Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 við hina hefðbundnu framleiðsluat- vinnuvegi, landbúnað og sjávarút- veg, en framfaramál annarra at- vinnugreina og nýsköpun fyrir- tækja á fremur ógreiða leið inn í ríkisfjölmiðlana, nema helst þegar um stórfyrirtæki er að ræða. Iðnnám góð undirstaða frekara tæknináms Ýmsar jákvæðar breytingar hafa verið gerðar á iðnnáminu á undan- fömum árum, er kynning á þeim virðist alls ekki hafa komist nægj- anlega vel til skila. Ein þýðingar- mesta breytingin, sem Landssam- band iðnaðarmanna hefur lengi hvatt til að yrði gerð, er sú, að iðn- námið er nú alls ekki lokuð náms- braut, eins og það var áður. Þeim, sem lokið hafa sveinsprófí, bjóðast nú ijölbreyttir möguleikar til fram- haldsnáms. Þannig gefst iðnsvein- um kostur á að leggja fyrir sig frek- ara hagnýtt tækninám, þ.e. iðn- fræði, iðnrekstrarfræði eða tækni- fræði og verkfræði. Þá getur iðn- nám einnig verið ákjósanleg undir- staða t.d. undir nám í húsgagna- og innanhússarkitektúr eða iðn- hönnun. Og þá hillir nú loks undir það, að nám fyrir verðandi iðn- meistara, sem samiýmist lögum um iðnfræðslu, komist á fót. Jafnframt hefur nú verið komið á tengslum iðnnáms við aðrar brautir í fram- haldsskólum. Til dæmis geta þeir, sem hafa farið í iðnnám, lokið stúd- entsprófí á tæknibraut, ef þeim sýnist svo, og nýtt tiltekna áfanga í iðnnáminu. Síðast en ekki síst skal nefnt, að margvíslegar endur- bætur á iðnnáminu sjálfu hafa ýmist þegar verið gerðar eða eru í undirbúningi, og er unnið að þeim málum á mörgum vígstöðvum. Þannig hafa rafiðnaðarmenn af eig- in frumkvæði og dugnaði gerbylt námi á sínu sviði og komið á fót öflugri eftirmenntun, enda ekki vanþörf á að bjóða nýtísku kennslu á því sviði, þar sem tækniframfarir eru hvað örastar. Er nú svo komið, að langskólagengnir tæknimenn eru famir að sækja námskeið Raf- iðnaðarskólans. Þá má nefna, að nú fer fram gagngert endurmat og endurskoðun á námi í húsgagna- og trjávöruiðnaði, og í málmiðnaði er nú sömuleiðis að hefjast átak á þessu sviði. Fleiri jákvæðar hliðar á iðnnámi hafa viljað falla í skuggann. Þannig sýnir reynslan, að hæfum og dug- legum iðnaðarmönnum gengur yfír- leitt vel að „vinna sig upp“, jafnvel án frekara skólanáms, t.d. í stöðu verkstjóra, framleiðslustjóra eða framkvæmdastjóra í stærri fyrir- tækjum, eða með því að hefja sjálf- stæðan rekstur. Segja má, að allt bendi þetta til þess, að iðnnámið sé hagnýtt nám, sem reynist mönn- um vel í lífínu. Iðnnám hefur einnig þann kost fram yfír flest annað nám, að þar er nám og starf samein- að í ríkari mæli en gerist um flest annað nám. Auk þess sem það stuðlar að því, að námið sé hagnýtt og í samræmi við þarfír atvinnulífs- ins, hefur þetta fyrirkomulag þann mikilvæga kost, að fólk aflar sér nokkurra tekna um leið og það stundar nám. Iðnnám aðlagað nýrri tækni Síðast en ekki síst skal ítrekað það, sem áður sagði, að mjög mikl- ar hræringar eru nú í allri fram- leiðslu- og verktækni í iðnaði, tölvu- byltingin hefur bæði áhrif á stjóm- un fyrirtækjanna, þ.m.t. sölu- og markaðsmál, og framleiðsluna sjálfa. Einhæf færibandafram- leiðsla er að víkja fyrir þeirri fjöl- hæfni í framleiðslu — eins konar samblandi sf fjöldaframleiðslu og sérsmíði — sem samspil rafeinda- tækni og nýjunga í véltækni hefur gert mögulega. Nýjar vélar og tæki eru stöðugt að líta dagsins ljós, og sömuleiðis eru sífellt að koma fram ný efni og efnismeðferð. Þessi þró- un kallar auðvitað á gagngert end- urmat á iðnmenntun og raunar starfsmenntun aímennt, og eins og áður sagði eiga sér nú stað margar jákvæðar breytingar á sviði iðn- fræðslunnar, þótt gjaman mætti sú þróun gerast hraðar. Mörg gmnd- vallaratriði í iðnnáminu halda gildi sínu, en áherslumar þurfa að breyt- ast. Efla þarf grundvallarmenntun- ina, s.s. tungumála-, stærðfræði-, stjómunar- og tölvumenntun, og ennfremur að auka stórlega kennslu í meðferð nýjustu véla, tækja og efna. Aðalatriðið er það, að tækni- þróunin er þess eðlis, að iðnnám og iðnaðarstörf ættu að verða sífellt meira spennandi vettvangur fyrir ungt fólk, ef við bemm gæfu til -20%* afsláttur á GAGGENAU Halogen helluborðum * Fengum takmarkaö magn sem hægt er að bjóöa á þessu verði. Gildirtil 16.4’88 Halogen enn ein byltingin í hraðhitun sem kemur frá GAGGENAU Halogen er mun fljótvirkari en venjulegar hellur Kynnið ykkur þessar frábæru vörur og þetta einstaka tilboð. Sjón er sögu ríkari. GAGGENAU Gæði - Glæsileiki - Góð fjárfesting að sjá til þess, að iðnfræðslann og skipulag og starfsemi fyrirtækja í iðnaði þróist í samræmi við tækni- þróunina. Iðnskóladagurinn og Norr- ænt tækniár Ég nefndi áður, að iðnaðurinn og iðnnámið væri lítið og illa kynnt. Ur því þarf vitaskuld að bæta. Dæmi um jákvæða kynningu er hins vegar iðnskóladagurinn, sem haldinn hefur verið árlega í Reykjavík, þar sem leitast er við að kynna það nám, sem fram fer við skólann og þau margvíslegu störf, sem nemendur vinna. í dag, sunnudag, er einmitt haldinn slíkur dagur í Iðnskólanum í Reykjavík, sem er stærsti iðnskóli landsins. Skólinn er opinn almenningi milli kl. 13 og 17, og nemendur og kenn- arar taka höndum saman um starfs- kynningu á þeim iðngreinum, sem kenndar eru við skólann. Nú stendur yfir svonefnt Nor- rænt taékniár, sem er vettvangur fyrir kynningu á nýrri tækni í at- vinnulífinu, og er það vel. Meðal annars hafa fyrirtæki og stofnanir að undanfömu haft opna daga til að kynna starfsemi sína fyrir al- menningi. Af tilefni Norræns tækniárs verður iðnskóladagurinn að þessu sinni með veglegasta móti, og hefur verið lagt mikið í undirbún- ing hans. Það er því sérstök ástæða til þess a hvetja ungt fólk, sem stendur á þeim tímamótum að þurfa að velja sér framtíðarstarf, að kynna sér það, sem fram fer í Iðn- skólanum í Reykjavík í dag. Raunar er einnig fyllsta ástæða til að hvetja þá, sem eldri og reyndari eru, ekki síst atvinnurekendur í iðnaði, að kynna sér stöðu iðnnáms um þessar mundir. Eftir því sem atvinnulífið verður fjölbreyttara og möguleikamir fleiri verður æ erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér störf við hæfí, nema að til komi öflug starfskynning. Því ber að fagna hverri viðleitni, sem sýnd er til þess að bæta starfskynn- ingu, og hvetja sérstaklega ungt fólk til þess að fylgjast vel með því, sem gert er á þessu sviði. Höfundur er byggingameistari og forseti Landssambands iðnaðar- manna — samtaka atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum. á AP farsámann PHILIPS ap símsvarinn er þægileg viðbót við handhægan farsíma. Ap símsvarinn svarar og geymir síðan í tónvalsminni númerið sem hringt var úr. Minnið geymir 9 númer. Með einum hnappi kallarðu síðan upp númerin og hringir þegar þér hentar. <H) i PHILIPS anau j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.