Morgunblaðið - 24.04.1988, Page 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988
Það voru ekki allir lánsamir í akstrinum. Þessi
kappi sveif hægri beygju með stæl, en missti
tökin á vélsleðanum, fór út úr brautinni og á
hliðina. Sleðinn vildi ekki í gang, þrátt fyrir
ítrekeðar tilraunir við að starta honum. Jafnvel
áhugi viðstaddra á meinsemdinni í vélarsalnum
hjálpaði ekki og ökukappinn fórnaði höndum
og var dreginn í mark. Hann sigraði ekki...
mmmmmmmi]
^ *'w “
■ ■ ■ ■ ■ iiTifTinrTfrniTn
■■■■■■
■ ■■■■mmmmmn
TEXTI OG MYNDIR:
Gunnlaugur Rögnvaldsson
SinRM.IKn
OGSTOKKŒ)
í hörkueinvígi vélsleðaumboðanna á Qölmennu móti, þar
sem keppt var í fjallaralli, brautarkeppni og kvartmílu
Polaris og Artic Cat. Hvor er betri og hvaða
tegund vinnur? Þessi spurning brann á
vörum eigenda og áhugamanna um þessa
vélsleða sem voru mættir á árlegt
vélsleðamót í Mývatnssveit fyrir skömmu,
ásamt eigendum annarra vélsleða. En
undanfarin ár hefur verið hvað grimmust
keppni milli þessara tegunda, þó ökumenn
annarra sleða hafi reynt að spyrna gegn
yfirburðum þeirra tveggja. Keppendur og
áhugamenn streymdu í hundraðatali á
Mývatnsmótið, ýmist á vélsleðum yfir
hálendið eða með þá í tengivögnum. Allir
voru tilbúnir til að fylgjast með framvindu
mála, einvígi vélsleðaumboðanna var í
algleymingi — reyndar manna meðal löngu
áður en mótið hófst.
Fyrsta keppnisdaginn hóp-
uðust sleðakapparnir sam-
an við Hótel Reynihlíð og
héldu skamman spöl að
rásmarki fjallarallsins svonefnda,
sem var 40 km keppnisakstur um
hæðir og heiðar. Mikið erfiði bæði
fyrir ökumenn og vélsleða, því ékið
skyldi stanslaust allan tímann, sá
fljótasti ynni, en Qallarallið var
hreint einvígi umboðanna. Hvert
umboð sendi þriggja sleða sveit,
sem halda átti uppi heiðrinum. Á
30 sekúndna fresti þeystu kappam-
ir af stað, á vélsleðum með undir
57 hestafla vél. Þeir aflmeiri voru
ekki levfðir, enda var þetta í fyrsta
skipti sem svo langur keppnisakstur
fer fram hér á landi á sleða.
Vélsleðameistarinn fljótast-
ur
Hvort sem það bar vitni um af-
burðasleða eða ökumenn, þá röðuðu
Polaris-menn sér í þrjú efstu sætin
í fjallarallinu, en tími tveggja fyrstu
sleðanna í hverri sveit gilti þegar
árangur sveitanna var mældur. Það
kom fáum á óvart að vélsleðameist-
arinn Ingvar Grétarsson á Polaris
var fyrstur að aka leiðina; langar
sléttur, erfiðar brekkur, hóla og
dulbúna stökkpalla. Og það erfið-
asta var skyggnið, sem var mjög
slæmt. Snjórinn endurkastaði bir-
tunni þannig að ökumenn áttu í
mestu vandræðum með að greina
mishæðir á leiðinni.
Tími Ingvars var 26.58,58 mínútur,
sem þýddi að hann hélt 88,8 km
meðalhraða á klukkustund, dágóð
„sigling! það. Þorlákur Jónsson kom
40 sekúndum síðar í mark á sams-
konar sleða og Jón Ingi Sveinsson
batt endahnútinn á góðan árangur
Polaris með því að ná þriðja sæti á
tímanum 28.08,13. Yamaha Amórs
Pálssonar kom svo næstur, en sveit
Yamaha náði öðru sæti í fjallarall-
inu á undan Artic Cat.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Véisleðagarpurinn Ingvar Grétarsson var fljótastur f tveimur erfiðustu greinum Mývatnsmótsins í vélsleðaakstri. Hann
vann brautarkeppni sjötta árið f röð, nú á þessum Polaris 650 og varð fyrstur f 40 km fjallaralli og f sigursveitinni.
Söngvari, gítarleikari og
ókrýndur vélsleðakonungur
Spjallað við sexfaldan Mývatnsmeistara,
Akureyringinn Ingvar Grétarsson
ÞEIR sem standa hæst í hvaða íþróttagrein sem
er eru alltaf undir mestu álagi í keppni, það er
óbifanieg staðreynd. Oft gerir fólk þær kröfur
að viðkomandi fþróttamenn vinni, eða myndar
bandalag til að fella þá úr sessi. Þess vegna mátti
heyra fagnaðhróp frá litlum hópi manna, sem
fylgdist með vélsleðakeppninni í Mývatnssveit,
þegar tilkynnt var að Ingvar Grétarsson væri
aðeins fimmti eftir fyrri umferð í brautarkeppn-
inni. Þetta tvíefldi Ingvar og í næstu umferð sýndi
hann algjöra yf irburði, náði langbesta tima og
kórónaði góða frammistöðu á mótinu með þvi að
vinna í tveimur erfiðustu greinum þess.
Grunnurinn að velgengni
Ingvars er mikil æfíng í
æsku á vélsleða í nágrenni
Akureyrar. „Þegar maður
var yngri þótti ekkert mál að þeysa
alla daga á vélsleða, klára svona
einn bensíntank á dag. Núna er ég
rólegri í tíðinni, keyri vélsleða lítið.
Mest af mínum tíma fyrir utan vinn-
una fer í spilamennsku með hljóm-
sveit," sagði Ingvar í samtali við
Morgunblaðið. Blaðamaður sat með
honum á lítilli skrifstofu í blikksmiðj-
unni Boddí á á Akureyri, þar sem
hann vinnur níu tíma á degi hveij-
um. Annað slagið vinnur hann hjá
Pólaris-umboðinu, þá við viðgerðir á
vélsleðum, en hann er lærður bif-
vélavirki.
„Það snýst allt um spilamennsku
utan vinnutíma, ég spila á gítar með
hljómsveitinni Karlmönnum. Við
leikum mikið á dansleikjum, höfum
spilað um allt land. Ég syng líka
með, hef svona meðalgóða rödd,“
sagði Ingvar aðspurður um hlutverk