Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 39

Morgunblaðið - 08.05.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1988 39 Valgeir Gunnars- - Kveðjuorð son Fæddur 12. október 1958 Dáinn 4. apríl 1988 Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Þessi setning flaug í gegnum huga okkar þegar okkur var til- kynnt andlát Valla, eins og hann var kallaður af flestum sem þekktu hann. Er kallið kom var Valli að vinna á skíðasvæði KR í Skálfelli eins og hann hafði gert um helgar undanfama vetur. Fullhraustur fór hann að sofa að kvöldi páskadags, en engin ræður sínum næturstað, því þá um nóttina varð h'ann bráðkvaddur. Við sem eftir lifum spyrjum í vanmætti okkar hver sé tilgangur- inn í því að kalla burtu svo skyndi- lega ungan og hraustan, son, bróð- ur, eiginmann og föður. Honum hlýtur að vera ætlað eitthvað æðra hlutverk, en við mennirnir þekkjum og það mun hann rækja af sömu trúmennsku og dugnaði og þau störf sem honum vom falin í okkar heimi. Valgeir var fæddur á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Neskaupstað þann 12.11.58 og var því tæplega þrítug- ur þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Gunnars Larssonar og Olafar Ólafsdóttur, sem bjuggu á Sigmundarhúsum í Helgustaða- hreppi mestan sinn búskap, en Gunnar lést fyrir nokkmm ámm. Valgeir ólst upp á Sigmundarhúsum í stómm systkinahópi, en hann var áttunda barn foreldra okkar af ell- efu og það fyrsta sem fellur frá. Valgeir kynntist eftirlifandi konu sinni Ástu Sigrúnu Gylfadóttur 1980 og eiga þau saman eina dótt- ur Elsu Snænýju og væntu annars barns á komandi sumri. Valli og Ásta byrjuðu sinn bú- skap á Neskaupstað en þar er Ásta fædd og uppalin. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur og hófu þar bæði nám og hefði Valli lokið sínu trésmíðanámi nú innan nokkra mánaða. Fyrir tæpum tveimur ámm keyptu þau Nudd og Gufubaðstof- una á Hótel Sögu og hefur Ásta séð um rekstur hennar síðan. Valla var annt um sína heima- byggð og kom í sveitina sína eins oft og tími og aðstæður leýfðu, enda var hann mikið náttúmbarn og hafði unun af útivem og ferða- lögum. Hann fór í margar fjalla- ferðir með bræðmm sínum og vin- um og naut hann sín þá ekki hvað síst á vetmm í misjöfnum veðmm, en honum þótti veðrið aldrei vont, bara misjafnlega gott. Valli var flestum mönnum hraustari og naut sín alltaf vel þegar takast þurfti á við veður og náttúm. Valli var í eðli sínu glaðvær og hafði gaman af því að vera með OSWALD Nýkomnir í miklu úrvali. Margar gerðir, hælahæðirog litir, m.a. mjög skemmtilegir fléttaðir skór. Domus Medica. Kbinewn s 18519 S. 689212. fólki og gleðjast í góðum hóp. Hann var lítið fyrir að láta hampa sér og var vinnusamur, hjálpsamur og sérstaklega viljugur að rétta öðmm hjálparhönd. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var ófeiminn að láta þær í ljós. Hans er nú sárt saknað af þeim sem hann þekktu, en minningin um lífsglaðan og góðan dreng mun lifa og vera okkur sem sólargeisli í sorg- inni og þannig verður minning hans okkur vinum hans öllum styrkur í lífsbaráttunni.1 Elsku Ásta, Elsa Sæný og mamma. Algóður Guð styrki ykkur og styðji á þessum erfiðleikatímum. Guð blessi minningu Valgeirs Gunnarssonar. Systkinin t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA JÓHANNA GUÐVARÐARDÓTTIR, Grensásvegi 60, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. maí kl. 1 3.30. Unnur Birgisdóttir, Sólveig Birgisdóttir, Oddrún Guðmundsdóttir, Guðvarður Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn Sveinn Christensen, Villy Veirup, Bent Bog, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR LIUU KRISTMANNSDÓTTUR, Stóragerði 13. Ásgeir P. Ágústsson, María Ásgeirsdóttir, Ágúst Breiðfjörð, Guðbjörg Elfn Ásgeirsdóttir, Davíð Þjóðleifsson og barnabörnin. STENDUR EITTHVAÐ TIL? Ef svo er, þá erum við með fyrsta flokks mat FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Við mynnum á okkar umtöluðu matarbakka í hádeginu úr bakka- eldhúsinu. Hægt er að velja um 3 tegundir: HEITAN MAT KABARETT MEGRUNARMAT Sendum og sækjum Pöntunarsími 68-68-80 til þjónustu reiðubúin, úr veislueldhúsinu okkar. Við toKum að okkur veislur og mannamót af öllum stærðum og gerðum, og bjóðum eingöngu upp á fyrsta flokks hráefni og fjölbreytni í vali: Kalt borð, heita rétti, pottrétti og smárétti. Ekki má gleyma brauðinu okkar, sem er það besta í bænum: Cockteil-snittur, kaffi-snittur, cockteil-pinnar, brauðsneiðar 1/2 og 1/1 og okkar rómuðu brauðtertur. Svo erum við með hagstætt verð. Pantið tímanlega « VEITINGAMAÐURINN BÍLDSHÖFOA 16 - SlMI 68-68-80 auglýsingast. magnúsar ólafss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.