Morgunblaðið - 08.05.1988, Blaðsíða 31
30
i
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988
31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988
plurgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðaistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Heimild fyrir
Ríkisendurskoðun
Stefnt er að því að þingstörfum
ljúki nú innan fárra daga.
Eins og alltaf er tekist á um
mörg en misjafnlega merkileg
mál, sem snerta okkur hvert og
eitt með misjöfnum hætti. Sum
mál eru flutt ár eftir ár án þess
að í þeim fáist niðurstaða, tvö
slík sýnast þó nær því að fá loka-
afgreiðslu á þingi nú en oftast
áður, það er bjórmálið og frum-
varpið um virðisaukaskatt. Það
væri að bera í bakkafullan lækinn
að taka þau til umræðu á þessum
vettvangi. í þess stað skal staldr-
að við frumvarp, sem ekki hefur
farið mikið fyrir en er þó fiutt
af forsetum þingsins og ber yfir-
skriftina frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 12/1986
um Ríkisendurskoðun. Hefur
frumvarpið ekki mætt mikilli and-
stöðu í sölum Alþingis, virðast
það helst vera þingmenn Borgara-
flokksins sem beita sér gegn því.
Frumvarpið er flutt þar sem í
ljós hefur komið „að skoðunar-
heimildir Ríkisendurskoðunar eru
ekki eins óyggjandi og ætla
mætti.“ Segir frá því í greinar-
gerð frumvarpsins, að vefengd
hafi verið heimild Ríkisendur-
skoðunar til að skoða skjöl hjá
aðila sem hefur með höndum fyr-
ir eigin reikning verk- og þjón-
ustustarfsemi fyrir ríkið og ríkis-
stofnanir. Er ætlunin með frum-
varpinu að búa þannig um hnúta
að enginn vafi ríki um skoðunar-
heimild Ríkisendurskoðunar.
Óyggjandi er að hugur umbjóð-
enda þingmanna stendur til þess
að sem best eftirlit sé með opin-
berum íjárreiðum. Um það var
ekki ágreiningur á sínum tíma,
þegar ákveðið var að flytja starf-
semi Ríkisendurskoðunar undir
Alþingi til að styrkja stofnunina
enn frekar í mikilvægu hlutverki
hennar og undirstrika þá stað-
reynd, að hún á að fylgjast með
því hvemig framkvæmdarvaldið
nýtir fjárlagaheimildir Alþingis
og hvort gengið sé fram í sam-
ræmi við löglegar heimildir.
Á bak við almennar röksemdir
fyrir frumvarpi þingforsetanna
um ótvíræðar heimildir Ríkisend-
urskoðunar er mál, sem snertir
að margra mati trúnaðarsamband
læknis og sjúklings og spurning-
una um vemd einkamála. Ólafur
Ólafsson landlæknir vék að því í
Morgunblaðsgrein á þriðjudag,
hve hér er um brýnt og viðkvæmt
mál að ræða. Hið sama kemur
raunar fram í áliti fjárhags- og
viðskiptanefndar neðri deildar
Alþingis þar sem segir vegna
þessa frumvarps: „Nefndin leggur
áherslu á nauðsyn þess að réttur
sjúklinga til fulls trúnaðar um
einkamál verði í heiðri hafður og
ákvæði læknalaga um þag-
mælsku virt. Nefndin telur að
heilbrigðisráðuneytinu beri að
hafa forustu um að móta verk-
lagsreglur sem kveði m.a. á um
að sérstakur trúnaðarlæknir ann-
ist athuganir RíkisendurSkoðunar
á sjúkragögnum sem liggja til
gmndvallar greiðslum til lækna.
Þannig verði nauðsynlegs trúnað-
ar gætt.“
Trúnaðarsamband læknis og
sjúklings og meðferð viðkvæmra
einkamála vegna veikinda snerta
svo ríka hagsmuni að jafnvel
heimild Ríkisendurskoðunar til að
rýna í skjöl og reikninga verður
að taka mið af þeim. Með hliðsjón
af því sem segir í áliti fjárhags-
og viðskiptanefndar neðri deildar
vaknar sú spurning, hvort ekki
eigi að móta þær verklagsreglur
sem þar er getið með lögum sam-
hliða rýmkun heimildarinnar til
Ríkisendurskoðunar.
Stóryrðií
borgar-
stjórn
Borgarstjóm Reykjavíkur
samþykkti byggingarleyfi
vegna ráðhúss við Tjörnina á
fundi sínum á fimmtudag. Les-
endur Morgunblaðsins hafa getað
fylgst með því síðustu vikur og
mánuði, hvemig allar ákvarðanir
vegna ráðhússins hafa verið
dregnar í efa og kærðar. Hefur
samþykktin um byggingarleyfið
einnig verið kærð. Málskot af
þessu tagi eru í samræmi við lög
og reglur, sem byggðar em á
grundvallarreglum íslensks réttar
og stjómskipun landsins.
í ljósi þeirra ítarlegu umræðna
sem fram hafa farið um ráðhúsið
bæði á vettvangi borgarstjómar
og annars staðar og með tilliti til
þess hve margir kjömir fulltrúar
og embættismenn hafa farið
höndum um málið svo að ekki sé
minnst á framgöngu þeirra, sem
eru andvígir byggingu ráðhúss,
og málskoti til almennings, kemur
á óvart svo að ekki sé meira sagt,
að einn borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins skuli taka þannig
til orða í borgarstjórn að „hálf-
fasískt" ástand ríki í Reykjavík.
Að grípa til stóryrða af þessu
tagi hlýtur að teljast til marks
um rökþrot auk þess sem pólitísk-
ar umræður verða marklausar,
ef hugmyndir um fasisma og lýð-
ræði em jafn brenglaðar og þessi
orðnotkun sýnir.
Umræðumar um svo-
kallað Tangen-mál
sýnast nú hafa hjaðnað
í bili að minnsta kosti.
Hér er raunar aðeins
um einn anga miklu
viðameiri ágreinings
að ræða heldur en það,
hvernig fréttamönnum ríkisfjölmiðlanna
fórst það úr hendi í nóvember sl., þegar
þeir héldu því á loft á röngum forsendum
með tilstyrk Dags Tangens í Noregi, að
Stefán Jóhann Stefánsson, þáverandi for-
sætisráðherra, hefði haft óeðlilegt sam-
band við CIA, bandarísku leyniþjónustuna.
Um það er ekki lengur deilt að vinnubrögð
fréttastofu hljóðvarps ríkisins vom for-
kastanleg. Eftir stendur ágreiningurinn
um hitt, hvort þeir stjómmálamenn, sem
á ámnum 1947 til 1949 beittu sér fyrir
þátttöku íslands í samstarfí vestrænna
ríkja, hafi gert það af einhverjum óeðlileg-
um hvötum eða undir óbærilegum þrýst-
ingi Bandaríkjamanna eða af því að þeir
vom sannfærðir um, að það yrði land og
þjóð fyrir bestu að ganga til slíks sam-
starfs. Á þessum ámm sat ríkisstjórn und-
ir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar í
Alþýðuflokki, Bjami Benediktsson úr
Sjálfstæðisflokki var utanríkisráðherra og
Eysteinn Jónsson úr Framsóknarflokki var
menntamálaráðherra; en nöfn þessara
þriggja manna hafa einkum verið nefnd á
undanfömum vikum í umræðum um þessi
mál. Er enginn þeirra nema Eysteinn Jóns-
son enn á lífí.
Af hálfu þeirra manna eins og Dags
Tangens, sem vilja koma höggi á stuðn-
ingsmenn vestræns samstarfs í vamar-
og öryggismálum, er það aldrei rifjað upp,
hvaða skoðanir þeir höfðu, sem harðast
börðust á móti slíku samstarfi á fimmta
áratugnum og sóttu styrk sinn til félaga
Jósefs Stalíns. Þar fóru menn, sem höfðu
að yfirlýstu markmiði að þjóðir þeirra
gengju í Sovétbjargið. Um allan hinn lýð-
fijálsa heim voru það þá sósíal-demókratar
eða jafnaðarmenn, sem börðust hvað hat-
rammlegast gegn Sovétvinunum. Kann
ýmsum að fínnast einkennilegt, að þeir
hafí staðið í fylkingarbijósti á þessum
árum, þegar tekið er mið af ýmsum þáttum
í starfí Alþjóðsambands jafnaðarmanna
nú á tímum.
Hér voru þessi átök milli lýðræðissinna
og kommúnista háð eins og annars stað-
ar. Er fráleitt að sleppa þeim þætti sögunn-
ar, þegar rætt er um Tangen-málið og
leitast við að skýra, hvers vegna menn
voru andvígir því að kommúnistar skipuðu
trúnaðarstöður á fímmta áratugnum eða
tækju þátt í umræðum um viðkvæmustu
vamar- og öryggismál. Það var einfaldlega
talið að bein lína lægi á milli kommúnista-
flokka á Vesturlöndum og ráðamanna í
Moskvu. Sagan og uppljóstranir kommún-
ista fyrr og síðar sýna, að þessi skoðun
hafði við rök að styðjast. Utan íslands
höfðu fleiri en Bandaríkjamenn áhyggjur
af því, hve kommúnistar voru öflugir hér
á landi og þegar samið var um aðildina
að Atlantshafsbandalaginu vorið 1949 var
þetta atriði sérstaklega rætt við Dean
Acheson, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og fleiri bandaríska embættis-
menn. Var það skýr og klár afstaða
íslensku samningamannanna, að íslensk
stjómvöld myndu sjálf takast á við komm-
únista heima fyrir. Var sú barátta hörð
éins og best lýsti sér í árásinni á Alþingis-
húsið 30. mars 1949. Um allaþætti þessar-
ar sögu hefur verið svo ítarlega rætt í
bókum, fjölmiðlum og á Alþingi, að það
sætir furðu, hve mörgum þykir enn mikið
nýnæmi af einstökum þáttum hennar.
Skýrslan til Alþingis
Enginn íslenskur sagnfræðingur hefur
kynnt sér þróun íslenskra utanríkismála
utan lands og innan á þessum tíma betur
en dr. Þór Whitehead, sagnfræðiprófessor.
Þegar farið var samhljóða fram á það á
Alþingi, að menntamálaráðherra gæfi
þingheimi skýrslu um Tangen-málið og
hlut fréttamanna ríkisins í því, lá beint
við og var vel til fundið hjá Birgi ísl.
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 7. maí
Gunnarssyni að leita til dr. Þórs og fá
álitsgerð hjá honum.
Er furðulegt að fylgjast með kveinstöf-
um þeirra, sem vikið er að í þessari skýrslu
Þórs. í þeirri orrahríð hefur ekki verið
haggað við einu atriði sem hann nefnir í
skýrslu sinni. Málflutningurinn hefur snú-
ist upp í ómerkilegar ávirðingar í garð
Þórs og pólitíska hagsmunagæslu þeirra
stjómmálaflokka, sem telja sig þurfa að
veija hlut sinn í málinu, og er þar auðvit-
að Alþýðubandalagið fremst í fylkingu en
athygli vekur að Kvennalistinn hallast að
söguskoðun talsmanna þess, þegar at-
burðir úr sögu utanríkismálanna em metn-
ir.
Auðvitað er alrangt að halda því fram,
að framkvæði í þessu máli hafi komið frá
menntamálaráðherra eða þeim, sem hann
bað að láta í ljós álit. Þeir sem sætta sig
ekki við að skýrslan var samin eiga auðvit-
að að beina spjótum sinum að Alþingi.
Fara slík spjótalög þeim fremur illa, sem
í hina röndina vilja sem viðamestar umræð-
ur fyrir opnum tjöldum um stóra hluti og
smáa.
í umræðum um skýrsluna hefur sú
gagnrýni helst komið fram, að í henni sé
ekki tekið á atriðum, sem alls ekki var
drepið á í ríkisfjölmiðlunum á grandvelli
upplýsinga frá Dag Tangen. Hefur verið
látið að því liggja að önnur gögn kynnu
að sýna fram á, að „gæti hafa verið“ satt,
sem Tangen sagði, en gat ekki sannað
með heimildum. Málflutning af þessu tagi
er ekki unnt að kenna við annað en útúr-
snúning og flótta undan umræðum um
Tangen-málið sjálft.
Löngu kunn gögn
í grein sem birtist í Helgarpóstinum 10.
desember 1987 vísar höfundur hennar
Þórarinn Hjartarson til greinar í Þjóðvilj-
anum, sem birtist fyrir átta áram, það er
9. janúar 1980. Segir Þórarinn að í grein-
inni, sem sé eftir Elmar (svo!) Loftsson, á
að vera Elfar, sé birt frásögn af umsvifum
bandarískra sendiráðsmanna á íslandi frá
1947-49 upp úr skjölum í safni bandaríska
utanríkisráðuneytisins í Washington. í
grein Þórarins er meðal annars þessi til-
vitnun í Elfar: „Þannig ræddi forsætisráð-
herrann [Stefán Jóhann Stefánsson] við
sendiherrann um áform sín að fjarlægja
kommúnista úr stöðum hjá stofnunum
ríkisins og nafngreindi sendiherrann þá
fólk sem hann taldi æskilegt að fjarlægja
úr störfum." Hér er vafalaust vitnað til
skjalsins, sem Helgarpósturinn gerði síðan
mikið veður út af 17. desember, og lét
með eins og aldrei hefði neinn vitað um
áður, það er skeyti frá William C. Trimble,
öðram æðsta embættismanni bandaríska
sendiráðsins í Reykjavík, þar sem hann
lýsir viðræðum sínum við Stefán Jóhann
og minnist á að gefnu tilefni, að sér þætti
heppilegt, að nýtt fólk yrði ráðið í stað
Erlings Ellingsens, flugmálstjóra, og Ter-
esíu Guðmundsdóttur, veðurstofustjóra.
Hér skal sú saga ekki rakin frekar, þótt
ærin ástæða væri til þess, heldur er þetta
rifjað upp til að minna á, að um viðræður
Stefáns Jóhanns við starfsmenn banda-
ríska sendiráðsins um stöðu þessara
íslensku embættismanna var vitað löngu
áður en Helgarpósturinn fór að tala um
þær og hefur enginn talið, að þær sýndu
að Stefán Jóhann hefði verið í einhveijum
annarlegum tengslum við CIA.
Upphlaup ýmissa fjölmiðlamanna, svo
að ekki sé talað um þingmenn, vegna þess-
ara skjala er helst til vitnis um grann-
hyggni þeirra og skort á vitneskju um þær
umræður, se_m áður hafa farið fram um
þennan þátt íslandssögunnar. Hér að ofan
var minnst á Elfar Loftsson, en fréttastofa
ríkisútvarpsins kallaði hann til laugardag-
inn 30. apríl og leitaði álits hans á banda-
rískum skjölum um íslenska atburði jafn-
framt því sem talað var við Þór White-
head. Á norrænu sagnfræðingaþingi, sem
haldið var í Háskóla íslands í ágúst sl.
leiddu þeir Þór og Elfar saman hesta sína,
það er kynnt var ritgerð Þórs en Elfar sat
fyrir svöram um ritsmíð sína. Nikolaj Pet-
ersen, prófessor við Árósarháskóla, gerði
samanburð á hinum andstæðu skoðunum,
sem fram komu í ritgerðum þeirra. Frá
þessu var sagt í Reykjavíkurbréfí, sem
birtist hinn 16. ágúst 1987. Vegna þeirra
umræðna, sem síðan hafa orðið í tilefni
af Tangen-málinu, og til að setja það í
sagnfræðilegt ljós skal eftirfarandi kafli
úr þessu Reykjavíkurbréfí endurbirtur:
„Það var fróðlegt að heyra á hvaða at-
riði Nikolaj Petersen lagði áherslu, þegar
hann dró fram muninn á þessum tveimur
ritsmíðum, sem íjölluðu um sama efni,
gerð vamarsamningsins 1951, en á þann
veg, að engu var líkara en höfundarnir
kæmu af sitt hvora heimshomi. Höfuð-
ágreiningsatriðin era þessi að mati hins
danska prófessors:
1) Elfar Loftsson leggur áherslu á, að
gerð varnarsamningsins sé ekki annað en
framhald á markvissri stefnu Bandaríkja-
manna að ná íslandi inn í hemaðarnet
sitt. Þór Whitehead telur, að ekki sé um
slíkt samhengi í ákvörðunum Bandaríkja-
manna að ræða. Það eigi við önnur við-
horf 1941, þegar Bandaríkjamenn leystu
breska hemámsliðið af hólmi, en 1951
þegar vamarliðið kom. 1946 til að mynda
hafí íslendingar samið við Bandaríkjamenn
um að þeir hyrfu af landi brott.
2) Elfar Loftsson telur, að Bandaríkja-
menn hafi beitt íslendinga þrýstingi og
einskonar nauðung. Og í raun hafí sumir
íslenskir ráðamenn ekki verið annað en
verkfæri í höndum Bandaríkjamanna. Þór
Whitehead segir, að enginn fari í grafgöt-
ur um áhuga Bandaríkjamanna, en þeir
hafí ekki beitt þrýstingi. Á hinn bóginn
hafí heimsmynd Islendinga sjálfra og við-
horf þeirra til umheimsins breyst. Þeir
hafi áttað sig á, að sjálfír yrðu þeir að
hafa framkvæði og taka ákvarðanir til að
tryggja eigið öryggi. íslendingar hafí get-
að ráðið málum sínum sjálfír og sýnt oftar
en einu sinni í samningaviðræðum við
Bandaríkjamenn, að þeir vora í stakk bún-
ir til að neita kröfum bandarískra stjórn-
vaida og knýja fram niðurstöðu í samræmi
við íslenskar óskir.
3) Elfar Loftsson telur að Bandaríkja-
menn hafi beitt íslendinga efnahagslegum
þrýstingi og tengsl hafi verið á milli varn-
arsamningsins og Marshall-aðstoðarinnar.
Þór Whitehead segir, að ekki sé unnt að
finna nein gögn fyrir slíkum tengslum.
4) Elfar Loftsson dregur í efa, að varn-
arsamningurinn hafi verið gerður með lög-
mætum hætti og um gerð hans hafí ríkt
alltof mikil leynd. Þór Whitehead telur
ástæðulaust að draga lögmæti þeirra að-
ferða, sem beitt var við gerð samningsins,
í efa.
Þetta era í stóram dráttum þau ágrein-
ingsefni, sem Nikolaj Petersen nefndi, og
eins og þeir vita, sem þekkja til sögu
íslenskra utanríkismála, er hér drepið á
helstu ágreiningsefni fyrri ára, er settu
mjög svip sinn á umræðumar fram á
síðasta áratug. Geir Lundestad, prófessor
við háskólann í Tromsö, bætti því síðan
við, að Elfar Loftsson kæmist þannig að
orði, að ábendingar um að hætta steðjaði
að Islandi frá Sovétríkjunum á áranum
1950 og 1951 hefðu verið áróður en á
hinn bóginn lýsti ÞÓr Whitehead ótta
manna við þessa hættu og hvaða áhrif hún
hefði haft á viðhorf íslendinga.
Sá sem hlustaði á ræður hinna erlendu
fræðimanna gat ekki efast um, að þeir
teldu að söguskoðun Þórs Whiteheads
væri nær því sem gerðist, en kenningar
Elfars Loftssonar. Var jafnframt bent á,
að Þór byggði ritgerð sína á fleiri heimild-
um, einkum íslenskum, en Elfar Loftsson."
Finna verður jafnvægi
Nú era fjöratíu ár liðin frá því að þeir
atburðir gerðust, sem hafa verið ágrein-
ingsefni í Tangen-málinu. í raun er um
það að ræða, að þeir, sem hafa verið
andvígir stefnunni í utanríkis- og öryggis-
málum í þessi 40 ár, vilja ekki sætta sig
við, að skoðanabræður þeirra hafi haft
rangt fyrir sér, þegar þeir sökuðu andstæð-
inga sína um landráð og landsölu á Ioka-
áram fímmta áratugsins. Þjóðin hefur
haft fjörutíu ár til að gera upp við sig,
hvort hún ætti að sætta sig við stefnuna,
sem var mörkuð á þessum áram. Andstæð-
i
Morgunblaðid/Ól.K.M.
ingum hennar hefur ekki tekist að afla sér
fylgis meirihluta kjósenda og í raun má
segja, að nú sé svo komið að meiri sam-
staða ríki um grannþætti utanríkisstefn-
unnar en nokkru sinni fyrr. Er löngu tíma-
bært að andmælendur stefnunnar sætti
sig einnig við sögulegar forsendur hennar
og þá staðreynd, að landráða-stimplinum
verður ekki komið á forvígismenn lýðræð-
isflokkanna hvorki Stefán Jóhann né aðra.
Ef jafn lengi er unnt að deila um 40
ára gamla atburði og raun ber vitni næst
líklega seint samstaða um meginstefnu,
sem skynsamlegast sé að fylgja til að við-
halda góðum lífskjöram okkar. Í því efni
er bæði nauðsynlegt að líta á þróun utan
lands og innan. í Morgunblaðsgrein, sem
birtist sl. þriðjudag, víkur Ásgeir Gunnars-
son, forstjóri Veltis hf., að nokkram atrið-
um, sem hann telur staðreyndir um núver-
andi ástand í landinu. í fyrsta lagi telur
hann bílaflota landsmanna mettaðan og
segir síðan: „Útvarps-, sjónvarps- og
myndvarpamarkaðurinn er mettaður.
Eldavéla-, ísskápa- og frystikistumarkað-
urinn er mettaður. Tölvumarkaðurinn á
um það bil tvö ár í land. Byggingamarkað-
urinn er ekki enn mettaður vegna flótta
frá landsbyggðinni. Utanbæjarmenn
kaupa húsnæði Reykvíkinga, meðan Reyk-
víkingar byggja sér nýtt húsnæði. Bygg-
ingamarkaðurinn verður mettur innan um
það bil tveggja ára. Ferðamannastraumur-
inn frá íslandi er mettaður, og svo mætti
lengi telja. Niðurstaðan er því sú, að ís-
land hf. hefur í fyrsta sinn frá því land
byggðist náð sínu hámarki; jöfnuði."
Greinarhöfundur minnir jafnframt á, að
1968 hafði jöfnuður náðst í Svíþjóð og
sama hafi þá gerst í mörgum öðram lönd-
um. Eins og við munum var það einmitt
á árinu 1968, sem stúdentaóeirðir hófust
í Frakklandi og óróabylgja gekk yfir hinn
vestræna heim. Hennar gætti ekki með
sama hætti á íslandi og annars staðar.
Ýmislegt bendir hins vegar til, að á líðandi
stundu sé komið að uppgjöri á mörgum
sviðum í þjóðlífi okkar og nauðsynlegt sé
að hverfa inn á nýjar brautir til að finna
eðlilegt jafnvægi að nýju. Telur Ásgeir
Gunnarsson raunar að hafa þurfi hraðan á
í því efni og mælir sérstaklega með því
að fijálsræði verði aukið í gjaldeyrismálum
bæði að því er varðar innstreymi fjár-
magns til landsins og fjárfestingar erlend-
is. Hefur oftar en einu sinni verið vakið
máls á svipuðum hugmyndum hér í
Reykjavíkurbréfi.
Þegar rætt er um þessa hlið J'ármálalífs-
ins segja sumir, að verði Islendingum
heimilað að fjárfesta í útlöndum muni allt
fjármagn streyma úr landi, aðrir era þeirr-
ar skoðunar, að það verði aðeins til að
styrkja íslenskan þjóðarbúskap að heimila
fólki að hafa arð af rekstri öflugra er-
lendra fyrirtækja. Vonandi kemur að því
fyrr en síðar, að reynslan fái að skera úr
um, hvorir hafa rétt fyrir sér, þeir sem
vilja höft eða hinir sem kjósa frelsi í þess-
um efnum.
Mótuð framtíðarstefna
Til að átta sig á framtíðinni er nauðsyn-
legt að hafa þekkingu á fortíð sinni og
skilgreina samtíðina með réttum hætti.
Deilumar um sögulega þætti í utanríkis-
málum í lok fímmta áratugsins minna
okkur á, að þá vora teknar ákvarðanir,
sem hafa reynst afdrifaríkari en flest ann-
að í íslenskri stjómmálasögu frá því að
lýðveldið var stofnað. Við gerðumst þátt-
takendur í samstarfí vestrænna lýðræðis-
þjóða og höfum síðan þróast með þeim og
á ýmsan hátt tekið út þroska okkar á mun
skemmri tíma en þær, ef þannig mætti
að orði komast. Ef til vill á íslenskur þjóð-
arbúskapur eftir að ganga í gegnum erfið-
leikaskeið, sem er óhjákvæmilega samfara
því að horfíð er frá þenslu til jafnvægis.
Víða um lönd hefur þetta kostað mikil átök.
Fyrir 20 áram reis ungt menntafólk upp
víða um lönd og mótmælti ríkjandi stjóm-
skipulagi og vildi ráðast gegn efnishyggj-
unni. Þá þótti mörgum ungum baráttu-
manni, að framtíðarhugsjónina skorti í
þjóðfélagi sínu. Kann ekki svipað ástand
að vera að skapast hér á landi? Bera ekki
neikvæðar umræður um þjóðmál það með
sér? Víða má rekast á þá, sem vilja helst
bregðast við framtíðinni með því að staldra
við og halda í horfínu, reyna að koma sér
hjá því í lengstu lög að ræða um flókin
og vandmeðfarin mál, sem óhjákvæmilega
bíða úrlausnar. Finnist talsmönnum breyt-
inganna að reynt sé að standa gegn þeim
án fullgildra raka myndast spenna og óþol
sem brýst fram með margvíslegum hætti.
Æskilegt væri að unnt reyndist að beina
þjóðmálaumræðum inn á nýjar brautir, þar
sem deilur um staðreyndir yrðu að lúta í
lægra haldi fyrir umræðum um framtíð-
arstefnu og nýjar og djarfar hugmyndir.
„Nú eru fjörutíu
ár liðin frá því að
þeir atburðir
gerðust, sem hafa
verið ágreinings-
efni í Tangen-
málinu. I raun er
um það að ræða,
að þeir, sem hafa
verið andvígir
stefnunni í ut-
anríkis- og örygg-
ismálum í þessi 40
ár, vilja ekki
sætta sig við, að
skoðanabræður
þeirra haf i haft
rangt fyrir sér,
þegar þeir sökuðu
andstæðinga sína
um landráð og
landsölu á loka-
árum fimmta ára-
tugsins.“