Morgunblaðið - 10.04.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
53
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
FÍK
Skrifstofa okkar hefur verið beðin um að
auglýsa eftir starfi fyrir einn af okkar félags-
mönnum.
Upplýsingar í síma 24605 milli kl. 9 og 13.
Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna,
Laugavegi 22.
REYKJMIÍKURBORG
Þjónustuíbúðir aldraðara Dalbraut 27
Starfsfólk vantar í vaktavinnu við umönnun,
hlutastarf.
Sjúkraliða vantar til sumarafleysinga í júlí og
ágúst.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
685377.
W
SVR auglýsir eftir
vagnstjórum
til sumarafleysinga við akstur strætisvagna
á tímabilinu júní-ágúst.
Umsækjendur eru beðnir að snúa sér sem
fyrst til eftirlitsmanna í stjórnstöð SVR á
Hverfisgötu 115.
Strætisvagnar Reykjavíkur.
Afgreiðslustörf í
matvöruverslunum
Sláturfélag Suðurlands vill ráða nú þegar
starfsfólk til afgreiðslustarfa í SS-búðunum.
Við leitum að snyrtilegum og samviskusöm-
um einstaklingum, sem áhuga hafa á að
umgangast fólk og eru um leið tilbúnir að
veita góða þjónustu. í boði eru ágæt laun,
góð vinnuaðstaða og umfram allt gott sam-
starfsfólk.
Allar nánari upplýsingar um störf þessi veit-
ir starfsmannastjóri á skrifstofu fyrirtækisins
á Frakkastíg 1.
Sláturfélag Suðurlands,
starfsmannahald.
Laust embætti er
forseti íslands veitir
Prófessorsembætti í tölvunarfræði við
stærðfræðiskor Háskóla íslands er laust til
umsóknar. Prófessornum er einkum ætlað
að starfa að fræðilegum þáttum tölvunar-
fræði, t.d. algoriþmafræði, forritunarmálum,
gagnasafnsfræði, hugbúnaðarfræði eða
kerfisforritun.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um
vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann-
sóknir, svo og námsferil og störf, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní 1988.
Menntamálaráðuneytið,
7. apríl 1988.
Framreiðslunemar
óskast til starfa sem fyrst.
Upplýsingar á staðnum milli kl. 13.00 og
15.00 daglega.
Hallargarðurinn, Húsi Verslunarinnar.
Útkeyrslustarf
Tvítug, reglusöm stúlka óskar eftir starfi við
útkeyrslu í sumar. Hefur góða reynslu og
meðmæli.
Lysthafendurvinsarhlega hringið í síma 52324.
Vélstjórar
2. vélstjóra vantar á ms. Skírni Ak. 16 sem
er á þorskanetum.
Upplýsingar í síma 93-11226 og 93-11854.
Haraldur Böðvarsson og co.
Varahlutir
- afgreiðsla
Óskum að ráða nú þegar mann til af-
greiðslu- og lagerstarfa.
Nánari upplýsingar (ekki í síma) gefur lager-
stjóri.
Þórhf.,
Ármúla 11.
Forritun/Kerfisfræði
Ég er maður á besta aldri og er nýfluttur frá
Bandaríkjunum. Ég hef átján ára alhliða
reynslu af tölvum og leita nú starfs við mitt
hæfi. Er til í og hef tækjakost til að taka að
mér verkefni við kerfissetningu, forritun eða
aðlögun kerfa fyrir PC-tölvur. Hef forritunar-
málin C, Pascal, QuickBasic og Assembler
til þessara hluta.
Þeir, sem áhuga kynnu að hafa á frekari
upplýsingum, vinsamlegast spyrjið um Finn-
björn í síma 40736.
Störf fyrir þig?
Fyrirtæki í örum vexti óskar eftir að ráða
starfsmenn í eftirtalin störf:
Gjaldkera. Fullt starf. Starfsreynsla er æskileg.
Skrifstofustarf. Fullt starf. Umsækjandi þarf
að hafa reynslu í útfyllingu og frágangi toll-
skjala ásamt valdi á bréfaskriftum á ensku.
Launakjör samningsatriði. í boði er góð
vinnuaðstaða. Um framtíðarstöf er að ræða.
Þeir, sem áhuga hafa að kynna sér betur
þessi störf, sendi inn nafn, símanúmer og
heimilisfang, ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. fyrir
18. apríl, merktar: „Framtíð - 88".
Tækniteiknari
Stórt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki t
austurborginni vill ráða tækniteiknara til
framtíðarstarfa sem fyrst.
Um er að ræða starf á tæknisviði fyrirtækisins.
Skilyrði að viðkomandi hafi góða starfs-
reynslu sem tækniteiknari og sé lipur og
þægilegur í allri umgengni. Góð vinnuað-
staða er fyrir hendi. Laun samningsatriði,
fer eftir starfsreynslu.
Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf
sendist skrifstofu okkar fyrir föstudag nk.
QjðntTónsson
RÁÐCJÖF &RÁDN1NCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Vélfræðingur
Vélfræðingur á miðjum aldri með mikla reynslu
í framleiðslustjórnun óskar eftir starfi.
Allt kemur til greina.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20.
apríl merkt: „V - 6197“.
Verkf r. - viðskipti
24 ára gamall kanadískur iðnverkfræðingur
(Industrial engineering) óskar eftir starfi á
íslandi frá 15. júní.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi inn nafn og síma-
númer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. apríl
merkt: „K - 4285“.
Tölvunarfræðinemi
sem hefur tveggja ára starfsreynslu að baki við
forritun og kerfisfræði óskar eftir áhugaverðu
starfi í sumar með framtíðaratvinnu í huga.
Svör óskast send auglýsingadeild Mbl.
merkt: „T - 6649“.
Véltækni
28 ára véltæknifræðingur óskar eftir framtíð-
arstarfi, helst við stjórnun. Hef töluverða
reynslu á því sviði.
Lysthafendur sendi nafn og heimilisfang til
auglýsingadeildar Mbl. merkt: „V - 2359“
fyrir 15. apríl.
Atvinna
- Vestmannaeyjar
Okkur vantar nú þegar starfsfólk til allra al-
mennra fiskvinnslustarfa. Fæði og húsnæði
á staðnum.
Upplýsingar á almennum vinnutíma hjá verk-
stjóra, í síma 98-1243 eða eftir kl. 19.00, í
síma 98-2088.
Framtíðarstörf
Menn óskast á trésmíðaverkstæði okkar.
Reglusemi áskilin.
Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 16 og 18.
Lerki hf.,
Skeifunni 13.
Skrifstofustarf -
framtfðarvinna
Við leitum að framtíðarstarfskrafti í fjölbreyti-
leg skrifstofustörf hjá vaxandi byggingafyrir-
tæki. Tölvu- og bókhaldskunnátta ásamt
reynslu í skrifstofuhaldi æskileg. Góð starfs-
aðstaða.
Áhugasamir leggi inn nafn, síma ásamt upp-
lýsingum um fyrri störf á auglýsingadeild
Mbl. fyrir 14. apríl merkt: „Framtíð-2363“.
Barnaspítali
Hringsins
Hjúkrunarfræðingar óskast á vökudeild
(gjörgæslu nýbura) og barnadeildir I og II,
lyflækningadeildir nú þegar eða eftir sam-
komulagi.
Litlar deildir 12 og 14 rúm. Góður aðlögun-
artími með reyndum hjúkrunarfræðingi. Fjöl-
breytt og skapandi starf. Góð vinnuaðstaða.
Gott bókasafn og möguleikar á símenntun.
Sveigjanlegur vinnutími.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri,
Hertha W. Jónsdóttir, sími 29000-285.
Reykjavík, 11. apríl 1988.