Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 Stiörnu- speki -Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri Gunnlaugur. Þetta er í sambandi við bamaböm mín, þau eru tvö, og mjög ólík. Hvemig er best að fara að þeim og hvert ætti að beina hug þeirra í sambandi við starf þegar þar að kem- ur? Hann er fæddur 24.8. 1977 kl. 9.59 í Reykjavík. Hún er fædd á sama stað fc, 24.7. 1985 kl. 8.59. Bestu kveðjur. Amma.“ Svar: Hann hefur Sól og Merkúr í Meyju, Tungl i Steingeit, Venus og Miðhimin í Krabba, Mars í Tvíbura og Vog Rísandi. JarÖbundinn Þrátt fyrir lítið pláss má reyna að nefna nokkur at- riði. Hann er í grunnatriðum jarðbundinn og raunsær per- sónuleiki og þarf því að fást við hagnýt og áþreifanleg málefni. Öryggi Það sem helst skiptir máli er að veita honum öryggi og skipulegt daglegt líf. Hann er smámunasamur og að mörgu leyti formfastúr. Slíkt er eðli hans og það þurfa aðrir að virða. Mikilvægt er að sýna honum hlýju því hann hefur tilhneigingu til að vera stífur, þó hann sé að öllu jöfnu indæll piltur. Hann þarf öryggi og hlýju. Kröfuharka Þriðja atriðið er síðan það að hann hefur sterkan metn- að og fullkomnunarþörf. Rétt er að benda honum á að hann þurfí ekki alltaf að vera bestur til að koma í veg fyrir þyngsli og óánægju út af engu. Mér sýnist kort hans hins vegar gefa til kynna ágætt jafnvægi þann- ig að í raun er ekki margt að segja. Hún Hún hefur Sól og Merkúr í Ljóni, Tungl í Vog, Venus í Tvíbura, Mars í Krabba, Meyju Rísandi og Naut á >Miðhimni. Kraftmikil Hún er kraftmikil og ansi láðrík. Sól/Mars í samstöðu í spennu við Plútó. Ég tel að aðalmálið í sambandi við hana sé það að kenna henni að vaða ekki yfír umhverfíð og vera ekki of frek. Það þarf þvi að Iempa hana til. Stjórnsöm Á hinn bóginn þarf að leyfa henni að stjóma og hafa áhrif á eigin umhverfi því annars er verið að bijóta nið- ur einn helsta grunnþátt per- ^sónuleika hennar. Hún er fædd til þess að stjóma. Ef því er hafnað gæti hún orðið þung, farið inn í sig og lokað á umhverfíð. Það þarf þvi að feta vandrataðan milliveg. Leikrœn tjáning Tungl í Vog táknar að þrátt fyrir ákveðni er hún tilfinn- ingalega ljúf og getur verið aðlaðandi og þægileg í dag- legri umgengni. Hún þarf t.d. að hafa fallegt umhverfi og er að mörgu leyti listræn. Ég myndi gefa henni liti og teiknigræjur, hvetja hana til að hanna föt og gefa henni kost á listrænum námskeið- um en einnig námskeiðum í leikrænni tjáningu o.þ.h., til að hjálpa henni að fá útrás fyrir orku sína. Upplag henn- ar beinist frekar inn á félags- leg og listræn svið, eða á - -félagsleg stjómunarsvið, því Meyja og Naut gefa til kynna að hún býr einnig yfír jarð- bundnum eiginleikum. DÝRAGLENS LJOSKA SMÁFÓLK 50PMIEÍWHAT A 5URPRI5E.1 I HAVEN'T 5EEN YOU 5INCE OUE OUERE AT CAMP... jlfe f? V) Tj4 Soffía! Þetta var óvænt! Ég hefi ekki séð þig síðan í sumarbúðunum ... I NEEP YOl/K APVlCE, MA'AM..WMEN 5CM00L 5TART5, 00 YOU ® TMINK I 5H0ULP 60 OUT F0R.TUMBLIN6? Ég leita ráða hjá þér, frú___heldurðu að ég ætti að fara í vagg og veltu þegar skólinn byrjar? Já því ekki? Þakka þér fyrir___ ÉG LÆT VAÐA!! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Brids er mistakanna íþrótt. Þeir sem vinna, gera einungis færri mistök en hinir, og, hafa þroskað með sér þann hæfíleika að auka á vanda andstæðing- anna — skapa þeim fleiri vanda- mál og fjölga þannig mistökum þeirra. Hér er gott dæmi: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G103 VG7 ♦ ÁK76 ♦ D952 Austur II J 98632 ♦ G52 ♦ Á103 Suður ♦ KD9952 VKD4 ♦ 93 ♦ K84 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: spaðaás. Svar norðurs á einu grandi var krafa, svo suður lofaði ekki nema þrílit með tveimur laufum. Með þremur spöðum sýndi norð- ur 10—11 punkta, jafna skipt- ingu og þrílit í spaða. Líklega hafði suður átt að passa þá sögn, en hann ákvað að teygja sig í geimið. En dauðsá eftir hör- kunni þegar blindur kom upp. Vömin átti þijá ömgga slagi á ásana sína og að öllum líkind- um einn til viðbótar á lauf, nema ásinn sé annar og sagnhafí rambi á réttu í ferðina. Vestur spilaði trompi áfram. Sagnhafi tók slaginn í blindum og spilaði strax laufí á kóng. En í stað þess að dúkka lauf í næsta slag, spilaði hann blindum inn á tromp og litlu laufí þaðan! Þessi einfaldi millileikur lagði aukinn vanda á herðar austurs. Gat verið að suður ætti KG tvíspil í litnum? Ef AV eru með talninguna á hreinu ætti austur að vita að sagnhafi hefði byijað með þrílit, auk þess sem hann ætti tvö lauf við grandinu. En það var til í dæminu að hann ætti KG í laufí og drottninguna aðra í tígli. Og þá mátti ekki dúkka aftur. Suður á heiður skilinn fyrir að leggja þessa gildru, hvort sem austur gengur í hana eða ekki. SKÁK Vestur ♦ Á84 ♦ Á105 ♦ D1084 ♦ G76 Umsjón Margeir Pétursson Á National Open-mótinu í Chicago í marz kom þessi staða upp í skák Bandaríkjamannanna McLintock, sem hafði hvltt og átti leik, og stórmeistarans Walt- ers Browne. Svartur lék síðast 26 . . .f7-f6 í erfiðri stöðunni. 27. Hh3! fxg5 28. Dh7+ Kf7 29. Dxg6+ Ke7 30. Dxg7+ Kd6 31. Rg6 Bb5 32. Df6 Hg8 33. Hel Hce8 og í þessari vonlausu stöðu féll Brown á tíma. Efstir og jafn- ir á mótinu með 5V2 vinning af 6 mögulegum urðu Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari og Banda- ríkjamennimir Kudrin, Shamkovich, Rizzitano og Block- er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.