráið síðan á það sól- blómafræi. 5. Leggið flökin á fat, glóðið í 5 mínútur frekar nálægt glóðinni. Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrá- salat og kryddsmjör. Athugið: Hægt er að nota möndluflögur í stað sólblómafræs, en meiri hætta er á að þær brenni, og þarf því að setja þær á fiskinn 1 mínútu áður en fiskurinn er fullglóðaður. Kryddsmjör: 100 g mjúkt smjör safi úr V4 sítrónu mikið ferskt dill eða steinselja 1. Hrærið smjör og sítrónusfa saman. Klippið dillið eða steinselj- una (notið ekki leggina). Hrærið saman við. 2. Leggið smjörið á álpappírs- bút, veQið saman þannig að þetta myndi lögulega rúllu, 2—3 sm í þvermál. 4. Setjið rúlluna í frysti. 5. Takið úr frysti, skerið í sneið- ar og berið með silungnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.