Morgunblaðið - 24.04.1988, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
10 B
HJÓLAÐ YFIR
SAHARA
skipti sofið úti undir alstimdum
himni.
Við vorum nú farin að kveikja
eld á hveiju kvöldi og notuðum
þymirunna í uppkveikju og úlfalda-
tað var góður eldiviður sem brann
hægt. Ég bakaði brauð í sandinum
með því að blanda saman hveiti og
vatni og hnoða það á steini. Þegar
eldurinn logaði glatt var deigið sett
niður í heitan sandinn og glæðunum
stráð yfir. Tuttugu mínútur á hvorri
hlið og við fengum n\jög fiart, flatt
og ósýrt brauð, dálítið- sendið að
utan, en mjög bragðgott heitt með
sultu.
Þegar við komum til Tamanrass-
et, syðstu vinjarinnar í Alsír, um
400 kílómetra norðan landamær-
anna, var leið okkar hálfnuð, og
þangað komum við í lok janúar eft-
ir að hafa farið 2.200 kílómetra
leið frá Algeirsborg á sex vikum.
Hér gáfum við tvímenningshjólinu
smáfrí og fórum á úlföldum um
Hoggar-fjöllin í fylgd Tuareg hirð-
ingja. Við skrifuðum, hvíldumst og
birgðum okkur upp fyrir erfíðasta
viðfangsefnið framundan, sandslóð-
inni til Níger.
Sandslóðin til Níger
Milli 50 kílómetra merkisins fyrir
sunnan Tamanrasset og Arlit,
fyrstu borgarinnar í Níger, er 600
kílómetra sandbreiða, leiðin aðeins
mörkuð af hjólförum og stöku olíu-
tunnum. Þetta var það sem dregið
hafði okkur alla þessa leið: Að sjá
hvort fótstigsorkan gæti flutt okkur
yfír eyðimörkina.
Áður en lagt yrði af stað urðum
við að birgja okkur upp á ný af
mat til eins mánaðar og þá reiknuð-
um við með því að komast að
minnsta kosti 150 kílómetra á viku.
Við þurftum 20 pund af hveiti, 20
pund af hrísgijónum og eins mikið
af blönduðum osti, sardínudósum,
kexi og brauði og fáanlegt var. En
innkaup í Tamanrasset voru ekki
auðveld, „stórmarkaðurinn" var oft
aðeins tómar hillur og ef vörusend-
ing var ekki nýkomin fékkst þar
aðeins dósamjólk og ávaxtasulta.
í neyðarbúnað þurftum við að
hafa blys og plastdúk ef við yrðum
vatnslaus og þyrftum að útbúa okk-
ur eimingartæki. Sex hjólbarða-
slöngur og þijú dekk auk varaöxuls
voru einu varahlutimir sem við
höfðum pláss fyrir og svo verk-
færataska.
Við hjóluðum af stað, full af
sjálfstrausti, þessa síðustu 50 kíló-
metra sem lagðir voru varanlegu
slitlagi áður en við lentum í sandin-
um. Breytingin var mikil, við urðum
að skipta í neðsta gír og þurftum
að hamast við að stíga svo hjólin
sykkju ekki og við yrðum föst. Þeg-
ar við höfðum komist 30 kflómetra
á þennan hátt hjóluðum við inn í
of djúpan sand og duttum af hjól-
inu. Framgjörðin hafði bognað og
við þurftum að sníkja okkur far til
baka til Tamanrasset til að gera
við hana.
Þegar við komum þangað eftir
ömurlega rigningamótt var skapið
ekki upp á það besta. Það vom
engir viðgerðarmenn í bænum, sem
gátu gert við gjörðina, svo við tók-
um teinana úr og hoppuðum svo á
gjörðinni til að rétta hana. Við héld-
um af stað á ný tveimur dögum
seinna og þá kom með okkur ítalsk-
ur hjólreiðamaður, kallaður Gio-
vanni, sem „langaði til“ að bregða
sér þvert yfír eyðimörkina. Hann
reyndist sérfræðingur í að kveikja
eld og matreiða spaglietti og hapn
átti það til að syngja fyrir okkur,
" í annarri tilraun okkar til að
halda ferðinni áfram vorum við
staðin að því að fara í óleyfi um
síðustu þijá kílómetra góða vegar-
' ins pg handtekin af alsírskum her-
mönnum. Okkur hafði þótt það
hálf kjánalegt að hjóla í sandinum
þegar vegurinn var þarna, að vísu
ófullgerður, svo við færðum.hindr-
anirnar, sem á stóð „aðgangur
bannaður", til hliðar og héldum
áfram. Við vorum stöðvuð og okkur
sagt hve alvarlegt það væri, að við
hefðum vísvitandi farið framhjá-
aðvörunarskiltinu, svo voru vega-
bréfin tekin af okkur og við látin
sitja á sandinum allan daginn í
brakandi sól. Hermennimir, sem
voru að leggja veginn, færðu okkur
„cous-cous“ og appelsínur og ræddu
við okkur um sósíalisma, bersýni-
lega í þeirri trú að okkur veitti
ekki af tilsögn.
Við höfðum vonast til að ná til
In Guezzam og landamæranna, 400
„Furðuleg spor“ í sandinum.
kílómetra leið, á sjö dögum. En það
tók okkur reyndar 15 daga og
dagleiðirnar voru að meðaltali þetta
15 til 30 kílómetrar. Við tókum
daginn eins snemma og unnt var
og forgangsverkefnið var að bursta
tennurnar, sem við lærðum að gera
í 1 sentímetra vatni. Svo fengum
við okkur sterkt te og skál af hafra-
graut. Þetta var besta leiðin til að
byija daginn því enn var allkalt á
morgnana. Matarílátin voru hreins-
uð með sandi og síðan skolað af
þeim ef við áttum nægt vatn. Allt
aukavatn notuðum við til að þvo
okkur, þótt við ættum venjulega
ekki nóg. En þar sem við öll lyktuð-
um eins vöndumst við þessu fljótt.
Það var ekki alltaf auðvelt að
vera kona úti í eyðimörkinni. I þess-
ari víðlendu auðnarflatneskju var
stundum ekki einu sinni stein-
hnullung að fínna til að hægja sér
á bak við. Ég vandist því fljótt að
segja strákunum að horfa eitthvert
annað meðan ég gekk örna minna.
Eftir að hafa borðað og þvegið
upp felldum við tjaldið. Við þurftum
ekki lengur alltaf að gera það, en
eftir að hafa áður lent í sandbyl
tjaldlaus vissum við á hveiju gat
verið von. Nóttin sú er ein hin
versta sem ég man eftir; sandurinn
er alltaf þéttastur neðst svo versti
hugsanlegi staðurinn til að sofa á
var á jörðinni. Eftir að hafa verið
svefnlaus alla nóttina og í hræði-
legu skapi morguninn eftir fannst
mér ekkert mál að tjalda.
Eftir að hafa komið farapgrinum
fyrir á hjólunum var haldið af stað.
Stundum var jarðvegurinn harður,
með þjappaðri sandskorpu þar sem
bílar höfðu áður farið. Þarna náðum
við upp hressilegum hraða og gát-
um halaið honum í klukkustund eða
svo, ef við vorum heppin, með því
að fara í krákustígum framhjá
mýkri blettum. Svo gátum við lent
í hjólfari, sem sokkið hafði niður
úr skorpunni, þá snarminnkaði ferð-
in í mjúkum sandinum og við stigum
hjólin allt hvað af tók, skiptum um
gír og oftast, duttum af hjólinu.
Dauðþreytt stauluðumst við á fætur
og teymdum hjólin næstu kílómetr-
ana. Við reyndum alltaf að komast
að vörðu í hádeginu. Þetta voru
staurar í olíutunnum, sem áttu að
vera með fimm kílómetra millibili,
mjög hentugir til að binda tjaldið
við og mynda skugga. Við drukkum
te í lítratali undir þessu bráða-
birgðaskýli okkar og hvíldum okkur
meðan heitast var. Svo hófst sama
hjakkið fram til sólseturs.
Eitt af þvi sem mér fannst
skemmtilegast var að fylgjast með
stjörnunum. Á næturnar var him-
inninn alþakinn skærum stjörnum
hvert sem litið var og ég skoðaði
venjulega stjömukortið á daginn en
leitaði síðan að stjömunum á nótt-
inni. Að liggja út af í svefnpokanum
að næturlagi og fylgjast með stjörn-
unum svífa hægt um himinhvolfið
frá austri til vesturs heillaði mig
meira en nokkuð annað og það rétt-
lætti allt erfiði dagsins. Þegar við
komum sunnar kom ég auga á
Suðurkrossinn, stjörnumerkið næst
Suðurpólnum. Merkið er tengt þjóð-
sögum hér um slóðir og innlendir
listamenn nota útlínur þess við
smíði skrautmuna úr silfri og ann-
arra minjagripa.
Þar sem okkur hafði verið sagt
að tíma sandbyljanna væri lokið að
sinni furðuðum við okkur á því hve
mörgum við lentum í. I fyrstu sett-
umst við í skjól undir kletti, en fljótt
fór okkur að fínnast þetta sóun á
hjólatíma, svo við héldum áfram að
hjóla. Það er ekki ýkja gaman þeg-
ar heit sandrokan lendir á húðinni.
Fötin drógu úr óþægindunum, en
komu ekki í veg fýrir að sandurinn
smygi út um allt. Eftir nokkra tíma
í sandbyl vorum við alvég niðurbrot-
in; augun rauð og sár, þrátt fyrir
hlífðargleraugu og hárið þykkur
flóki. Sem betur fer er eyðimörkin
þakin biluðum bílum, í hundraða
tali, sem ekki hafa komist leiðar
sinnar yfir sandinn, og þeir reynd-
ust okkur dásamleg sandlaus hæli
og inni í þeim var nægt rými til
að elda, borða og sofa, þótt við
yrðum fyrst að ganga úr skugga
um að hvorki snákar né sporðdrek-
ar hefðu fundið sér þar skjól á und-
an okkur.
Þótt við hefðum í fýrstu furðað
okkur á því hve fáa bíla við sáum
virtist okkur eftir þetta eins og
eyðimörkin væri full af þeim. Slóðin
sem við fylgdum er aðalleiðin þvert
yfír Sahara, sem margir ferðamenn,
heimamenn og verzlunarmenn fara
eftir þegar þeir vilja hagnast á því
að selja bíla sína í Vestur-Afríku.
Við urðum aldrei alveg uppiskroppa
með vatn þótt við hefðum einu sinni
eða tvisvar verið að bergja síðustu
dropana þegar vingjarnlegur ferða-
maður birtist alveg á réttum tíma.
Landsmenn voru tortryggnir, en við
eignuðumst fjölda vina úr hópi
vörubílstjóranna sem aka milli Tam-
anrasset og landamæranna. Þeir
fylgdust gjarnan með okkur og
færðu okkur ný brauð. Lúxus! Allir
urðu þeir hissa þegar þeir mættu
hjólreiðafólki, ekki síst á tvímenn-
ingshjóli. Einn náunginn hafði eytt
þó nokkrum tíma í að furða sig á
þessum furðulegu förum í sandinum
sem hann hafði fylgt. En við vorum
ekki eina geggjaða fólkið í eyði-
mörkinni. Einn hafði farið þama
yfír gangandi með kerru í eftir-
dragi og eitt sinn sást til þriggja
Svisslendinga sem festu reipi aftan
í Landroverinn sinn og létu hann
draga sig á skíðum yfír sandinn.
Seinna hittum við náunga sem var
einn á ferð ríðandi á úlfalda á leið
frá Nouakchott í Mauritaniu til
Mekka. Samanborið við þetta virt-
umst við bara þó nokkuð heil á
geðsmunum.
Hvað heilsuna varðar vorum við
öll frísk og hress þar til við fómm
að borða í matsölum landsmanna.
Ég hafði tvisvar fengið matareitmn
í Alsír og seinna veiktis Paul í
Níger. Meðan við löguðum okkar
eigin mat, jafnvel með áhöldum sem
hreinsuð höfðu verið með sandi,
vomm við ekki í neinum vandræð-
um. Þar fyrir utan vom fótasveppir
það eina sem angraði okkur.
Síðasti áfanginn
Við vomm aðeins á eftir áætlun
og hitinn var 38 gráður í skbgga.
Við komum af sandinum um mjðjan
mars, nákvæmlega 27 dögum eftir
að við fómm frá Tamanrasset í
seinna skiptið, og við vomm himin-
lifandi yfir að komast aftur á mal-
bikið.
Níger var litríkt, Tuareg-hirð-
ingjar alls staðar, í hópum um-
hverfís vatnslindimar með úlfalda
sína, og Fulani-hjarðmenn með
afríska nautgripi sína. Meðan við
hjóluðum suður eftir breyttist
landslagið smám saman til batnað-
ar, úr sviplausum sandi í þymi-
mnna, mangótré og ræktað land.
Eyðimörkin var að baki.
Við landamærin var okkur neitað
um að fara inn í landið þar sem
við vomm ekki með vegabréfsárit-
anir, þótt sendiráð landsins í Lon-
don hefði fullvissað mig um að við
gætum fengið áritanimar á landa-
mæmnum. Við þurftum að taka á
okkur 400 kílómetra krók fram og
til baka til Niamey, höfuðborgar
Níger, til að fá þær. Éftir þetta var
okkur hleypt inn í landið og þar
vöktum við ekki síður eftirtekt en
annars staðar; þar vom tvímenn-
ingshjól óþekkt fyrirbæri. Við vor-
um nú orðin ein þar sem Giovanni
hafði slegist í för með tveimur þýsk-
um hjólreiðamönnum og var ferð-
inni heitið alla leið til Suður-Afríku.
Síðustu nokkur hundmð kíló-
metrana til Kaduna gekk ferðin
vel, þótt tvímenningshjólið vildi
hafa síðasta orðið, því annar hjól-
barðinn eyddist upp á heitum veg-
unum. Ég hef aldrei séð hjólbarða
svona slétt slitinn. Þar sem við
gátum hvergi keypt rétta stærð af
hjólbarða urðum við að nota hug-
myndaflugið. Við keyptum of stór-
an hjólbarða og bundum hann yfír
þann sköllótta með stálvír, sem við
vöfðum utan um barðann og milli
teinanna. I lok apríl höltmðum við
inn í Kaduna og höfðum þá farið
5.000 kflómetra leið frá London á
fímm mánuðum.
Það brakaði og brast í tvímenn-
ingshjólinu eftir baráttu þess við
sandinn, „auka“-dekkið sveiflaðist
til og frá við snúning hjólsins og
auðséð var að hér var á ferð sann-
ur sigurvegari eyðimerkurinnar.
Þeir hjá British Airways urðu svo
hrifnir, að þeir gáfu okkur ókeypis
flugfar heim.
Ferð sem tekið hafði fimm mán-
uði tók nú fímm tíma á bakaleiðinni.
Höfundur er ensk að uppruna og
ernú húsmóðir i Reykjavík.