Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 9 I Bœnadagur. — 4. sunnud. eftirpáska. Jóh. 16,23.-31. IHUGVEKJAI eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Þín vonarríka fram- tíð - íslenzk þjóð Þegar smalinn hefur lengi leit- að kúnna langt yfir skammt og ekkert fundið, er hann að því kominn að vatna músum. Hann sest á þúfu og segir við Guð: „Hvemig á ég að finna fjórar kýr í svona stórum heimi? Og ég þekki ekki einu sinni hólana né steináha — veit varla, hvað bæirnir heita?“ Þá kemur Jesús gangandi, tyllir sér á annan þúfnakoll, og segir: „Við skulum leita báðir. Þú veizt að ég er hér. Nú er ekkert að óttast. Þær eru hér í einhverju lautardragi, kusumar þínar.“ Og viti menn, fyrr en varir em þær komnar í leitimar og rölta þægar heim á leið. Eins fer, þegar kemur að hrossagæzlunni. Húsbóndinn sýnir drengstaula, hvernig skuli bregða bandbeisli upp í heimilis- hest. Síðan tekur hann piltinn á bak fýrir aftan sig, ríður greitt um holt og móa og segir til um, hvernig reka skuli hross. En enginn verður fullnuma á einni dagstund. Hross hlaupa hraðar en óvönum hentar og eftir fjórða fall í fyrstu ferð tekur kjarkinn heldur að þverra: „Góði Guð, þú verður að kenna mér.“ Og þá kemur Jesús aftur og veit allt um, hvernig skuli sitja hest og halda í taum. Og nokkuð er, að Sörli stendur þá alltaf kyrr í hvert sinn sem fundin er bakþúfa að nýju, þótt hann taki síðan til fótanna, þegar á bak er komið. Þó er sú mannraunin mest að sækja styggan klár í ókunnugt stóð. Það vill til að Jesús er aldr- ei að flýta sér. Hálfan og heilan dag getur hann rölt með sveins- staula úr einum hrossahópnum í annan, setið, r^bbað, skriðið og gert gælur við klárinn þar til hann þreytist að lokum og sér, að mál er að leiknum ljúki. Bæn stefnir ætíð með ein- hveijum hætti til framtíðar, varðar það sem var og verður svo, — hún varðar vilja Guðs og fyrirætlun. Þykir þér guðlast eða heimska — eða barnahjal — að gera ráð fyrir, að Frelsarinn slá- ist í ráð með kúa- eða hrossas- mala, — haldi með honum ráð- stefnur um framtíð og fyrirætl- anir, þótt í smáu sé? Nú skal halda bænadag, — heilli þjóð er boðið til ráðstefnu Guðs um vanda nútíðar og fram- tíðar, stóran og smáan. Hvað heldur þú? Hefur íslénsk þjóð glatað bænadegi sínum? Sumir telja að svo sé. — Nú eru áratugir liðnir frá því að ákveðið var að kalla þjóðina sam- an til bæna einn vordag á hveiju ári. Hver maður skyldi eiga þess kost að koma í kirkju sína með söfnuði sínum og presti og hlýða á orðið, lúta höfði og tala við Guð. „Hvað sem tveir eða þrír verða sammála um á jörðu, það mun faðirinn veita,“ sagði Jesús. „Biðjið í mínu nafni, og það mun veitast yður, sem þér biðjið um“. Ekki verður annað sagt en að fyrirheit hans séu stór — og auðug. Hitt er spuming, hvort íslensk þjóð metur þau einhvers. Hvort hún getur orðið haldið helgan dag saman. Hvað er orðið af þeim bændum, sem signdu sig móti sólu á bæjarhellunni á hverjum nýjum morgni, — helg- uðu bæjardyr sínar með sama krossi að kveldi? — af þeim mæðrum, sem kváðu og lásu og báðu við rekkju bama sinna að kveldi, — signdu síðan yfir þau sofandi? Það er gömul trú og reynsla kristinna manna, að bæn safnað- arins alls — samfélagsins — sé öflugri en aðrar bænir. Því þótti sjálfsagt og gott að biðja fyrir sjúkum við almennar messur, þegar flestir voru saman komnir. Skyldu þau sannindi og sú reynsla vera úr gildi fallin á tutt- ugustu öld? — Arfur kynslóða. Eru hátíðir þjóðar — gróið helgihald hennar — heldur snauðir fjársjóðir? Guð hjálpi oss að þiggja sín ráð, taka oss stund og ræða við hann, halda ráðstefnu með hon- um um vonarríka framtíð og læra að biðja í nafni Jesú Krists. „Því að ég þekki þær fyrirætl- anir, sem ég hef í hyggju með yður — segir Drottinn — fyrir- ætlanir til heilla en ekki til óham- ingju, að veita yður vonarríka framtíð." — Jer. 29,11. og 83033 UTHVERFI Síðumúli o.fl. Viðjugerði AUSTURBÆR Barónsstígur Laugavegur 101-171 Skúlagata KOPAVOGUR Hamraborg LIFANDIPBNINGAMARKAÐUR IKRINGLUNNI FJÁRMÁL é vi GLíG ÞiKKING *£] w4"S8S»,w| Brynhildur Sverrisdóttir Margrét Hinriksdóttir Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni erlifandi peningamarkaður FJÁRFESTINGARFÉLAGIO og persónuleg þjónusta. Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18 og laugardaga kl. 10 — 14 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 6. maí 1988: Kjarabréf 2,810 - Tekjubréf 1,389 - Markbréf 1,464 - Fjölþjóðabréf 1,268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.