Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐŒ), SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 -METRO A/S hitamælar-þrýstimælar Þekkíng Reynsla Þjónusta m § "li W llv° So- !■ v JH/ FÁLKIN N SUOURIANDSBRAUT 8. SIMI 84670 t Móöursystir mín, PÁLÍNA JÓNASDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlið, andaöist föstudaginn 8. apríl í sjúkrahúsi Akureyrar. Jarðarförin ákveðin síöar. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Sigtryggsson. Móöir mín. t ANNA LÍNDAL, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þorsteinn Lindal. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRYGGVI HJÁLMARSSON húsgagnasmiður, Heiðarási 1, áður Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 10.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, HELGI KRISTINN GÍSLASON bifreiðarstjórl, Skúlagötu 64, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. april kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Ingunn Jónasdóttir, Þóra Helgadóttir, Kristbjörg Helgadóttir, Andrós Ólafsson, Jónas Helgason, Eyþóra Vattnes, Gísli Helgason, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Steinþór Stefáns son - Kveðjuorð Fæddur 10. nóvember 1961 Dáinn 27. mars 1988 Við vorum fjórir ungir reiðir menn, með eld í augum og háleitar hug- myndir um að breyta þyrfti heimin- um. Slógum um okkur og höfðum hátt. En við vorum á Akureyri, litlum bæ sem er langt frá því að vera nafli alheimsins, þó okkur hafi fundist það þá. Svo fórum við allir suður með tímanum og hugsjónimar og ákaflnn minnkaði. Við samlöguðumst því samfélagi sem við höfðum mótmælt sem hæst áður, nema einn okkar, Steinþór Stefánsson, hann hætti aldr- ei. Stundum þótti manni hann hafa staðnað í uppreisninni, en í hina rönd- ina skammaðist maður sín. Tilvist hans minnti mann á að maður hafði gefist upp, ekki getað staðið við hin stóru orð. Hann hinsvegar var sjálf- um sér samkvæmur og hætti aldrei að leita og reyna. En að lifa sem náttúrubam, sem baðar sig nakið í dögginni á Jóns- messunótt, í þessu steinsteypu sam- félagi okkar er ekki það auðveldasta sem menn taka sér fyrir. Árekstrar og misskilningur eru óumflýjanlegir. Eg hef hitt marga sem dæmdu hann, en þeir dæmd eingöngu yfirborðið. Fáir þekktu að sem undir bjó, enda var það sjaldnast til sýnis, og flestar tilraunir til útskýringa af hans hálfu hróplega misskildar. Undir þessu yflrborði bjó sál sem aldrei gerði nokkmm mein, nema sjálfum sér. Það var sem fmmöfl heimsins væm að takast á í brjósti hans á stundum. Það vom mikil átök sem fóm sjaldnast fram hjá neinum, þau beindust aldrei gegn öðmm, áttu aldrei að snerta neinn annan. En það er fólk allstaðar. Fólk hefur augu og fólk dæmdi, en það vissi ekki neitt, fæstir gerðu það. Svo núna er hann farinn. Horfínn Petur Þórisson, bóndi — kveðjuorð Fæddur 18. mars 1933 Það er sumarkvöld í Baldursheimi. Dáinn 27. mars 1988 Að leiðarlokum langar mig að þakka föðurbróður mínum alla þá alúð og vinsemd sem hann sýndi mér. Þetta verða bara nokkrar per- sónulegar myndir frá liðnum árum og fáein þakkarorð. Það er miður vetur og allt á kafi í snjó. Ég á að fara til Húsavíkur á sjúkrahús. Ég hef aldrei komið á sjúkrahús og ég hef ekki heldur ver- ið á Húsavík. Pétur frændi minn fer með mér. Ég verð sjö ára á sjúkrahús- inu og fæ bók í afmælisgjöf. Pétur situr hjá mér á daginn og talar við mig, les fyrir mig. Bókin heitir Vinir vorsins. Þetta var gaman — ég þakka fyrir það. Það hlýtur að vera framorðið því Baldar eru hættir að vinna. Pétur er búinn að útbúa sér langstökksgryfju austur á barði. Hann er að stökkva langstökk. Mér finnst gaman að fylgj- ast með. Það er vetur. Pétur er hjá okkur þvi að hann hefur fengið eitthvað í bakið. Hann er við rúmið og er í miðherberginu. Nú get ég að vísu vel lesið sjálfur en samt les hann enn fyrir mig. Hann les aðallega kvæði eftir Einar Ben. Sumt af þessu man ég ennþá: „í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði", „paðreimur", „Hans þroski er skuldaður bemskunnar byggð“... En annars er Pétur yfirleitt manna hressastur og hraustastur. Þá kemur t Faöir okkar, JÓN ÁRNASON frá Vatnsdal, lést 4. apríl sl. Útför hans veröur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkað. Bergsteinn Jónsson, GunnarJónsson. t Útför GESTS MAGNÚSSONAR cand. mag. Drápuhlfö 41, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 12. apríl kl. 15.00. Gyða Guðmundsdóttir, Soffía Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu eiginkonu, móöur, ömmu og systur okkar, MARÍU BJÖRGVINSDÓTTUR, Yrsufelli 3, áður Freyjugötu 6, Reykjavík. Sigurjón Helgason, Kristin Birna Sigurbjörnsdóttir, Maria Thejll, Rannveig Ingibjörg Thejll, Guðlaug Björg Björgvinsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför EYJÓLFS BJARNASONAR, Langholtsvegi 79. Sérstakar þakkirtil Kvenfélags og Braeðrafélags Langholtssóknar. Fyrir hönd vandamanna, Anna Pálsdóttir. af sviðinu sem hann stóð svo oft á. Bassinn sem hann smiðaði er þagnað- ur og verkfærin liggja óhreyfð. En hann er ekki farinn langt ef ég þekki hann rétt. Hann er genginn út í nátt- úruna, inn í klettana, til þeirra afla sem skópu hann. Bragi Halldórsson hann stundum og fer í skollablindu með okkur skólastrákunum eða glímir við okkur. Það er ekki ónýtt. Við erum að setja hey upp á vagn uppi við Geitakofa. Pétur hefur verið fyrir sunnan og séð Mýs og menn. Þeir eru að tala um leikritið. Seinna ætla ég að lesa bókina og sjá leikritið. Ég er í Baldursheimi að vetrar- lagi. Það er komið kvöld — stóra klukkan í stofunni segir „eilíbbð, eilíbbð" eins og klukkan í Brekkukot- sannál. Pétur er að tefla við mig. Þetta er notalegt. Ég kem í Baldursheim á sumrin. Oftast reyni ég að gera eitthvað til gagns í heyi. Pétur dregur ekki af sér — ekki heldur eftir að óvinurinn er byijaður að heija á hann. Það er góð tilbreyting að koma á svona stað. Hér er líka einhvers staðar „gamalt spor eftir lítinn fót“ í grasrótinni. Það er vetur og ég er búinn að vera í útlöndum. Nú er það Pétur sem er á sjúkrahúsinu. Ég finn að ég get ekki launað honum það sem hann á inni hjá mér. Það er orðið of seint. En ég get þakkað fyrir mig. Ég geri það núna. Tóta, þú sem alltaf stendur eins og klettur hvað sem á dynur. Við Sigga og krakkamir sendum þér og bömunum innilegar samúðarkveðjur. Höskuldur Þráinsson Blómostqfa FriÖfmns Suðuriandsbraut 10 108 Reylqavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öii tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.