Morgunblaðið - 27.04.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 27.04.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS \tr i/yywi W W 'U |f Afram með Ljósvakann Til Velvakanda, í viðtali við útvarpsstjóra Ljós- vakans í sjónvarpi nú fyrir skömmu fullyrti hann að það væri ekki nægi- lega stór hlustendahópur til að halda uppi útvarpsstöð fyrir æðri tónlist. Eg bara get ekki trúað því að íslenska þjóðin sé orðin svo gegn- umsýrð af annars flokks vinsælda- tónlist áð hún geti ekki hlustað á vandaða góða tónlist. Þegar ég spyr félaga mína og fullorðið fólk á hvemig tónlist það hlustar fæ ég margvísleg svör svo sem þungarokk, djass, óperur eða sinfóníur. Margir segjast bara hlusta á það sem er í útvarpinu hveiju sinni en aðeins örfáir segjast hinsvegar hlusta á po'pptónlist. Það eru krakkar og unglingar sem svo hátt heyrist í. Unglingsstelpur hefja hina og þessa hljómsveit til skýj- anna og fullvissa þjóðina um að nú sé hún eina rétta á hveijum tíma. Hringja í vinsældalista, óskalaga- þætti, hlustendaþætti og allskonar þætti til að láta spila sína tónlist. Þá eru gerðar skoðanakannanir og unglingar spurðir á hvað þau hlusti. Hjá þeim sem hæst láta heyrist náttúrlega popp og dægurlög. Ef fullorðnir eru spurðir svara þeir hinu sama enda ekki við öðru að búast af heilaþvegnu fólkinu. Enn einn kross í dálk síbyljunnar þó að greyið fólkið vilji allt annað en vin- sældapopp. Dagskrá Ljósvakans var of sund- urlaus til að hlustendur gætu notið hennar til fullnustu. Það sem vant- aði voru skýrt afmarkaðir þættir með sem flestum tegundum tónlist- ar. Þættir sem spönnuðu allt svið hverrar stefnu en ekki aðeins örlítið brot sem segði enga sögu. Banabiti Ljósvakans voru þó klaufalegar skoðanakannanir en það eru víst þær sem auglýsendur taka mark á. Til aðstandenda Ljósvakans: Lát- ið ekki hugfallast af ómarktækum skoðanakönnunum. Hlustendur ykkar eru til staðar. Þeir eru bara vaxnir upp úr því að æpa og veina og troða sinni tónlistarstefnu fram. Jón Páll Vilhelmsson Máttlaus ríkisstjórn Til Velvakanda. Þríflokkastjóminni gengur ekki sem best að koma efnahagsmálun- um á rétta leið. Skatta og aftur skatta það er ekki vandinn. En nú rofar til. Bjórfrumvarpið verður að lögum og þá komast efnahagsmálin í lag af sjálfu sér. Frelsið, frelsið og aftur frelsið, til að lofa og standa ekki við, frelsi gróðahyggju og brasks. Sem sagt allt leyfílegt. Mér duttu í hug gamlar hendingar. Skyldu þær ekki eiga við í dag: Þegar þú kemur þar í sveit sem þrímennt er á dauðrí geit og tíkargöm er taumbandið og tófuvömb er áreiðið. Öllu er snúið öfugt þó aftur og fram um hundamó reiðlagið á ringli fer og rófan horfir á móti þér. Skyldi höfundur hafa haft okkar máttlausu ríkisstjórn í huga og séð svona langt fram í tímann? Ámi Helgason Þessir hringdu . . . Skemmtilegnr siður Kona hringdi: „Ég sé hérna út um gluggann afskaplega skrautleg ungmenni sem eru að útskrifast og hafa klæðst alls konar furðufatnaði f tilefni af því. Þetta er skemmtileg- ur siður. Ég tel að fremur ætti að birta myndir af þessu ánægða unga fólki heldur en busavígslum sem eru hreinasti viðbjóður." Óréttlæti H.G. hringdi: „Maðurinn minn var að kaupa föt fyrir um 30 þúsund krónur fyrir nokkru. Það þurfti að breyta þeim lítilsháttar og var það innifalið í verðinu. Skijmmu síðar keypti ég mér kjól fyrir um 15 þúsund krónur. Það þurfti að stytta hann og var ég látin borga sérstaklega fyrir það. Þetta gildir í flestum kvenfatabúðum, að greiða verður serstaklega fyrir allar breytingar. í karlmannafata- verslunum eru breytingar hins vegar ókeypis. Þetta fínnst mér bæði óréttlátt og hneykslanlegt." Meira brúðuleikhús V.S. hringdi: „Brúðuleikhúsið í Stundinni okkar á sunnudögum nýtur mik- illa vinsælda hjá yngstu bömun- um. Jafnvel þau allra yngstu hafa gaman að brúðunum þó annað efni fari fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Það er eins og böm á öllum aldri hafí mest gaman af brúðuleikhúsinu og fínnst mér að það ætti að vera allan tímann." Barnagalli Ásgerður Einarsdóttir hringdi: „Ég keypti bamagalla með merkinu Finnlaffie fyrir nokkm. Því miður hefur gallinn ekki stað- ist þær kröfur sem flík með þessu merki á að gera. Fór ég þess á leit við verslunareigandann að hann gæfí mér upp nafn heildsöl- unnar sem selur þessa galla. Því miður liggja þessar upplýsingar ekki á lausu Svo ég leita til ykkar í þeirri von að einhver geti gefið mér þessar upplýsingar sem mig' vantar." Frábær sj ónvarpsþáttur Ingibjörg hringdi: „Fyrir hönd nokkurra sjón- varpsáhorfenda vil ég færa Inga Hrafni Jónssyni þakkir fyrir frá- bæran sjónvarpsþátt er hann kynnti menningar- og hugsjóna- starfíð að Ástjöm í Þingeyjasýslu. Þetta var vorboði á sumardaginn fyrsta ásamt ræðu nýja skáta- höfðingjans Gunnars Eyjólfssonar í útvarpinu." Góð ræða Ingólfur Guðmundsson hringdi: „Mig langar að vekja athygli á góðri ræðu Gunnars Eyjólfssonar skátahöfðingja í skátamessuni á sumardaginn fyrsta. Þessi ræða þyrfti að koma á prenti og einnig þyrfti að endurflytja hana I út- varpi. Þessi ræða var mikill stuðn- ingur við kristnihald í landinu og baráttuna gegn fíkniefnum." Frábærþáttur Guðrún .Tónsdóttir hringdi: „Ég vil þakka Sigríði Ingvars- dóttur fyrir frábæran þátt í út- varpinu um daginn um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Mér fínnst þættir hennar mjög góðir og með þeim betri sem ég hef hlustað á lengi. Sigríður Ingvars- dóttir er með betri útvarpskonum sem fram hafa komið í seinni4;íð. Ég er mjög ánægð með allt sem kemur frá henni og vonast til að heyra fljótlega í henni aftur." Saknaði morgun- bænarinnar Eldri borgari hringdi: „Ríkisútvarpið byijaði að út- varpa léttum lögum kl. 7 á sumar- daginn fyrsta. Ríkisútvarpið bauð hlustendum ekki góðan daginn eins og oftast er gert þegar byij- að er að útvarpa 15 mínútum fyr- ir sjö. Ég saknaði þess að dagur- inn var ekki hafínn hjá Ríkisút- varpinu með morgunbæn á sum- ardaginn fyrsta til að fagna sumri og hækkandi sól. Með vinsemd, þakka Ríkisútvarpinu margar góðar stundir." Vasahnífur Ellefu ára gamall strákur varð fyrir því óhappi að glata rauðum, svissneskum vasahníf í Hlíðaskóla fyrir nokkru. Hann hefur haft mikið fyrir því að safna fyrir hnífnum og sakanar hans mjög. Hnífurinn er með alls konar verk- færum og hjálpartækjum. For- eldrar bama við Hlíðaskóla eru beðnir að hafa samband við skrif- stofuna þar ef þau verða vör við að böm þeirra hafi komið heim með hnífinn. Gleraugu Lítil gullhúðuð dömugleraugu af tegundinni Brendel fundust við Kringluna fyrir páska. Eigandi þeirra getur hringt í síma 52906. DVALARHEIMIU Tekið hefur til staria i Skipholti 21 ÍReykjavik nýtt dvalar- heimili fyriraldraða undir heitinu DVALARHEIMILIÐ FELL Dvalarheimilið er einkastolnun, sem starfar samkvæmt rekstrar- leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á grundvelli laga nr. 91/1982 um málefni aldraðra. Heimilið er fyrir 30 vistmenn og veitir alla þá þjónustu og umönnun, sem tilheyrir slíkri stofn- un. Dválárheimilið er rekið í húsnæði því sem sjúkrahótel Rauða krossins var rekið í um árabil. Allar nánari upplýsingar um rekslur heimilisins, þjónuslu og vislunarmöguleika veilir forslödumaóur þcss i sima 621671. v TURBO BACKUP afritunarforritið Fötin frá Carole DeWeck vekja athygli. Þau eru vönduð, klassísk, úr góðum efnum og verðið er ótrúlega lágt miðað við gæðin. húsgagnaverslun landsins er opin alla virka daga eins og venjulega. húsgagna-höllin REYKJAVÍK MOBLER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.