Morgunblaðið - 27.04.1988, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1988
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifarfrá
Hollandi
Þjóðveijum
ÍÞRjfrntR
FOLK
■ SIGI Held, landsliðsþjálfari
íslands, er ekki með farseðil frá
Amsterdam til Prag. Það gleymd-
ist að bóka hann á þessari flugleið,
flugleiðinni sem
landsliðið fer þegar
það fer til A-Þýska-
lands, þar sem leik-
ið verður gegn A-
á laugardaginn.
Landsliðshópurinn fer með lang-
ferðabifreið frá Prag til Dresden,
þar sem það hefur aðsetur. Leikur-
inn fer aftur á móti fram í 'Bischod-
weda, sem er fyrir austan Dres-
den. Sigi Held mun nota farseðil
þann sem Sveinbjörn Hákonarson
átti að nota.
■ JÓHANN Ólafsson, einn af
stjómarmönnum KSÍ, á greinilega
ekki að eiga myndavél. Myndavél
Jóhanns var stolið á dögunum þeg-
ar hann var á ferð með unglinga-
landsliðinu í ísrael. Einn stjórnar-
maður KSÍ keypti nýja myndavél
fyrir Jóhann þegar haldið var til
Hollands. Þessi nýja vél sem Jó-
hann átti að fá, er nú týnd og tröll-
um gefin. Hún hefur ekki fundist
í bækistöðvúm landsliðsins hér í
Zeddam.
■ BROTIST var inn í bifreið
Guðmundar Torfasonar rétt áður
en hann kom akandi til Hollands.
Stolið var hljómflutningstækjunum
úr bifreiðinni, sem eru metnar á
30 þús. kr. „Þegar ég lét lögregluna
vita, var sagt við mig: „Þú ert hepp-
inn. Yfirleitt eru svona bifreiðun
stolið með útvarpinu í,“ sagði Guð-
mundur, sem á VW Golf.
MorgunblaðiÖ/Einar Falur
Stanislaw Modrowski verður áfrarp með Val næsta vetur. Hann náði frá-
bærum árangri með liðið á síðasta keppnistímbili.
Modrowski
áframmeðVal
Þorbjörn Jensson aðstoðarþjálfari
VALSMENN hafa loks ákveðið
að Stanislaw Modrowski verði
áfram þjálfari 1. deildar liðs
Vals á næsta keppnistímabili.
Þá hafa þeir ráðið Þorbjörn
Jensson til að hafa yfirumsjón
með þjálfun yngri flokka fé-
lagsins, en auk þess verður
hann aðstoðarþjálfari meist-
araflokks og leikur með liðinu.
Frá þessu verður endanlega
gengið á morgun.
Að sögn Þórðar Sigurðssonar,
formanns handknattleiks-
deildar Vals, var gerður þriggja ára
samningur við pólska þjálfarann í
fyrra. „Akveðið var ,að endurskoða
samninginn árlega og nú höfum við
tekið ákvörðun um næsta tímabil,"
sagði Þórður.
„Modrowski hefur verið umdeildur
þjálfari hjá Val í vetur, en liðið
varð þrefaldur meistari undir hans
stjóm og framhjá þeirri staðreynd
verður ekki gengið. Hann vill vera
áfram og við höfum þá trú að með
Þorbjöm sér við hlið höfum við
fengið það sem við vildum," bætti
Þórður við.
UBK og Fram vildu fá Þorbjörn sem
þjálfara og eins var hann með til-
boð frá Malmö,. en hann valdi að
fara á ný í sitt gamla félag. „Starf-
ið í yngri flokkunum hefur verið
öflugt, en við viljum efla það til
muna og því erum við mjög ánægð-
ir með að hafa fengið Þorbjöm. Þá
kemur hann til með að styrkja
meistaraflokksliðið mikið og útlitið
er því bjart," sagði Þórður.
GuAmundur Torfason tábrotnaði
íslenska ólympíuliðinu ! kvöld.
Morgunblaðið/Júllus
á æfingu í Hollandi, en leikur þó með
KNATTSPYRNA / OLYMPIULIÐIÐ
Guðmundur
Torfason
tábrotnaði
á æfingu
„Þú skorar mark gegn Flollendingum og einnig
gegn Ungverjum," sagði Sigi Held við Guðmund
í ljós að sprunga var í litlu tá. Guð-
mundur var látinn hvfla í gær, en
Sigurjón sagði að gengið yrði þann-
ig frá meiðslum, að Guðmundur
gæti leikið. „Auðvitað reyni ég að
leika með. Það er svo spumingin
hvemig tekst til,“ sagði Guðmund-
ur, sem hefur átt við hin ýmsu
rneiðsli að stríða síðustu mánuði.
„Ég er orðinn hálfgerður hrakfalla-
bálkur," sagði Guðmundur.
„Þú skorar mörk ...“
Siegfried Held, landsliðsþjálfari ís-
lands, sagði að það væri lán í óláni
að Guðmundur hafi tábrotnað á
vinstri fæti. „Guðmundur mun leika
með,“ sagði Held og hann sagði
síðan við Guðmund: „Þú skorar
márk gegn Hollendingum á morgun
og einnig gegn Ungverjum í Búda-
pest.“ Það var greinilegt að Held
var að hughreysta Guðmund.
GUÐMUNDUR Torfason, hrak-
fallabálkurirrn mikli, tábrotnaði
á sinni fyrstu æfingu með
ólympíulandsliðinu í Doet-
inchem — á mánudagskvöldið.
Hann lenti þá í samstuði við
Ágúst Má Jónsson. „Ég fann
mikið til, en datt ekki í hug að
ég væri tábrotinn," sagði Guð-
mundur Torfason í viðtali við
Morgunblaðið í gær.
Það kom ekki fram fyrr en á
æfíngu landsliðsins í gær-
morgun að meiðsli Guðmundar
væru alvarlegri en talið var í fyrstu.
Guðmundur varð
fljótlega að hætta á
æfíngunni og fór
Sigurjón Sigurðs-
son, læknir lands-
liðsins, með Guðmund á sjúkrahús
þar sem röntgenmyndir voru teknar
af vinstri fæti Guðmundar. Þá kom
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifarfrá
Hollandi
KA í viðræðum
við Júgóslava
„Nokkuð öruggt að við fáum hann,“ sagði Aðalsteinn
Jónsson, formaður handknattleiksdeildar KA
KA-MENN hafa verið í við-
ræðum við júgóslavneska
þjálfarann Mlaten Miskowic,
um að hann taki að sér þjálf-
un liðsins næsta vetur. „Það
má telja nokkuð öruggt að við
fáum hann hingað,“ sagði
Aðalsteinn Jónsson, formað-
ur handknattleiksdeildar KA,
í samtali við Morgunblaðlð i
gær.
iskowic, sem er 45 ára, er
þekktur þjálfari í sínu
heimalandi. Hann stjórnaði ung-
lingalandsliði Júgcslava sem varð
í öðru sæti á HM unglinga á
Ítalíu 1985. Hann lék einnig með
júgóslavneska landsliðinu á sínum
yngri árum m.a. á Ólympíuleikun-
um í Miinchen 1972.
„Við höfum verið ( sambandi við
Miskowic að undanfömu og hann
hefur sýnt þessu verkefni mikinn
áhuga. Ég reikna með að hann
komi hingað til lands fljótlega til
að skoða aðstæður og skrifi und-
ir. % á von á því að hann eigi
eftir að gera góða hluti hér,“ sagði
Aðalsteinn.
Aðalsteinn sagði að allir leikmenn
KA frá því á síðasta keppnistíma-
bili yrðu áfram hjá liðinu að und-
anskyldum Brynjari Kvaran, sem
mun þjálfa Hauka, og svo hefur
Eggert Tryggvason ákveðið að
fara til Danmerkur í nám.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Hrafn Margeirsson
í landsliðshópinn
Valinn í stað Valdimars
Grímssonar, sem er meiddur
Hrafn Margeirsson,_ markvörð-
urinn efnilegi úr ÍR, fór með
landsliðinu áleiðis til Japan í gær
sem þriðji markvörður hópsins.
Hrafn vakti mikla athygli fyrir góða
frammistöðu í vetur og hefur æft
vel með landsliðinu að undanfömu.
Hann var valinn í hópinn í stað
Valdimars Grímssonar, homa-
manns í Val, sem er ristarbrotinn.
Valdimar hefur verið fastamaður í
landsliðshópnum en missir nú af
mikilvægum undirbúningi fyrir
Ólympíuleikana í Seoul.
Hrafn Margelrsson.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD